Tíminn - 21.10.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.10.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 21. október 1995 9 Ljóö — eöa eitthvaö í þá áttina — í vœntanlegri bók frá Einari Má: „Allt er í einum graut, en myndar samt ákveðna heild" Verölaunahöfundurinn Einar Már Gu&mundsson hefur átt annríkt aö undanförnu, en tókst aö finna smugu til aö svara nokkrum spurningum blaöamanns um skriftarár- áttu sína, velgengni og vænt- anlega Ijóöabók sem Mál og menning gefur út nú fyrir jói- in. Hann var jafnframt svo vinsamlegur að færa Tíman- um ljóö úr nýju bókinni „á silfurbakka", sem birtast hér í blaöinu. „Bókin heitir / auga óreiðunn- ar og hefur þennan undirtitil: Ljóö eða eitthvað í þá áttina. Og þaö er nú ekki aðeins varnagli, ef ske kynni að mönnum fynd- ist þetta afleit ljóðlist, heldur er þetta svolítið á mörkum ljóðlist- ar og einhvers annars. Þetta eru eins konar ritsmíðar í ljóða- formi eða öfugt. Menn hafa t.d. talað um essay-roman í bók- menntunum, sem sé skáldsögu í ritgerðarformi, en það er ekki til neitt, mér vitandi, sem heitir essay-poem/ljóð. Það hefur stundum verið notað heitið af- orismar yfir þetta form, sem er þýtt á ýmsa vegu, t.d. kjamyrði. Þetta eru oft svona stuttar myndir eða athugasemdir og fara dálítið í hring. Þess vegna heitir bókin / auga óreiðunnar, þ.e. í hringiðu nútímans og þeirra tímamóta sem við stönd- um á." Einar Már hafnar því alfarið að nota orðið örsögur yfir það ljóðform sem hann notar í nýju bókinni sinni, en það hefur ver- ið notað yfir styttri sögur, sem ekki geta þó talist prósaljóð, og er líklega ættað frá tímaritinu Bjarti og frú Emilíu. „Nei, nei, nei, það á ekkert skylt við ein- hver slík fræði." — Lýsingin hjá þér minnir dá- lítið á vasabókarskrif Péturs Gunnarssonar. Ert þú á svipuðum brautum í í auga óreiðunnar? „Nei, þetta er ekkert svoleiðis. Það er svona meira eins og ein- tal sálarinnar. Það mætti frekar tengja þetta eldri ljóðabókun- um mínum, eins og Er nokkur í Kórónafötum hér inni?, þar voru einmitt svona stutt ljóö í athugasemdastíl. En þaö skarast sjálfsagt einhverjar línur á milli þessa forms og vasabókarforms- ins. Samt held ég nú að það sé afar ólíkt." — Ertu að þýða þama þekkt form, eða er „einskonarljóðaform- ið" þín eigin útgáfa? „Það er náttúrlega allt sem menn gera, bæði nýtt og gamalt í senn. Á hinn bóginn er þetta unnið upp úr hugsunum og hugleiðingum, sem orðið hafa til á mjög löngum tíma og byggjast t.d. á ritgerðum sem ég hef skrifað. Eins og sést á ljóð- unum sem birtast hér í Tíman- um, þá er þetta allt frá því að vera einhvers konar stutt at- hugasemd klippt beint út úr veruleikanum, og það er mikiö verið að fjalla um stöðu okkar í nútímanum. Viðfangsefnin eru samband okkar við fortíðina, staða þorpanna, landbúnaðar- mál, en þarna er líka að finna ástarljóð og ljóð um kjarabar- áttu. Það er allt í einum graut,\. en myndar samt ákveðna heild." Einar Már Gubmundsson rithöfundur. — En hver er þá rauði þráður- inn, bindiefnið í grautnum? „Það er bara heimsmyndin, lífssýnin í bókinni." . — Hvemig myndirðu lýsa þeirri lífssýn? „Ja, þú verður bara að lesa bókina. Bókin miðlar henni. Ef ég gæti sagt það í einni setningu í blaðaviðtali, þá hefði ég líklega ekki skrifað bókina." Ráðgert er að gefa út Engla al- heimsins á fjölda tungumála, en fyrir hana fékk Einar bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs. Hún hefur þegar komið út á dönsku, norsku, finnsku og ensku og verið er að þýða hana á hollensku, þýsku, frönsku, færeysku og litháísku. „Mabur þorir engu ab lofa með Banda- ríkin, en þar eru málin í athug- un." Bókin hefur selst mjög vel erlendis og í Danmörku hefur hún verið á sölulistum, í bóka- klúbbi og komið út í fleiru en einu upplagi og er væntanleg þar í kilju. — Verður leiðin greiðari fyrir þœr bcekur þínar sem á eftir koma? „Ja, við skulum vona það. En þetta er búið ab vera langt ferli hjá mér, sem nær kannski ákveðnu hámarki með bók- menntaverðlaununum. Það var byrjað að gefa mig út á Norður- löndunum um miðjan síðasta áratug og svo teygði þetta sig aðeins til Englands og Þýska- lands. Síðan held ég að hversu greið mín leið verði fari eftir því hve vel ég skrifa." — Nú er Englar alheimsins nokkuð myndwen saga. Hefur ein- hver falast eftir kvikmyndaréttin- um á henni? „Þau mál eru í athugun." Ein- ar segir að íslenskir aðilar komi þar að, en auðvitað séu íslenskar myndir alltaf gerðar í samvinnu við erlenda aðila. — Verður leikstjórinn íslenskur? „Það kemur náttúrlega bara einn til greina." Og þar vísar Einar að sjálfsögðu til Friðriks Þórs Friðrikssonar, en þeir hafa áður unnið saman að kvik- myndahandritum eins og kunnugt er. Hann segir málið ekki komið svo langt að búið sé að skrifa handritiö né, svo hann viti til, byrjað að fjármagna myndina. En hann segist samt vera farinn að fikta eitthvað í handritinu. — Er eitthvað stórt í smíðum? „Það hlýtur eitthvað að gerast á næstu misserum." — Heyrst hefur að verðlaun og styrkir ýtniss konar verði til þess að teppa skáldceðina eða hcegja a.m.k. á rennslinu. Hefur slíkt hrjáð þig? „Nei, ekki held ég það nú. Sýn mín á það, sem ég er með í bí- gerð, hefur ekkert breyst. Hins vegar hefur náttúrlega verið meira um að menn þurfi að sinna svona kynningarmálum. Undanfarna mánuði hefur því ekki gefist tími til kerfisbund- inna starfa. En það kemur. Ég er meb ýmis verkefni í gangi, en ég tjái mig aldrei um það sem ég hyggst gera. Ég bara geri það." — Þannig að það veröur meiri tími á ncestunni til skrifta? „Já, þú ráðstafar náttúrlega þínum tíma sjálf/ur, þannig að ég hlýt að taka fulla ábyrgð á því hvernig ég nýti tímann. En hins vegar þegar menn sinna svona starfi þar sem menn eru frekar mikib einir, þá skiptir þessi fé- lagslega hliö á starfinu, upp- lestrar- og fyrirlestraferðir, miklu máli. Þá er maður náttúr- lega að kynna sín verk, sína menningu, land og þjóð. Þetta er auðvitað allt hluti hvað af öðru. Þá umgengst maður tals- vert aðra höfunda og þannig eru menn að skiptast á hugmynd- um og reynslu og uppgötva nýja höfunda. Þannig að slíkt getur vel gagnast þér í þínu fagi." LÓA Úr óútkominni bók Einars: HEIMSVELDI AN NÆRKLÆÐA Eina helgi í nóvember hcettu tveir dmkknir Suðumesja- menn sér inn á vemdarsvceði hersins. Vita þeir ekki fyrr til en þeir em staddir í húsi. Að þeim leggur drifhvíta angan. Þeir hafa á brott með sér nokkra sekki. Ekki áttuðu Suður- nesjamennimir sig á því hvílíkum usla þeir höfðu valdið fyrr en þeir sáu í blöðunum að í sekkjum þessum var allur ncerfatnaður herflotans samankominn. REFARÆKT Bcendur nokkrir í byggðalagi norðan heiða sóttu um millj- ón króna lán hjá opinberri stofnun. Hugðust þeir nota féð til að byggja litla höfh, svo að útróðrar á gjöful mið yrðu þeim auðveldari. Aðstceður til hafhargerðar vom mjöggóð- ar, enda sigldu fommenn þaðan til bardaga. Engu að síður var beiðni bcendanna hafhað en þeim boðin upphceðin fjögurhundmðfold efþeir legðu niður bú sín og tcekju upp refarcekt. í dag er það gcefa þessara bcenda að hafa hrist höfuðin yfir „vitleysingunum fyrir sunnan". STELPAN SEM ÞU ELSKAÐIR . . Byltingin er eins og stelpan sem þú elskaðir einu sinni. Þú hélst að hún elskaði þig líka og að þú myndir aldrei elska neina aðra. En dag nokkum sagði hún þér upp. Sorg þín var ómcelisdjúp í tómleika daganna. Nú löngu síðar sérðu að það var ekkert varið í hana og furðar þig á því að þú skulir nokkm sinni hafa orðið ástfanginn afhenni. Og þó, ef segulkrafturinn sem dró þig að henni er ekki lengur í hjarta þínu ... því stúlkan sem þú elskaðir einu sinni er ekki stúlkan sem þú elskaðir, heldur þráin, leitin sem lagði afstað með þig, ekki til að finna, heldur leita að því sem þú týndir til að geta týnt því sem þú fannst. DRÖG AÐ SKÁLDSKAPARFRÆÐUM Kannski koma orðin upp úr hafinu einsog lífsbjörgin. Fiskar og fuglar, vcengir og sporðar: þar á milli er maðurinn. Því dýpra sem ég kafa því hcerra flýg ég.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.