Tíminn - 21.10.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 21.10.1995, Blaðsíða 19
Laugardagur 21. október 1995 19 Gunnhildur Davíðsdóttir Gutmhildur Davíðsdóttir fœdd- ist á Möðruvöllum í Hörgárdal 6. mars 1922. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 9. september síðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Hveragerðiskirkju 16. september. Elsku amma mín. Mér datt þab bara ekki í hug að þegar ég kvaddi þig í júlí áður en ég fór til Frakklands, að það væri í síðasta skipti sem ég myndi sjá þig. Ef ég hefbi vitað það, hefði ég viljað tala meira við þig. Ég var búin að senda þér kort og Hubba frænka var bú- in að lesa það fyrir þig og mér líður betur að vita að þú varst búin að heyra eitthvað frá mér. Núna þarf ég að skrifa afa bréf og veit ég ekki hvað ég ætti að segja vib hann í sam- bandi við þig. Mér finnst þú bara ekki vera dáin og að þú t MINNING verðir í sveitinni þegar ég kem heim aftur. Ég á erfitt með ab sætta mig við þetta. Það er rosalega erfitt að hugsa um allt það sem við gerðum saman þegar ég var í sveitinni hjá ykkur afa. Allar flökkuferðirnar okkar og þegar þú fannst aldrei afleggjarann heim að Laugarbökkum af því það var svo dimmt. Og þegar þú varst ab róta í 500 kr. kössunum í Höfn, þeg- ar við sátum fyrir framan sjón- varpið með ís og snakk og horfðum á Matlock eða Derr- ick með allt í botni. Það var svo margt skemmtilegt sem við gerðum saman og mig langar að fá þig aftur. Það er búið að vera erfitt að geta ekki talað við neinn um þig, en ég hef reynt að hugsa um eitthvað annað, því ef ég hugsa um þig fer ég bara að gráta. Hvíl þú í friði. Þín Mceja DAGBÓK lUUUUUUIJVAJUVJUV/ Lauqardaqui* i.1 október X 294. daqur ársins - 71 daqur eftir, 42. vlka Sólris kl. 08.29 sólarlag kl. 17.49 Dagurinn styttist um 7 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ' Brids, tvímenningur, minningar- mót um Jón Hermannsson, spilað þrjá sunnudaga kl. 13 í Risinu. Félagsvist kl. 14 í Risinu og dans- ab í Goöheimum kl. 20 sunnudag. Lögfræðingurinn er til viðtals á þriðjudag. Panta þarf viðtal í s. 5528812. Brei&firðingafélagið Félagsvist verður spiluð sunnu- daginn 22. okt. kl. 14 í Breiðfirð- ingabúð, Faxafeni 14. 1. dagur í 4 daga keppni. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Ferðafélag íslands Sunnudagsferðir 22. október: Náttúruminjagöngur. Brottför kl. 13. 1. Keilir (378 m y.s.). Ekið að Höskuldarvöllum og gengið þaðan á þetta skemmtilega móbergsfjall. 2. Höskuldarvellir-Sogaselsgígar. Gengið að Sogum. Hugað að gíga- svæði, m.a. upptakasvæbi Afstapa- hrauns og seljarústum í Sogaselsgíg. Svæðið, sem göngurnar liggja um, er á Náttúruminjaskrá og geta þær því kallast náttúruminjagöngur (sbr. raðgönguna í vor í tilefni nátt- úruverndarárs Evrópu). Um svæðið mun liggja „Reykjavegurinn", er verið hefur í fréttum undanfarið. Munið góða skó, hlýjan fatnað og nesti. Brottför kl. 13 frá BSÍ, austan- megin, og Mörkinni 6. Einnig stansað við kirkjugarðinn í Hafnar- firbi. Verb: 1200 kr., frítt fyrir börn með fullorðnum. Allir eru vel- komnir í Ferðafélagsferðir. Kvennakirkjan Kvennakirkjan heldur messu í Neskirkju sunnudaginn 22. október kl. 20.30. Messan verður tileinkuð þeim tímamótum að þann 24. október verða 20 ár liðin frá Kvennafrídeg- inum. Séra Yrsa Þórðardóttir prédikar og stuttar ræbur flytja Elsa Þorkelsdótt- ir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs, og Jeririý Sigfúsdóttir, sem kært hef- ur launamisrétti. Steinunn Jóhannesdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Anna Kristín Arngríms- dóttir og fleiri leikkonur, sem sungu baráttulög á plötunni Áfram stelp- ur, rifja upp gömlu lögin. Messu- söng stjórnar Bjarney I. Gunnlaugs- dóttir við undirleik Aðalheiöar Þor- steinsdóttur. Kaffi á eftir í safnaðarheimilinu. Tónlistarfélag Vestur-Húnvetninga: Tónleikar í Hvamms- tangakirkju Fimmta starfsár Tónlistarfélags Vestur-Húnvetninga hófst í sept- ember sl. með léttri JAZZsveiflu Ak- urjazzmanna úr Eyjafirðinum, en októbertónleikar félagsins verða með öðru sniði. í tilefni 50 ára afmælis Samein- ubu þjóðanna, eru haldnir tónleik- ar eða listsýningar víða um lönd, til að styrkja umburðarlyndi þjóða á milli. í dag, laugardaginn 21. októ- ber, kl. 14 verða tónleikar í Hvammstangakirkju með tónlistar- mönnum frá fjórum löndum, þeim Hilmari Erni Agnarssyni organista í Skálholti, Peter Tompkins óbóleik- ara frá Englandi, Michael Hillen- stedt gítarleikara frá Þýskalandi, og Mette Rasmussen flautuleikara frá Danmörku, til að undirstrika sam- starf þjóðanna. Ætla þau að flytja verk eftir Bach, Hándel og ýmis önnur tónskáld. Tónlistarfélagið hefur haft þann háttinn á, að félagar fá frían aðgang að öllum reglulegum tónleikum fé- lagsins (u.þ.b. 9 tónleikar yfir vetur- inn), en aðrir borga aðgangseyri, sem hefur verib hinn sami sl. fimm ár, litlar 900 kr. og verður enn um sinn. 4 norrænir myndlistar- menn í Nýlistasafninu í dag, laugardaginn 21. okt., kl. 16 verður opnuð sýning norrænna myndlistarmanna í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b í Reykjavík. „í vesturleib" er samsýning fjög- urra myndlistarmanna frá Dan- mörku, Finnlandi og Noregi, sem allir hafa tengst íslandi á sögulegan eða listrænan hátt. Þetta eru þeir Helge Raed og Geir Espen Östbye frá Noregi, Carl-Erik Ström frá Finn- landi og Finn Nielsen frá Dan- mörku. Sýningin samanstendur að hluta til af verkum, sem listamennirnir hafa haft með sér að heiman, og að hluta til af verkum sem unnin eru á íslandi. Verkin eru sprottin úr sam- eiginlegum menningararfi, en ólík innbyrðis allt eftir einkennum hvers og eins listamanns. Verkin spanna ljós og skugga, hita og kulda, goðsagnir og samtíma. Myndlistarmennirnir hafa allir langan feril að baki í greininni og hafa átt þátt í að skipuleggja ótal samnorræn verkefni í gegnum árin. Þeir vinna með innsetningar, ljós- myndir, teikningar og texta. Gestur safnsins í Setustofu er Birna Bragadóttir. Birna útskrifaðist úr Fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskólans 1993 og stundar nú nám í heimspeki við Háskóla ís- lands. Þetta er fyrsta einkasýning hennar og ber sýningin heitið „Um attíska tungu og nokkrar fleiri". Verkið er byggt á formála í íslenskri orðsifjabók. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14-18 og þeim lýkur sunnu- daginn 5. nóvember. Tónlistardágar Musica Antiqua og Ríkisútvarpsins: Norðurljós Tónlistarhópurinn Musica Antiqua í samvinnu við Ríkisút- varpið efnir til tónlistardaga um þessa helgi og þar næstu. Bera þeir yfirskriftina „Norðurljós". Á morgun, sunnudaginn 22. okt., kl. 17 verða tónleikar í Háteigs- kirkju. Fram kemur Bachsveitin í Skálholti. Einleikarar: Camilla Sö- derberg blokkflauta, Sarah Buckley víóla og Martial Nardeau barokk- flauta. Sunnudaginn 29. október kl. 17 verða tónleikar í Kristskirkju. Þar leika Camilla Söderberg á blokk- flautur, Elín Guðmundsdóttir á sembal, Guðrún Óskarsdóttir á sem- bal, Sigurður Halldórsson á barokk- selló og Páll Hannesson á kontra- bassa. Mánudaginn 30. október kl. 20.30 verða tónleikar í Þjóðminja- safni. Sverrir Guðjónsson kontra- tenór syngur og Gubrún Óskars- dóttir og Snorri Örn Snorrason leika á sembal og lútu. Orgeltónleikar í Askirkju Efnt verður til nokkurra tónleika í Áskirkju í Reykjavík tii styrktar orgelsjóbi kirkjunnar. Á morgun, sunnudag, kl. 17 leik- ur Kjartan Sigurjónsson, organisti Seljakirkju í Reykjavík. Á tónléika- skránni verða verk eftir J. Pachelbel, D. Buxtehude, J.S. Bach, Max Reger og César Franck. Aðgangur á tónleikana er ókeyp- is, en tekið verður vib framlögum í orgelsjóð að tónleikunum loknum. Verið velkomin í Áskirkju. iP Framsóknarflokkurinn Abalfundir FUF-félaga FUF-Akureyri og nágrenni Abalfundur FUF-Akureyri og nágrenni verbur haldinn þribjudaginn 24. október næstkomandi kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu ab Hafnarstræti 90. FUF-Strandasýslu Abalfundur FUF-Strandasýslu verbur haldinn fimmtudaginn 26. október nk. kl. 20.30 í Kvenfélagshúsinu á Hólmavík. FUF-Vestur-Húnavatnssýslu Abalfundur FUF-Vestur-Húnavatnssýslu verbur haldinn laugardaginn 28. október nk. kl. 21.00 f félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka. Mebal gesta verba Gubjón Ólafur |ónsson, formabur SUF, og Páll Magnússon, vara- formabur SUF. FUF-Reykjavík FUF-Reykjavík heldur abalfund sinn mánudagskvöldib 30. október kl. 20.30 á Kornhlöbuloftinu. Kosinn verbur nýr formabur þar sem Óskar Bergsson gefur ekki kost á sér áfram. Ingibjörg Davibsdóttir og Ingimar Oddsson hafa lýst yfir frambobi sfnu og verbur væntanlega kosib á milli þeirra tveggja á fundinum. FUF-Árnessýslu FUF-Árnessýslu heldur abalfund sinn mibvikudagskvöldib 2. nóvember nk. kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu, Eyrarvegi 15 á Selfossi. Mebal gesta verba alþingismennirnir Gubni Agústsson og ísólfur Gylfi Pálmason, Gubjón Ólafur jónsson, formabur SUF, og Páll Magnússon, varaformabur SUF. FUF-Kópavogi Abalfundur FUF-Kópavogi verbur haldinn laugardaginn 4. nóvember kl. 21.00 í Framsóknarhúsinu ab Digranesvegi 12. FUF-Hafnarfirbi FUF-Hafnarfirbi heldur abalfund sinn þribjudagskvöldib 7. nóvember nk. kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu ab Hverfisgötu 25 þar í bæ. FUF-Mýra- og Borgarfjarbarsýslu Abalfundur FUF-Mýra- og Borgarfjarbarsýslu verbur haldinn mibvikudaginn 8. nóvember nk. kl. 18.00 í Framsóknarhúsinu, Brákarbraut 1 í Borgarnesi. Mebal gesta verba Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigbisrábherra, Gubjón Ólafur jóns- son, formabur SUF, og Páll Magnússon, varaformabur SUF. FUF-Akranesi Abalfundur FUF-Akranesi verbur haldinn mibvikudagskvöldib 8. nóvember nk. kl. 21.00 í Framsóknarhúsinu, Sunnubraut 21, Akranesi. Mebal gesta verba Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigbisrábherra, Gubjón Ólafur jóns- son, formabur SUF, og Páll Magnússon, varaformabur SUF. Abalfundur Framsóknar- félags Árnessýslu j&Sk Isólfur Gubni verbur haldinn mibvikudagskvöldib 25. október kl. 21 ab Eyrarvegi 15, Selfossi. Venjuleg abalfundarstörf. Gubni Agústsson og ísólfur Gylfi Pálmason mæta á fundinn. Stjórnin Félagsfundur Framsóknarfé- lags Keflavíkur, Njarbvíkur og Hafna verbur haldinn mánudaginn 23. október kl. 20.30 í Framsóknarfélagshúsinu, Reykja- nesbæ. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 2. Markabs- og atvinnumál. Fribjón Einarsson heldur framsögu. 3. Önnur mál. Stjórnin BELTIN BARNANNA VEGNA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.