Tíminn - 21.10.1995, Blaðsíða 24

Tíminn - 21.10.1995, Blaðsíða 24
Vebriö (Byggtá spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland til Breibafjarbar: Sunnan kaldi. Riqninq eba skúrir. Hiti 2 til 6 stig. • Vestfirbir: Sunnan kaldi og rigning. Hiti 2 til 5 stig. • Norburland eystra til Austfjarba: Léttir til meb sunnan og subvest- an golu. Hiti 1 til 6 stig. • Subausturland: Sunnan og subvestan gola og skúrir. Hiti 2 til 6 stig. Laugardagur 21. október 1995 • Strandir og Norburland vestra: Sunnan og subvestan gola eba • Mibhálendib: Sunnan og subvestan kaldi og þurrt ab mestu norb- kaldi og sums stabar dálitlar skúrir eba slydduél. Hiti 1 til 5 stig. an jökla en él annars stabar. Vægt frost. 60 þúsund tonna viöbót viö álveriö í Straumsvík er aö veröa aö veruleika, og viörœöur framundan viö bandaríska álframleiöendur: Alusuisse-Lonza tilbúið í slaginn, Columbiamenn koma um helgina Samkomulag um stækkun ál- versins í Straumsvík liggur nú fyrir. Taliö er fullljóst aö stjórn Alusuisse-Lonza muni samþykkja á fundi sínum aö hefja stækkun verksmiöjunn- ar þegar í vetur. Þaö þýöir fjöl- mörg störf í byggingariönaöi, sem nú stendur afar höllum fæti. íslenska samninganefndin og samninganefnd Alusuisse, sem samanstendur af forstjóra ál- deildar A-L, fjármálastjóra fyrir- tækisins og fleiri toppmönnum hafa komið sér saman um öll aöalatriði varöandi stækkunina. í gærmorgun var málið kynnt í ríkisstjórn af iönaöarráöherra, Finni Ingólfssyni. í iönaöar- ráöuneyti er litið svo á aö máliö sé í höfn. Ekki er talið að snuröa hlaupi á þráöinn á síðustu stundu. „Að sjálfsögöu er ég vonbetri nú en nokkru sinni að til fram- kvæmda komi, enda hafa allir helstu ráðamenn Alusuisse- Lonza lýst yfir samþykki sínu og samninganefnirnar ná sam- komulagi sín í milli. Ég treysti því að sjálfsögöu aö æöstu menn Alusuisse hafi sitt um- boö. En auðvitað eru samningar ekki orönir samningar fyrr en þeir eru undirritaðir," sagði Finnur Ingólfsson iönaöarráö- herra í samtali við Tímann í gærkvöldi. Gert er ráö fyrir að stækkunin komi í gagnið haustiö 1997. Framkvæmdin mun þýöa 400 ársstörf auk þess sem talsvert á annaö hundrað manns verða Finnur Ingólfsson vibskiptaráb- herra. ráðnir til framtíðarstarfa í Straumsvík. Störf sem leiða af slíkum umsvifum eru talin geta orðið um 1.000 talsins sam- kvæmt þeim formúlum sem um slíkt gilda, en þær gera ráö fyrir 2,6-földun starfa við verslun, þjónustu og ýmsan iðnað. En fleiri útlendingar eru í ál- hugleiöingum á íslandi. Um helgina eru væntanlegir hingað til lands forráðamenn Colum- bia Aluminum Corp. í Banda- ríkjunum. Þeir munu dvelja hér fram eftir viku og ræða málin. Eins og Tíminn hefur greint frá eru þeir áhugasamir um að reisa allt að 60 þúsund tonna álver á Grundartanga. Fleiri erlend fyrirtæki hafa auk þess sýnt áhuga á álfram- leiðslu hér, eða alls 8 talsins. Einhver þeirra munu á næst- unni senda hingað fólk til viö- ræðna, meðal annars Kínverjar. Þá er þess að geta að taldar eru vaxandi líkur á mikilli stækkun járnblendiverksmiöjunnar á Grundartanga og samkvæmt heimildum blaösins styttist nú mjög í að ákvörðun verði tekin þar um. Tíminn hringdi í ísal í gær og spurðist fyrir um gang mála. Rannveig Rist, talsmaður álvers- ins, hafði þá ekki heyrt af gangi viðræðnanna. Christian Roth, forstjóri ísal hf., heyrði fréttirn- ar af ríkisstjórnarfundinum í út- varpsfréttum í hádeginum í gær. Mikil leynd hefur því hvílt yfir viðræðum samninganefndanna tveggja. -JBP Akvebib ab kaupa hús í Súbavík og Hnífsdal Ríkisstjórnin ákvaö á fundi sínum í gær samkvæmt til- lögu félagsmálaráðherra aö kaupa íbúöarhúsnæöi á snjó- flóðahættusvæðum í Súöavík og Hnífsdal. Jafnframt var ákveöiö aö fresta gerö snjó- flóöavarna í Súöavík. Nefnd sem vinnur að því að skilgreina hugtakið endurstofn- verð, þ.e. hvort menn eigi að fá nýtt hús fyrir gamalt eða fá greitt verð húsa sinna eins og þau standa, hefur ekki skilað niðurstöðum. Á meðan er ekki hægt að ganga frá samningum um kaup húsanna. Páll Péturs- son félagsmálaráöherra telur að þrátt fyrir það sé mikilvægt fyrir íbúa þessara svæða að vita aö ríkisstjórnin ætli að kaupa hús- in. „í Hnífsdal er þeim óhætt að fara að svipast um eftir húsnæði annars staðar sem þaö vilja. Menn þurfa þá ekki að bíöa í sínum húsum í vetur ef þeir finna annað húsnæði." Páll segir aö ástæða þess að ákveðið sé að kaupa íbúðarhús í Hnífsdal sé að hann hafi sótt um kaup á húsunum áður en at- burðirnir urðu í Súðavík. Hnífs- dalur sé í mikilli hættu og því sé ekki sanngjarnt að láta hann bíða. -GBK Hollustuvernd hefur stöövaö sölu á rúöuvökva í verslunum Bónus: Gubmundur Bjarnason landbúnabarrábherra var meb þeim fyrstu sem keyptu kjöt af lífrœnt rœktubum lömbum í gær. Tímamynd: Pjetur Lífrænt kjöt komib á markaö Rúðuvökvinn hættu- legi innkallaður Sala á rúöuhreinsinum Sure- Wash, Windshield Washer, hefur nú veriö stöövuö af Hollustuvernd ríkisins, en vökvinn inniheldur mikiö magn af metanóli, en efniö er eitraö viö innöndun og inn- töku og hættulegt viö snert- ingu. Efniö getur valdiö blindu, öörum alvarlegu heilsutjóni eöa leitt til dauöa. Vara þessi var til sölu í versl- unum Bónus. í fréttatilkynningu frá Holl- ustuvernd er þeim tilmælum beint til þeirra sem keypt hafa rúöuhreinsivökva af þessari gerö og eiga efniö enn til, eru beðnir um að sjá til þess að því verði fargað strax á viðeigandi hátt. Þeim er bent á að skila efn- inu til spilliefnamóttöku eða til verslunarinnar sem það var keypt í, svo tryggt sé að komist verði hjá slysum. Efnið er ljós- blár vökvi, seldur í 3,7 lítra plastbrúsum og er það ætlað til notkunar á bíla. í frétt frá Bónus kemur fram að vara þessi hafi verið flutt inn frá Bandaríkjunum í góðri trú, þar sem hún sé á boðstólnum í á þriðja þúsund verslana þar í landi. Auk þess hafi samskonar vökvi verið á öllum innfluttum bifrgiðum frá Bandaríkjunum hingað til lands. Þar segir enn- fremur að stjórnendur Bónus hafi þegar tekið vökvann úr sölu í verslunum sínum, en þeir benda á að allur slíkur vökvi sem er til sölu hér á landi er ekki ætlaður til drykkjar enda ekki vitað til þess að nokkur leggi slíkt til munns. ■ Kjöt af iífrænt ræktuöum lömb- um var í fyrsta skipti boöiö til sölu í Hagkaup í gær. Kjötiö kemur frá Pétursey í Mýrdal og félagsbúinu Þórisholti í Mýrdal. Við lífræna ræktun er öll efna- notkun sem hugsanlega getur haft skaðleg áhrif á neytendur bönnuð. Þetta á við um horm- ónanotkun, lyfjagjöf og notkun illgresis- og sicordýraeiturs. Þegar um búfénab er aö ræða eru jafn- framt gerðar kröfur til sláturhúsa. Þar hafa dýraverndunarsjónarmib hafa mikið að segja og einnig ab unnt sé að rekja hvaðan afurðirn- ar koma. Eina sláturhús landsins sem er vottað til slátrunar á líf- rænum búfénaði er sláturhús SS á Selfossi og var lömbunum slátrað þar í vikunni. Sláturfélagiö er stuöningsaðili að átaki um líf- ræna framleibslu í Mýrdal og hef- ur lagt til fjármuni til stuðnings verkefninu. -GBK TVÖFALDUR 1. MNMNGUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.