Tíminn - 21.10.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.10.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 21. október 1995 7 Císli Snœr Erlingsson í helgarviötali vegna vœntanlegrar frumsýningar á Benjamín dúfu: Gísli Snær Erlingsson. Þetta er 10 klúta mynd „Fyrir mér er kvikmynd alltaf óraunveruleiki. Um leib og umhverfib er farib ab þrengja ab sögunni er eitthvab ab. Þessi saga fjallar ekki um hvort menn drukku pepsí eba kók." að var heldur hráslagalegt sl. miðvikudagsmorgun, þegar blaðamaður Tímans og Gísli Snær Erlingsson tóku spjall saman á kaffihúsi í hjarta borgarinnar. Gísli Snær var þó ljóslega ekki upptekinn af veðrinu, enda með hugann við stærsta verkefni lífs síns til þessa, kvikmyndina Benj- amín dúfu sem frumsýnd verður eftir tæpan hálfan mánuð. Mynd- in er byggð á samnefndri verð- launabók eftir Friðrik Erlingsson. Eftir að hafa náö úr sér hrollin- um með bolla af rjúkandi kaffi varpaði blaðamaður fram fyrstu spurningunni, um uppvöxt Gísla og ástæður þess að hann fór út í kvikmyndagerð. „Ég var svona dæmigert reyk- vískt barn fram að níu ára aldri, en þá fluttist ég upp í Breiðholtið sem var að byggjast upp, mikiö vill- ingahverfi. Þar fór ég, líkt og gerist í myndinni, á hálfgert ímyndanaf- lipp, enda vinalaus í fyrstu. Ég var mikið í því að sníða búninga og búa mér til minn eigin heim. Að lenda í þessari litlu borg í borginni — mér fannst Breiðholtiö n.k. ríki í ríkinu — var mjög sérstætt og ég flúði svolítið raunveruleikann. Ég var settur í vandræðabekk, svokall- aðan X-bekk, en hann var e.k. sál- fræðileg tilraun. Þarna voru marg- ir félagsfræðilega sinnaðir kennar- ar, sem reyndu að finna út hæfi- leika okkar, og það hjálpaði mér. Ég skrifaöi mikið, málaði og teikn- aði og endaði á að setja upp tvö frumsamin leikrit sem urðu mjög vinsæl." Þrír menn á fylleríi — Var þetta erfitt tímabil? Ja, ég veit ekki hve margir vildu ganga í gegnum þá hluti sem þarna áttu sér stað á þessum tíma. Það voru einhverjir þrír menn á fylleríi á sjötta áratugnum, sem ákvábu að troða öllum fátækling- unum á einn stað, upp í Breiðholt- iö, og héldu það vera einhverja lausn. Þetta kallabi á ótal vanda- mál. Fyrir vikið þurfti maður að duga eða drepast. Það eru margir félaga minna frá þessum árum horfnir núna; á Hrauninu, eða búnir að eyðileggja sig á dópi og áfengi." Gísli Snær kynntist vídeótækn- inni, sem síðar leiddi til þess að hann fór út í leikstjórn. Hann myndaöi ýmsar uppákomur í FB og það reyndist ágætur stökkpallur fyrir hann aö stjórna tónlistar- þætttinum Poppkorni í sjónvarp- inu ásamt Ævari Erni Jósepssyni. Efnistök félaganna vöktu nokkra athygli á þeim tíma og var sprellið í fyrirrúmi. Frl&rik Þór og Hrafn mestu áhrifavaldarnir Eftir útskrift úr FB kynntist Gísli Snær Friðriki Þór. „Það var Friörik Þór sem sannfærði mig um að kvikmyndin væri sá miöill sem ég ætti heima í. Ásamt Hrafni Gunn- laugssyni var hann mesti áhrifa- valdurinn í mínu lífi, hvað kvik- myndina varðar. Eftir að hafa unnið við „Skytturnar og „Hrafn- inn flýgur" réðst Gísli til sjón- varpsins sem pródúser, rétt rúm- lega tvítugur. Á meöal verka hans má nefna Annir og appelsínur og áramótaskaup sem var unnið í skugga af verkfalli leikara. Gísli Snær er bærilega sáttur við afrakst- urinn þessi ár. Eftir nám í Svíþjóð og nokkurra ára starf hjá s jónvarpinu fann Gísli Snær „styrk sem hafbi legið óhreyfður í tvo áratugi" til ab komast í kvikmyndanám í París. Samfara náminu gerði Gísli Snær Stuttan Frakka, í samvinnu viö Friðrik Erlingsson, líkt og nú. Rosalega léleg mynd Um Stuttan Frakka segir leik- stjórinn; „Ég var beöinn um að gera tónleikamynd og við ákváö- um aö gera einhvern söguþráð ut- an um, út frá grínþemanu: „How do you like Iceland?" Frakkinn, sem lék aðalhlutverkib, var vinur minn úr skólanum, en Friörik Er- lingsson skrifaöi handritiö. Byrj- unin á Stuttum Frakka var í lagi, en að öðru leyti er hún vond mynd, alveg rosalega léleg," segir Gísli og hlær við. „Metnaðurinn hjá okkur var líka ekki að gera góða mynd, heldur vinsæla mynd, sem myndi koma okkur á kortiö. Það er orðin barátta fyrir fólk, sem kemur úr kvikmyndaskólum, að vera til, fá athygli. Það tókst. Hjá okkur." Stórmynd fyrir lítib fé Um tilurö kvikmyndarinnar „Þótt þetta sé mynd um börn, er þetta ekki endi- lega mynd fyrir börn. Hún er ekki ósvipub „Mit Liv som Hund" og „ET" hvab þetta varbar. Þetta er mynd um barnib í þér sjálfum. Þetta er mynd fyrir alla, samt ekki fjöl- skyldumynd og ekki barnamynd. Hugtakib fjölskyldumynd þýbir í raun ab foreldrunum leib- ist, en börnunum ekki." Benjamíns dúfu er það að segja að Friðrik Erlingsson vann til bama- bókaverölauna árið 1991 fyrir samnefnda skáldsögu sína. í fram- haldi af því var sjónvarpinu boðið ab gera þáttaröð eftir bókinni, en peningar voru ekki fyrir hendi. Upp úr því kviknaði hugmyndin að bíómyndinni og var hafist handa í fyrra eftir aö fjármögnun lauk. íslenski kvikmyndasjóðurinn veitti 20 milljónum til myndar- innar, en annars er fjármagnið er- lent. Heildarkostnaður reyndist 82 milljónir, sem er lítið miöað vib að myndin er „stórmynd" að sögn Gísla Snæs. „Þetta er í rauninni mynd sem okkur hefði langað aö gera fyrir tvöfalt hærri fjárhæð, en það er lygilegt hve vel tókst til. Leik- myndadeildin stóð sig frábærlega og það þurfti mikla skipulagningu til að gera myndina fyrir þennan litla kostnað. Reyndar hékk leik- myndin stundum uppi á límbandi og hmndi oft niöur í miðri töku. Þá var bara að klippa og líma upp aftur." Um söguna segir Gísli Snær: „Þú gerir ekki góða kvikmynd nema hafa gott handrit og handritið byggist á mjög góðri sögu. Við Friðrik (Erlingsson) lokuðum okk- ur inni í 2 mánuði með allt hand- ritiö límt upp á vegg meö litlum spjöldum. Við vöknuðum oft upp Ú. 6 á morgnana og pældum í dramatískum strúktúr myndarinn- ar fram á næstu nótt." Gísli Snær segir tíma myndar- innar tvískiptan, annars vegar nú- tímann, hins vegar óskilgreinda fortíð. „Mér fannst mikilvægt að myndin væri ekki heimildarmynd um tímabilið 1964-'65. Mér hefur fundist allt of mikið um það í ís- lenskum myndum að áhorfendur hætti að fylgjast meö sögunni og segi: „Nei, mikið tókst þér vel að breyta Laugaveginum. Ég heyrði t.d. á Bíódögum að öldruð kona sagði upphátt: „Heyröu, Roy Ro- gers var ekki sýndur í Gamla bíói, hann var alltaf sýndur í Austur- bæjarbíói." Kvikmyndin alltaf óraunveruleg Þetta þýðir fyrir mér aö áhorf- endur séu uppteknir af forminu en ekki sögunni. í ljósi þessa erum við ekki með nein vörumerki í Benj- amín dúfu. Viö erum hvorki með kók eða pepsí, heldur drykk sem heitir bara Cola. Minn metnaður sem kvik- myndaleikstjóra liggur ekki til þess að búa til raunverulegan heim. Fyrir mér er kvikmynd alltaf óraunveruleiki. Um leið og um- hverfið er fariö aö þrengja að sög- unni er eitthvaö að. Þessi saga fjall- ar ekki um hvort menn drukku pepsí eba kók." Ekki barnamynd — Er Benjamín dúfa bamamynd? „Nei. Þótt þetta sé mynd um börn, er þetta ekki endilega mynd fyrir börn. Hún er ekki ósvipuð „Mit Liv som Hund" og „ET" hvað þetta varðar. Þetta er mynd um barnið í þér sjálfum. Þetta er mynd fyrir alla, samt ekki fjölskyldu- mynd og ekki barnamynd. Hug- takið fjölskyldumynd þýðir í raun aö foreldrunum leiðist, en börn- unum ekki. Þetta er mynd sem seg- ir mikla og stóra sögu. Hún segir sögu sem við erum að upplifa allt í kringum okkur, hvort sem við er- um böm eöa fullorðin. Viö erum að upplifa sorg og glebi, spennu, við tökum rangar ákvarðanir sem hafa mikil áhrif á líf okkar. Mynd- in er reynslusaga og veltir m.a. upp þeirri spurningu hvenær bernskan endi, hvenær maöur verður fullorðinn. í lok hennar gerist atburður sem veldur því að drengirnir hafa ekki nokkra löng- un til að vera börn áfram. Hvað er aö vera barn? Er það kannski eigin- leikinn að flýja raunveruleikann og fara inn í fantasíuveröldina?" — Ljúfsár mynd? „Já, ljúfsár og mannleg mynd, mjög nostalgísk, jafnvel tíu klúta mynd. Þab unnu allir þessa mynd frá hjartanu, það þýöir ekkert ann- að en ab vera heiðarlegur þegar maður segir sögu. Ég er ófeiminn viö aö afhjúpa mig og myndin ætti að skila því." Val drengjanna erfitt — Aðalleikaramir eru 4 drengir 13-16 ára gamlir. Hverjir em þeir og hvemiggekk að velja þá? „Þeir eru Sturla Sighvatsson sem leikur Benjamín dúfu, Gunnar Atli Cauthry, Sigfús Sturluson og Hjör- leifur Björnsson. Við höfðum sam- band við nánast alla sem komu aö leiklist til að fá ábendingar, en þá var ég búinn aö liggja yfir karakter- unum og einnig foreldrunum í langan tíma. Sigríður Hannesdótt- ir var mér ómetanleg stoö í þessari leit og loks stób ég uppi með 8 drengi. Ég lét allan hópinn æfa texta í mjög erfibu atribi í mynd- inni og myndabi senuna í fjórum nærmyndum, sem ég klippti síöan saman. Eftir að hafa skoðað árang- urinn gat ég loks tekiö ákvöröun." Aðrir leikarar eru m.a. Pálmi Gestsson, Jóhann Siguröarson, Ól- afía Hrönn Jónsdóttir, Elfa Ósk Ól- afsdóttir, Guömundur Haraldsson, Kjartan Ragnarsson, Guöbjörg Thoroddsen og Ragnheiöur Stein- dórsdóttir. Ólafur Gaukur sér um tónlistina. Kaffinu er lokið og ábur en und- irritabur og Gísli Snær standa upp og hneppa frökkum sínum varpar blaöamaöur fram hinstu spuming- unni: — Er mikiö afBenjamín dúfu íþér? „Já, alveg gríbarlega mikið." Björn Þorláksson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.