Tíminn - 21.10.1995, Blaðsíða 18

Tíminn - 21.10.1995, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 21. október 1995 l||l Framsóknarflokkurinn 7. Landsþing LFK „Konur í framsókn7' Valgerbur verbur haldib í sal Lionsmanna í Kópavogi ab Aubbrekku 25, dagana 20.-22. október. Dagskrá: Föstudagurinn 20. október Kl. 19.30 Þingsetning ab Borgartúni 6. Setning: Kristjana Bergsdóttir, formabur LFK. Kjör embættismanna þingsins. Ávörp: Páll Pétursson félagsmálaráðherra. Siv Fribleifsdóttir, 1. þingmabur Reykjaneskjördæmis. Kl. 20.00 Fundi frestab til laugardags. Kl. 20.00 Kvöldverbarhóf í tilefni 50 ára afmælis Félags framsóknarkvenna ÍReykjavík. Ávarp: Sigríbur Hjartar, formabur FFK. Hátibarræba: Halldór Asgrímsson, formabur Framsóknarflokksins. Laugardagurinn 21. október Kl. 8.30 Afhending þinggagna ab Aubbrekku 25, Kópavogi. Kl. 9.00 Ávarp: Sigurbjörg Björgvinsdóttir, formabur Freyju, félags framsóknar- kvenna í Kópavogi. Kl. 9.10 Skýrsla stjórnar. Kristjana Bergsdóttir, formabur LFK. Þóra Einarsdóttir gjaldkeri. Umræbur — afgreibsla. Mál lögb fyrir þingib. Kl. 9.45 MANNRÉTTINDI KVENNA Mannréttindi eldri kvenna Sigurbjörg Björgvinsdóttir, formabur Freyju og fulltrúi á kvennaráb- stefnunni í Kína. Áherslur í mannréttindamálum kvenna Halldór Ásgrímsson, formabur Framsóknarflokksins. Lög og framkvæmd jafnréttisáætlunar ríkisstjórnarinnar Elín Líndal, formabur jafnréttisrábs. Efnahagslegt sjálfstæbi — grundvallarmannréttindi Herdís Sæmundardóttir, formabur undirbúningsnefndar um stofnun lánatryggingasjóbs kvenna. Þróunarabstob meb persónulegum samskiptum Hansína Björgvinsdóttir, ritari LFK og fulltrúi á kvennarábstefnunni í Kína. Umræbur. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.00 Umræbur um stöbu Jtvenna í Framsóknarflokknum og framtibar- sýn þeirra. Kristjana Bergsdóttir, formabur LFK. Ávarp: Gubjón Ólafur jónsson, formabur SUF. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigbisrábherra. Valgerbur Sverrisdóttir, formabur þingflokks framsóknarmanna. Siv Fribleifsdóttir, alþingismabur Reykjaneskjördæmis. Umræbur. Tillögur ab jafnréttisáætlun í flokksstarfi lagbar fram. Drífa Sigfúsdóttir, vararitari Framsóknarflokksins. Umræbur. Kl. 16.00 Kaffihlé. Kl. 16.15 Hópstarf. Kl. 17.00 Skobunar- og skemmtiferb í Mosfellsbæ fram eftir kvöldi í bobi Esju, félags framsóknarkvenna í Kjósarsýslu. Leibsögumabur er Helga Thor- oddsen bæjarfulltrúi. Sunnudagurinn 22. október Kl. 9.00 Morgunkaffi. Kl. 9.15 Ávarp: Ingibjörg Pálmadóttir, ritari Framsóknarflokksins. Kl. 9.30 Umræba og afgreibsla jafnréttisáætlunar. Kl. 11.00 Afgreibsla mála. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 12.45 Afgreibsla mála. Kl. 13.45 Stjórnarkjör. Kl. 14.45 Þingslit. Siv Sigríbur Halldór Sigurbjörg Ingibjörg Elín Kristjana Herdís Drífa Kjördæmisþing framsóknar- manna í Noröurlandskjör- dæmi eystra verbur haldib þann 3. og 4. nóvember n.k. á Húsavík. Þingib hefst föstudaginn 3. nóvember kl. 20.00. Páll Pétursson félagsmálarábherra ávarpar þingib. Stjórn KFNE UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . Indónesía: 30 ár frá valdatöku Suhartos: Blóðugur valda- tími Suhartos, forseta Indónesíu y Suharto hershöfbingi, sem verib hefur vib völd á Indónesíu í 30 ár. Um þessar mundir heldur stjóm Indónesíu, meb Suharto hershöföingja í fararbroddi, upp á 30 ára byltingarafmæli. Allan þennan tíma hefur Su- harto ríkt með harðri hendi og gerst sekur um gróf mann- réttindabrot. Áriö 1975 rébist her Indónesíu inn í Austur- Tímor, eyju sem em um 2 þús- und kílómetra frá höfuðborg Indónesíu, Jakarta. Talið er ab á bilinu a.m.k. 2-300.000 manns hafi falliö í innrásinni og síöan þá hafa blóðugir bar- dagar geysab á eynni milli andspyrnuhópa og hers Ind- ónesíu. Heildaríbúafjöldi A- Tímor er nú um 750.000, þannig að af þessu sést að um gífurlegar blóðsúthellingar hefur verib að ræða. Með þess- ari innrás var A-Tímor innlim- uð í Indónesíu og sem dæmi um valdníðslu Suharto á A- Tímor er ab árib 1989 gerbu utanríkisráöherrar Indónesíu og Ástralíu með sér samning um að skipta með sér olíu og gasbirgðum landsins. Átök allt frá byrjun aldarinnar Indónesía er í Kyrrahafinu, milli Ástralíu og Malasíu. íbúar landsins eru um 70 milljónir. Hollendingar höfðu framan af þessari öld mikil áhrif í Indónes- íu, en sjálfstæðisbarátta stóð í landinu meb einum eða öbrum hætti frá árinu 1908. Þekktasur andspyrnumanna var maður að nafni Achmed Sukarno og leiddi hann öflugasta and- spyrnuflokkinn. Hann var handtekinn árið 1929 (þá 28 ára gamall) og næstu 15 árin var hann ýmist í útlegb eða fang- elsi. Árib 1942 réðust Japanir inn í Indónesíu, en við uppgjöf þeirra tók flokkur Sukarnos, Þjóðernisflokkur Indónesíu, við völdum. Hollendingar sneru til eyjarnnar nokkrum vikum eftir uppgjöf Japana og hófu þegar í staö tilraunir til að koma heima- mönnum frá völdum. Skærur stóðu allt til ársins 1950, þegar þjóðríki var stofnað á Indónesíu og Sukarno varð fyrsti forseti landsins. Valdarán Suhartos Á valdatíb sinni lenti Sukarno oft í útistöðum viö Breska heimsveldið vegna Malasíu og hefur verið bent á aö efnahagur Indónesíu hafi staöið veikum fótum á valdatíð Sukamos. Árið 1965 brutust út alvarlegir bar- dagar milli hers Indónesíu og kommúnista. Svo virðist sem ab þá hafi herinn þegar glatað trausti sínu á Sukarno og að þessir atburðir hafi leitt til falls Sukarnos og valdatökú hermála- ráðherra landsins, Suhartos. Þá hafði Suharto tryggt sér bæði stuðning hersins og náms- manna. Suharto og félagar rétt- lættu valdatöku sína, sem opin- berlega hefur dagsetninguna 12. mars 1967, meö því að landinu hefði stafað veruleg hætta af kommúnistum, að þeir hafi ætl- aö að ræna völdum. í nýlegri grein í tímaritinu New Statesman er hinsvegar greint frá því að enginn hinna meintu byltingarleiðtoga hafi verið úr röbum kommúnista, heldur hafi þetta verið hópur undirhershöfðingja sem sögb- ust hinsvegar vera að vernda Sukarno, fyrrverandi forseta, gegn byltingu að undirlagi bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Sú stofnun og bandarísk yfirvöld voru ekki hrifin af metnaðarfullri utanríkisstefnu Sukarnos. Aftökulisti frá CIA Valdataka Suhartos var ein sú blóðugasta á þessari öld, en talib er að allt að ein milljón manna, aðallega bænda, hafi verib myrt í átökupum sjálfum og eftirleik þeirra. Þetta fólk var í þeim hópi sem studdi frelsi Indónesíu und- an áhrifum Hollendinga. Sann- að þykir ab bandarísk stjórnvöld studdu dyggilega við bakið á Su- harto með ýmsum leyniaðgerð- um, flotastuðningi og gnægð vopna. Þá er vitað að CIA lét stjórn hans hafa aftökulista á 5000 mönnum, konum og ung- libum, sem sagt var ab störfuöu með kommúnistum. Fyrrver- andi starfsmaður bandaríska sendiráðsins í Jakarta viður- kenndi árið 1990 að hafa unnið í tvö ár að listanum og haft var eftir honum að listinn hefði ver- ið „yfirvöldum Indónesíu mjög hjálplegur." í hvert sinn sem einhver af dauðalistanum var drepinn var kross settur fyrir framan viðkomandi einstakling á listanum. Þegar Bandaríkin fluttu sína fyrstu hermenn til Víetnam árið 1965 fylgdi því m.a. sú réttlæt- ing ab það væri til þess að mynda skjöld fyrir „hina mikil- vægu and-kommúnísku starf- semi Suhartos." Bretar og Ástral- ir hafa einnig stutt dyggilega við Suharto, en Ástralir þjálfuðu einmitt þá hersveit sem myrti hundruð óvopnaðra mótmæl- enda í borginni Dili á A-Tímor árið 1989. Þá hafa blaðamenn verið handteknir og leiðtogar verkalýðshreyfinga og stjórnar- andstæbingar pyntaðir og drepnir unnvörpum, jafnt í Ind- ónesíu sem og á A-Tímor. Vopn- in sem notuð hafa verið í þess- um aðgerðum hafa ab mestu leyti verið keypt frá Bretlandi. En einhvern veginn hefur yf- irvöldum Indónesíu yfirleitt tekist að fegra mannréttinda- ástandið fyrir alþjóðlegum fjár- málastofnunum og yfirvöldum stubningsríkja sinna, en eftir áðurnefnd fjöldamorð á A-Tím- or juku bresk yfirvöld fjárstuðn- ing sinn um 250%. Þá tilkynnti Alþjóðabankinn nýlega um 5 milljarða dollara lánveitingu til Indónesíu. Suharto hefur nú verið við völd í Indónesíu í yfir 30 ár og virðist fastur í sessi. Ferill hans hefur verið blóði drifinn og af og til berast fréttar af grimmi- legum bardögum á A-Tímor. íbúar þar láta þó ekki undan ógnarstjórn Suharto og halda ótrauðir áfram að berjast fyrir sjálfstæði og sjálfsákvöröunar- rétti. Á síðustu árum hefur þetta mál fengið aukna athygli á Vest- urlöndum, enda augljóst að um mjög grimmilegt þjóöarmorð var að ræða á A-Tímor, sem ekki sér fyrir endann á. Og litlar breytingar virðast vera sjáanleg- ar í Indónesíu. Heimildir: New Statesman and Society Jón Ormur Halldórsson: Átakasvæbi í heiminum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.