Tíminn - 21.10.1995, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.10.1995, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 21. október 1995 Hagvrðingaþáttur Hagyrðingum hefur löngum þótt aldarfar með versta móti, þeir yrkja um vond stjórnvöld og draga þá hvergi af. Er stjórnarfarið kveikjan að þeim vísum, sem hér fara á eftir, að sögn höfundar. Stjómarfarið Aumt er þetta íhaldsvor, aðeins kvöl og tregi. Eflist kœnska þeirra og þor er þramma lygavegi. Davíð Oddsson fremstur fer, forhertur í klcekjum. Eftir stormar stjómarher, studdur valdahœkjum. Framsóknar er gisin grein, glöð þó verjist falli. Þœgir hundar bestu bein bryðja úr íhaldsdalli. Allflestir, sem inná þing auðveldlega smugu, vondum málum koma í kring — að kjósendunum lugu. Efla þingmenn eigin hag, auð er framabrautin, meðan aðrir eiga í dag ekkert salt ígrautinn. Góðra verka geta má, svo gleðjist verðir laganna, menn hafa varla efiii á að andast þessa dagana. íhaldspresturinn Prestur einn, er eiðinn vann, í auðvaldsbelgi mjálmar. Þjóðin eflaust þekkir hann, þetta er séra Hjálmar. Ást við drottin áður batt, öflugur í svari, uns í kjöltu ílialds datt auðvaldsprédikari. Jakinn Verkamannsins veika hag varla þarfað ýkja, meðan Gvendur góðan dag gjam er á að svíkja. Pétur Stefánsson Ab flýta sér Ýmsir fiýta sér œði mikið, ekki geðjast þeim töfin og hikið. En œvilöng verður einatt kvölin, afþvíþeir flýta sér síðasta spölinn. Auðunn Bragi Sveinsson Konur í sólbaði Augun líta unga snót, yndisleg er sólin. Gmnar huga ei hœtishót, hálfan ber hún kjólinn. Allt hún berar ósköp Ijúft, yndisbragðið hrífur. Aðeins blíða, ekkert hrjúft, andann yfir svífur. Ægir Geirdal Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Venjum unga hestamenn strax á að NOTA HJÁLM! UMFERÐAR RÁÐ Ahrif tækni og tísku á persónuleikann í síðasta þætti svaraði Heiðar nokkrum spurningum um gler- augu, gerðir þeirra og útlit. Les- endur hafa gert athugasemdir viö það aö gleraugu séu til að lagfæra og betrumbæta sjón, en ekki útlit. En því er til aö svara, að gleraugu gera hvort tveggja. Fötin eru til að skýla nekt og halda hita á líkam- anum, en ekki sakar að þau líti vel út, og öll tíska fjallar að mestu um breytingar á fatnaðinum. Það er á hreinu að gleraugun eru fyrst og fremst til þess gerð að bæta sjón, en þau geta líka bætt eöa skaðað útlit þeirra sem þau bera. Allir kannast viö að áður fyrr þóttu gleraugu fara ungu fólki illa, og reyndu til að mynda stúlkurnar að leyna því sem mest og lengst að þær þyrftu á gleraugum að halda. Nú er öldin önnur, öllum þykir sjálfsagt að þeir sem þurfa gangi með gleraugu, og er úrvalið orðið við allra hæfi. Heiðar er spurður hvort fólk sé viðkvæmt fyrir að nota gleraugu og hvernig eigi að velja þau við hæfi. Svar: Það er rétt, gleraugu eru viðkvæmt mál, rétt eins og fötin sem við veljum okkur. Við Islend- ingar erum farnir að klæða okkur mikið eftir tísku, og karlmenn sem konur berast á í klæðaburði. Þess vegna er það dálítið undar- legt að gleraugun skuli vera meira feimnismál. En þau setja mikinn svip á hvern þann sem notar þau, og rétt gleraugu á réttum stað geta verið augnayndi. Hönnuðir vel að sér Þeir, sem hanna gleraugu, eru mjög vel ab sér í sjónglerjafræð- um og ganga út frá því sem vísu að þau séu fyrst og fremst til þess notuð að bæta sjónina. Ný efni og ný tækni gera þab að verkum að gleraugun breyta um útlit og þar spilar fagurfræðin vissulega inn í. Þegar vib förum að eldast og sjónin ab breytast, kemur að því aö flestir þurfa að fara að fá sér tvískipt gleraugu, og margskipt. Þar þarf glerstærbin og breidd gleraugnanna ab rába heildarút- liti. En á þessum sviðum þarf aö taka tillit til gífurlega margra hluta. Allir, sem finna að þeir þurfa á gleraugum að halda, eiga fyrst að fara til augnlæknis og láta hann rannsaka augun og mæla sjónina. Síban aö fara til viðurkennds gler- augnasala, eöa optikers, sem hef- ur réttindi til ab taka við lyfseöl- um frá augnlæknum og velja gler- in í samræmi við þær. Þaö ætti enginn að fara beint í að kaupa sér ódýr gleraugu og máta þau sjálfur. Menn geta eyði- lagt í sér sjónina meb því. Fólk, sem þarf að fá sér ný gleraugu af einhverjum ástæðum án þess að sjónin breytist, getur farið beint til optikers og látið hann mæla glerin og fengið sams konar aftur, en þá má velja nýjar umgjörðir. Lítil umgjörð — betri sjón Það er ný þróun í gleraugna- hönnun sem gerir það ab verkum að umgjörðir eru að breytast mik- ið, með nýrri tækni og nýjum glerjum sem eru miklu léttari en áður. Áður var þaö svo að þeir, sem höfðu slæma sjón, þurftu á stómm glerfleti að halda. Því stærri sem glerflöturinn var, því betri sjón fékk fólk út úr því. Nú hefur tækninni fleygt svo Heiðar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Hvernig aegao vera? fram, að í rauninni því minni sem glerin eru fyrir manneskju sem sér illa, því betra. Þarna'er á ferð- inni tæknibreyting í sambandi viö sjónglerjafræði, sem hönnuð- irnir síðan vinna samkvæmt. Þetta veldur því að nú á dögum eru gleraugu með smáum sjón- glerjum í tísku. Og sú tíska kemur ekki vegna þess að hönnuöir séu að stæla lítil gleraugu, einsog not- uð voru á öldinni sem leið. Þeir fylgja bara tækninni eftir. Starfsfólki vel treyst- andi í vönduöum gleraugnaverslun- um er alveg óhætt ab trúa starfs- fólkinu til að velja þaö sem vib á fyrir hvern og einn. Þetta fólk er vel menntað á sínu sviði. Þegar verið er að velja gleraugu á sjálfan sig, er rétt að flýta sér ekki um of. Það má vel vera lengi að velja og það er sjálfsagt að kalla á fleiri af afgreiðslufólkinu og halda smá sellufund um hvernig manni fara nýju gleraugun, eða hvort það á að kaupa önnur. Þegar ég er aö ráðleggja í gler- augnaverslun kemur til mín fólk, sem er kannski ekki að fara aö skipta um gleraugu nákvæmlega þá. Það mátar og ég ráðlegg og svo fær fólk miða með tegundar- númeri þegar því hentar, jafnvel eftir einn til tvo mánuði. Þeir, sem kaupa sér gleraugu, þurfa að hafa opinn huga fyrir því sem er klæðilegast og ekki aö flýta sér um of. Viðskiptin mega vel taka langan tíma. Það, sem þarf að varast, er að fara og kaupa gleraugu eins og besta vinkonan er nýbúin að fá sér. Ekki reyna ab líkjast öðrum, heldur finna hvað manni passar. Svo getur skipt máli við hvað fólk vinnur og hvar þab ætlar að bera gripina. Nýlega kom til mín ung og fögur kona þar sem ég var að rábleggja í Linsunni. Ég vildi selja henni áberandi gleraugu, en hún sagðist vera læknir. Þá breytti ég rábleggingunni. Hún þurfti traustvekjandi vinnugler- augu, en alls ekki of áberandi. Svona hlutir geta skipt miklu máli, þegar verið er ab velja eitt- hvað sem skiptir útlitið. Persónu- leikinn og atvinnan skiptir þarna miklu máli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.