Tíminn - 21.10.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.10.1995, Blaðsíða 11
Laugardagur 21. október 1995 Apollo 13 ★★★1/2 Handrit: William Broyles, jr. og Al Rein- ert. Leikstjóri: Ron Howard. A&alhlutverk: Tom Hanks, Kevin Bacon, Bill Paxton, Cary Sinise, Ed Harris og Kathleen Quinlan. Háskólabíó og Laugarásbíó. Öllum leyfb. Eftir að þeir Neil Armstrong og Buzz Aldrin höföu stigiö fæti á tunglið í elleftu Apolloferðinni misstu Bandaríkjamenn áhug- ann á tunglferðum. Þegar lagt er af stað í þá þrettándu er áhugi þeirra í algjöru lágmarki. í þeirri för eru Jim Lovell (Hanks), Fred Haise (Paxton) og Jack Swigert (Bacon). Allt gengur að óskum í fyrstu en þegar sprenging verð- ur í súrefnistanki geimskutl- unnar skapast neyðarástand í orðsins fyllstu merkingu. Til að Kvikir og dauðir (The Quick and the Dead) ★★★ Handrit: Simon Moore. Leikstjóri: Sam Raimi. Abalhlutverk: Sharon Stone, Gene Hackman, Leonardo DiCaprio, Russell Crowe, Lance Henriksen, Pat Hingle og Roberts Blossom. Stjörnubíó og Sagabíó. Bönnub innan 16 ára. Það er fátt nýtt á ferðinni í Kvikum og dauðum, nema þá helst að þögli kúrekinn er kven- kyns. Sharon Stone, sem hing- að til hefur aðallega verið þekkt fyrir að fækka fötum og leika illa í kvikmyndum, leikur hetj- una. Gene Hackman leikur svipað hlutverk og í Unforgi- ven, sem Clint Eastwood gerði og hlaut Óskarinn fyrir, þ.e.a.s. vonda karlinn. Sögusviðið er smábærinn Redemption, en þar ríkir harð- stjórinn og byssubófinn John Herod (Hackman) yfir öllu saman. Hann heldur árlega keppni um hver sé fljótastur aö munda byssuna og hefur ávallt sigrað sjálfur. í fyrsta sinn tek- ur óþekkt kona (Stone) þátt, en hún á aö sjálfsögðu harma ab hefna gegn Herod. Það tekst nokkuö vel að halda uppi spennu í kringum einvíg- in og með hjálp góðrar mynda- töku eru þau bestu atriði mynd- arinnar. Inn á milli vilja hlut- irnir hins vegar verða nokkuð langdregnir og Sharon Stone er alls ekki nógu frambærileg leik- kona til að halda uppi atriðum, þar sem einhvers konar sam- ræöur eiga sér stað. Það gerir hana ekki trúverðugri að fatn- aður hennar hefur lítinn raun- sæisblæ yfir sér. Aðrir leikarar standa sig samt vel og að sjálf- sögðu stelur Gene Hackman senunni í hvert sinn sem hann birt;st. Kvikir og daubir er fín afþrey- ing og aðdáendur kúreka- mynda ættu að fá sitthvað fyrir sinn snúð. Það vantar samt nokkuð upp á til að hún verði eftirminnileg. Það er gaman að horfa á Sharon Stone, en leiðin- legt að hlusta á hana. Líkt og Clint áður fyrr, þá talar hún ekki mikið í Kvikum og dauð- um. ■ Wýííúwa geimfararnir þrír komist heilir á húfi til jarðar þarf að leysa mý- mörg tæknileg vandamál á stuttum tíma. Vísindamennirn- ir á jörðu niðri þurfa að „spila af fingrum fram", því ekkert þessu líkt hafði gerst áður. Það reynir einnig á þjálfun og tæknikunn- áttu þremenninganna, sem hvað eftir annað þurfa að glíma við ótrúlegustu vandamál. Þeg- ar fréttist af vandræðum geim- faranna er áhugi Bandaríkja- manna vakinn og allur hinn vestræni heimur fylgist síðan með fréttum af því hvort tekst að koma þeim til jarðar. Það vita líklega allir hvernig þetta endaði allt saman, en með frábæru handriti og leikstjórn verður útkoman engu að síður mjög spennandi og áhrifarík, sérstaklega þegar líða tekur á myndina. Tæknilegum vanda- málum er gert hátt undir höfði, en samt þannig að allir skilji hvað við er að glíma, og mann- legu hiiðinni er einnig komið til skila. Það er aubvelt að spila inn á tilfinningar áhorfenda, sem skynja allir einveru þre- menninganna órafjarri heima- KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON högunum, en þetta er gert á smekklegan hátt og án allrar væmni. Helsti gallinn er hins vegar að lopinn er teygður ansi mikið í byrjun og hefði mátt stytta þann kafla myndarinnar og þétta þannig frásögnina. Leikararnir eru síðan hver öðrum betri með Tom Hanks fremstan í flokki, en bæði Kevin Bacon og sérstaklega Bill Paxton sýna einnig stjörnuleik. Ápollo 13 er stórmynd í flesta staði og það er nokkuð öruggt að únhverjir af aðstandendum hennar eiga eftir ab fá styttur af- hentar á næstu Óskarsverö- launahátíð. ■ Brýmar í Madisonsýslu (The Bridges ot Madison County) ★★★ Handrit: Richard LaCravenese. Byggt á samnefndri skáldsögu eftir Robert James Waller. Leikstjóri: Clint Eastwood. Abalhlutverk: Clint Eastwood, Meryl Streep, Annie Corley og Victor Slezak. Bíóborgin. Öllum leyfb. Ástarsagan Brýrnar í Madison- sýslu eftir Robert James Waller um þau Róbert og Fransisku er ein vinsælasta skáldsaga síbari tíma og situr enn á metsölulistum víða um heim. Bókmenntagagn- rýnendur tóku henni þó ekkert sérlega vel, sögðu hana óraunsæja vellu í ætt við sjoppubókmenntir. Það þarf þó alls ekki að koma í veg fyrir að sagan sé illa til þess fallin aö vera sett í kvikmyndabúning, enda er erfitt að benda á kvik- myndir sem eru virkilega raun- sæjar, ef út í það er farið. I stuttu máli segir af kynnum ljósmyndarans Róberts Kincaid við gifta bóndakonu, Fransisku Johnson að nafni, sem er ein á býlinu í fjóra daga þegar Róbert er þar á ferð og myndar yfirbyggðar brýr Madisonsýslu. Hina ítal- skættuðu Fransisku dreymdi aðra drauma en að gerast bóndakona, en er þrátt fyrir það ekki óham- ingjusöm, og einfarinn Róbert minnir hana á hvað hún stóð eitt sinn fyrir. Þau verða ástfangin upp fyrir haus, en valið er óum- flýjanlegt hjá Fransisku, hvort hún eigi að fylgja ástinni og til- finningum sínum eða hvort hún geti fórnab því lífi, sem hún og eigirimaöur hennar hafa skapað sér. Dredd dómari (Judge Dredd) ★★★ Handrit: Steven E. De Souza og William Wisher. Leikstjóri: Danny Cannon. Abalhlutverk: Sylvester Stallone, Arm- and Assante, Rob Schneider, Diane Lane, Max Von Sydow, Jurgen Prochnow og Joan Chen. Laugarásbíó. Bönnub innan 16 ára. Teiknimyndasögur um Dredd dómara eru víst vinsælar í Bandaríkjunum og á þeim bygg- ir samnefnd mynd, sem hér er til umfjöllunar. Sögusviðib er framtíðin, þar sem jörðin er meira og minna sviðin auðn og mannfólkið býr í nokkrum lok- ubum risaborgum. Vegna fjöld- ans og óreiðunnar er löggæsla og dómsvald í höndum sama fólksins, dómaranna. Sá harð- skeyttasti og besti er Dredd dómari. Söguþráðurinn er algjör steypa, en hann snýst um bar- áttu Dredds (Stallone) við brjál- æðinginn Rico (Assante), sem ætlar að sölsa undir sig völdin í borginni. Vondi kaflinn í myndinni er þegar Dredd er ranglega sakfelldur fyrir glæp og afgangurinn af henni, góöi kafl- inn, fer síðan í að sýna hann kála öllum vondu mönnunum. Hasarmyndir geta verið fyrsta flokks afþreying, en þá verður aö fara saman spenna, hraði og góðar fléttur. Það sakar heldur ekki að tæknibrellur séu góbar og að um einhverja lágmarks persónusköpun sé að ræða. í Dredd dómara er fæst af ofan- töldu til staðar. Leikmynd og tæknibrellur standa upp úr, en atburðarásin er fyrirsjánleg og óspennandi, það er alls ekkert, sem kemur á óvart, og að lokum eru allar persónur svo fráhrind- andi og illa leiknar að það er pínlegt á að horfa. Sylvester Stallone er lélegur leikari, það vita allir. Hér slær hann hins vegar öll met og er oft á tíðum svo asnalegur að maður fer að halda með vondu körlunum. Dredd dómari er afar mislukk- uð mynd á nær allan hátt. Hún átti sjálfsagt að verða hörku- spennandi hasarmynd, en hún er stjarnfræðilega langt frá því takmarki. Handrit Richard LaGravenese er einstaklega gott. Hann er trúr skáldsögunni í veigamestu atrið- unum, en skerpir persónurnar og atburðarásina, þannig að úr verð- ur heilsteypt verk. Myndin fer hægt af stað, e.t.v. fullhægt, per- sónur og staðhættir eru kynnt í rólegheitum, en spennan í frá- sögninni eykst jafnt og þétt í sam- ræmi við aukna spennu í sam- skiptum Róberts og Fransisku. Gamli harðjaxlinn Clint E- astwood er sigurvegari í tvennum skilningi, því ekki er nóg með að leikstjórn hans sé til mikillar fyrir- myndar, heldur kemur „kallinn" sterkur inn í hlutverki Róberts. E- astwood hefur leikið einfara áður, svo mikið er víst, en kröfurnar eru talsvert mun meiri hér og stenst hann þær með sóma. Meryl Streep er síðan frábær í hlutverki Fransisku og er samleikur þeirra E- astwoods meb eindæmum góbur. Það hafa sjálfsagt margir Islend- ingar lesið skáldsöguna Brýrnar í Madisonsýslu, sem komið hefur út í þýðingu Péturs Gunnarsson- ar, og hafa þeir því mjög mótaðar skoðanir á persónunum. Það veröur að segjast eins og er að Clint Eastwood tekst mjög vel upp í kvikmyndun sögunnar og ættu þeir því ekki aö verða fyrir vonbrigðum. ■ ■ ya/unaur með borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur fund með íbúum Fossvogs- Smáíbúða- Háaleitis- og Múlahverfis í Réttarholtsskóla mánudaginn 23. október kl. 20.00 Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspumir með þátttöku fundar- manna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðm fróðlegu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.