Tíminn - 13.01.1996, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.01.1996, Blaðsíða 13
Laugardagur 13. janúar 1996 13 Hagvangur og listaprakkararnir Komar og Melamid leiöa í Ijós myndlistarsmekk íslensku þjóöarinnar í dag: Listaverk þeirra eru í gæslu á Kjarvalsstöðum í dag veröur listasmekkur ís- lensku þjóöarinnar — sam- kvæmt Hagvangi og hinum spaugsömu Marxistum, Melamid og Komar, afhjúpabur á Kjarvals- stööum kl. 4. Menn bíða þess spenntir aö sjá hvernig þaö mál- verk lítur út sem þjóöarsálin sækist eftir, og svo hinu verkinu sem íslendingar vilja ekki hafa uppi á vegg hjá sér. í gær voru listaverk þeirra Komars og Me- lamids undir strangri gæslu á Kjarvalsstööum, lokub af á sér- stöku svæbi. Margir vildu fá for- skot á sæluna og skoba listsmekk þjóbarinnar og helst ab Ijós- mynda hann. Slíkt verbur ekki leyft um sinn ab sögn Önnu Margrétar Bjarnadóttur á Kjar- valsstöbum. Þeir Komar og Melamid hafa málað viblíka málverk sem túlka listasmekk bandarísku þjóðarinnar samkvæmt skobanakönnun, en ennfremur rússnesku þjóbarinnar. Svipabar skobanakannanir hafa verið gerðar í einum 12 löndum á vegum listamannanna. Og þeir segjast halda áfram, næst er það Indland og Kína, og síðan hvert land af öðru. Ætlunin er að fá fram Eftirsóttasta málverk í heimi! En hvað boðar könnun Hag- vangs á íslenskum listasmekk? Sú útkoma gæti orðið nokkub kostu- leg: Blár litur (31%) er vinsælasti lit- urinn hér á landi, síban grænn (20). Fólk vill útivettvang í mál- verkinu (80%). Og málverk eiga að vera raunsæisleg, líkjast ljósmynd- inni (53%). Ákjósanlegt er þó talið, samkvæmt könnuninni ab raun- veruleikinn sé ýktur (59%). Bob- skapur þarf ekki endilega ab vera í sófamálverki íslendingsins (69%), til dæmis trúarsjónarmið (72%). Fjöll, hraun eða óbyggðir að haust- lagi (44%) virkar vel á íslcnskan listneytanda samkvæmt könnun- inni (41%). Hinsvegar geta fáir (6%) hugsab sér nekt í málverkinu sínu. íslenskur almenningur vill ávala boga í málverki sínu (51%), færri (19%) hvöss horn. En hvað vilja menn borga fyrir þessa listasmíð? Fæstir (19%) eru reiðubúnir að greiða meira en 60 þúsund fyrir listaverk sem þeir eru virkilega hrifnir af. Og stærb „skilirísins"? Jú, mál- verkið á að vera á stærð við þvotta- vél (57%) eða 19 tommu sjón- varpsskjá (67%). Þetta eru nokkur þeirra 50 atriöa sem spurt var um fyrir þá spaug- listamennina Komar og Melamid. Og hvernig þeir lesa í skobana- könnun Hagvangs opinberast þjóðinni á Kjarvalsstöðum í dag. Þar mun ennfremur koma í ljós hvernig íslendingar vilja ekki hafa listaverkin sín. Samkvæmt könnuninni vilja menn ekki sjá hvítt eba grátt. Menn vilja ekki afrísk eða amerísk áhrif. Menn vilja ekki sjá vetur í málverkinu. Ekki ávexti eba hús- muni, og ekki borgarhluta, tún eða engjar. Yfirleitt eru menn ekki hrifnir af trúarlegu efni í málverk- inu, né heldur að í málverkinu sé fólginn boðskapur af einhverju tagi. íslenskur almenningur vill ekki sjá frægt fólk á málverkinu í stofunni sinni. Og fólk má ekki vera nakið á myndinni. Hvab þeir gera úr þessu prakkar- arnir tveir vita fáir enn sem komið er. En það afhjúpast á Kjarvals- stöðum í dag. Þeir félagarnir urðu heimsfrægir 1974 þegar þeir héldu Jarðýtusýn- inguna svonefndu í Moskvu. Sú sýning féll ekki í kramið hjá sov- éskum yfirvöldum og jarðýtur látnar ýta yfir verk þeirra. Sú frétt átti greiðan aðgang á forsíður heimsblabanna. Þeim varð ekki vært í heimalandinu og flúðu land. í Bandaríkjunum beib þeirra frægð, frami og auðlegö, kapítal- íseraðir fram í ystu pensilhár. En þráin eftir heimahögunum blund- aði í báðum tveim. Eftir fall Berlín- armúrsins og hrun Sovétríkjanna héldu þeir til ástkæra föðurlands- ins. „Viö erum dálítið úti á þekju í þessu landi (Bandaríkjunum) en þegar við gátum loksins heimsótt Rússland á ný komumst við að raun um að við tilheyrum því ekki heldur," segir Komar. „Það er allt í snrungum. Minnisvarðarnir, göt- BÍLAR r~ urnar, byggingarnar. Það lítur allt út eins og mynd eftir Rembrandt. Meira að segja andlit vina minna eru þakin sprungum. Þetta er vissulega nýr stabur en þetta er líka sami staðurinn, sama gamla Rússland. Það er eins og bældur rómur, sama melódían, en einhver hefur fiktað vib söngtextann. Og þetta er sorgleg melódía, eins og Áin Volga, laaaaangt og soooooo- orglegt lag sem aldrei tekur enda," segir Komar. - JBP Melamid og Komar ásamt sýningarstjóranum Hannesi Sigurbssyni. Tímamynd: CS I NOfAOIR BTTf 232SI GÓO|K nmi HHbmmAmSI | NOTAOIK II c 1 z o H > o 5 w N Æ S T U D A G* Þegar þú eignast góðan, notaðan bíl frá okkur, getur þú valið annað tveggja: DÆMI UM GREIÐSLUR af vaxtalausu láni Verð bíls 800.000 kr. Útborgun 200.000 kr. ________Eftirst. 26.313 kr. á mánúði í 24 mánuði Allur lántökukostnaður innifalinn lán til 24 mánaða að upphæð allt að 600 þús. kr. Ríflegan c-^r <~sr'r' NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT12 SÍMI: 568 1200 beint 581 4060 Opið laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl 13-17, virka daga til kl. 19. |_____ HIOVION TBWI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.