Tíminn - 13.01.1996, Blaðsíða 18

Tíminn - 13.01.1996, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 13. janúar 1996 Arnold Henckell, Hraiiriteigi 20, Reykjavík, andaðist að kvöldi nýársdags. Útfórin hefur fariö fram í kyrrþey. Axel Ólafsson klæbskerameistari (G. Bjarnason og Fjeldsted) er látinn. Baldur Snæland, Hrafnistu, Reykjavík, lést 11. janúar. Birgir Gubmundsson bryti, Álakvísl 112, lést í Landspítalanum 7. janúar. Bjarney Holm Sigurgarðsdóttir lést á vistheimilinu Kumbaravogi 29. desember. Bjarnveig Helgadóttir, Dalbraut 27, Reykjavík, lést í Landspítalanum 8. janúar. Brynjólfur Eiríksson frá Bíldudal, Hvassaleiti 58, lést á Landspítalanum 8. janúar. Elín Jóelsdóttir lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 31. desember. Útförin hefur farib fram. Erlendur Sigurþórsson frá Kollabæ, dvalarheimili aldraðra, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, lést í Vífilsstaðaspítala þriðjudaginn 9. janúar. Geir Gestsson, Hringbraut 5, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, að kvöldi 8. janúar. Guðjón G. Torfason frá Vestri-Tungu, Vestur-Landeyjum, andabist í sjúkrahúsi Suður- lands sunnudaginn 7. janúar. Gunnhildur Guðjónsdóttir klæðskeri, Laugalæk 1, lést í Borgarspítalanum 7. janúar. Hilmar Þór Reynisson, Hlíðarhjalla 71, Kópavogi, lést af slysförum þann 7. janúar. Inga Eiríksdóttir Kúld frá Miklaholti, til heimilis á dvalarheimili aldraðra, Seljahlíð, Reykjavík, andaðist laugardaginn 6. janúar. Ingveldur Gísladóttir, Tjarnarbraut 29, Hafnarfirði, lést á Elliheimilinu Grund laugar- daginn 6. janúar. Jóhann Árnason, fyrrv. rammagerðarmaður, áður til heimilis á Laxagötu 3, Akur- eyri, lést á dvalarheimilinu Hrafnistu, Hafnarfirði, þann 5. desem- ber. Jarbarförin hefur farib fram í kyrrþey. Jórunn Kristinsdóttir, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, andabist á Grensásdeild Borgarspítal- ans föstudaginn 5. janúar. Júlía Bjarnadóttir lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 31. desember 1995. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Lilja Ingvarsdóttir, dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolhreppi, lést í Sjúkrahúsi Suður- lands 10. janúar. Óskar Halldórsson og Ólöf Daníelsdóttir, Álagranda, eru látin. Útför þeirra hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinna látnu. Per Krogh lést í Landakotsspítala 3. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hins látn'a. Sigurgeir Jónatansson frá Skeggjastöðum, Bergstaðastræti 28, Reykjavík, lést að morgni 8. janúar. Þorsteinn Guðmundsson, fyrrum bóndi á Skálpastöbum í Lundarreykjadal, lést í Sjúkrahúsi Akraness að morgni 5. janúar. Þórunn Jóna Þórðardóttir, Elliheimilinu Grund, lést í Borgarspítalanum 8. janúar. Anna Sigurbardóttir forstóbumaöur Kvennasögusafns íslands Sumarhús Orlofssjóbur Kennarasambands íslands óskar eft- ir sumarhúsum meb húsbúnabi til endurleigu í sumarfrá 7. júnítil 23. ágúst. Upplýsingar sendist sem fyrst til skrifstofu Kenn- arasambands íslands, Laufásvegi 81,101 Reykja- vík. Merkt „Orlofssjóbur". Breyting á staðfestu deiliskipulagi Klapparstígur 1-7og Skúlagata 10— „Völundarlóð". Stabgreinireitur 1.152.2 í samræmi við skipulagslög, grein 17 og 18, er auglýst kynning á deiliskipulagi ofangreinds reits í kynningarsal Borgarskipulags og bygginarfulltrúa að Borgartúni 3, 1.. hæð, kl. 9.00-16.00 virka daga. Kynningin stendur til 27. febrúar 1996. Ábendingum eða athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 11. mars 1996. Fædd 5. desember 1908 Dáin 3. janúar 1996 „Saga karla og kvenna er sam- slungin eins og uppistaða og ívaf í vefhaði. En svo hefir til tekist að sagan er aðeins gerð úr ívaf- inu." (Elin Wágner: Váckarklocka, 1941) Örlög manna eru einkennileg. Árið sem Anna Sigurðardóttir varð „löggilt gamalmenni" hófst hið einstæða ævintýri í lífi hennar. Það ár, 1. janúar 1975, stofnaði hún ásamt tveimur bókasafnsfræðingum Kvennasögusafn íslands á heimili sínu á Hjarðarhaga 26 í Reykjavík og var forstöðu- maður þess alla tíð. Stofn safnsins var bóka- og skjala- safn hennar sjálfrar. Kvennasögusafnið gegndi lykilhlutverki í jafnréttisbar- áttu þessara ára. Það varð samastaður kvennafræða. Þangað komu ný erlend bar- átturit alls staðar frá og erlend- ar bækur um málefni kvenna. Anna Sigurðardóttir var í sam- bandi við önnur kvennasögu- söfn og einstaklinga víða um heim og allir gestir safnsins nutu góðs af þekkingu henn- ar, ljúfmennsku og brennandi áhuga á öllu sem snerti kjör kvenna. Skyndilega hafði saga kvenna orðið mikilvæg og merkileg. Því var það að heim- ildir, sem annars hefðu legið í plastpoka eða í kassa niðri í kjallara eða uppi á háalofti, eignuðust samastað í tilver- unni. Einnig var unnin heim- ildavinna, sem hefði líklega verið óunnin ef safnsins og Önnu hefði ekki notið við. Hér á ég við mikið úrklippu- safn um Kvennafrídaginn 24. október 1975 sem unnið var og afhent safninu, svo og enn stærra úrklippusafn um kjör Vigdísar Finnbogadóttur í for- setaembætti vorið 1980 sem einnig var afhent Kvenna- sögusafninu. Enn eitt dæmi: Þegar Friðar- hreyfing íslenskra kvenna ásamt 1985-nefndinni stóð að undirskriftasöfnun undir frið- arávarp, sem afhent var á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Nairobi 1985, þótti það við hæfi að taka ljósrit af þeim tæplega 40.000 nöfnum íslenskra kvenna sem skrifuðu undir og afhenda Kvenna- sögusafninu til varðveislu. Kynni okkar Önnu Sigurðar- dóttur hófust árið 1975 og tengdust fyrst Kvennafrídeg- inum. Á safnið komu bréf með beiðni um upplýsingar, grein- ar og fyrirlesara. Þá tók ég m.a. að mér að rita greinargerð um Kvennafríiö og skrifa í erlend blöð. Síðar, eða árið 1977,. dvaldist ég í Uppsölum og nam kvennafræði hjá Karen Westman Berg, hinum merka frumkvöðli í kvennarann- sóknum í Svíþjóð. Karen hafði m.a. kennt þeim konum sem mynduðu Grupp 8, hina rót- tæku sænsku kvennahreyf- ingu, og hún háfði komið til íslands. Þar kom í Svíþjóð að ég þurfti á ýmsum upplýsing- um að halda og skrifaði minni ágætu vinkonu, Önnu Sigurð- ardóttur. Þannig atvikaðist það að ég fékk lengsta bréf sem ég hef fengið á lífsleið- inni. Það tók Onnu hálfan mánuð að skrifa bréfið, sem var stútfullt af nytsömum upplýsingum eins og nærri má geta. Fyrir þetta og margt ann- að er ég henni ævarandi þakk- lát, fyrir allar bækurnar sem hún lánaði mér, bréfin sem hún skrifaði mér, upplýsing- arnar sem hún veitti mér þeg- ar ég heimsótti hana á Kvennasögusafninu. Það var mikil ánægja að afhenda safn- inu gögn, svo Ijúfmannlega og þakksamlega var þeim tekið. Allt sem safninu var gefið, án tillits til stærðar, var vandlega skráð og öllum sent þakkar- bréf um áramót. Rúmum ára- tug eftir að ég fékk langa bréf- ið bjó ég aftur um skeið í Upp- sölum og heimsótti Karen Westman Berg. Þá var svipur hennar jafnfagur og forðum, en minniö að mestu horfið. Þó mundi hún enn eftir tveimur t MINNING íslenskum konum, þeim Jak- obínu Sigurðardóttur og Önnu. Kjör Vigdísar Finnbogadótt- ui" sem forseta íslands árið 1980 markaði mikilvægan áfanga og var táknrænn sigur í réttindabaráttu kvenna á ís- landi. Hún varð fyrst kvenna í heiminum sem kjörin var for- seti í lýðræðislegum kosning- um. Á vegg í Kvennasögusafn- inu er mynd í brúnum tónum af Vigdísi sem tekin var á loka- stigi kosningabaráttunnar, bækurnar myhda ramma um frambjóðandann sem situr við skrifborð og hallast eilítið á hlið, eins og til að gefa mynd- inni hreyfingu. Það leikur bros um varir Vigdísar. Þótt árin liðu, dofnaði ekki áhugi Önnu á mönnum og málefnum. Þannig var enginn efi í huga hennar að Vigdís ætti að gefa kost á sér í eitt kjörtímabil enn og hún vildi að konur tækju höndum saman til að yinna að framgangi málsins. í bar- áttuhug hringdi hún í mig í haust. Fáeinum dögum síðar tilkynnti Vigdís ákvörðun sína að verða ekki í kjöri. Árið 1980 kom út bókin Konur skrifa til heiburs Önnu Sigurðardóttur. Það er athygl- isvert að þetta var í fyrsta sinn sem bók var rituö til heiðurs konu hér á landi. í formálsorð- um segir að bókin sé gerð í þakklætisskyni fyrir ómetan- íegt framlag Önnu við að koma á fót Kvennasögusafni íslands, svo og störf hennar vib að vekja áhuga á rannsókn kvennasögu. Anna Sigurðar- dóttir átti eftir að gera enn meira og senda frá sér þrjú ít- arleg rit „úr veröld kvenna", eins og hún kallaði þau einu nafni. Fyrst kom ritgerðin Barns- buröur og birtist í öðru bindi ritsins Ljósmæður á íslandi 1984. Næst var það Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár, 1985. Útgefandi var Kvenna- sögusafn íslands. í formála kemst höfundur svo að orði um verkið: „Margar bækur mætti skrifa um vinnu kvenna á íslandi. Meb bók minni vildi ég reyna að stuðla að því að þær bækur yrðu til sem fyrst. Vikið er að fjölmörgum atrið- um sem hvert og eitt eru verð- ug rannsóknarefni fyrir sagn- fræðinga og aðra fræðimenn." — Og árið 1988, þegar Anna stóð á áttræðu, kom út þriðja bók hennar, líka á vegum Kvennasögusafnsins, Allt hafði annan róm áður í páfa- dóm, sem fjallar um nunnu= klaustrin tvö á íslandi á mið- öldum og brot úr kristnisögu. Þegar Anna vildi gefa mér þá bók, eins og Vinnu kvenna, lét ég þau orð falla að það væri óþarfi, ég ætti hana nú þegar. Anna vildi ekki hlusta á mót- bárur mínar og sendi mér bók- ina áritaða með þessum orð- um: „Gerður Steinþórsdóttir á þessa bók og enginn annar. Anna Sigurðardóttir." Þannig var hún Anna ákveðin og skemmtilega sérvitur. Margir kunnu að meta fram- tak Önnu við að koma á fót Kvennasögusafni íslands, störf hennar við að vekja áhuga á kvennasögu og rit hennar úr heimi kvenna. Hún hlaut margvíslega viðurkenningu. Kvenréttindafélag . íslands gerði hana að heiðursfélaga 1977, hún var sæmd riddara- krossi fálkaorðunnar 1978, Bókavarðafélag íslands kaus hana heiðursfélaga 1985, hún varð heiöursdoktor við heim- spekideild Háskóla íslands 1986. 1987 var hún heiðruð af Konunglega norska vísindafé- laginu. Einnig varð hún heið- ursfélagi Kvenfélagasambands íslands 1990 og Sagnfræðinga- félagsins árið 1991. Aldrei varð ég vör við að all- ur þessi sómi stigi henni til höfuðs. Anna var ákaflega blátt áfram, látlaus og nýtin. Svo samgróin varð hún safn- inu áð erfitt var að greina á milli hennar og þess: „Með kærri kveðju frá safninu og mér," skrifaði hún. Heimili hennar varð smám saman eitt safn; fyrst var það í einu her- bergi, en óx og óx, bækur, blöð og ýmiss konar gögn fylltu íbúbina. Kvennasögusafn íslands verbur brátt flutt í Þjóðarbók- hlöðuna, en þar er því ætlaður framtíðarstaður. Gaman hefði verið fyrir Önnu að upplifa þann atburð — og þó. Kannski fór best á að stofnandi safns- ins, líf þess og sál frá upphafi, fengi að hverfa héðan áður en hreyft yrbi vib því. Anna Sigurðardóttir hefur átt ríkan þátt í því að gera sýnilega uppistöðuna í þeim margslungna vef sem saga karla og kvenna er gerb úr, og henni varð tíðrætt um. Fyrir þetta er henni þakkað á kveðjustund. Við Gunnar vottum börnum hennar þrem- ur, Ásdísi, Önnu og Þorsteini, barnabörnum og öðrum að- standendum djúpa samúð. Ævintýrinu er lokið. Gerður Steinþórsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.