Tíminn - 13.01.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.01.1996, Blaðsíða 4
WftmMw Laugardagur 13. janúar 1996 Hfflflt STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: )ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Birgir Cubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Birgir Cuömundsson: Víða pottur brotinn Skattsvik, neöanjarðarhagkerfi og svört atvinnustarfsemi eru nátengd fyrirbæri sem naga undirstöður samfélagsins. Annað slagið blossa upp umræður um þetta andfélagslega athæfi og nefndar eru ótrúlega háar upphæðir, sem stolið er frá sameig- inlegum sjóðum með þessum hætti. Nýverið efndi Verslunarráð til fundar um skýrslu, sem unn- in var á vegum ráðsins um neðanjarðarstarfsemina. Þar lýsti skattrannsóknarstjóri því yfir að nokkuð hafi áunnist í barátt- unni við skattsvikin, en betur má ef duga skal. Að venju verða nokkrar umræður í f jölmiðlum og manna á meðal, þegar upp- lýsingar um skattsvikin berast. Allir eru afskaplega hissa á ástandinu og hinir ábyrgu í þjóðfélaginu lofa að gera eitthvað í málunum og ræða mikið um að uppræta beri skattsvikin. Svo er látið kyrrt liggja þar til málin komast aftur á dagskrá. En til að allrar sanngirni sé gætt, hefur nokkuð áunnist og embætti skattrannsóknarstjóra herðir tökin á þeim brotlegu. Samt blómstrar neðanjarðarhagkerfið og svikararnir auðgast á kostnað þeirra sem hvorki hafa tækifæri né áhuga á að svindla á samborgurum sínum. Menn greinir á um hve miklu er skotið undan af skattfé, og eru nefndar upphæðir eins og 14 og upp í 20 milljarðar króna árlega. En ekki er til nein áreiðanleg tala um hver sé skaði rík- issjóðs og sveitarsjóða vegna skattsvika. En svo mikið er víst að upphæðin er svimandi há. Samtímis því að upplýsingar berast um að opinberir sjóðir séu sviknir um gríðarlegar upphæðir, er þjóðin mötuð á því upp á hvern dag að verið sé að hagræða og spara í opinberum rekstri. Draga úr þjónustu við almenning á nær öllum sviðum. Samt verður landssjóðurinn rekinn með halla. Heilbrigöisþjónustan og menntamálin eru þjóðinni ofviða, eins og þau mál hafa verið rekin, og niðurskurður og sam- dráttur á þeim sviðum blasir vib. Sveitarfélög eru að leggja fram sínar fjárhagsáætlanir og eru þær ekki allar kræsilegar. Skuldabyrði og tekjutap kallar á sam- drátt og áframhaldandi rekstrarhalla. En það eru fleiri en skattsvikarar sem borga ekki. Þannig mun skorta um 4,5 milljarða í barnsmeölög og munar um minna. Ríkisendurskoðun finnur gögn sem sýna að Laxárvirkjun skuldar ríkinu stórfé, sem Landsvirkjun hafði á sínum tíma milligöngu um að útvega að tilstuðlan Seðlabankans. Ef trúa má Ríkisendurskoðun, er yfirvinna starfsmanna ráðuneyta 37% af launum þeirra. Hluti yfirvinnunnar er unn- inn í dagvinnu, án þess að aukið vinnuframlag komi til. í nokkrum ráðuneytum eru 60 af hundraði starfsmanna yfir- menn. I fyrra var upplýst að ærið margir af æðstu mönnum heil- brigbisþjónustunnar þáðu laun fyrir mörg störf samtímis. En reiknað er með að launakostnaöur sé um 60% af útgjöldum til heilbrigðismála. í síöasttöldu dæmunum er alls ekki um neitt neðanjaröar- hagkerfi að ræða eöa tekjur hirtar með sviksamlegum hætti. En ljóst má vera að það eru fleiri en þeir, sem stunda svarta at- vinnustarfsemi, sem eru ríki og sveitarfélógum dýrir. 36 milljarðar króna fara ár hvert úr landinu sem afborganir og vextir af lánum, sem er nær þriðjungur niðurstöðutölu fjár- laga. Sé litiö yfir sviðið, er augljóst að hagræðing, sparnaður og samdráttur er þjóöarnauðsyn og helst þarf að hækka skattana á þeim sem þá borga, til að mæta útgjaldaþörfinni. Að minnsta kosti ef halda á í horfinu, svo ekki sé meira sagt. Kartaflan í lófa guðs I nýrri bók Einars Más Guömundssonar, „I auga óreiðunnar", eru fjölmörg ljóð eða eitthvað í þá áttina sem aðstoða okkur þjóðmálaumræðu- og fjölmiðlafíklana við að halda geðheilsu í öllu upplýsinga- og skoðanaflóðinu. Ein- ar Már hefur oftsinnis sýnt að hann er sér- lega snjall í að finna kjarna málsins í fáurn einföldum, en oft smellnum hending- um. Sem gamall „teoríu- gaur" og „díalektíker" úr vinst'rihreyfing- unni veit Einar sjálf- sagt manna best hversu auðvelt er að flækja einfalda hluti og gera þá torræða. Hvernig beita megi útúrdúrum og mála- lengingum þannig að kjarni málsins gleym- ist með öllu. Bók Einars hefst raunar á ágætis áminningu um þetta í Ijóði sem heitir „Skil- greining": Hvort sem sagan er línurit eða súlurit íauga hagfrœðingsins er heimurinn kartafla í lófa guðs. ftÆSTARÉTTAR ETÆSTrRÉTTUR fi l x ríkisins g %?** Seinni hluta þessar- ar viku hefur gengið yfir talsvert mikil rétt- arfarsleg skilgreining- arvertíð, þar sem bæði við hér á Tíman- um sem og aðrir fjölmiðlar hafa farið mikinn við að draga upp í súlurit og línurit ávinning- inn af því fyrir tjáningarfrelsiö, lýðræðið og blaðamennskuna að Hæstiréttur skuli hafa komist að því að blaðamaður Moggans þurfi ekki að gefa upp nafn á heimildarmanni. Ekki gefnir upp heimildarmenn Hæstiréttur var sem kunnugt er að ógilda dóm undirréttar, sem taldi að Agnes Bragadótt- ir blaðamaður yrði sem vitni að svara spurning- um ákaeruvaldsins um heimildarmenn sína að grein um síðasta kafla viðskipta . Landsbankans og Sambandsins, en augljóst er talið að banka- leynd hafi verið rofin af ein- hverjum mjög hátt settum * starfsmanni Landsbankans. | Umræðan um þetta mál hefur • upp á síðkastið að mestu snúist tlflldnS um réttindi og skyldur blaða- _,XC manna og hvort og hvenær iflS þeim beri að virða trúnað við -»-----«--«-«-»¦-. sína heimildarmenn. Af þeim sökum er það kannski eðlilegt að Morgunblað- ið og Agnes, blaðamaðurinn, hafi verið í lykil- hlutverkum umræðunnar. Ekki skal gert lítið úr mikilvægi þeirrar umræðu og þeim réttindum sem staðfest eru með hinum nýja dómi í sjálfu sér. En þó má minna á að ein mikilvægasta ástæban fyrir niburstöðu Hæstaréttar er sú að rof bankaleyndarinnar í þessu tiltekna máli hafi ekki haft nægjanlega alvarlegar afleiðingar til að réttlæta þá kröfu að blaðamaðurinn gæfi upp heimildarmann sinn. Hver er kjarni málsins? En málið snýst þó hreint ekki um blaða- manninn eða störf hans og vinnubrögð. Hvorki Morgunblaðið né Agnes Bragadóttir eru kjarni málsins að þessu sinni, þó þau taki sig vel út í „súluritum og línuritum" um trúnað fjölmiðla við heím- ildarmenn. Kjarni málsins — „kartafl- an í hendi guðs" — felst í því að banka- leynd hefur verið rofin með ámælis- verðum og jafnvel refsiverðum hætti. Og það sem meira er, þetta rof verður einhvers staðar í allra efsta stjórnun- arlagi bankans, þannig að aðeins örfáir einstaklingar gætu hafa rofið þessa leynd. Bank- inn sjálfur virðist ófær um að taka á málinu og Banka- eftirlitið vísar því til RLR. Innra eftirlit Landsbankans og Bankaeftirlitsins er einfaldlega ekki trú- verðugra en svo, að það ráði við banka- leyndarleka af þessu tagi. Það væri í sjálfu sér fróðlegt að vita hvað hefði gerst og hvort innra eftirlit bankans hefði virkað betur, ef ljóst væri að nokkrir óbreyttir starfsmenn af „gólfi" bankans hefðu átt í hlut, en ekki háttsettir „stjórar". Eðli máls- ins samkvæmt ættu stjórnendur banka að vera þeir sem síst væru líklegir til að grafa undan stofnunum með því að rjúfa bankaleyndina gagnvart viðskiptavinum sínum. Hvab meö bankaleynd mína? Stórir kúnnar hljóta að spyrja sig að því, hvort þeirra trúnaðarsamband við bankann sé líka litið svo léttvægum augum að einhver af stjórnendum bankans telji jafnvel sjálfsagt að deila því með 40-50 þúsund lesendum Morg- unblaðsins. (Að vísu hefur Morgunblaðið lýst því yfir í leiðara í vikunni að það myndi hugsanlega hafa vit fyrir slíkum bankastjórnanda og birta ekki mjög viðkvæmar upplýs- ingar. í það minnsta er erfitt að skilja fullyrðingu blaðsins um að greinar Agnesar hefðu ekki birst ef SÍS hefði enn veriö í rekstri.) Allt þetta mál er því fyrst og síöast vandamál fyrir Lands- bankann og í raun mjög erfitt mál fyrir þennan banka, sem menn gjarnan vilja kalla þjóðbanka. Eftir uppá- komur og útúrdúra síðustu vikna, þar sem um- ræðan og athyglin hefur beinst að réttindum og skyldum blaðamanna, er ágætt að staldra við, skilgreina málið í heild og leggja það niður fyrir sér. Þá koma líka skáldin í góðar þarfir, því það eru þau sem komast stystu leið að kjarna málsins. I dag minna þau mann á, að þó trúnað blaðamanna við heimildarmenn sé hægt að túlka í samanlagðri fjölmiðlaflóru landsins með áhrifamiklum og áberandi hætti í súlurit- um og línuritum, þá er það trúnaður banka við viðskiptamann sinn sem málið snýst um. Einar Már Guðmundsson hefur nefnilega rétt fyrir sér: heimurinn er kartafla í lófa guðs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.