Tíminn - 27.01.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.01.1996, Blaðsíða 4
4 Birgir Guömundsson: Laugardagur 27. janúar 1996 WMÉIW STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn oq auqlýsinqar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/'vsk. Evrópuríkib Rússland Þing Evrópuráösins hefur samþykkt aö veita Rússlandi aöild aö Evrópuráöinu og eru nú aöeins formsatriöi eft- ir til aö ríkiö veröi fullgildur aöili aö ráöinu. Aðildin er liöur í þeirri þróun aö Rússiand taki upp nánari sam- vinnu viö vestræn ríki og aö lýöræði og mannréttindi séu í sókn austur þar. Ef til vill á þaö langt í land aö lýðréttindi í hinu gamla vígi kommúnismans og þar áöur keisraveldisins þoli samjöfnuð viö þaö sem best gerist um vestanverða álf- una. En meö umsókn um aðild aö Evrópuráöinu sýna ráömenn Rússlands að þeim sé full alvara meö því að taka upp nýja siöi og nána samvinnu við lýðræðisfölin í vestri. Það er vitað að víða er pottur brotinn varðandi lýö- réttindi í Rússlandi. Minnihlutahópar hafa löngum þurft aö sæta ofbeldi af hálfu ríkisvalds og þeirra sem meira máttu sín og enn er víöa heitt í kolunum milli þjóöabrota og trúarhópa. Upplausnin sem fylgir í kjöl- far falls kommúnismans og Sovétríkjanna er ef til vill ekki meiri en búast má viö. Það er ekki aðeins aö alræð- iö hafi skilið Rússland eftir flakandi í sárum, heldur leystist víöáttumikiö og fjölmennt ríkjasamband upp. Er margt óuppgert eftir þau gríðarmiklu umskipti. Mikill meirihluti fulltrúa á Evrópuþinginu greiddi að- ild Rússlands atkvæöi. í umræðum um máliö voru ýmis skilyrði sett fyrir aðildinni, enda ástæöur til. En þaö er greinilegt að þingfulltrúar samþykktu meö þaö í huga aö eftir að Rússland er orðiö fullgildur meölimur í því samféiagi sem Evrópuráðið er samnefnari fyrir, veröi auðveldara aö krefjast þess aö farið verði aö lögum og mannréttindi virt eins og í öörum aðildarríkjum. Ekki voru allir á sama máli og meirihlutinn og ís- lensku fulltrúarnir á þingi Evrópuráösins greiddu at- kvæði hver meö sínum hætti, einn á móti, einn með og sá þriöji skilaði auðu. Þingmenn hafa sjálfdæmi um störf sín og afstööu á þinginu og taka ákvarðanir eftir eigin samvisku. Því er ekkert óeölilegt viö það aö ekki séu allir samdóma í svona veigamiklu máli. Því ber aö fagna aö þing Evrópuráðsins bar gæfu til aö samþykkja aðild Rússlands. Þaö styrkir lýöræöissinn- anna þar í baráttunni viö öfgafulla þjóðernissinna og afturhaldið sem hverfa vill til gamalla stjórnarhátta. Þeir sem stefna aö umbótum og nánari samskiptum viö lýöræöisríkin í vestri eiga undir högg aö sækja í þeirri hatrömmu stjórnmálabaráttu sem rekin er á rústum sovétskipulagsins. Viðurkenning lýöræöissinnaðra sam- taka eins og Evrópuráðið er, á Rússlandi styrkir umbóta- öflin og glæöir sjálfsvirðingu borgaranna í ríki sem áöur var stórveldi en sætir um skeið niöurlægingu upplausn- ar og viðamikillar glæpastarfsemi. Markmiö Evrópuráösins eru fyrst og fremst efling og varðveisla lýöræöis og mannréttinda og virðing fyrir frelsi og mannhelgi einstaklingsins. Eftir aö Rússland er orðið aöili aö samtökunum veröa mannréttindabrot og ofbeldi stjórnvalda ekki lengur innanríkismál einvörö- ungu. Evrópuráðið og stofnanir þess geta hlutast til um að samþykktir þeirra séu virtar. Meö inngöngu í Evrópuráðið er Rússland skrefi nær því aö geta talist lýðræðisríki og er þaö vel að önnur Evr- ópuríki stuöla aö því aö svo geti orðið. Væri sameining jafnaðar- manna betri - án efa? Þá er sameining jafnaðarmanna enn einu sinni komin á dagskrá þjóðmálaumræðunnar og skygg- ir um skeið á sjálfan slaginn um húsbóndastólinn að Bessastöðum, þrátt fyrir að forsetamálin hafi orðið margfalt áhugaverðari en áður eftir að Hrafn Gunnlaugsson bættist í hóp lík- legra frambjóðenda í fréttum í fyrra- kvöld. Spurningin fer í raun að snúast um hvort útvarp Matthildur veröur allt í framboði eða bara tveir þriðju þess. En að þessu sinni eru þaö alþýðu- flokksmenn af hin- um ýmsu gerðum, sem eru komnir á kaf í sameiningar- umræðu en týnda dóttirin sem villtist að heiman fyrir síðustu kos- ingar virðist nú á heimleið ásamt nokkrum hópi fylgdarmanna. Enn sem komið er heitir það ekki að Þjóðvaki muni ganga til liðs við Alþýðuflokk- inn eins og Bandalag jafnaðarmanna gerði fyrir - áratug. Þjóðvakamenn segjast vera að breyta sög- unni enda sé á ferðinni mansöngur íslenskra vinstrimanna síðustu þrjá áratugi: sjálf sameinng jafnaðarmanna í einn flokk. Hinar sögulegu sætt- ir, hvorki meira né minna. Meb e&a án efa Hér ab ofan var sagt að án „efa" væri öll þessi umræða nú lítið annað en tilbrigði við gamalt stef. Hins vegar gæti umræðan orð- ið heldur áhuga- verðari sé hún höfb með efum. Og það sem meira er, okkur er einmitt boðið upp á slík ef, ekki síst þegar samruna- mál flokksbrots Al- þýðuflokks og mób- urflokksins eru annars vegar. Sá sem þetta ritar minnist þess til dæmis vel ab hafa sem blaðamaður í innlendum fréttum hér á Tímanum spurt einn af leib- togum BJ gagngert að því í fréttaviðtali á sínum tíma hvort til stæði að leggja niður BJ og sameinast Alþýbuflokknum. Forustumaburinn hló og sagði þetta mikiö grín og mikið gaman því slíkt kæmi að sjálfsögbu ekki til greina. Daginn eftir var BJ lagt niður, sameinað Alþýðu- flokknum og þessi forustumaður fyrir löngu kom- inn í góða stöðu í Brussel. Sannaðist þar ab einn dagur getur verið afdrifaríkur í pólitíkinni, ekki síst ef hann hefur átt sér nokkurn abdraganda. Orðaleppur En eins og sjónvarpsauglýsingar hafa sýnt fram á öll kvöld að undanförnu þá eru ef-in mörg í líf- inu og þegar þessir síbustu at- ___________ burðir eru skoðaðir án efa, standa menn einfaldlega uppi með enn eina ósköp hefðbundna umræðu um sameiningu jafnaðarmanna. ✓ Þetta slagorð eitt og sér, er orðið | svo útjaskað og slitið að ef jafnað- ^ armenn einhvern tíma ætla í al- timans vöru að sameinast er vissara fyrir ✓ þá aö leita í sameheitaoröabók ab 1*3 S einhverjum ferskari oröum til að „« lýsa því ferli. Sameining jafnaðar- manna er raunar að verða að álíka merkingarlaus- um orðalepp og orðið „fasisti" hafði rétt fyrir 1970, en þá var bókstaflega allt „fasískt": stjórn- völd, lögregla, ókurteisir strætóbílstjórar og kenn- arar í skólunum. í unglingamáli hafa orð eins og „grúví" eba „ýkt" haft álíka skýra merkingu í gegnum tíðina og mátt nota þau um allt og ekkert og í afar fjölbreyttu samhengi. „Sameining jafnað- armanna" er orðið slíkur orðaleppur sem líka er notabur í afar fjölbreyttu samhengi. Núna er þörf stjórnarandstöbunnar á þingi til að stilla saman strengi sína í baráttunni gegn ríkisstjóminni orð- in að sameiningu jafnaðarmanna. Samvinna í stjórnarandstöðu Stjórnarandstaða allra tíma hefur fundið sér skipulagslegan farveg til að sinna hlutverki sínu. Flokkar skipta meb sér verkum eftir því sem hægt er í stjórnarandstööu sinni. Þannig gekk t.d. sam- starf stjórnarandstööuflokkanna á síbasta kjör- tímabili með miklum ágætum eftir því sem best varð séð og þá datt engum í hug að tala um að þessir flokkar þyrftu aö sameinast. Nú hins vegar virðist jafn sjálfsagöur hlutur eins og það að stjórnarandstöðuflokkar vinni saman fela í sér gríðarleg fyrirheit um sameiningu jafnaðar- manna! Og einhvern veginn skín í gegn í umræðunni að málsaðilarnir sjálfir trúi ekki einu sinni á sitt eigið sameiningartal. Kaldhæðnar athugasemdir í fjöl- miðlum frá gömlum refum eins og Svavari Gests- syni benda til þessa og ef umræðan nær til víðtæk- ari samvinnu en milli Alþýbuflokks og Þjóbvaka takmarka allir sig við almennar yfirlýsingar um nauðsyn öflugrar stjórnarandstöbu. Þjóðvaki, Bj og Karl Marx Því er það að þó menn kippi sér kanski ekki mik- ib upp við að gamla viðlagið um sameinngu jafn- aðarmanna hljómi enn einu sinni úr herbúðum Þjóðvaka, þá er hreint ekki ólíklegt ab ævintýrið um Þjóðvaka sé að fá svipaðan endi og klofningur Vilmundar Gylfasonar og BJ ævintýrið allt. Ýmislegt í undirbúningnum bend- ir til þess. Sagði ekki Karl gamli Marx einhvers staðar að allir merkilegir hlutir í mannkynssög- unni kæmu meö einhverjum hætti tvisvar fyrir í sögunni: í fyrra skiptið sem harmleikur og í það seinna sem farsil? Kannski hefur hann verið að meina BJ og Þjóð- vaka!? Sú sameining jafnaðarmanna sem nú er hafin í enn eitt skiptið gæti því meö réttum „efum" orö- ib líklegri til árangurs en ýmsar aðrar sameiningar jafnaðarmanna, sem fram hafa farið síðustu miss- erin á rauðum og grænum ljósum. Þetta sóknar- færi felst einmitt í því andrúmi og stemningu, sem skapast við að týnda dóttirin snýr aftur ásamt fylgdarliði, fylgdarliði sem sumt hvert er nýtt og slóst í þessa för á meöan á hafvillunum stóð. Gangi saman með Þjóðvaka og Alþýðuflokki svo úr verði einhvers konar bandalag með sameigin- legum þingflokki eins og rætt er um sem fyrsta skref, yrbi sá ALþýðuflokkur stærsti stjórnarand- stööuflokkurinn á þingi og þar meb í ákveðnu for- ustuhlutverki. Viðbrögð AB Hvernig og hvort Alþýðubandalagið bregst vib því með einhverjum hætti er aubvitað óljóst, en þó má búast við að Evrpópusinnaðasti armurinn í Alýðubandalaginu teldi slíkt bandalag freistandi valkost við öllu hefðbundanari sjónamið Hjörleifs og Steingríms og Svavars og annara flokkseigenda í sinum eigin flokki. Það gæti því vel hugsast að framundan væru ákveöin söguleg vatnaskil að því leyti að sú klofningshringekja sem fer í gang með vissu millibili hjá A-flokkunum verði nú til þess að stækka Alþýðuflokkinn sem er jú vanari því aö missa fólk við slíkar abstæður. Á sama hátt gæti Alþýðubandalagið sem í gegnum tíðina hefur heldur fitnað á klofningsbröltinu og er raunar til orðið úr því, þurft að horfa upp á einhvern flótta. Því er trúlegt að jafnaðarmannaforingjar skipt- ist nokkuð í tvö horn í afstöbu sinni til fullyrðing- ar tryggingafélagsins í auglýsingunum: „Án efa væri betra". ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.