Tíminn - 27.01.1996, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.01.1996, Blaðsíða 15
15 Linnulaust mótlæti Fékk réttlœtiö aö ráöa þegar dœmt var í máli Dennis Neville á 5. áratugnum í Bretlandi? Marian Poskitt gerbi sér ekki grein fyrir hve illa sjúkur unnusti hennar var. líkami, með andlitið blóði storkið. Strax var haft samband við lögregluna, en á sama tíma leiddi Dennis móður sína að kirkjugarðinum þar sem þau lögðu blóm á leiði bróður Dennis. Ekki var á Dennis að sjá að hann hefði neitt á samvisk- unni,, og' móður hans fannst ekkert athugavert við háttalag hans. En aftur að morðstaðnum. Lögreglan í Yorkshire minntist þess ekki að hafa séð jafn hrottalega útleikið lík. Allt svæðið í margra metra radíus var blóði drifinn vígvöllur. Höf- uð líksins var verst fariö. Höfuð- kúpan sjálf var mölvuð, augun- um hafði verið þrýst inn og all- ar framtennur brotnar. Þá var blússa ungu konunnar dregin upp fyrir axlir. játningin Foreldrar Marian fengu brátt fréttirnar um að ung kona hefði fundist myrt í nágrenninu, og þar sem Marian hafði ekki kom- ið heim um nóttina, varð ótti þeirra að skelfingu. Eftir að lög- reglan lýsti fyrir þeim koiiunni, sem hafði fundist, lék enginn vafi á að Marian hefði verið myrt. Faðirinn bugaðist, en móður- inni tókst að stynja upp: „Dennis Neville hefur gert það." Krufningarskýrsla sýndi að Marian hafði verið komin 14 Dennis Neville átti kœrustu þegar þetta var, hina 21 árs gömlu Marian Poskitt, en þau höföu þekkst um langa hríö. Hún var mun hrifnari af Pennis en hann af henni, og lagöi hún ríka áherslu á aö hann kvœntist sér hiö fyrsta. Þaö var e.t.v. sá þrýstingur sem varö Dennis um megn haustiö 1948, þeg- ar löngu heföi átt aö vera búiö aö leggja hann inn á stofnun, samkvœmt nútíma greiningu í lœknavísindum. SAKAMAL .FEBRUARY 21. 1949 Girl found ' strangled in field: man charged t'rom Our Oitn Correspondent DEWSBURY. Sundajr Ec:’ tliJii n::ic after Marion 1'osUu CJ11. 32. Lov Koad. Dewa'niry Moor. had hwn íound atranglfd tn &t. Matthew’* Church ground. Dew*bury. DtnnU Neville. 2J y lubourrr. w L Ur úrklippum dagblaba, en fjölmiblar í Bretlandi sýndu þessu máli mikinn áhuga, enda um óvenju hrottafengna árás ab rœba. Laugardagur 27. janúar 1996 að var tvennt sem var Dennis Neville í hag í lífinu. Hann var mynd- arlegur og sterklega vaxinn. Þar með var það upptalið. Allt annað gekk honum í mót í aðeins 21 árs jarðlífssögu. Dennis hætti 14 ára gamall í skóla í Yorkshire og fór ab starfa við brotajárn. Hann laug til um aldur og fékk inngöngu í herinn 15 ára gamall, en var sparkað út eftir 106 daga vist, þegar raun- verulegur aldur hans komst upp. Hann beið eftir ab verba fullgildur og skrábi sig aftur í herinn árib 1943. Ári síöar tók hann þátt í D-deginum svokall- aða, í innrásinni í Normandy. Um svipað leyti komu upp getgátur um að Dennis væri geðklofi, en ábur en foreldrar hans gátu aðhafst nokkuð fengu þau skeyti frá hernum sem sagði ab hans væri saknað eftir ab hafa særst í bardaga. Stríösfangi Það hefði betur reynst rétt, en í raun hafði hann verið tekinn til fanga og óstöðugt geðslag hans þoldi stríðsfangavistina mjög illa. Dennis neitaði að vinna og var fyrir vikið tekinn sérstaklega fyrir hjá óvinunum, sem börðu hann og hæddu hvenær sem færi gafst. Á aðfangadag árið 1944 sat hann einn í einangr- unarklefa á köldu steingólfi, án matar og drykkjar, á sjálfri frið- arhátíö frelsarans. Fram ab þess- um tíma hafbi Dennis verib mjög trúaður, en er talinn hafa snúið baki við guði frá og með þessum tíma. Morð á föður hans Þegar Dennis var loks frelsað- ur af bandamönnum, var hann orbinn mjög veikur og ekki batnaði ástand hans við heim- komuna, er hann frétti að bróð- ir hans hefði farist í Burma og foreldrar hans skilið. Hann gat ekki ímyndað sér að ástandið gæti orðið verra, en þar skjátlað- ist honum. Þegar Dennis hugð- ist heimsækja föður sinn, kom hann að honum í blóði sími, liggjandi á gangstétt framan við götuna. Yfir líki hans stóð mað- ur, John Cardle, sem hótaði Dennis meb eftirfarandi orðum: „Ef þú ætlar þér eitthv'að, mun ég koma þér fyrir kattarnef eins og pabba þínum!" Dennis lét lögregluna vita og skömmu síðar var Cardle hand- tekinn. Ómögulegt reyndist ab sanna að hann hefbi myrt föður Dennis og því var Cardle sýkn- aður við réttarhöld. Illa haldinn Cardle lagði Dennis í einelti fyrst á eftir og fór upp úr því að bera á ofsóknaræöi hjá hinum unga Dennis, sem var í raun stofnanamatur. Skömmu síbar var honum sagt upp störfum hjá hernum á þeim forsendum ab andlegt ástand væri ófull- nægjandi. Þetta var árið 1947. Geðlæknar höfðu umsjón meb Dennis næstu mánubi og kemur fram í skýrslum að hann þjábist mjög vegna vanheilsu sinnar, en greind hans þótti yfir meðallagi. Dennis sagðist eiga í baráttu vdð annab sjálf sitt, innri rödd sem segði honum að gera ljóta hluti. Þörf hans yrði stundum mjög sterk fyrir að „þagga niður í fólki í eitt skipti fyrir öll". Kærastan Dennis Neville átti kærustu þegar þetta var, hina 21 árs gömlu Marian Poskitt, en þau höfbu þekkst um langa hríð. Hún var mun hrifnari af Dennis en hann af henni, og lagði hún ríka áherslu á ab hann kvæntist sér hib fyrsta. Það var e.t.v. sá þrýstingur sem varb Dennis um megn haustið 1948, þegar löngu hefði átt að vera búið að leggja hann inn á stofnun, sam- kvæmt nútíma greiningu í læknavísindum. Kvöld eitt höfðu þau ákveðið að mæla sér mót á bar í Yorks- hire, en Dennis lét ekki sjá sig, heldur drakk meb vini sínum á annarri krá. Vinkona hans beið fram yfir miðnætti, en labbaði síðan hnuggin áleiðis heim. Hún komst aldrei á leiðarenda. Líklö Daginn eftir fór Dennis út ab ganga með móður sinni, en skammt frá var mjólkursendill ab sinna störfum sínum. Hann sá fyrir tilviljun torkennilega þúst liggja í bakgarði eins við- skiptavina sinna og aðgætti málið betur. Þab reyndist konu- vikur á leib þegar hún var myrt. Dánarorsök var kyrking, en eftir það hafði höfði hennar verib Mjólkursendillinn sem fann líkib af Marion. Dennis Neville. Ógœfumabu. ai. sitt líf. lamið við stein. Dennis Neville þóttist fyrst koma af fjöllum, þegar lögregl- an tók hann í yfirheyrslu, en lögreglumenn tóku strax eftir blóðblettum á skyrtu hans og buxum. Þegar hann var beðinn að gera grein fyrir þeim, sagði Neville einfaldlega: „Fyrirgefið. Ég sagbi ósatt. Það var ég sem drap hana." Eftirfarandi er framburður Dennis, samkvæmt lögreglu- skýrslu: „Ég var á leið heim, þegar ég gekk af tilviljun fram á hana. Hún byrjaði að hrópa að mér af hverju ég hefði ekki stað- ib við stefnumótið og ég þoldi illa hávaðann í henni. Til að þagga niður í henni, dró ég hana inn í afskekktan bakgarb og stakk fingrunum nibur í háls hennar. Eftir skamma stund hné hún niður meðvitundar- laus, en ég lauk verkinu með steini. Mér var ekki sjálfrátt." Þungur dómur í fangelsinu var Dennis mjög ofbeldisfullur og misþyrmdi samfanga sínum m.a. fyrir að. nota tannburstann hans í óleyfi. Það er talið hafa þyngt refsingu hans enn frekar. Réttarhöldin fóru fram í Le- eds, en þar gekk öll vörn í máli hans út á að sýna fram á ósak- hæfi vegna geðveiki. Ennfremur bar ákærbi ab fóstrið, sem Mari- an bar undir belti, hefði ekki verið hans og það hefði haft áhrif á gjörðir hans. Á slíkt var ekki hlustaö, enda engin leib þá að greina hvort sú staðhæfing væri rétt. Dennis var sannarlega mjög veikur og auk þess urðu ytri áföll í lífi hans meiri en flestir menn myndu þola. Það má telja ólíklegt aö hann hefði hlotiö þyngstu refsingu í dag, en í Le- eds voru honum engin grið gef- in. Dennis Neville var hengdur annan júlí árið 1949, aðeins 21 árs gamall. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.