Tíminn - 27.01.1996, Blaðsíða 17

Tíminn - 27.01.1996, Blaðsíða 17
Laugardagur 27. janúar 1996 17 =— I 1 iLll 1 >m *:' * IVI eö sínu nefi Upp á síökastið hafa borist nokkrar óskir um aö hafa í þættinum lög með Megasi, eða meistara Megasi, eins og einn sem hafði sam- band við þáttinn orðaði það. Þetta má að hluta til setja í samband við að nú eru komnar út á geisladiski fleiri af gömlu plötunum hans og fyrir jólin bættust í þennan geislaplötuhóp „A bleikum náttkjólum" og „Fram og aftur blindgötuna". Lag þáttarins kemur einmitt af annarri þeirri plötu, Bleikum náttkjólum, sem Megas söng inná við undirleik Spilverks þjóðanna. Lagið heitir Saga úr sveitinni og lag og ljóð eru að sjálfsögðu eftir Megas. Góða söngskemmtun! SAGA ÚR SVEITINNI D A D kveð ég um konu og mann G Hm Em og konan hún eldaði og spann A D en karl hann var fróður G Em um fornaidargróöur D A D kveð ég um hana og hann og bóndadóttir hún dró einn dáindis þyrskling úr sjó hún setti hann í pottinn sótti svo þvottinn og loks sagði hún: nú er það nóg kór: D D G D þau lifðu í sátt og samlyndi og trú G D A á sauðkindina og heilaga jómfrú A ( > 1 > ( » X 0 1 2 3 0 Hm 1 ► > > X X 3 « 2 ' og kötturinn meyvant fann mús í meisnum og bauð henni dús þau ræddu um fólsku frakka á pólsku og dreyptu á norðlenskum djús og kindin hún kveinaði hátt svo klerkur hann brotnaði í smátt en þeir límdu hann saman og þótti það gaman honum fannst gamanið grátt kór: þau liföu.... í haga var búkolla á beit og brennandi vorsólin skeit og hundurinn eltist viö hænuna og geltist í haga var búkolla og hún beit Og nautið hét hálfdán og hió að húsfreyju þegar hún dó því þótti ekki klerkur þesslega merkur en nautið hét hálfdán sem hló kór: þau lifðu.... nei nautið hét hálfdán og hlóö á húsfreyju lof sem hún stóö uppi úti í hlöðu nær hulin af töðu úr vikunum vætlaði blóð og bóndasonurinn sá einn sjórekinn mannsfót og brá á flótta hann lagði en fóturinn sagði: sonur minn, segðu ekki frá kór: þau lifðu.... D A D kvað ég um konu og mann 6 kjúklingabringur 250 gr nýir sveppir 2 paprikur (rauð/græn) 2 1/2 dl rjómi 3 eggjarauöur 3 msk. hvítvin eða eplasafi Salt og pipar Smjör til að steikja úr Sveppirnir skornir í sneiðar, paprikan í ræmur. Steikt í smjöri á pönnu í 5-6 mín. við vægan hita. Látið á eldhúspapp- ír, svo mesta fitan sígi af. Steikið kjúklingabringurnar ljósbrúnar við meðalhita og setjið í pott. Rjómanum og helmingi vínsins bætt út í pottinn. Látið sjóða í 10-15 mín. Sveppunum og paprikunni bætt út í og látið sjóða með. Eggjarauðurnar hrærðar með hvítvíninu eða eplasafanum og bætt út í pott- inn. Má ekki sjóða, þá vill sósan skilja sig. Bragðað til með salti og pipar. Hrísgrjón, kartöflur og brauð borið með. Hvítvín passar vel með, ef vín er notað. /CwGLfKblUú.ðÍKýOJ0 100 gr sykur 1 vanillustöng 2 1/2 dl rjómi 4 1/2 dl mjólk 5egg Skraut: 1 1/2 dl þeyttur rjómi Sykurinn er brúnaður á pönnu og settur í formið sem nota á fyrir búðinginn; látinn renna innan í forminu, efns jafnt og hægt er. Kælt. Mjólkin, rjóminn og vanillustöngin sett í pott og suöan látin koma upp. Látið sjóða í ca. 5 mín. Kælt aö- eins. Bætið út í létt hrærðum eggjunum í gegnum sigti og setjið í formið. Vanillustöngin hefur verið tekin upp úr. Form- ið sett í vatnsbað í ofnskúff- unni. Vatnið má ekki sjóða. Hafið ofninn stilltan á 100°, og látið búðinginn vera í ofninum þar til hann hefur stífnað (eftir ca. 2 1/2 klst.). Látið búðinginn kólna alveg áður en honum er hvolft á fat. Skreytt í kring með þeyttum rjóma. Súiiuiaði-bbÍaiaia 100 gr mjúkt rnijör 170 gr sykur 3egg 5 msk. kakó 275 gr hveiti 1 tsk. lyftiduft 2 dl mjólk 2 niburrifin epli Smjör og sykur hrært vel sam- an. Eggjunum bætt út í, einu í senn, hrært vel á milli. Kakói blandað saman með hveiti og lyftidufti. Hrært út í, ásamt mjólkinni. Síðast er niðurrifnu eplunum hrært saman við. Deigið er sett í vel smurt form, hringlaga eða aflangt, og bakað við 175° neðarlega í ofninum í ca. 50-60 mín. Kakan látin bíða aðeins í forminu áður en henni er hvolft úr. Kakan er skreytt meb flórsykurbráö. AtKWtS* Fyrir 6 'sí lartöfjlu. mus 1 kg kartöflur 3 msk. smjör Salt og pipar 3 dl sjóðandi mjólk 3 eggjarauður 3 stífþeyttar eggjahvítur Vissir þú 1. Árib í ár (1996) er hlaupár? 2. Ab það er meiri vöxtur í skegghári en höfuðhári? 3. Óperan „Rakarinn í Sevilla" er eftir Rossini? 4. Gallið verður ekki tii í gallblöðrunni, heldur í lifrinni? 5. Farah Diba hafði titilinn keisaraynja af íran? 6. Norska konungsfjölskyldan hefur ekki kosningarétt? 7. AA-samtökin (e. Álcoholics Anonymous) voru stofnsett í Bandaríkjunum árið 1934? 8. Bratislava er höfuðborg Slóvakíu? 9. Kartöflur komu upprunalega frá Andesfjöllunum í Suður-Ameríku? 10. Freknur eru algengari meðal kvenna en karla? Kartöflurnar eru skrældar, soðnar og teknar upp úr vatn- inu. Settar í hrærivélarskál og hrærðar með smjörinu, sjóð- andi mjólkinni og eggjarauðun- um. Þetta má gera nokkru áður en á að nota músina. Þá er bara að bæta stífþeyttum eggjahvít- unum út í og bragða til með salti og pipar. Kartöflumúsin sett í smurt, eldfast mót. Bakað neðst í ofninum í ca. 20 mín. vib 200°. Borið fram í mótinu. U Ef tyggigúmmí fer í föt- in, er gott ráb að láta fiíkina inn f frystinn i kæliskápnum í 1-2 klst. og þá er hægt að brjóta þab úr. Gott er að nota skæri þegar við skerum uggana af fisknum og þegar við skerum síld í bita. ^ Þegar margir fjölskyldu- meðlimir nota hvíta sokka, er gott ráð að merkja fyrir hvern og einn með mislitum krossi, t.d. á tána, með bómullar- garni. ^ Þegar spaghetti er soð- ið, ergott að setja 1 súputen- ing út í. Það gefur sérlega gott bragð. Til að rúsínurnar falli síður nebst í deigið á formkö- kunní, stráum við 1 msk, af hveiti yfir þær, áður en við hrærum þeim saman vift deigið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.