Tíminn - 10.02.1996, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. febrúar 1996
7
— foreldrauppeldi
Á opnum fundi um uppeldismál á Seltjarnarnesi kom fram þaö sjón-
armiö aö foreldrar þurfi aö eiga kost á frceöslu um uppeldis- og fjöl-
skyldumál:
Leikskólauppeldi
í leikskólum fer fram sérstakt
uppeldi og kennsla sem er ólíkt
því uppeldi sem fer fram á
heimilum barnanna. Leik-
skólauppeldi er sjálfsögö vib-
bót vib uppeldi foreldra og
þýbingarmikib ab allir foreldr-
ar eigi kost á ab nýta sér þab.
Þetta er mebal þess sem fram
kom í erindi Kristjönu Stefáns-
dóttur leikskólafulltrúa hjá Sel-
tjarnarnesbæ á opnum fundi um
uppeldismál sem nýlega var
haldinn í bæjarfélaginu. Kristj-
ana er leikskólakennari meö
framhaldsmenntun í stjórnun og
uppeldisfræöi.
Yfirskrift fundarins var Gott
uppeldi. Hann var ekki síst hald-
inn í tilefni af umræöu undanfar-
inna vikna um aukna vímuefna-
notkun unglinga. í umræöunni
hefur veriö leitaö ýmissa skýr-
inga og m.a. veriö bent á mikla
útivinnu foreldra sem fyrir vikiö
hafi ekki tíma til að sinna börn-
um sínum sem skyldi. Eins og
fram kom í erindi Kristjönu hef-
ur umræðan alið á óöryggi
margra foreldra og vakið sektar-
kennd hjá þeim.
8 stundir ekki verri
fyrir barnið en 4
„Mér finnst þaö vera sjálfsögö
réttindi barna aö fá leikskóla-
dvöl. Foreldrar eru farnir að gera
þá kröfu að fá leikskólapláss fyrir
börn sín og vilja gjarnan fá upp-
lýsingar um uppeldisstarf leik-
skólans sem börnin fara á. Viö
göngum út frá því aö ákveðinn
tími á dag sé út frá försendum
barnsins, í því sambandi er talað
um aö fjórar klukkustundir á dag
séu lágmarksdvöl. Síðan sé það
sem er umfram vegna þarfa fjöl-
skyldunnar. Það þýðir alls ekki
aö þaö sé verra fyrir barniö að
vera lengur heldur er aðalatriöib
að því sé tryggð ákveðinn lág-
marksdvöl til aö þaö nái tengsl-
um við félaga og hafi gagn af
leikskóladvölinni."
Kristjana ræddi í erindi síriu
um hlutverk leikskóla í uppeldi
barna undir skólaaldri. Leikskólar
starfa samkvæmt lögum um leik-
skóla og uppeldisáætlun fyrir
leikskóla. í góöum leikskólum fer
fram leikskólauppeldi samkvæmt
hugmyndafræöi þekktra heim-
spekinga og uppeldisfrömuða frá
ýmsum löndum.
✓
Abyrgbin fyrst og
fremst foreldra
Kristjana leggur áherslu á aö
samt sem áður hljóti ábyrgðin á
uppeldi barna fyrst og fremst aö
vera foreldra.
„Mér hefur fundist þaö áber-
andi í umræðunni undanfarin ár
ab foreldrar telji að einhverjir
sérfræbingar eigi að taka viö upp-
eldishluterkinu, þ.e. leikskólinn
og grunnskólinn. En það getur
aldrei neinn komiö í staöinn fyr-
ir foreldrana. Þeir eiga börnin og
þeirra er ábyrgðin. Við í leikskól-
um megum í raun ekki gera neitt
öðruvísi en í samráöi viö og með
samþykki foreldra. Leikskólinn er
hins vegar sjálfsögð viöbót viö
foreldrauppeldið."
Akureyrarbœr:
ÚA-bréfin seld á þessu ári
Hlutabréf Akureyrarbæjar í
Útgerðarfélagi Akureyringa hf.
veröa boöin til sölu á þessu
ári. Kemur það fram í fjár-
hagsáætlun Framkvæmda-
sjóbs Akureyrar, sem er eig-
andi hlutabréfanna, en fjár-
hagsáætlun sjóösins var sam-
þykkt á fundi bæjarstjórnar
nú í vikunni. í fjárhagsáætlun
framkvæmdasjóbs er gert ráö
fyrir aö öll hlutabréf í eigu
hans veröi seld á þessu ári.
Verbmæti hlutabréfanna ligg-
ur ekki fyrir en hlutur sjóösins
í Útgerbarfélagi Akureyringa
er nú ab nafnverði um 410
milljónir króna. í bókun
meirihluta bæjarstjórnar kem-
ur fram ab áætlab söluverb-
mæti hlutabréfanna sé vart
undir 1.450 milljónum króna.
Jakob Björnsson, bæjarstjóri á
Akureyri, segir skoðun sína aö
bakhjarlar Útgerðarfélagsins eigi
áfram aö vera í heimabyggð og
hagsmunir heimamanna þannig
að vera tryggðir. Hann segir aö
leitaö verði faglegrar ráðgjafar
um hvernig best veröi staöiö aö
sölu bréfanna og rætt hafi verið
viö Landsbréf um þau mál. Jak-
ob segir aö vanda þurfi til allra
verka varðandi svo mikilvægt
mál en meginástæða þess aö
selja eigi hlutabréf bæjarins í at-
vinnufyrirtækjum sé aö minnka
skuldir bæjar- og framkvæmda-
sjóös og aö skapa aukið svigrúm
til framkvæmda og þá einkum
verkefna sem tengjast eflingu og
uppbyggingu atvinnulífs.
Itarlegar umræöur uröu á
fundi bæjarstjórnar um þetta
mál og lýstu bæjarfulltrúar Sjálf-
stæöismanna, sem nú eiga sæti í
minnihluta sig fylgjandi sölu
hlutabréfanna enda verið stefna
þeirra um lengri tíma aö losa
bæjarfélagiö út úr atvinnu-
rekstri. Þeir töldu aö þaö verö
sem hlutabréfaeign bæjarins sé
bókfærö á sé þó tæpast ásættan-
legt þar sem verðmæti atvinnu-
fyrirtækis á borö viö Útgerðarfé-
lag Akureyringa hf. væri meira
og leggja bæri áherslu á að fá
sem mest fyrir bréfin. Bæjarfull-
trúar Alþýöubandalagsins töldu
bæjarstjórn nú standa frammi
fyrir stærra álitamáli en í langan
tíma og gagnrýnivert aö nú sé
gert ráö fyrir mun meiri eigna-
sölu en viö gerö fjárhagsáætlun-
ar Akureyrar í lok liöins árs.
Ekki hefur veriö tekin ákvörö-
un hvenær eöa meö hverjum
hætti hlutabréf Framkvæmda-
sjóös Akureyrar verða boöin til
sölu en þar mun álit þeirra sér-
fræöinga er leitað veröur til haft
til hliösjónar. Ljóst er þó sam-
kvæmt samþykkt bæjarstjórnar
aö þaö veröur gert á yfirstand-
andi ári.
-Þl
Kristjana Stefánsdóttir.
bókmenntir og fá margvísleg
tækifæri til aö nota málið.
í lýsingu Kristjönu á góðum
leiksicóla er gengiö út frá því aö á
honum starfi fagfólk sem er fært
um aö uppfylla hlutverk leikskól-
ans. En hvernig er íslenskur
raunveruleiki í þessu samhengi?
Geta íslenskir leikskólar uppfyllt
þetta hlutverk og kallast góðir
leikskólar?
„Ég hef ferðast mikiö erlendis
og skoöaö leikskóla og kynnt mér
leikskólastarf. Eftir þær feröir
sýnist mér að viö stöndum fram-
arlega í sambandi við innra starf
leikskóla, þótt það sé skortur á
leikskólaplássum. Því er þó ekki
hægt aö neita aö hlutfall fag-
lærðs fólks er mjög mismunandi
eftir leikskólum. Þar sem það er
lágt kemur það auðvitað niður á
starfinu. Þaö má kannski segja að
þeir leikskólakennarar sem eru í
þessu séu alltaf að lyfta grettis-
taki. Við þurfum auðvitað fleira
faglært starfsfólk og aö skapa
meiri stööugleika í starfinu. Þar
hafa kjaramálin mest að segja og
hin eilífa spurning um gildismat.
Þetta er ábyrgðamikið og krefj-
andi starf ef það er vel unniö en
ekki metið að sama skapi til
launa."
-GBK
Kristjana segir aö lífleg um-
ræða hafi skapast á fundinum
um foreldrahlutverkið og hvern-
ig fólk er í stakk búiö til aö takast
á viö þaö.
„Á fundinum var mikið rætt
um að það ætti að koma upp
skipulagðri fræðslu um fjöl-
skyldu- og uppeldismál. Hún
gæti annað hvort veriö í fram-
haldsskólunum eða í formi nám-
skeiðs sem fólk sækti t.d. áður en
það gengur í hjónaband eða áður
en börn eru skírð. Það þykir alveg
sjálfsagt í dag að maður fái nám-
skeið á öllum mögulegum svið-
um en það á einhverra hluta
vegna að vera meöfætt að ala
upp börnin sín. Á þennan hátt
væri hægt að stuðla að því að for-
leikskóla er. í því kom fram að
meðal einkenna góðs leikskóla-
uppeldis er að borin er virðing
fyrir börnum og því þroskaskeiði
sem leikskólaaldurinn er. Leikur
barna í leikskóla er helsta náms-
og þroskaleið þeirra og hann er
jafnframt helsta kennslutæki
leikskólakennarans.
í góðum leikskóla læra börn að
starfa í hóp sem ábyrgir einstak-
lingar. Börnin þroska með sér
víðsýni og umburðarlyndi gagn-
vart viðhorfum og skoðunum
annarra svo og virðingu fyrir öðr-
um. Börn í leikskóla takast á við
margvísleg verkefni sem beinast
að öllum þroskaþáttum. Leikskól-
inn veitir börnum félagslega fjöl-
breytni, þar eiga þau samskipti
eldrar fái meira sjálfstraust í upp-
eldi eigin barna og foreldrahlut-
verkinu."
í erindi sínu á fundinum rakti
Kristjana hvert hlutverk góðs
við fullorðna, yngri og eldri börn
og ekki síst við jafnaldra.
í góðum leikskóla læra börn að
leysa deilur á jákvæðan hátt.
Leikskólinn miðlar og viðheldur
menningu samfélagsins. Þar læra
börn vísur, þulur, þjóðsögur og
gamla leiki. I góðum leikskóla er
notað vandað og fjölbreytt mál-
far. Börnin hlusta á góðar barna-
Leikskólauppeldi er sjálfsögö viöbót viö uppeldi foreldra.