Tíminn - 17.02.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.02.1996, Blaðsíða 7
7 Laugardagur 17. febrúar 1996 ' ' ■ , WktÚtUí Leikhúsgestir mega eiga von á breytingum í Borgarleikhúsinu á komandi vetri. Helsta breytingin er ab Viöar Eggertsson vill ekki aö Borgarleikhúsiö sé rekiö sem féiagsheimili, hann hefur aörar áherslur: Vibar í hlutverki sem Dracula hjá LA, en þar var hann leikandi leikhússtjóri. göngu farsakenrit léttmeti. T.d. hefur Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi bent á að aðsókn að Fávitanum hafi verið býsna mikil, sem bendi til að hægt sé ab glæða aðsókn að þyngri verkum. „Ég er sam- mála því, að það er ekki gefið mál að létt- meti falli áhorfendum endilega betur í geð heldur en þyngri verk. Þáð getur farið þveröfugt fyrir verki sem misbýður áhorf- endum vitsmunalega. Það gæti fariö svo að það snerist upp í að verða móbgun við áhorfendur. Við megum aldrei vanmeta áhorfendur okkar. Gób dramatísk verk, eins og Fávitinn, vekja áhuga fólks. Því má ekki gleyma að það verk, sem hefur hlotið mesta aðsókn í Borgarleikhúsinu síðan LR flutti inn fyrir sex ámm, er ekki söngleikur, ekki gamanleikur, heldur þrungið alvöruverk um alvörufólk við erf- iðar aðstæður í lífinu, Þrúgur reiðinnar. Verkið gerist á kreppuárunum í Banda- ríkjunum og er um atvinnulaust fólk á vergangi. Þetta fólk hefur snert mest við íslenskum áhorfendum í Borgarleikhús- inu." Ekki sama rennerí leikhópa Aðsóknartölur Borgarleikhússins gefa ekki endilega til kynna að aðsókn að leik- ritum LR hafi verið með besta móti, þar sem fjölbreytt starfsemi hefur verið þar í gangi: tónleikarabir, litlir leikhópar hafa fengið inni í húsinu o.s.frv. Margs konar nýjungar hafa einnig verið teknar upp, með myndlist í forsal, heimsóknum gmnnskólabarna og höfundasmiðju fyrir leikskáld. Viðar segir að um hafi verið að ræða eins konar tilraun í leikhúsinu í vet- ur og henni verði haldið áfram, en ekki meb sama sniði og ekki í sama mæli. „Öll sú leiklist, sem hér fer fram, verður að meginhluta til á vegum Leikfélags Reykja- víkur, það verður ekki svona stöðugt streymi leikhópa. Þetta verður ekki rekið sem félagsheimili. Þetta verður rekið sem leikhús, sem Leikfélag Reykjavíkur hefur yfir að ráða. Auk þess mun Leikfélagið hleypa inn til sín, í sérstökum tilvikum, fólki sem það hefur trú á og vill létta róð- urinn hjá. Eins verða eflaust tónleikar og barnastarf áfram og reyndar ýmislegt fleira, sem tíminn mun leiða í ljós." Viðar minnir á að þessi starfsemi hafi verið til- raun og allt gott sé um hana ab segja sem slíka. Það helsta, sem hann hafi lært af þessum vetri, sé hversu mikilvægt barna- starfib hafi verið, og hefur hann fullan hug á að halda heimsóknum grunnskóla- barna í leikhúsið áfram og jafnvel útvíkka þá starfsemi enn frekar. LR ekki húsvörður Meginbreytingin á starfseminni verður því að leiklistin sjálf verður undir hatti LR, að sögn Viðars. „Ég lít svo á ab Leikfé- lagib eigi ekki ab vera húsvörbur í eigin húsi, heldur fyrst og fremst skapandi listaafl." Aðspurður hvort ekki sé öfugsnúið að hann, sem fyrrum liðsmaður lítilla leik- hópa eins og EGG-leikhússins og Alþýðu- leikhússins, skuli hamla því að slíkir hóp- ar fái inni í leikhúsinu kvað Viðar nei viö. „í raun og veru ekki. Þab var hluti af okk- ar sjálfstæði að vera ekki inni í eða háð öðrum stofnunum. Að skapa okkar eigið lífsrými og leikrými á okkar eigin for- sendum. Leikhús, sem er gestur hjá öðru leikhúsi, hlýtur alltaf að lúta einhverjum öðrum lögmálum en sínum eigin. En ég held að það sé ekki tímabært að leggja dóm á hvernig til hefur tekist í vetur meb þessa samvinnu. Ég held að það hljóti alltaf að verða einhverjir árekstrar þegar hagsmunir tveggja leikhúsa eiga að fara saman." Viðar vildi samt árétta að hann álíti starfsemi leikhópa mjög mikilvæga ís- lensku leiklistarlífi. „Þar á að vera og verður að vera gerjun á tilraunum og því sem lýtur ab nýsköpun í leiklist." Höfundasmiðjan — spénnandi nýmæli Fjöldi íslenskra handrita berst leikhús- unum á hverju ári, en eins og kunnugt er ná fæst þéirra að komast alla leið upp á svib. Hverju sem um er ab kenna, þá hef- ur einnig heyrst meðal leikhúsmanna ab góð íslensk leikrit, þar sem saman fer þekking á lögmálum leiksviðsins og gott efni, séu afar fátíb. Þvi vanti tilfinnanlega góð íslensk leikskáld.! vetur var starfrækt í Borgarleikhúsinu höfundasmiðja þar sem rithöfundar unnu leikrit sín í nánu samstarfi við leikara og leikstjóra og hefur markviss vinna á þessu sviði ekki verið til hér áður. „Höfundasmiðjan er eitt af því sem hefur tekist ákaflega vel til hér í vet- ur, hún hefur verið spennandi nýmæli. Við eigum eftir að fara ofan í saumana á því hvernig best verður hagab framhald- inu á því." Uppsagnir og ráðningar Samkvæmt heimildum Tímans hefur Viðar leitað sér lögfræðilegs álits á lögum Leikfélagsins til ab kanna hvort leikhús- stjóri geti, án samráðs við leikhúsráð, ráð- ið leikara að leikhúsinu. Viðar segir þetta ekki rétt. „Um þetta mál vil ég sem minnst tala. Þetta er á viðkvæmu stigi og engin ástæða til að ræða það í fjölmiðl- um." Sú venja er að skapast hér í borg að ný- ráðnir leikhússtjórar setji saman nýjan starfshóp -leikara og leikstjóra í upphafi stjórnartíðar sinnar. Þessum mannabreyt- ingum þarf að vera lokið í Borgarleikhús- inu fyrir 1. mars. Aöspurður um hvers konar form verði á uppsögnum, þ.e. hvort öllum leikurum verði sagt upp og sumir endurráðnir, sagði Viðar ekki telja það fýsilegan kost. „Mér finnst tvískinn- ungsháttur að segja öllum leikurum leik- hússins upp eingöngu til að láta þá vera í óvissu um það hvort þeir verði ráðnir aft- ur eða ekki. Ég get ekki séð að það sé skárri kostur, heldur sýnu verri en að segja upp þeim leikurum sem á að segja upp." „Eg er fyrst og fremst að sækjast eftir því að mynda hóp leikara og leikstjóra sem ég sé fram á ab geti haldið uppi því verkefnavali sem fyrirhugað er. Ég sé ekki eftirsóknarvert að ráða góða leikara, ef þeir nýtast ekki í verkefnavalinu. Svo er nú einu sinni, að leiklist kallar á mismun- andi kyn og mismunandi aldur og mis- munandi hæfileika fólks. Þegar gert er ráð fyrir að fólk verði í fleiri en tveimur eða þremur verkum, þá fara að skipta máli ákvebnir eiginleikar. Þó að ekki falli allir inn í þann hóp, segir þab ekki endanlega til um hæfileika fólks. Góð verkefni, góðir leikarar, góðir leik- stjórar í góðu leikhúsi, það er það sem mig dreymir um." LÓA Anna landsbyggöarsjúkrahúsin álíka og Ríkisspítalar eöa tveir Borgarspítalar? Reykvíkingar 63% af öllum sjúklingum hátæknispítalanna Landspítalinn. Þyrftu allir landsmenn ab liggja jafn lengi á hátækni- spítölunum í höfuðborginni og Reykvíkingar gera, yrbi lík- lega annab hvort ab tvöfalda legurými Landspítalans eba byggja tvo Borgarspítala til viðbótar. Reykvíkingar einir nota nefnilega 63% allra legu- daga þessara tveggja hátækni- spítala. Hver Reykvíkingur liggur þar t.d. jafnaðarlega 6 sinnum lengur en Norblend- ingur og um 4 sinnum lengur en fólk af Vesturlandi og Austurlandi. Ab landsbyggð- armenn séu alltaf fluttir til Reykjavíkur ef þeir veikjast eba siasast nokkuö að ráði — eins og oft heyrist slegið fram — virbist þannig gróflega ýkt. Nema að landsbyggbarmenn séu þá svo margfalt hraustari en borgarbúar. Legudagar Ríkisspítalanna og Borgarspítala töldust sam- tals um 474.000 árið 1994 samkvæmt ársskýrslum þeirra. Þar af voru tæplega 300.000 dagar (63%) nýttir af Reykvík- ingum einum og 100.000 dag- ar til viöbótar af Reyknesing- um. Þannig að þau rösklega 35% landsmanna, sem búa annars staðar á landinu, nýttu innan við 75.000 legudaga á þessum tveim hátæknisjúkra- húsum landsins. Hver Reykvíkingur lá að jafnaði tæplega 3 daga á þess- um spítölum árið 1994, en aðrir landsmenn að meðaltali rúmlega 1 dag. Hefðu þeir hins vegar þurft jafn mikið á þjónustu hátæknispítalanna ab halda og Reykvíkingar, væri legudagafjöldinn nærri 774.000, eba 300 þúsund fleiri en raun varð á. Én það sam- svarar næstum því öllum legu- dögum á Ríkisspítölunum árið 1994. Sé fjölda lega (sjúklinga) og legudaga Ríkisspítala og Borg- arspítala skipt niður á hverja 1.000 íbúa eftir kjördæmum landsins, verður niðurstaðan þessi: Legur og legudagar á 1.000 íbúa: Kjörd.: Legudagar Legur Reykjavík á 1.000 íbúa 2.900 á 1.000 ibúa 258 Reykjanes 1.450 176 Vesturland 730 77 Vestfirðir 1.190 97 Nl. vestra 800 64 Nl. eystra 340 30 Austurland 870 87 Suburland 1.160 111 Hér vekur m.a. athygli hvað íbúar á Norburlandi austan- verðu þurfa lítið að leita sér lækninga á stóru sjúkrahúsun- um í Reykjavík. Munurinn er um nífaldur. Miklu meiri notkun Reykvík- inga á hátæknisjúkrahúsunum en annarra landsmanna kemur fram á flestum sviðum. Reyk- víkingar (sem eru rúmlega 38% landsmanna) voru t.d. 67% allra sjúklinga á geðdeildum spítalanna, svipað hlutfall á lyf- lækningadeildum og um 54% á skurödeildum. Öldrunarlækn- inga hátæknispítalanna njóta sömuleiðis nær eingöngu Reyk- víkingar ásamt nokkrum Reyk- nesingum. Undantekningar frá þessari reglu eru hins vegar í barna- skurðlækningum og vökudeild barna þar sem hlutur Reykvík- inga er ámóta og hlutfall þeirra af landsmönnum. Þeir voru heldur ekki nema 44% þeirra sem fóru í brjóstholsskurði, litlu hærra hlutfall vistmanna á Kópavogshæli og um helmingur þeirra sem fengu lýtalækningu á Landspítala. Á öllum öðrum deildum spítalans voru Reykvík- ingar hins vegar vel yfir helm- ingur og upp í 70% allra sjúk- linganna, og enn hærra hlutfall á Borgarspítalanum. Þar eiga Reykvíkingar ásamt Reyknesing- um t.d. meira en 81% allra legu- daga á slysadeildinni. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.