Tíminn - 17.02.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.02.1996, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 17. febrúar 1996 Raubakrosskonur fitja upp á nýmœli í bóksölu í sam- vinnu vib Mál og menningu: Bækur seldar í kílóatali! Kíló af bókmenntum fyrir fimm hundrub kall er tilbob Kvennadeildar Reykjavíkur- deildar Rauba krossins í næstu viku. í einu kílói af bókum má fá mikib, gott og aubvitab ódýrt lesefni. Bókahringrásin, sem svo er köllub, hefst á öskudaginn og stendur í viku í bókabúbum Máls og menn- ingar. Sigrún Flóvenz í kvennadeild Rauöa krossins sagöi blaöinu í gær aö allur ágóöi af bókasöl- unni rynni til bókasafna deild- arinnar aö þessu sinni. Sjálf- boöaliöar á vegum deildarinnar hafa um árabil annast bókaút- lán á sjúkrahúsunum í Reykja- vík. En hvaö er Bókahringrásin? Hún er fólgin í því aö al- menningur kemur meö notaöar bækur í verslanir Máls og menningar að Laugavegi 18 og Síðumúla 7-9 og færir Rauða- krosskonum aö gjöf. Bókagjöfin verður endurgoldin meö 10 prósenta afslætti af nýjum bók- um í bókabúðum Máls og menningar. Móttaka bókanna hefst á þriðjudagsmorguninn og sala þeirra daginn eftir. Bók- um sem ekki seljast ráðstafar kvennadeildin aö eigin vild, en víöa koma þær í góöar þarfir. Hugmyndin aö Bókahringr- ásinni er komin frá Finnlandi þar sem slík bóksala nýtur mik- illa vinsælda. Kvennadeild Reykjavíkur- deildar RKÍ veröur 30 ára í lok þessa árs. Virkir sjálfboðaliöar deildarinnar eru um 300 talsins. Auk þess aö reka fjögur bóka- söfn í sjúkrahúsum Reykjavíkur, rekur deildin sölubúöir í sjúkra- húsunum. Félagar heimsækja aldraða og taka þátt í ýmiskonar líknarstarfi með fjárframlögum og gjöfum. Bókaútlán á sjúkrahúsunum eru afar vel þegin af sjúklingum, en bláklæddir sjálfboðaliöarnir koma með bækurnar á bóka- vögnum inn á sjúkrastofurnar. Mest hafa bókaútlán eins árs komist í 35 þúsund eintök. Bæk- urnar kaupa Rauöakrosskonur sjálfar. Vinnan við bókakostinn er ærin, við „plöstun" eöa gerö gegnsærrar hlífðarkápu, spritt- un bókanna einu sinni á ári, aö ekki sé talað um að flokka safn- iö og útdeila bókunum til sjúk- linga. En þessi störf eru gefandi og konunum hugleikin. Sigrún Flóvenz sagöi að konurnar fyndu fyrir miklu þakklæti skjólstæðinga sinna. -JBP Raubakrosskonur ab störfum í sjúklingabókasafni sínu á Landspítalanum. Reykjavík oröin formlegur aöili aö samtökum vetrarborga: Ólíkar borgir sem fást viö sömu viöfangsefnin Reykjavík tók í fyrsta sinn þátt í ráöstefnu borgarstjóra vetrarborga fyrr í þessum mánubi. Embættismenn og borgarfulltrúar stóbu fyrir umfangsmikilli kynningu á Reykjavíkurborg og því sem hún hefur upp á ab bjóba. Þab markmib ab Reykjavík fengi ab hýsa rábstefnu vetr- arborga áriö 2000 nábist þó ekki. Ráöstefnur vetrarborga eru tvíþættar. Annars vegar er ráö- stefna borgarstjóra þeirra borga sem eru formlegir aðilar aö sam- tökunum. Hins vegar er eins konar hliðarráöstefna sérfræö- inga og fræðimanna þar sem flutt eru erindi um alls kyns málefni tengd því aö búa í vetr- arborg. Reykjavík var nú í fyrsta sinn formlegur þátttakandi í ráöstefnu borgarstjóranna, en áður hafa fulltrúar frá borginni sótt hliðarráðstefnurnar. Helga Jónsdóttir borgarritari skipulagði þátttöku Reykjavík- ur í ráðstefnunni, sem haldin var í Winnipeg í þetta sinn. Hún segir að þaö hafi í sjálfu sér ekki komið á óvart aö Reykja- vík skyldi ekki fá að vera gest- gjafi ráöstefnunnar árið 2000, þar sem hún var að sækja um í fyrsta sinn. „Við fórum út til aö kynna Reykjavík og hvaða kosti hún hefur upp á að bjóöa sem gest- gjafi. Ég held að sú kynning hafi tekist afskaplega vel og menn geri sér nú grein fyrir aö hingað má ýmislegt sækja. Þannig að þótt okkur hafi ekki tekist aö fá ráöstefnuna áriö 2000, dreg ég ekki í efa að viö erum búin aö leggja inn fyrir næstu keppni," segir Helga. Aöspurö hvaða gagn við höf- um af ráöstefnu eins og þessari, segir Helga: „Markmið vetrar- borgaráöstefnu er fyrst og Sýning loödýrabœnda á Hótel Sögu í dag kl. 13-16: Allir litir og allar gerðir af minka- og refaskinnum Arvid Kro, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra lobdýra- ræktenda, sagbi í samtali vib Tímann í gær aö lobdýrabænd- ur reiknubu meb mikilli ab- sókn ab sýningunni sem þeir halda í dag í Súlnasal Hótel Sögu. Sýningin hefst kl. 13 og lýkur kl. 16; rangt var farib meb í blabinu í gær. Abgangur er ókeypis. Á sýningunni verb- ur tískusýning á vegum Pelsins og lobdýrabændur keppa um glæsilega verblaunabikara. Loðdýraræktendur em aö sjálf- sögðu í sjöunda himni yfir góð- um verðum sem fást fyrir afurö- irnar á erlendum mörkuðum. Skinnin hafa hækkaö stórkost- lega og sagði Arvid aö framund- an væm blómlegir tímar eftir erf- iðleikaárin. Fyrr í vikunni feng- ust 8.700 krónur fyrir blárefa- skinn á uppboöi í Danmörku, en 2.700 fyrir minkaskinn. Verðiö er næstum tvöfalt hærra en áöur var. Loðdýrabændur á íslandi hafa ekki allir gefist upp. Alls em loö- dýrabúin 81 talsins meö um 120 ársverk, og framleiða þau um 120 þúsund minkaskinn og 29 þús- und refaskinn. Reiknað er meö 550 milljóna gjaldeyristekjum af loödýraræktinní á þessu ári. -JBP fremst að menn, sem eru að fást viö viðfangsefni af svipuð- um toga í stjórnun sinna sveit- arfélaga, hittist og ráði ráöum sínum. Menn skiptast á reynslusögum og hugmyndum um hvaö sé hægt aö gera betur en gert er. Fyrir okkur getur þetta veriö nokkuð skemmti- legur vettvangur, því þetta er hópur sem kemur úr allt ööru umhverfi en við erum vön aö eiga samstarf viö. Aö vísu eru þarna borgir af Norðurlöndun- um, en það eru líka borgir af norölægum slóðum í Asíu, Bandaríkjunum og Kanada." Helsta beina afraksturinn af ráðstefnunni segir Helga vera að forsvarsmenn Reykjavíkur séu komnir í bein tengsl viö að- ila sem engin tengsl voru viö áöur. „Viö erum komin í samstarf um alnetstengingu þar sem við verðum tengd gagnagrunnum þessara aðila um viöfangsefni á sviði vetrarborga. Þar getum viö sent inn okkar tillögur, fyr- irspurnir o.s.frv. í öðru lagi höf- um við verið aö velta fyrir okk- ur hvort viö eigum að tengjast nánar starfi í undirnefndum, sem lýtur að ferðamennsku í vetrarborgum, þ.e. hvernig hægt er að fjölga feröamönn- um í borgunum utan hefö- bundins feröamannatíma. Þar hefur fariö fram ákveðin hug- myndavinna, sem viö vildum gjarnan eiga frekari aðild aö." Viömiðunin fyrir þátttöku í samstarfi vetrarborga er, aö sögn Helgu, aö í borginni sé raunverulegur vetur og skeið kulda og ekki síst myrkurs sé lengra en annars staðar. Meðal sameiginlegra viðfangsefna, sem þessar borgir glíma við, eru vetrarumferö, gerÖ húsakosts sem þolir aöstæöur, skipulags- mál þurfa aö taka miö af aö- stæöum og skipulag tóm- stundastarfs sömuleiöis. -GBK Fjármálarábherra: Skipar ÁTVR nýja stjórn Fjármálarábherra hefur skip- ab Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins nýja stjórn til næstu tveggja ára, í samræmi vib nýja reglugerb (607/1995). Til stjórnarformennskunnar skipaði ráðherra Hildi Petersen framkvæmdastjóra og sem vara- formann Þórarin Sveinsson lækni. Bæöi eiga þau jafnframt sæti í aðalstjórn ásamt Árna Tómassyni endurskoöanda. Varamenn em Dögg Pálsdótt- ir lögfræðingur, Sigurður M. Magnússon eölisfræöingur og Anna Margrét Jóhannesdóttir stjórnmálafræöingur. Þessi stjórn fer meö yfirstjórn ÁTVR í umboði fjármálaráö- herra. Stjórnin hefur eftirlit meö rekstri ÁTVR, markar stefnu og samþykkir starfs- og rekstraráætlun hvers árs, aö fenginni tillögu forstjóra. Jafn- framt kynnir hún ráöherra starfsáætlun, rekstraráætlun og skýrslu forstjóra um starfsemi og afkomu fyrirtækisins. ■ Formaöur Félags garbyrkjubœnda um mikinn verömismun á íslenskum agúrkum og erlendum: Gæbamismunurinn verulegur og ólík samkeppnisstaða „Ef gæbamunur er skobabur á þessum spænsku agúrkum og innlendu, þá kemur í Ijós ab þær eru gjörsamlega ósamanburbar- hæfar. Þær em hálfs mánabar gamlar þegar þær koma hingab, gular, oft linar i endann, skemmdar og vondar. Neytand- inn þarf oft ab fleygja ákvebnum hlutum af þessum erlendu gúrk- um," sagbi Kjartan Ólafsson, for- mabur Félags garbyrkjubænda, í samtali vib Tímann í gær. íslenskar agúrkur eru nú í fyrsta skipti á markabi svo snemma árs og er verulegur verbmunur á þeim og innfluttum. íslenskar kosta um 500 kr. kílóib, en hinar erlendu 200-300 kr. kg. Grænmetisliður vísitölu er mjög hár í febrúarmánuöi og olli hækkun grænmetis milli mánaða 0,12% hækkun neysluvísitölu. Kjartan Ólafsson segir verðsam- keppnisstöðu innlendra grænmetis- afurba á þessum tíma árs mjög erf- iða. „Við þurfum t.d. að gjalda fyrir, hátt raforkuverð til ræktunarinnar. Þá er Spánn í ESB og helmingur af öllum styrkjum bandalagsins fer einmitt til landbúnaðar. Þeir fá gríðarlega peninga einmitt í þessa framleiðslu, það er mokað styrkjum í útflutning. Hér fæst ekki króna í styrk til agúrkuframleiðslu. Neyt- endur borga kostnaðarverð og ekk- ert annab." -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.