Tíminn - 17.02.1996, Blaðsíða 19

Tíminn - 17.02.1996, Blaðsíða 19
19 Ljúf stund hjá Gérard og Elisabeth meb börnum þeirra tveimur, Guil- laume og julie. Vopnahlé Vi& fyrstu sýn virðist parið, sem horfir hér innilega í augu hvors annars, vera á frumstigum tilhugalífsins. Svo er raunar ekki, því Gérard Depardi- eu og Elisabeth, leikkona og eiginkona hans, eiga að baki 25 ára storma- samt hjónaband. Einhver tegund væntumþykju virðist því hanga uppi milli þeirra, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, eins og sjá má á þessu vopnahléi sem fjölskyldan gerði um daginn. Tilefnið var æfing á nýju leikriti Elisabethar, Les Eaux Et Forets. Elisabeth er sögð hafa íhugab skilnað á síðasta ári í kjölfar ástarsam- bands eiginmanns hennar og Karine Sylla. Karine og Gérard eiga saman 3ja ára gamla dóttur, sem heitir Roxanne í höfuðið á konunni sem Gér- ard biðlaði til í myndinni Cyrano de Bergerac. Þetta hafði engin áhrif á þessa samverustund, sem fjölskyldan átti fyrir skömmu, og virtust þau öll sæmilega sátt við hvert annað. ■ Magnaö sam- spil tveggja stórleikara Heat ★★★ Handrit og leikstjórn: Michael Mann Abalhlutverk: Robert De Niro, Al Pacino, Val Kilmer, Tom Sizemore, |on Voight, As- hley |udd, Kevin Cage, Wes Studi, Mykelti Williamson og Natalie Portman Bíóborgin og Bíóhöllin Bönnub innan 16 ára Það hefur lengi verið beðið eftir því, að tveir þekktustu og að margra áliti bestu karlleikarar Bandaríkjanna, A1 Pacino og Robert De Niro, léku saman í mynd. Þeir léku báðir í Guðföðurnum II en aldrei í sama at- riöinu þannig að hún er ekki alveg marktæk. Það verður ab segjast eins og er, að það gustar af þeim félög- um í hlutverkum sínum í hefð- bundinni glæpasögu, annar er lögga og hinn bófi. Þab er A1 Pacino sem leikur lögg- una, Vincent Hanna, kláran og dug- mikinn náunga — reyndar svo dug- mikinn, að hans þriðja hjónaband er að fara í hundanna — en Robert De Niro leikur Neil McCauley, snjallan leiðtoga hóps ræningja, sem í upphafi myndarinnar situr fyrir brynvörðum peningaflutn- ingabíl, myrðir þrjá verbi og kemst undan með fémæt verðbréf. Lög- reglan er í fyrstu ráðþrota en rann- sóknin beinist fljótt að McCauley og félögum. Hanna og menn hans eru í kapphlaupi við tímann við að afla sannana en á meðan skipulegg- ur McCauley næsta rán. Söguþráðurirm er að því leytinu til hefðbundin, að glæpasagan sem slík er samkvæmt formúlunni en það krydda myndina nokkrar hlið- arsögur. Þær auka dýpt persónanna KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON og margir sterkir aukaleikarar bæta þar miklu um. Sumum þessum hlið- arsögum hefði alveg mátt sleppa, sérstaklega um miðbikib, en þá datt spennan aðeins niöur og gerði ein- ungis langa mynd lengri. Þegar á leið jókst spennan hins vegar aftur og langt uppgjör milli Hanna og Pacino, bæði í orbum og gerðum, er sérlega krassandi. Það er ekki laust við smá fiðring þegar kapparnir De Niro og Pacino sitja andspænis hvor öðrum. Uppgjörið hefur líka að geyma einhvern þann magnað- asta skotbardaga sem sést hefur í kvikmynd. Leikstjórinn, Michael Mann, skipar sér þar á bekk með mönnum eins og Sam Peckinpah, Sergio Leone og Martin Scorsese. Fyrir utan heiðursmennina tvo eru flest hlutverk mönnub valin- kunnum leikurum en þáb er samt aldrei spurning um hverjar stjörn- urnar eru. Þeir Al Pacino og Robert De Niro standa sig með prýði, eins og við var að búast, persónur þeirra fagmenn bábar tvær en sitthvoru megin laganna. Heat (engin íslensk þýðing gefin upp) er glæpasaga upp á gamla móðinn með einvígi löggu og bófa í abalhlutverki en með góðri leikstjórn og persónusköpun, svo ekki sé minnst á leik, þá verður hún í heildina spennandi og kraft- mikil afþreying. ■ Olga Havel syrgö Tékkneska þjóðin vottabi Olgu Havel, eiginkonu forsetans, virð- ingu sína nú í byrjun febrúar þar sem hún lá á líkbörunum í suður- hluta Pragkastala, þar sem hún og Vaclav héldu opinbert heimili. Olga lést í fæðingarborg sinni Prag á 64. aldursári. Bakgrunnur Olgu Havel var af- skaplega ólíkur manns hennar. Hún fæddist inn í verkamanna- fjölskyldu og skildu foreldrar hennar þegar hún var sex ára ab aldri. Frá fimmtán ára aldri sá Olga um fimm börn eldri systur sinnar. Hún starfaði síðar á ýms- um stöðum, m.a. í skóverksmiðju og kvikmyndahúsi. Olga og Vaclav voru hins vegar samherjar á pólitíska sviðinu og áttu sér sameiginlegar hugsjónir í í SPEGLI TÍMLANS fundarstaður - skoðanasystkina þeirra stóð jafnvel óhagganlegt þau 12 ár sem Vaclav var í fangelsi. Á síöastliðnu ári. Olga í viðtali: „Pör ættu eiga sömu áhugamál og þau ættu að halda sambandinu vegna þess að þau eiga margt sameiginlegt. Til að byrja með er auðvitab hrifn- ing og rómantlsk ást, en eftir því sem sambandið dýpkar, þá tekur lífiö á sig aðra og betri mynd." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.