Tíminn - 17.02.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.02.1996, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 17. febrúar 1996 Haavrðingaþáttur Hann einn veit Um framtíðina menn fjasa og spá, fjölmarga slíka þekki. Davíð er einn með hýrri há, hinir eru það ekki. Jónas Egilson Forsetaefni Þykist slyngur þjóðarjarl, þjálfar hausinn tóma. Feikilega frekur karl, faðir sleggjudóma. Aðalsteinn Ólafsson Sami yrkir einnig næstu vísu: Heimsmenning Heimsmenningu þjóðin þráir, þó er flónska með í bland. Kaupahéðnar happasmáir í hópum stefna á okkar land. Vaxtagjöld Þeir virðast vera þroskaheftir. Þjóðin kveinar afvaxtagjaldi. Finnur þarfað auglýsa eftir erlendra manna bankavaldi. Sveinn Sigurjónson, Galtalcek Hér kemur síðan heilt ljóð um hagyrðingaþátt Tím- ans: Leggi hundfull heimurinn á herðar mínar byrði, er hagyrðingaþáttur þinn þeim mun meira virði. Alltaf lyftist á mér brún, úr mér bœgir lúa, þegar blaktir hér við hún hugarsmíði Búa. Hér er margt sem hugann gleður, hér er margt sem fjörgar lund. Þegar Bragi Björnsson kveður burt er hrakin amastund. Þeim er líka þakkarvert, þegar leiði er mestur. Aðalsteinn og Engilbert, Ólafur og Gestur. Heyra vil ég fleirum frá fjörug vísnahrópin. Aðalbjörn ég eggja má, einnig Strandaglópinn. Pétur Stefánsson Þá er rétt að lyfta brún, því hér yrkir Búi: „Sumir halda að hin yfirþyrmandi mötun fjölmiöla geri okkur að heimskingjum: Fjölmiðlunarflaumurinn fer um lönd og álfur. Fftir stendur almúginn eins og blautur kálfur. Mæba Mörg er tíðin mæðufull, mig og fleiri vantar gull. Eina fæðið súpusull og soðinn fiskur. Þetta er — bull!" Að lokum áskorun frá Búa: Sléttubönd Giftu vandi, stöðugt stór, stendur, grandið líttu. Lyftu anda, slappur, sljór. Sléttu-bandið hnýttu. Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA A5 sníða sér stakk eftir vexti Vegna þeirra ummæla Heiðars í síöasta þætti að skaplyndi fólks, bjartsýni eða fúllyndi hefði ekki síður áhrif á hvernig á það er lit- ið en klæðnaður og tískustefn- ur, berast fyrirspurnir um það hvort þab sé þá ekki allt í lagi að vera feitur og í illa passandi föt- um. I’arf þá litgreiningu og sér- stök framkomunámskeið? En mörgu fólki, sem er ekki eins í laginu og feguröardísir og glæsi- menni tískuheimsins, getur fundist það vera utanveltu. Eins og margoft kemur fram, vekur vaxtarlag fólki miklu hugar- angri og margir leggja mikiö á sig til að vera meb kórréttu lagi eða halda að þeir/þær eigi að vera eins og margauglýstar stjörnur. Heiðar: Fyrir þab fyrsta erum við eins falleg og vib trúum sjálf, burtséð frá kílóum og sentimetrum. Sumum okkar finnst þau vera of mjó og sum- um finnst þeir vera of feitir. En þegar vib hittum fólk, þá met- um við það ekki eftir vaxtarlagi, þyngd eða sentimetrafjölda fólksins hvort okkar langar ab kynnast því eða eiga við það samneyti. Þab eru allt aðrir þættir sem spila þar inn í. Kjörþyngd er varla til Þegar verið er að búa til þessa kjörþyngd, þá er mjög gjarnan miöað við sentimetra í hæð og kílóafjöldi ákvarðaður út frá því. En þab sem gleymist er að sum okkar eru fædd þrekvaxin, sum okkar eru fædd frekar þrek- vaxin, sum okkar eru fædd mebalvaxin, sum okkar eru fædd nokkuð grannvaxin og sum okkar eru bara fædd til að vera grindhoruð. Þegar verið er ab miða kjörþyngd vib hæð, verður að taka tillit til þessa og þarna verður ab gera ráb fyrir þriggja til fimm kílóa bili eftir því hvað skaparinn hefur gefið okkur í vöðvum og beinum. Vöðvabygging og beinaþyngd er mjög ættgeng, eins og glöggt má sjá. Til dæmis hefur mér alltaf fundist snæfellskar konur af svonefndri Hrísdalsætt afskap- lega glæsilegar, en ég minnist ekki aö hafa nokkru sinni mætt grannri konu af þeirri ætt. Konur í minni föburætt eru gjarnan afskaplega grannar og vilja þess vegna bæta við sig. En það er greinilegt að vaxtarlag er ab mörgu leyti ættgengt. Og fólk á bara að gera það besta úr sínu vaxtarlagi og auðvitað aö klæða sig samkvæmt því. Og þar kemur til kasta litgreiningarinn- ar þar sem fólki með mismun- andi vöxt og persónuleika er leiðbeint við að sníða sér stakk eftir vexti. Fatastíll leysir vanda Þótt alltaf sé verib að prédika ab allir eigi að vera grannir, er margt fólk sem fer bara hreint ekki vel að vera grannt og hor- að. Og sumir þeirra feitu mættu gjarnan huga að því aö losa sig við nokkur kíló. Við veröum að athuga að hér er ekki verið að Heiðar jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Hvernig a egao vera? ræba um sjúklega grannt eba digurt fólk. Kjarni þeirra fatastílsnám- skeiða, sem ég er með, er að kanna hvernig flíkur fara hverj- um og einum. Það, sem fólk ger- ir sér ekki grein fyrir fyrr en það sér það svart á hvítu, er hvað saumar skipta miklu máli og hvar þeir liggja. Ef manneskja er stór og mikil, þá þarf hún að klæða sig í kassa, vegna þess að innan í kassa rúmast kúla. Ef manneskja er aftur mjög grönn, þá þarf hún að klæða sig í ávalt form, þann- ig að innan í ávölu formi viröist vera meiri kúla. Galdurinn er að kona eða maður, sem finnst þau of stór, geri úr sér dálítinn kassa, en manneskja sem er mjög grönn á að búa til fleiri ávalar línur með fötum. Skynsamleg tak- mörk Manneskja, sem er mjög þykk, setur stungna spennandi sauma í einhvers konar lás eða munstur. Sniðugt dæmi er aö þab er til sérsnið í Stórum stelp- um af gallabuxum, sem skera sig úr aö því leyti að hliðar- saumarnir eru tveir. Þeir eru ekki á miðjunni, heldur á hlið- inni, stungnir og liggja niður. Þetta lengir og grennir. Eðlilega eigum við að klæða okkur eftir vexti, en innan skynsamlegra takmarka. Það er eklcert sniðugt af þrekinni konu að vera með alla sauma upp og niður með munstrum. Þetta gæti virkað' eins og felumynd um hvab konan er stór. Reglurnar eru einfaldar. Það eru margar konur, sem eru breiðari að neðan en ofan, og klæða sig þá auðvitað í ljósu að ofan en dökku ab neðan, því dökkt minnkar og ljóst stækkar. Svona reglur er gott að læra. Enginn er eins Fólk kemur á námskeið til ab iæra fatastíl sem hæfir því, en ég er dálítið hræddur um að raun- verulega yfirviktarfólkið sitji heima. Þrekib fólk kemur og fær leiðbeiningar, en fólk, sem farið er að líða illa yfir þyngd sinni, einangrar sig. Það er hið versta mál og fólkinu líður bara enn verr en ef það blandar geði við abra og leitar sér leiðbeininga. Svo er dálítiö merkilegt við vaxtarlag. Þegar fólk gengur í gegnum tilfinningalegar hremmingar, þá fitna sumir en aðrir grennast. Þetta getur líka skeð þegar fólk verður ofboðs- lega ástfangið, að sumir bæta á sig kílóum og aðrir tapa þeim. Það er enginn eins, þannig að þyngd okkar og viðbrögð okkar við mat eru eins ólík og þyngd okkar er. Sem sagt, það eru engar al- gildar reglur um vaxtarlag. Það er hægt að svelta sig í einhverj- um sítrónukúrum. Það veldur bara vatnstapi, sem síðan hleðst utan á aftur. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.