Tíminn - 17.02.1996, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.02.1996, Blaðsíða 15
Laugardagur 17. febrúar 1996 9Utám» 15 UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . .. Risinn í heimsfjölmiblun, Rupert Murdoch. Veldi hans þenst og þenst út. Kína er nœst á dagskrá hjá honum og fréttastöb til höfubs CNN. Ástralinn Rupert Murdoch er ókrýndur konungur hákarl- anna í fjölmiðlaheimunum. Veldi hans teygir sig nánst um allan heim og hann hyggur á enn frekari landvinninga; Kína er markabur meb yfir milljarb íbúa og þangab stefnir Murdoch hrabbyri. Fékk fjölmiðla í arf Rupert Murdoch er á 65 aldurs- ári og er fá Adelaide í S-Ástralíu. Þar hafði fabir hans, Sir Keith Murdoch, byggt upp blabaveldi sitt og þegar Rupert var rúmlega þrítugur fékk hann veldi föbur síns í arf. Síban þá hefur saga hans verib saga útþenslu og vaxt- ar, hvert sem litib er innan fjöl- miblasvibsins. Fyrirtæki Murdoch reka allt frá bókaútgáfu til Internet-þjónustu. En sjón- varp á hug hans allan. Hann á Fox stöbina, sem teygir anga sína um öll Bandaríkin, hann á bresku Sky sjónvarpsstöbina og 49.5% í þýsku stöbinni Vox, Star-Tv í As- íu og Foxtel kapalstöbina í Ástral- íu. Af dagblöbum á hann The New York Post, í Bretlandi The Times, The Sunday Times, The Sun og News of The World. í Ástralíu á Murdoch hlut í útgáfu- fyrirtækjum um 100 dagblaba, sem samtals eru meb um helm- ing markaðarins og í S-Ameríku keypti hann sig nýlega inn í sam- starf við þrjú sjónvarpsfyritæki í Mexíkó og Brasilíu, m.a. stöb sem sendur út allan sólarhringinn til 18 landa á svæbinu. Fox kapal- stöbin fyrir S-Ameríku nær yfir allt væðið. Þá á hann „20. aldar Refinn" (Twentieth Century Fox), sem framleiðir og dreifir kvikmyndum. Og á hönnunar- borðinu er fréttastöb til höfuðs CNN sem á ab senda út allan sól- arhringinn. Enginn meðal-jón Af þessu sést ab hér er enginn „meöal-fjölmiöla-jón" á ferðinni. Hann er með augun og eyrun op- in fyrir öllum nýjum möguleik- um og orka annarra stórra fyrir- tækja í fjölmiðlaheimunum fer í það að fylgja í fótspor Murdoch. Hann er mjög virkur í daglegum rekstri og hefur ávallt nóg ef ferskum hugmyndum, að sögn manna sem þekkja til hans. Vel- gengni hans felst einnig í gríðar- lega miklu og skipulögbu dreif- ingarkerfi, sem er sagt þab besta sem til er. Stærðarhagkvæmni er einnig gríðarleg hjá honum og rekstur fyrirtækja hans byggist á lögmálum um rekstur smáfyrir- tækja, þó þau séu gríðarlega stór í sjálfu sér. Þetta eru fyrirtæki sem eru meb tugi sjónvarpsrása til ráðstöfunar. Peningahliðin er í góðu lagi hjá Murdoch, tekjur að- alfyrirtækis Murdoch, News Corp., voru um 1.3 milljarðar dollara á síðasta ári, eða tæpir 100 milljaröar ísl. króna. Næst á dagskrá: Kína Fyrir nokkrum árum sagði Murdoch að gervihnötturinn væri helsti óvinur alræðisins. Nú virðist hann hinsvegar vera að vingast við helsta alræðisríki heims, Kína. Aðaltæki hans til þess að ná til Kína heitir Star-TV og er með aðsetur í Hong Kong. Murdoch keypti þab árib 1993, en fljótlega bönnuðu kínversk yf- irvöld fólki að eignast diska til þess að ná sendingum stöðvar- innar. En nú eru breyttir tímar og stöðin velkominn á kínverskan markað. Senniiegast þykir að efni stöðvarinnar verði dreift í gegn um rásir Kínverska ríkissjón- varpsins (KRÚV) og væntanlega „(rit)skoðað" þar. Hugmyndin er að um átta rásir verði að ræða í samstarfi KRÚV og Star-TV. Mikii áhersla er á uppsetningu kapaldrefikerfa í Kína um þessar mundir, enda er mottóið hjá stjórnvöldum: „einn gervihnöttur, ein jarðstöð, einn kapall." Þetta gerir allt eftirlit aubveldara fyrir kínversk stjórn- völd. Af þessu má ætla að sem og annarsstaðar verði Murdoch um- svifamikill, en undir eftirliti. Fjölmiðlarisinn Rupert Mur- doch hefur byggt upp geysilegt veldi, en hann er einnig umdeild- ur. Margir vilja meina að veldi hans sé einfaldlega allt of stórt og áhrifin of mikil. Allstabar þar sem hann hefur komið vib sögu, hef- ur hann breytt leikreglunum, og þá sér í hag. Einnig hefur banda- ríska þingið hjálpað honum (á sinn hátt), en nýlega undirritabi Bill Clinton ný lög um fjarskipti. { þeim felst m.a. ab ýmsum hömlum á svibi fjölmiblunar og fjarskipta er aflétt. Vilja sumir meina ab lögin séu mjög hagstæb stórfyrirtækjum á borð við þau sem Murdoch á og rekur. Það er því ljóst ab Murdoch hverfur ekki af sjónarsviðinu í bráb. Reyndar er hægt að umorða þetta á Or- wellískan hátt og segja: „Murdoch fylgist með þér!" Helstu viöburblr á ferli Rupert Murdoch: 1953: Erfir blabaveldi föbur síns í Ástralíu. 1963: Kaupir tímaritakeðju í Hong Kong. 1969: Kaupir tvö dagblöö í Bret- landi. 1973: Landvinningar í Bandaríkj- unum, kaupir fjölda bandarískra blaða á nokkrum árum. 1981: Kaupir Times of London og The Sunday Times. 1983: Kaupir sig inn í gervi- hnattasjónvarp í Bretlandi. 1985: Kaupir 20. aldar Refinn og setur upp Fox sjónvarpsstöðina. 1993: Kaupir Star-TV í Hong Kong og Internetþjónustuna Delphi. 1995: Gerist aðili að þremur fyr- irtækjum í S-Ameríku sem hafa með gervihnattasjónvarp þar ab gera. 1996: Tilkynnir áætlanir um aö setja á fót 24ra tíma fréttastöð til höfuðs CNN. C.H.Á. Byggt á Newsweek. Fátt bendir til þess aö landlœg spilling á Italíu sé á undanhaldi, þrátt fyrir áralanga herferö gegn henni: Hvað varö um byltinguna? Flestir bjuggust vib því ab nýtt tímabii myndi hefjast í ítölskum stjórnmálum og vibskiptalífi almennt þegar hvert spillingarmálib á fætur öbru var gert opinbert og tekib til rannsóknar í dómskerfinu. Nú eru hins vegar fimm ár iibin frá því ab aldan reib yfir en þab er fátt sem bendir til þess ab stjórnmálamönnum sé betur treystandi en ábur eba ab mútur komi síbur vib sögu þegar vib- skiptasamningar eru gerbir. Abeins einn sakborningur, Walt- er Armanini fýrrverandi borgar- rábsmaður í Mílanó, hefur verið færöur í fangelsi eftir uppkveöinn dóm. Hann hefur nú verið látinn laus til reynslu. „Þetta var gott mál, nauðsynlegt frumkvæði. Þetta varð eins konar allsherjarleið til þess aö bjarga landinu," segir Franco Ferrarotti, félagsfræðiprófessor við La Sapi- enza háskólann í Róm. „En eins og er verð ég því miður ab segja að staban hefur ekkert lagast." Carlo Taormini, virtur lögfræð- ingur sem hefur tekib ab sér mál- flutning fyrir nokkra sakbominga í hneykslismálunum, tekur í sama streng: „Allir vita að spillingunni er alls ekki lokið. Þrátt fyrir alla viðleitni dómaranna heldur þetta fyrirbæri áfram að blómstra." Stíflaö dómskerfi Sumir ganga svo langt að segja að þab eina sem gerst hefur, enn sem komib er ab minnsta kosti, sé ab á sama tíma og mistekist hefur ab leysa eitt vandamál hafa hneykslismálin skapab annab. Dómstólarnir á Italíu,anna nefni- lega engan veginn því álagi sem skapast hefur í kjölfar uppljóstran- anna. Dómskerfið er bæði gamal- dags og fjárvana og eftir að kæm- málin hafa hrannast upp hefur álagið á þá orðið svo mikið að ligg- ur við aö allt kerfið sé að riða til falls — og var þó álagið nógu mik- iö fyrir. í Mílanó einni bíða meira en 1900 sakborningar dómsmeðferðar, að því er Gherardo Colombo saksóknari þar í borg segir. Gott dæmi um það álag sem hvert dómsmál gemr skapað á dóms- kerfiö er mál fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Francesco De Lorenzo. Réttarhöldin yfir hon- um, sem farið hafa fram í Napólí, vegna ásakana um að hafa þegið mútur frá lyfjafyrirtækjum, hófust í desember 1994 og lög- fræðingur hans, Armro Frojo, telur ab þeim ljúki varla fyrr en í október á þessu ári. Þegar því máli er lokið má hins vegar búast vib ab taka þurfi fyrir mál 120 annarra, sem taldir em meðsekir Lorenzo, en mál þeirra vom sett til hlibar svo hægt væri að rannsaka mál Lorenz- os sérstaklega sem abalsakborn- ings. Skriöan fer af staö Vonir ítala um ab breytingar kynnu ab vera í absigi tóku ab vakna fyrir alvöm fyrir um fjómm ámm þegar hópur ungra og ákafra saksóknara í Mílanó hófu mark- vissar og öflugar rannsóknir á fjár- málaspillingu. Fljótlega var al- menningur farinn að kenna þenn- an hóp við „hreinar hendur", eða „mani puliti". Skriðan fór síðan af stað þann 17 febrúar 1992 þegar framkvæmda- stjóri elliheimils í Mílanó játaði að hafa þegið múmr frá Sósíalista- flokknum. Játningar hans leiddu fljótlega til þess ab fleiri játningar komu fram og innan skamms vom saksóknarar í öbmm borgum einn- ig farnir að taka þátt í þessu starfi af fullum krafti og grófu upp hvert hneykslismálið á fætur öðm. Fáum var hlíft í þessari herferð. Stjórnmálamenn úr öllum flokk- um allt frá fyrrverandi forsætisráð- hermm til lágtsettra embættis- manna í minni bæjarfélögum fengu í hendur „awiso di garanz- ia", eða opinbera tilkynningu um að mál þeirra væm til rannsóknar vegna fjármálamisferlis. Tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins, Kristilegir demókratar og Sósíalistar, ribubu til falis og vom á endanum leystir upp. Nánast allar ibngreinar landsins urðu fyrir barbinu á hneykslismál- unum þegar viðskiptamenn af öllu tagi, ailt frá framkvæmdastjórum stærstu fyrirtækja til frægustu tískuhönnuða á borð við Giorgio Armani vom leiddir fyrir rétt með ásökunum um að hefðbundnar viðskiptavenjur þeirra teldust glæpsamlegar. Harkalegar aöfarir Ekki hafa þó allir veriö sáttir við framgöngu sak- sóknaranna. Þeir hafa ver- ið gagnrýndir fyrir að beita of harkalegum aðferðum á „hvítflibba"- glæpamenn, aðferöum sem ætlaðar vom til þess að nota í bar- áttunni vib harösvímðustu glæpamenn mafíunnar. Þannig hafi þeir mátt dúsa mánuðum saman í gæslu- varðhaldi fyrir réttarhöld, jafnvel ábur en formleg ákæra er lögð fram. Þingmaburinn Vittorio Scarbi, sem hefur verib áberandi í ítölsku sjónvarpi, læmr ekkert tækifæri ónotaö til þess að agnúast út í sak- sóknarahópinn, ekki síst „hreinu hendurnar" í Mílanó sem hann hefur kallab „óhæfa", „misheppn- aða" og „brjálaða". „Þeir hafa í raun sakfellt allt landið eins og þab leggur sig," segir hann. „Lokaút- koman úr því er meira neikvæð en jákvæö." Silvio Berlusconi, fjölmiölajöfur- inn íhaldssami sem varö forsætis- ráöherra um hríð, hefur einnig ver- iö óspar á gagnrýni sína. Meðal annars heldur hann því fram aö ásakanir um aö fyrirtæki eigu hans hafi mútab skatteftirlitsmönnum séu hluti af ófrægingarherferð á hendur honum. Hann segir, líkt og fjölmargir aðrir fjármálamenn, að erfitt hafi verið að komast hjá því að reiða þetta fé af hendi, spilltir eftirlitsmennirnir hafi kúgaö fyrir- tækin til þess og það sé allt hluti af ævagamalli hefð í landinu. Þjóöhetjan fellur Að mörgu leyti er Ítalía hvað þetta snertir í svipuöum sporum og austantjaldsríkin fyrrverandi, þar sem allir voru meira eða minna flæktir í einn allsherjar blekkingar- vef og erfitt að halda því fram að einn sé sekari öömm. Herferöin gegn spillingunni varö svo fyrir alvarlegu áfalli í des- ember sl. þegar Antonio Di Pietro, helsti leiðtogi „hreinu handanna" í Mílanó sem orðinn var sannköll- uð þjóðhetja á Ítalíu, varð sjálfur fyrir því að vera dreginn inn í spill- ingarmál. Hann hafði raunar sagt af saksóknarastarfinu sér allskyndi- lega ári áður án þess aö gefa nokkr- ar skýringar, og þykir mörgum sem skýringin á þeirri skyndilegu kú- vendingu hafi komiö í ljós þegar hann var sjálfur ákærður ári síðar. Ferrarotti, félagsfræðingurinn sem vitnað var til að ofan, segir að fall Di Pietros sé ekkert anpað en frekari staðfesting á því að ékki hafi tekist að útrýma spillingunni úr ítölsku þjóölífi. Einhverjum ár- angri hafi ab vísu verið náb, en raunverulegar breytingar séu minni en flestir héldu. -CB/RnHT Dómskerfiö á Ítalíu er aö sligast undan öllum þeim málafjölda sem bíöur afgreiöslu. Langt í aö sjáist fyrir endann á kceruflóöinu, enda e.t.v. fáir meö algjörlega hreinan skjöld

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.