Tíminn - 11.05.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.05.1996, Blaðsíða 2
A Enska bikarkeppnin: Mikil spenna Aödáendaklúbbar Liverpool og Manchester United verba meö sérstaka dagskrá í dag í tilefni af úrslitaleiknum í enska bikamum sem fram fer á Wembley-leikvanginum í London. Mikill spenningur er meðal aðdáenda þessara liba vegna leiksins sem margir telja ab verbi hápunktur tímabilsins. Dagskráin í dag hefst á gervi- grasinu kl. 9 með knattspyrnu- leik á milli aödáendaklúbbanna og kl. 11 verður haldið í skrúð- göngu frá Hlemmi og niður á Lækjartorg. Að því loknu halda menn síðan á Glaumbar og Öl- ver í Glæsibæ til að hita enn frekar upp fyrir leikinn sem hefst kl. 14 í beinni útsendingu Stöðvar 3. -grh Síldarútvegsnefnd: Nýjungar til Rússlands Nýlega vom sendar tilrauna- sendingar af 800 gramma neytendapakkningum af nib- urlögðum kryddbitum til Rússlands frá Skinney hf. á Höfn í Homafirbi. Þar fyrir ut- an hefur Síldarútvegsnefnd haft milligöngu um sölu á töluverðu magni af gaffalbit- um til landa fyrmrn Sovét- ríkja. Þetta kemur m.a. fram í upp- lýsingabréfi Síldarútvegsnefnd- ar. Þar kemur einnig fram ab fluttir hafa verið út um 10 gá- mar af 10 kílóa fötum af ýmsum tegundum heilsaltaðrar síldar og flökum sem seld hefur verið til Rússlands, Eistlands og Kaz- akhstan. Síldarútvegsnefnd telur ab ekki sé að vænta marktækra við- bragða við þessari tilraunafram- leiðslu á neytendapakkningum til Rússlands fyrr en síðar á ár- inu vegna þess að síldarneysla í A-Evrópu er með minnsta móti yfir vor- og sumarmánuðina. -grh Evrópudeild fiskimanna innan ITF gagnrýnir fisk- veiöikerfi meö framselj- anlegum kvóta: Hvetur til frá- kasts og spá- kaupmennsku Stjórn fiskveiba sem byggir á aflamarki og framseljanlegum kvóta getur leitt til óæskilegrar hvatningar til frákasts á flski, fjárhagslegrar spákaup- mennsku og aö kvótinn safnist saman á færri hendur eins og gerst hefur hérlendis, Nýja-Sjá- landi og Bandaríkjunum. Þetta kemur m.a. fram í greinar- gerö Evrópudeildar fiskimanna í Alþjóðlega flutningamannasam- bandinu sem fundaði í St. Péturs- borg í lok síbasta mánaðar. Á fundinum kom fram gagnrýni á fyrirkomulag fiskveiða með afla- marki með framseljanlegum kvóta. Fundurinn telur ab þess ut- an geti afleiðingin af þessu kerfi leitt til tekjulækkunar hjá sjó- mönnum þegar aflinn er seldur beint til vinnslu fyrir lægra verð en fæst fyrir hann á markaði. í því sambandi er m.a. bent á að verð- ákvörðun þar að lútandi hafi leitt til verkfalls sjómanna á íslenska fiskiskipaflotanum. -grh Ibjuþjálfarnir Inga Jónsdóttir og Björk Pálsdóttir leibbeina fjármálarábherra, Fribriki Sophussyni. Ekki í peninga- málum, heldur um hœbina á tölvuborbi hans. Fjármálaráöherra leiddur í allan sannleika um vandamál vaxandi fjarvista frá vinnu, vandamál sem veröur helsta heilbrigöisvandamál 21. aldarinnar. löjuþjálfar: Hækkuðu tölvuborb rábherrans Félagar í Ibjuþjálfafélagi Is- lands gengu á fund Friðriks Sophussonar fjármálarábherra á dögunum og kynntu fyrir honum þjóbfélagsmein, sem lítib er í umræbunni, stór- auknar fjarvistir launþega frá vinnustöbum sínum. Slíkar fjarvistir, oft ónaubsynlegar, kosta ríkissjób og fyrirtæki hundrub milljóna króna á ári. Heimsóknina nýttu ibjuþjálf- ar til ab kynna sér starfsab- stöbu rábherrans í Arnarhvoli, meb tilliti til álagseinkenna. Fribrik fékk kærkomnar til- lögur til úrbóta hjá gestum sínum. í ljós kom að fjármálaráð- herra, rétt eins og aðrir launþeg- ar, þurfti breytinga við á vinnu- staðnum. Friðriki var leiðbeint við vinnu vib tölvu sína. Ekki reyndust miklir annmarkar á starfsstellingum ráðherrans né aðstöðu og aöbúnaöi, en þó þurfti ab gera nokkrar breyting- ar til að fyrirbyggja óþægindi, meðal annars var tölvuborð hans hækkað. Um þab bil 3,3 af hundrað launþegum á íslandi og Svíþjóð eru fjarverandi frá vinnustað í eina viku í senn eða lengur á ári hverju. Þessar þjóðir hafa mest- ar fjarvistir frá vinnu vegna veikinda á Norðurlöndum. Ástæðuna má rekja til álagsein- kenna sem stafa af einhæfri og leiðinlegri vinnu og síendur- teknum hreyfingum. Vanda- málið er vaxandi og samkvæmt tölum frá Bandaríkjunum hefur fjöldi starfsmanna sem hefur óþægindi vegna endurtekins álags tífaldast á tímabilinu 1983 til 1993. Að sögn iðjuþjálfa má reikna með að álagseinkenni verði eitt helsta heilbrigðisvandamál 21. aldarinnar. Einkennin eru ekki lengur bundin við erfiðisvinnu eins og áður var. Helstu áhættu- hópar eru fólk sem vinnur í fiski, hljóðfæraleikarar, sauma- konur, ýmsir hópar iðnverka- fólks, — og þeir sem vinna við tölvur. Ýmsar nágrannaþjóðir eru byrjaðar að skrá sérstaklega sjúk- dóma af völdum einhæfrar vinnu og síendurtekinna hreyf- inga. í Danmörku hafa 15% at- vinnusjúkdóma verið skráðir vera af völdum vinnu sem þess- arar. Hér á landi á sér engin slík skráning stað. Hins vegar bendir hóprannsókn frá 1986 til að vandamálið grasseri hér eins og annars staðar. Sú könnun leiddi í ljós að meira en helmingur ab- spurðra hafði þjáðst af verkjum frá hreyfi- og stoðkerfi undan- farandi tólf mánuði. Iðjuþjálfar benda á að oft megi koma í veg fyrir álagsein- kenni af þessu tagi. Huga þurfi að starfsstellingum og vinnu- umhverfi til að fyrirbyggja óþægindi og sjúkdóma og þann- ig slá verulega á fjarvistir frá vinnustöðum. Að þessum mál- um starfar Iðjuþjálfafélag ís- lands. Þann 31. maí heldur fé- lagið námskeið ásamt Endur- menntunarstofnun Háskólans og fjallar það um álagseinkenni. Heimskunnur læknir og iðju- þjálfi mun þar flytja erindi. -JBP Laugardagur 11. maf 1996 Sagt var... Stórkostlegri uppfærslu stjórn- aft eftir minni „í heild var þessi uppfærsla stórbrotin og þar munar nokkru, a& Rico Sacc- ani stjórnaöi verkinu eftir minni og gaf uppfærslunni ákve&inn kraft og hraöa." Jón Ásgeirsson í Mogganum um frum- sýningu Otellos. Kettir meira vir&i en menn „Líknarstofnunin Caritas saka&i í gær argentínsk stjórnvöld um að sinna ekki fátækustu þegnum landsins en ásökunin kom í kjölfar sjónvarpsþátt- ar þar sem soltnir ibúar í fátækra- hverfum borgarinnar Rosario sáust leggja sér ketti til munns. Máli& hefur ekki a&eins vakiö rei&i líknarsamtaka, félag dýraverndunarsinna mótmælti einnig har&lega." Mogginn. Málhreinsun „Hvernig litist mönnum á að Alþingi banna&i með lögum erlendar mál- slettur og tökuorð?" Spyr Þór Jónsson í hugieibingu í Mogg- anum um mannanöfn. Lærisveinar Krists farnir? „Eru engir lærisveinar Krists eftir í kirkjunni okkar?" Spyr Gu&björn Jónsson í Mogga. Mikil vá „Mikil vá er fyrir dyrum. Af einhverj- um torskildum ástæ&um trónir Ólafur Ragnar Crímsson á toppi flestra skoö- anakannana er mæla fylgi við fram- bjóðendur til embættis forseta ís- lands." Ingvi Tómasson í Mogga. Slæmt ástand í stórborginni Reykjavík „Ég hef búi& í útlöndum í sex ár og aldrei orðiö var vi& ólæti. Svo kemur ma&ur heim og þá er ástandi& hér eins og í stórborgunum." Segir Ragnar Gu&laugsson í DV en hann var& fyrir árás og mor&hótun pörupilta í Reykjavík. Samkvæmt heimildum pottorma mun ríkissaksóknari á allra næstu dögum taka ákvörðun um hvort af málshöf&un ver&ur í tengslum vi& svokallaö bisk- upsmál. Málið þykir mjög viðkvæmt eins og rá&a má af viðbrögðum emb- ættisins sí&ustu daga þegar fréttamenn hafa reynt a& afla upplýsinga um gang málsins. Símaborðsstúlka saksóknara spyr fréttamenn jafnan um erindið og ef það tengist biskupsmálinu svarar hún að ekkert sé að frétta. Þannig virð- ist útilokaö fyrir fréttamenn a& komast aö ríkissaksóknara sjálfum til a& spyrjast fyrir um máli&... • Poppgoðið Bubbi Morthens veröur fertugur 6. júní nk. Hefur heyrst í heita pottinum a& Bubbi hyggist halda tón- leika í Þjó&leikhúsinu 4. júní í tilefni þess. Náist samningar við leikhúsiö mun Bubbi troba einn upp á aðalsvi&i hússins og bjóba tónleikagestum upp á nýtt og sígilt efni sem íbúar lands- bygg&arinnar hafa fengiö a& njóta á tónleikaferðalagi kappans aö undan- förnu um landib. Bubbi heimsækir Su&ur- og Su&austurland á næstunni ásamt Þorleifi Cubjónssyni bassa- leikara og þar á eftir fá Keflvíkingar og Hafnfir&ingar a& njóta krafta hans. Landsreisunni lýkur í bíóinu á Akranesi laugardaginn 25. maí. • í heita pottinum eru menn sffellt ab ræ&a um hi& grí&arlega forskot Ólafs Ragnars í skoðanakönnunum án þess ab Ólafur sé í eiginlegum kosningas- lag. Nú eru menn farnir ab tala um „margföldunaráhrfin" af frambobi Jóns Baldvins, sem séu þau a& fari jón í framboð ver&i Ólafur Ragnar ab fara í framob líka! Andstæ&ingar Ól- afs tala um ab þa& séþrátt fyrir allt ánægjulegt a& sjá a& Olafur Ragnar sé hrærbur tvisvar á dag, því þa& bendi til a& þrátt fyrir ískalda pólitíska útsjónarsemi hafi hann hjarta, en menn þurfi jú a& hafa hjarta til a& hrærast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.