Tíminn - 11.05.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.05.1996, Blaðsíða 11
Laugardagur 11. maí 1996 Wtftttmm- 11 ^ «5 Þetta er sann- sögulegur einleikur og hann er byggöur á vibtalsþœtti vib franskan afbrota- mann. Þaö var rétt- arsálfrœöingur sem tók vibtalib vib hann á þriggja mánaba tímabili en svo var þab klippt nibur í klukkutíma þátt. í 6 y y Ég vildi hafa þetta tímalaust en þetta er ekkert endi- lega nútíminn enda er sýningin mjög myndrœn og ekki beinlínis raunsœ. Verkib fjallar um hefndarþorsta og stríb. H Valur Freyr og Bergljót Arnalds. Tímamynd: GS Hefndin og ástríðuglæpurinn Kaffileikhúsib setti fyrir skömmu af stað einleikjaröö og nk. miðviku- dagskvöld verba þar frumsýndir tveir nýir einleikir í leikstjórn Vib- ars Eggertssonar. Einleikimir em eftir og leiknir af tveimur ungum leikumm, þeim Bergljótu Amalds sem sýnir leik sinn Hús hefndar- þorstans og Val Frey Einarssyni sem sýnir einleikinn Heilt ár og þrír dag- ar. Valur Freyr hefur verið einn af íhlaupaleikurum bæjarins frá því að hann útskrifaðist frá leiklistarskóla í Manchester síðastliðið vor. Hann hafði verið bebinn um að taka þátt í samkeppni um styrk til leiklistarnema, kenndan við Sir Laurence Olivier, fyrir hönd síns skóla. Þá skrifaði Valur beinagrind að einþáttungi sem hann útfærði í stuttan einleik sem hann sýndi á Óháðu listahátíöinni í fyrra en nú hefur þátturinn lengst um 20 mín og orðinn að hálftíma einleik. „Þetta er sannsögulegur einleikur og hann er byggður á viðtalsþætti við franskan afbrotamann. Það var réttar- sálfræðingur sem tók viðtalið við hann á þriggja mánaða tímabili en svo var það klippt niður í klukkutíma þátt. Auk þess var talað við alla fjölskyldu hans og sérstaklega föður. Einleikur- inn byggir á þessum samtölum og síð- an tengi ég á milli þeirra í þessu dram- atíska formi. En meiriparturinn af textanum er fenginn úr viðtalinu," sagði Valur og tók fram að hann liti því í raun ekki á einleikinn sem sinn skáldskap. Hann ætti kannski 50% af leiknum. Ástríðuglæpir Einleikjaröð Viðtalsþátturinn var í seríu sem sýnd var á BBC og hét Crime by Passion. Valur sagðist reyndar ekki hafa tekið þætt- ina upp til að eiga efni sem myndi duga honum næstu árin í leiklistarbransanum hér heldur hefði þessi saga heillaö hann sérstak- lega. Abspurður um söguþráðinn var hann ófáanlegur til að ljóstra honum upp enda byggist spenna einleiksins á því að þegja yfir sögunni. Hann gat þó sagt að sögusvið leiksins væri í biðsal þangað sem sakborningur er sendur meðan hann bíður eftir úrskurði dóm- ara. ■ Kaffi „í þessum biðsal koma upp hugsanir sem tengjast glæpnum sem hann hef- ur framið og sem hann raunar telur sig saklausan af. Hann framdi glæp sem hann telur sig ekki hafa stjórnað." Sagan er sögð útfrá sjónarhóli fang- ans og er að vissu leyti varnarræða hans. „Varnarræða sem hann kæmi aldrei til að segja í réttarsalnum. Hann er þannig maður, hann kæmi því ekki frá sér þar. Svo má ég eiginlega ekki segja þér meira því þab er ofsalega mik- ilvægt að áhorfand- inn viti ekki út á hvað leikurinn gengur því þá kem- ur hann fordóma- laus inn." Forni-Grikki í jakkafötum Bergljót Arnalds útskrifabist fyrir tveimur árum frá leiklistarskóla í Edin- borg og hefur komið ár sinni ágætlega fyrir borð en hún er á föstum samn- ingi hjá Leikfélagi Akureyrar. Auk þess lék hún í kvikmyndinni Agnesi og hef- ur fengist dálítið við ritstörf. Einleikur hennar fjallar um hefnd og hefndar- þorsta í stríðshrjáðum heimi og er byggöur á grískum fornsögum. Bergljót notaði fjölskyldusögu Aga- memnons til leikgerðarinnar en hún segir sína útgáfu mjög ólíka grísku harmleikjunum. „í fyTsta lagi er þetta einleikur og ég leik þarna tvo karaktera og aðrar persónur birtast mér. Þab er enginn kór og allt málfar er ólíkt, bæði einfalt og ljóðrænt." Persóna Bergljótar er bæði karl og kona. Hún er ekki sveipuð hvítum klæbum eins og við eigum að venjast í uppsetningu harmleikja heldur 20. aldar jakkafötum og síðum rauðum ballkjól. „Ég vildi hafa þetta tímalaust en þetta er ekkert endilega nútíminn enda er sýningin mjög myndræn og ekki beinlínis raunsæ. Verkið fjallar um hefndarþorsta og stríb. Hefnd kall- ar alltaf á meiri hefnd og hefnd er aldr- ei lausn, þó að verknaöurinn geti full- nægt gerandanum í smá tíma þá breyt- ir hún engu. Mér finnst þetta eiga ekki síst við núna þar sem sífellt eru að brjótast út stríð innan þjóða." Einleikirnir verba frumsýndir mib- vikudaginn 15. maí kl.21 í Kaffileik- húsinu. -LÓA Jafnréttisácetlun Reykjavíkurborgar 7 996-2000: Jafnréttissjónarmiö hafi vægi viö stööuráöningar Með nýsamþykktri jafnréttis- áætlun Reykjavíkurborgar 1996-2000 lýsir borgarstjórn þeim vilja sínum ab jafna stöbu karla og kvenna með sérstökum stjómvaldsaðgerð- um. Þar er m.a. kveðið á um ab þab kynib sem er í minni- hluta í viðkomandi starfs- grein skuli að öðm jöfnu ganga fyrir við ráðningar í störf þegar umsækjandi er jafnhæfur eða hæfari. Jafnréttisáætlun Reykjavíkur- borgar sem gildir til ársins 2000 var samþykkt af borgarráði í vik- unni. Áætlunin tekur til margra þátta eins og starfsmannamála, skólamála, atvinnumála og fjöl- skyldumála. Hún snýr annars vegar að stjórnkerfi Reykjavíkur og starfsmanna borgarinnar og hins vegar að þeirri starfsemi og þjónustu sem borgarstofnanir ■ úbnannaqz óiiil ciiac} veita borgarbúum. Markmið áætlunarinnar er að stuðla ab jafnri stöðu kvenna og karla í Reykjavík og jöfnum möguleikum kynjanna til að nýta sér það lagalega jafnrétti sem er til staðar. Þetta á við um menntun og atvinnulíf, fjöl- skyldulíf og félagslíf. Lögð er áhersla á fmmkvæði borgaryfir- valda til aðgerða sem hafa ofan- greind markmið. í áætluninni er kvebið á um að við skipan í nefndir, ráð og stjórnir á vegum Reykjavíkur- borgar skuli leitast við að hlut- föll kynja séu sem jöfnust. í auglýsingum um störf hjá borginni skal, samkvæmt áætl- uninnni, koma fram hvatning til þess kyns sem er í minni- hluta í viðkomandi starfsgrein eba hvatning þess efnis að kon- ur jafnt sem karlar sæki um starfið. Jafnréttissjónarmið skulu metin til jafns við önnur sjónarmið þegar ráðið er í stöð- ur hjá Reykjavíkurborg. Það kyniö sem er í minnihluta í við- komandi starfsgrein skal að öðru jöfnu ganga fyrir við ráðn- ingar í störf þegar umsækjandi er hæfur eða hæfari. Gæta skal þess að konur og 'iqu unorg iiun la .<ínq -jvjc i i karlar njóti að öllu leyti sam- bærilegra kjara og starfsað- stæðna. Við úthlutun verkefna, tilfærslur í störfum og uppsagn- ir skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Tekið er fram að það teljist þó ekki mismunun þegar tekið er sérstakt tillit til kvenna vegna þungunar, barns- burðar og umönnunar ung- barna. í áætluninni er kveðið á um að starfsfólk Reykjavíkur- borgar skuli eiga kost á sveigjan- leguiri vinnutíma, hlutastörfum eða annarri hagræðingu vinnu- tíma þar sem því verður við komið. Þannig skal starfsfólki auðveldað að samræma fjöl- skylduábyrgö starfi. Áætlunin kveður á um að á þessu ári liggi fyrir samanburð- arrannsókn á launum og störf- um kvenna og karla sem starfa hjá Reykjavíkurborg. I áætluninni er fjallað ítarlega um jafnréttisfræðslu og ráðgjöf í jafnréttismálum. Þar kemur m.a. fram að jafnréttisráðgjafi skuli veita íbúum borgarinnar liðveislu í jafnréttismálum sé eftir því leitað. Einstaklingar eða hópar sem telja sér mis- munað vegna kynferðis geta þannig leitað aðstoðar jafnrétt- isráðgjafa við að leita réttar síns. í áætluninni er því ennfremur beint til skólayfirvalda og for- stöðumanna uppeldisstofnana að vinna að því að jafna stöðu kynjanna. Jafnréttisnefnd er falið að endurskoða áætlunina að loknu tveggja ára tímabili, þ.e árið 1998. Endurskoðunin skal taka mið af könnun á árangri áætl- unarinnar sem framkvæma á sama ár. -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.