Tíminn - 11.05.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.05.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 11 maí 1996 «'•1 || á; NllNlÍÉiÍ^ . m i 11 V u r 4 Jón Kristjánsson: Stjórnmál á vordögum Þaö er gott aö koma út á morgnana þessa dagana og teyga aö sér vorloftiö, hreint og rakt. Gróöurinn þýtur upp og græni litur- inn breiöist yfir trjágróöur og grasflatir og fyrr en varir er komiö sumar. í stjórnmálum er nokkur hiti ekki síöur en úti, og þessa dagana er þrátefli á Alþingi. Nú stendur þaö um frumvarpiö um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Nokkur frumvörp bíöa afgreiöslu sem ætlunin er aö ljúka áöur en Alþingi er frestaö. Þar má nefna þetta umdeilda frumvarp ásamt frumvarpinu um vinnulöggjöfina. Einnig bíöur afgreiöslu frumvarp um fjármagns- tekjuskatt, en þaö er umdeilt stórmál. Þá bíður frumvarp um formbreytingu á Póst- og símamálastofnun í hlutafélag og fjöl- mörg önnur mál sem of langt yrði upp að telja. Það er alveg ljóst aö upphafleg starfs- áætlun um að ljúka þingstörfum 15. maí stenst ekki. Þaö er ekki einsdæmi og reynd- ar hefur það sjaldnast verið svo að Alþingi hafi lokið störfum samkvæmt áætlun um lokadag. Ég ætla ekkert aö spá um það hvenær Al- þingi lýkur. Þráteflið nú birtist í því aö stjórnarandstaðan hefur almenna þátttöku í umræöum og talar hver maður frá einni og hálfri klukkustund upp í þrjár stundir. Þetta eru þekkt vinnubrögð sem ég ætla ekki að hafa fleiri orö um aö þessu sinni. Forsetakosningar Nú fer að líða aö því aö framboðsfrestur til forsetakosninga renni út. Nýjustu fréttir af þeim vígstöðvum eru að Jón Baldvin Hannibalsson muni gefa kost á sér til starf- ans. Skoöanakannanir sýna gífurlegt fylgi Ólafs Ragnars Grímssonar, en að sama skapi litla hreyfingu hjá öðrum frambjóð- endum. Ef Jón Baldvin gefur kost á sér, sem miklar líkur eru til eftir því sem sagt er, mun hann verða aö ráðast á vegg fylgis- manna Ólafs Ragnars og afla sér fylgis frá þeim óákveðnu. Ég hef trú á því að þetta yröi mikill slagur sem varla gengur hljóða- laust fyir sig. Ef af framboöi Jóns verður eru komnir fram á sviðið tveir af þekktustu og umdeildustu stjórnmálamönnum lands- ins, báðir vanir og vígfimir í besta lagi, og leita eftir því aö veröa sameiningartákn þjóöarinnar. Ég hygg aö þessi bardagi muni veröa uppspretta frétta og varla veður hann leiðinlegur fyrir þá sem hafa gaman af því aö fylgjast með og taka þátt í slíkri stemmningu sem kosningabarátta er. Ég tel mark takandi á skoöanakönnun- um og byggi það á reynslu minni af þátt- töku í stjórnmálum og kosningabaráttu um árabil og athugunum sem við sem er- um á þessum vettvangi gerum á þeim. Samkvæmt nýjustu niðurstöðum er ljóst að þjóðin hefur alveg horfið frá því sem var svo ofarlega á baugi fyrr á tíð, að ekki megi vera stjórnmálamaður í embætti forseta ís- lands. Þátttaka Ólafs Ragnars í stjórnmál- um, jafnvel þótt hann gangi beint út úr slagn- um á Alþingi, meö svolít- illi málhvíld eftir ára- mótin, virðist ekki vera honum fjötur um fót. Eins og ég hef getið um áður á þessum vett- vangi finnst mér ólíklegt að Alþingi sitji þegar kosningabarátta í for- setakosningum er komin á lokastig. Á því eru engir tæknilegir vankantar, en hefð hefur verið fyrir því að gefa kosningum hvaða eðlis sem þær eru rúm í þjóðfélags- umræðunni. Batnandi efnahagshorfur Ef vikið er að almennum efnahagshorf- um þessa vordaga er ástæða til bjartsýni ef rétt er á haldiö. Ýmsir þættir í efnahags- og atvinnuþróuninni eru jákvæöir. Þjóðhags- stofnun spáir þvt að þjóðartekjur á árinu 1996 vaxi um 3,2% sem eru mikil umskipti frá því sem áður var. Nýjustu spár frá stofn- uninni um fjölgun starfa eru þær að ný störf á árinu 1996 geti orðið um 3000. At- vinnuleysi á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er 1,1% lægra en á sama tíma árið áður. Vext- ir hafa farið lækkandi að undanförnu. Spáð er að verðbólga verði innan við 2% á þessu ári. Afkoma fyrirtækja sem nú eru að birta ársreikninga sína hefur farið mjög batn- andi. Útlit er á því aö hægt veröi að auka fiskveiðiheimildir í þorski í haust. Samið hefur verið um síldveiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum sem gefur færi á meiri verðmætasköpun en áður var. Iðnaðar- framleiðsla hefur farið vaxandi og útflutn- ingsverðmæti iðnaðarvara hefur aukist. Það lítur út fyrir mjög gott ár í ferða- mennsku eftir því sem bókanir gefa til kynna. Að halda í horfinu Það er gífurlega mikilvægt nú að halda þessum hagstæbu skilyrbum en þau byggj- ast á því fyrst og fremst að verðbólga hald- ist í skefjum og gengi sé stöðugt. Upp- sveifla í iðnaöi og áframhaldandi fjölgun ferðamanna byggist ekki síst á þessu. Við þessar aðstæður er einnig afar mikilvægt að _______________ veltuaukningin í þjóðfé- laginu og auknar tekjur ríkissjóðs af hennar völdum nýtist til þess að ná niður halla ríkissjóðs og og lækka opinberar <1 nf.,i skuldir. Það hefur gífur- m 31CT n I leg áhrif efnahagslega og styrkir stobir velferðar- _______________ kerfisins í landinu. Ekk- ert er því eins hættulegt eins og sá halli sem hefur verið á ríkissjóði í rúman áratug. Nú er tækifærið til þess að snúa við á þessari braut. Ef það verður ekki gert nú við þær aðstæður sem hafa skapast getur liðið langur tími áður en halla ríkis- sjóðs verður náb niður og meiri hætta verð- ur á því ab vaxtagreiöslur og skuldasöfnun ríkisins komist á það stig ab gripiö verði til örþrifaráða og ekki gætt að þeirri þjónustu sem ríkið þarf að veita fólkinu í landinu. Menn Söngurinn um svikin loforö Við framsóknarmenn höfum gengið í það verk ab halda útgjöldum ríkissjóðs í skefjum, og það hefur kostað mikil átök. Það hefur einnig kostað það ab ekki hefur verið kostur á að sinna mörgum þörfum verkefnum jafnt í framkvæmdum sem í velferðarkerfinu. Það hefur þurft að hægja á útgjaldaaukningu í heilbrigðis- og trygg- ingakerfinu. Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur gert að okkur harða hríð fyrir þetta og telur þetta brjóta í bága vib þab sem við sögðum fyrir kosningar. Ótal ræður hafa verið haldnar um þetta á Alþingi í vetur. Það er rétt að við framsóknarmenn geng- um til kosninga undir stefnuskrá sem vakti athygli. Hins vegar er það einber misskiln- ingur hjá ýmsum stjórnarandstöðuþing- mönnum að þær umbætur sem boðaðar voru í stefnuskrá okkar ættu að byggjast á erlendum eða innlendum lántökum og hallarekstri ríkissjóðs. Aukning þjóðar- tekna og jafnvægi í ríkisfjármálum var grundvöllurinn að öllum okkar áformum enda voru þau markmið skýrt tekin fram í kosningastefnuskránni og í stjórnarsátt- mála ríkisstjórnarinnar. Engar raunhæfar og varanlegar umbætur geta átt sér stað hvorki í opinberum framkvæmdum né á sviði velferðarmála nema þær séu byggðar á traustum grunni stöðugleika í þjóðfélag- inu og jafnvægis í fjármálum ríkissjóðs. Margt bendir til þess að þær aðstæður séu að skapast. Ég sit því aldeilis ódeigur undir söng stjórnarandstöbunnar um svikin lof- orð, því að þar er hallað réttu máli. Forsenda kjarabóta Aukning framleiðslu og vaxandi þjóðar- tekjur verða einnig ab standa undir kjara- bótum og er rétt að hafa það í huga þegar samningar verða lausir um næstu áramót. Reynt hefur verið að blanda saman þeim frumvörpum sem nú eru í meöförum Al- þingis og möguleikum á kjarabótum. Það er alls ekki verið að taka af launafólki möguleikana til þess að semja um kaup og kjör. Hins vegar er kveðiö á um viðræbu- áætlun og almennari þátttöku launafólks í ákvörðunum um vinnustöðvanir. Þetta eru lykilatriðin í þeim breytingum sem eru til umræðu um breyttar samskiptareglur á vinnumarkabi. Launafólk í landinu hlýtur að gera tilkall til síns hluta af efnahagsbatanum. Þess vegna er afar mikilvægt ef kjarabætur eiga ab vera varanlegar að treysta grunninn, stöðugt verðlag og bætta afkomu fyrirtækj- anna í landinu sem borga fólki kaup. Þótt samningar síðustu ára hafi verið þríhliða milli vinnuveitenda, launþega og ríkis- valdsins er grundvöllurinn samningar hinna fyrrnefndu. Ríkisvaldið hefur síðan greitt fyrir samningum með ýmsum að- gerðum. Til þess að ríkissjóður sé fær um slíkt án þess að grípa til lántöku eða aukins hallareksturs ber brýna nauösyn til þess að halda vel á ríkisfjármálum. Þab er ein for- sendan fyrir bættum kjörum í landinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.