Tíminn - 11.05.1996, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.05.1996, Blaðsíða 12
12 SÍWÍÍÍII Laugardagur 11. maí 1996 Frambjóöendur viö frostmark hafa engan hug á aö draga sig til baka frá forsetakjörinu til aö spara fé og fyrirhöfn. Þvert á móti heröa menn róöurinn. jón Baldvin einn gœti höggviö í fylgi Ólafs Ragnars. Hann hugsar málin: Barist um Bessastaöi Nýja stærðin í forsetakjöri 1996 virðist eftir öllum sólar- merkjum að dæma Jón Bald- vin Hannibalsson. Klausa í Tímanum á laugardag reynd- ist hárrétt, Jón var í kosn- ingaham. Hann hefur þó ekki gefið græna ljósið, en hyggst gera þab á næstu dögum. Enn einn umdeildur stjómmála- mabur blandar sér í hina vin- sælu umræðu um forseta- frambjóbendur. Margir spá honum vænu fylgi. Virðist þá kollvarpað þeirri kenningu ab stjómmálamenn geti ekki keppt um forsetaembættib með skikkanlegum árangri. Þeir félagar frá Rauöu ljósi um árið, Jón Baldvin og Ólaf- ur Ragnar, hafa um árabil verið einhverjir óvinsælustu stjórnmálamenn landsins, samkvæmt skobanakönnun- um. í dag virðast þeir baba sig í almennum vinsældum. Ekki verður séð að aðrir en þessir tveir eigi minnstu mögu- leika í forsetakjöri. Þetta hljóta flestir að viðurkenna, en ekki frambjóðendur og fólkið í kringum þá. Skoðanakannanir sýna slag í slag stórfellda yfir- burði Ólafs Ragnars. Mannvits- brekkur í kosningaslagsmálum fullyrða að aðeins eitt geti breytt landslaginu, það er að Jón Baldvin gefi sig fram. Og það mun hann gera, segja okk- ur pottþéttar heimildir. Enginn á leib út úr kosningablúsnum Spurning hlýtur að vakna: Hætta ekki einhverjir frambjóð- endanna við og spara sér þann- ig tíma og fyrirhöfn, að ekki sé talað um margar milljónir og jafnvel tugi milljóna króna, þegar vonarneistinn er nánast kulnaður? Svarið er: Enginn frambjóðenda er að hætta við. Þetta könnuðum við í gær. Kosningablúsinn heldur því áfram, menn herða róðurinn, peningar munu skipta um hendur, úr sjóðum frambjóð- enda til auglýsingafólks, fjöl- miðla og ýmissa fleiri sem hag hafa af áframhaldandi, en von- lítilli vinnu. Við tókum púls á kosninga- stjórum frambjóðendanna fimm, sem nú hafa gefið sig upp. Ólafía h]á Ólafi Ragnari: Ræbir ekki Jón Baldvin í miðborg Reykjavíkur er kosningamiðstöð Ólafs Ragnars Grímssonar, sem 7 af hverjum 10 íslendingum segjast ætla að kjósa fyrir forseta í dag. Þar er enginn formlegur kosninga- stjóri, en vitað er að Einar Karl ■ araldsson, framkvæindastjóri ’ iþýðubandalagsins, er talsvert umsvifamikill á kontórnum þeim. En þar er Ólafía B. Rafns- dóttir skrifstofustjóri. Ólafía var spurð hver við- brögð væru við væntanlegu framboði Jóns Baldvins til for- seta. Hún sagðist ekki vilja ræða það mál. „Hér ríkir eðlileg gleði eftir skoðanakannanir," sagði Ólaf- Bessastabir: margir kallabir. FRÉTTASKÝRING JÓN BIRGIR PÉTURSSON ía. Hún sagði að sjálfboðaliðar skiptu hundruðum og fjöldi manns hringdi daglega til ab bjóða vinnu sína. Verið væri að taka á móti gestum, hringja út, svara fyrirspurnum og sinna ýmsum skrifstofustörfum. Uppákoma verður í miðstöð- inni á Hverfisgötu kl. 3 á morg- un og verða þau Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín þá á staðn- um. Betra ab fá lágu töl- urnar núna „Fólkinu í landinu gengur hægt að átta sig á hver er fram- bærilegasti frambjóðandinn," sagði Sæmundur Norðfjörð, kosningastjóri Guðrúnar Agn- arsdóttur, í gær. „Það er betra að fá svona lágar tölur núna heldur en rétt fyrir forsetakjör- ið. Þetta mun breytast," sagði Sæmundur. Hann sagði að 38% fólks væru óákveðin. Kynning á Guðrúnu Agnarsdóttur ætti eft- ir að færa henni mjög góða niðurstöðu. En mun Guðrún kannski hætta við? „Þú getur gleymt því." Fjölmargir styðja framboð Guðrúnar dyggilega, fólk sem vinnur langar stundir á kosn- ingaskrifstofunni ab Ingólfs- stræti 5 við söfnun meðmæl- enda og ýmsan undirbúning. Guðrún Agnarsdóttir hefur til þessa lítið kynnt sig. Nafn hennar er orðið þekkt, en fáir virðast vita margt um ævi hennar og störf. Þó er lífsferill hennar afar áhugaverður allt frá unga aldri, þegar hún var ekki einasta afburba nemandi í Versló og dansaði can-can á Nemendamótum, þar til síðar ab hún varð læknir, vísinda- maður og alþingismaður. Bebib eftir straum- hvörfum „Við erum rétt að hefja mikla útrás og kosningabaráttu og höfum fundað með stuðnings- mönnum, fyrst á ísafirði og er- um nýkomnir frá Austfjörðum. Við höfum hitt góða hópa Frá kosningaskrifstofu Ólafs Ragnars Grímssonar. stuðningsmanna á þessum stöðum. Næst er Húsavík og síðan Akureyri — óopinberar heimsóknir, ef svo má segja," sagöi Gísli Blöndal, annar kosn- ingastjóra Péturs Kr. Hafsteins. Á sunnudagsmorguninn verður opnuð kosningaskrifstofa í Borgartúni þar sem boðið er upp á morgunkaffi frá kl. 9. Eft- ir hádegi þann dag fer fram- bjóðandinn í ferð um Suður- land. „Þetta er þétt dagskrá alla daga til kosningadags," sagði Gísli. Aðspurður hvort ekki læddist sú hugsun að fylgismönnum frambjóbandans hvort rétt væri ab hætta leik í tíma, þegar svo lágar tölur kæmu út úr skoð- anakönnunum, sagði Gísli: „Nei, það er engan bilbug á okkur að finna. Við erum sann- færð um að það eiga eftir að verða straumhvörf í þessari kosningabaráttu. Menn eiga eftir að sjá miklu hærri tölur hjá Pétri í komandi skoðana- könnunum," sagði Gísli. Gísli sagði að starfið væri ekki margra daga gamalt hjá Pétri, kynning og starf væru að fara af stað og framundan væri mikil barátta. „Þessu vísum við alfarið á bug," sagði Gísli Blöndal um þá þjóðsögu sem gekk á dögunum, að Wathne-systur í New York styddu Pétur frænda sinn af mikilli rausn. Gubrún mebal ís- i owium i i iui ii iiouijjoi i uw tiwi/ iiwji iu / icyi u, ui y i /uu ju uuui. lendinga í Noregi og í norsku sjón- varpi „Það skiptir miklu að halda næsta sæti við Ólaf Ragnar. Við höldum því sæti. Það er greini- legt að stór hópur á eftir að gera upp hug sinn," sagði Þór- unn Sigurðardóttir, leikstjóri og leikskáld, í samtali við Tímann. Guðrún Pétursdóttir var ekki aðeins fyrst til að tilkynna framboö sitt. Hún var líka fyrst í landsreisu, og í gær varð hún fyrst með kosningablað, fjög- urra síðna kálf sem var inn- pakkaður í Morgunblaðið. Gubrún Pétursdóttir verbur á fundi með íslendingum í Ó^ló á morgun, sunnudag. Norska sjónvarpið hefur beðið um að fá Guðrúnu í beina útsendingu á mánudaginn, þar verður hún í þætti um ísland þar sem Vig- dís Finnbogadóttir kemur með- al annars fram. í næstu viku liggur leibin til ísafjarbar þar sem almennur fundur verður á miðvikudagskvöldið. „Hér er öflugur hópur sjálf- boðaliða að ýmsum störfum, en fjórir starfsmenn að staðaldri allan daginn," sagði Þórunn. Margir tala um að framundan sé flóðbylgja hæfilega væminna auglýsinga í sjónvarpi. Þórunn sagbist ekki geta neitaö því að sjónvarpsauglýsingar kunni að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.