Tíminn - 01.06.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.06.1996, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 1. júní 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn oq auqlýsinqar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Friður ekki úti í ísrael Þrátt fyrir niöurstöðu kosninganna í ísrael er friðarferl- inu í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs ekki lokið. Sigur Netanyahus í forsætisráðherrakosningunum er svo naumur að pólitísk vígstaða hans er hvergi nærri eins sterk og hún hefði getað verið eða hann hefði vilj- að að hún væri. Hann getur í raun ekki vísað til þess að hann hafi óskoraðan stuðning ísraelsmanna á bak við sig þegar fyrir liggur að landsmenn skiptast upp í tvær nánast nákvæmlega jafn stórar fylkingar. Þá ber þess að gæta að styrkleikahlutföllin milli stóru stjórnmálaflokkanna ganga þvert á niðurstöðuna sem varð í forsætisráðherrakosningunum. Verkamanna- flokkurinn er áfram stærri en Likud-bandalagið þó svo að báðir þessir stóru flokkar hafi tapað talsverðu fylgi. Það er því ekki óeðlilegt að túlka niðurstöðuna frekar sem persónulegt tap fyrir Peres sem stendur uppi sem fallinn foringi með stærsta flokkinn, frekar en sigur Net- anyahus sem stendur uppi sem sigursæll foringi í flokki sem ekki heldur sínu og er í öðru sæti á eftir Verka- mannaflokknum. Að því leyti má túlka niðurstöðuna þannig að kosið hafi verið um persónu foringja annars vegar og stefnu hins vegar og að friðarstefnunni og frið- arsamningunum hafi því ekki verið hafnað í jafn ríkum mæli og virst gæti í fyrstu. Allt dregur þetta úr líkum þess að kosninganiðurstað- an verði til þess að drepa það merkilega friðarferli sem sett var í gang með Óslóarsamningunum, jafnvel þó svo að þaö væri áhugamál hins nýja forsætisráðherra. Auk þess sem hér er talið mun það koma friðarferlinu til hljálpar að ísrael er gríðarlega háð utanaðkomandi öflum til að tryggja tilvist sína og afkomu. Viðhorf og þrýstingur hins alþjóðlega samfélags getur því skipt sköpum varðandi framhaldið. Nú þegar hefur þessi þrýstingur komið fram í orðum ráðamanna ríkja víða um heim sem fallið hafa í tilefni niðurstöðunnar. Hinu er þó ekki að neita að efasemdir hafa skoðið rót- um um það hyersu greiðfær og hraður framgangur frið- arins verður nú. Flestir virðast sammála um að tor- tryggni og stefnubreyting sem nýir stjórnarherrar í ísra- el muni koma með inn í landsstjórnina eigi eftir að hafa neikvæð áhrif á framgang friðarins á svæðinu. Þetta á ekki síst við ef Likudbandalagið þarf að leita eftir stuðn- ingi við heittrúarflokkana á þinginu til samsteypu- stjórnarmyndunar eins og útlit er fyrir nú um stundir. í heildina tekiö er enginn óskoraður sigurvegari í þess- um kosningum í ísrael. Hálfsigurvegararnir eru hins vegar nokkrir og auk Netanyahus sjálfs og svo nokkurra smáflokka, er Hamas hreyfingin tvímælalaust í þeim hópi. Yfirlýst markmið Hamas með sprengitilræðum sínum var að spilla fyrir friðarferlinu. Hamas hafði að vísu ekki sigur í þeim efnum nema að litlu leyti, en of mikinn sigur þó. Það sem nú liggur fyrir hjá íslenskum stjórnvöldum er að beita sér fyrir því eftir því sem hægt er að alþjóðleg- um þrýstingi sé haldið uppi um áframhaldandi friðar- stefnu og að framhald verði á friðarferlinu. ______WWMMM Lóa Aldísardóttir: Forystusauðir í skólakerfinu í vikunni var haldin ráðsett stefna um stefnumótun stjórn- valda í íslenskri ferða- þjónustu á Hótel fyrr- um Loftleiðum og stóð samgönguráðuneytið fyrir samkomunni. Ekki hafði ég setið lengi á fundinum, sem mér hafði veriö úthlut- aður þá um morguninn, þegar mér tók aö finn- ast tær mínar og fingur greinast í klaufir, hrygg- urinn að síga niður á við og ullin að brjóta sér leið út úr hársekkjun- um. Heilinn tók að leka út, nó offens þér íslenska kindafjöld, og hinn sjálfstæði vilji sem ég taldi mönnum borinn varð að engu. Því eðlilega snerust umræður um stefnumótun í ferðaþjónustu ekki um skaðræðisævintýralöng- un ferðamanna, hugdettur, skyndiákvarðanir né annað sem talið er hverjum borgarsauð til vansa, heldur um vanþekkingu íslendinga á því hvaða markhópa innan sauðahjarðarinnar á okkar helstu mörkuðum eigi að beina spjótum sínum að. Hjarbmarkabsfræbin j En það var raunar ekki hjarð- r markaðsfræðin sem hljómaði timans hvað verst í eyrum enda menn ✓ orðnir vanir því að teljast sauðir í 1*3 S neytendalíki sem sýknt og heil- agt er stillt upp fyrir framan boð- stólana, yfirfúllar af einstöku “” fæði og klæðum, því ekki hvarflar að heilvita kaupahéðni að reyna að selja mönnum nokkurn skapaðan hlut. Að ekki sé minnst á blessaða bankamennina sem hafa nú tekið upp á því að hvetja kæru Jónas og Fjólu Dögg til að skella sér nú út í garð og láta þar gott af sér leiða, t.d. með því að byggja stálprófílsgróðurhús ef vera skyldi að einhver afkomandinn yrði hugsjónagarö- yrkjumaður. A.m.k. verður það að kosta nógu mikla peninga svo bankinn fái það einstaka tæki- færi til að sýna góðmennsku sína í verki og bjóða þeim kæru Jónasi og Fjólu Dögg hagstæð lán á einstökum kjörum. Sögnin að selja datt nefnilega úr tísku um það leyti sem hagfræðin tók sæti guðs almáttugs, sem reyndar hefur lengi verið laust allar götur síðan æviráðningin féll úr gildi fyrir rösklega öld, þó að einhverjar kennisetningar hafi gert máttlausar tilraunir til að ná sér þar í þægilegt sæti en orðið að hrökklast niður eftir skammgóðan vermi. Nei, ónotalegast varð mér við þegar hirðir nokkur frá Flugleiðum viðraði þá hugmynd að taka upp vetrarorlof í íslenska skólakerfinu. Það lengdist á fattaranum, og eitt augnablik furðaði ég mig á samhug mannsins með skólaleiðum unglingum landsins. Samhugur í verki .En auðvitað var maðurinn að hugsa nýtingu farþegasæta, skíðahótela, skíðalyftusæta, hnakka, skeiðvalla, leiðsögumanna og svo framvegis og framvegis. Meö öðrum orðum alla þá gífurlegu fjármuni sem settir hafa verið í menntun, svæð'is- uppbyggingu og húsakost ferðaþjónustunnar. Þegar flett var upp í skýrslu ráðuneytisins um ferðastefnuna kom í ljós að meðal þeirra ógnana sem steðja að rekstrarumhverfi ferðaþjónustunn- ar væri lenging skólaársins - sem leitt gæti til hruns í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Skólaleibinn Svo mörg voru þau orð. Vissulega gæti frísklegt skíðafrí í febrúar lyft upp geði skólanemenda sem margir virðast fá krónískan skólaleiða upp úr 12 ára aldri. En óvíst er að slíkar skammtímagleði- skuldir myndu skila sér í bættum áhuga á nám- inu. Það er hreint ekkert grín að stór hluti nemenda á gelgjuskeiði skuli svo illa haldinn skólaleiða, eða lífsgleði, að öll sú viska sem rennur út úr kennurum streymi beina leið inn í eitt eyra og út um hitt, ef þau á annað borð eru opin. Það er heldur ekkert spaug að stór hluti nemenda skuli vera undir meðalkunn- áttu í kjarnafögum á samræmdum prófum eftir tíu ára skólagöngu og leikur enginn vafi á því að þarna er um að kenna skorti á skíðafrí- um og vannýttum skíða- lyftum á skólatíma. Snögga blettinn Þessi hugmynd vinnuhóps ráðuneytisins kem- ur upp á hárnákvæmum tímapunkti nú þegar sveitarfélögin ætla endanlega að taka yfir rekstur grunnskólans og fylgifiskum hans seinnipart sumars. Því augljóst er að sveitarfélög eiga hags- muna að gæta í rekstri ferðaþjónustu í héraði, t.d. skíðasvæða og því gæti þrýstingur toppanna í ferðaþjónustunni hitt á snöggan blett sveitar- ™ stjórnarmanna. Málum er nefnilega háttað á þann óhagkvæma máta að upp- bygging skólahúsnæðis og launa- kostnaður kennara gefur ekki af sér beinar tekjur. Ekki er hægt að reikna út arð af daglegri vinnu kennara og því þykir ferðamóg- úlum auðvitað ekkert tiltökumál að stöðva starfsemi skólanna í svona vikutíma að vetri svo bjóða megi foreldrum upp á aö punga út ein- hverjum fimmþúsundköllum til að gráfölir krakkarnir komist út í dagsbirtuna. Með vikustoppi yrðu krakkarnir ánægðir, stöð- ugt hljómandi argaþrasið myndi fjara út úr eyr- um kennara, ferðaþjónustan græddi og allir yrðu hamingjusamir. Það ber nefnilega enginn 'fjár- hagslegt tjón af því að loka skólastofum í viku. Feröaþjónustan tekur yfir gelgjuskeiö Fyrst að ferðaþjónustan telur sig geta krafist þess af stjórnvöldum að þau „tryggi þeim öruggt rekstrarumhverfi", sem aðeins verði gert með því að breyta gildandi lögum um stéttarfélög og vinnudeilur því ekki nær það nokkurri átt að nokkur stéttarfélög geti hindrað peningaflæðið inn í landið yfir sumartímann með verkfalls- vopninu. Fyrst þeir geta kinnroðalaust, og þ.a.l. grímulaust, farið fram á að stjórnvöld komi í veg fyrir að verkalýðsfélög geti stofnað til verkfalla, þá ættu menn að hugleiða hvort slík kjarkmenni séu ekki betur í stakk búin til að skipuleggja vort skólakerfi heldur en þeir sem í skólunum stárfa. Ef mannúðleg samhjálp valds og fjármuna svifi yfir vötnum þegar reynt er að lappa upp á skóla- kerfið þá er nokkuð öruggt að hún myndi skila meiru í ríkiskassann heldur en ef hinar arðfjand- samlegu kennarablækur fengju að vaða uppi með offorsi og frékju. Skólakerfið er hreint ekki fullkomið og grafal- varlegt mál að ekki skuli meiru troðið í börnin meðan áhugi þeirra stendur til náms. Þegar áhugasviðin fara að takmarkast við stráka og kennderí, nú eða stelpur og kennderí eftir því sem við á, og upp sprettur þjóðflokkurinn Gelgja þá væri affarasælast að Ferðaþjónusta íslands tæki við honum og víst er að æði mörgum skóla- manninum yrði þá stórlétt. Að vísu yrði sá mein- bugur á að stjórnvöld væru óbeint að mismuna landsmönnum eftir aldri því líklega mun hlutur ríkisins í kostnaði við kynningarstarfsemi ferða- þjónustunnar fara vaxandi en um leið má benda á að þar sem ríkissjóður fær til baka um 27-30% af eyðslu ferðamanna í landinu þá verði ólánsamir foreldrar gelgjunnar í raun búnir aö borga brús- ann. Með því má réttlæta það að 8.-10. bekkur grunnskólans færðist frá sveitarfélögunum til samgönguráöuneytisins og Flugleiða. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.