Tíminn - 01.06.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.06.1996, Blaðsíða 11
Laugardagur 1. júní 1996 11 Fjörvit er nafn á sýningu sem opnar í Nýlistasafninu í dag. Þar veröa verk fjögurra listamanna, þeirra Dan Wolgers, Carsten Höller, Christine Hohenbiichler og Irene Ho- henbuchler. í sýningarskrá sem fylgir sýningunni eru viötöl viö listamennina, sem birt eru í hinum ýmsu tímaritum og dagblööum þannig aö dagblööin og tímaritin eru í heilu lagi hluti afskránni. Siguröur Cuömundsson myndlistar- maöur hefur tekiö viötölin. Hér á eftir birtist viötal Siguröar viö austurrísku listakonuna Irene Hohenbuchler. Hún og systir hennar Christine vinna sýningar saman og eru verk þeirra þess eölis, aö erfitt er aö skilgreina hvar sköpun þeirra sleppir og sköpun annarra aöila tekur viö. Irene er menntuö í listaskólum í Vínarborg og í Maastricht í Hollandi. Systurnar Irene og Christine Hohenbuchler í sýningarsalnum á Nýlistasafninu. „Tilgangur minn ... í lífinu? Ég hef erfðafræbilegan til- gang sem leibir mig ómeb- vitab í átt til... (örlaga, ógæfu, uppfyllingar...?) Ég get valib lífi mínu tilgang út frá þessum forsendum og þeirri reynslu sem ég öblast gegnum árin... Kannski get ég abeins rætt tilgang lífs míns þegar yfir lýkur. Hugs- anlega veit ég þá til hvers ég fæddist." Irene Hohenbtichler SG: Komdu sæl Irene og vel- komin til landsins, hvernig gengur þetta hjá þér? IH: Þetta gengur ágætlega, vib tókum bílaleigubíl og við emm búin að fara á Snæfells- nes og skoba landið og fengum mjög gott veður. SG: Hvað ætlarðu að vera með á sýningunni? IH: Það er verk sem er í mót- un. Eins og þú veist þá vinn ég alltaf með systur minni og um leið og hún kemur þá komum við til með að stilla okkur sam- an um það sem við gerum. Verk okkar taka alltaf mið af einhverju öðru, eins og t.d. rýminu sem við erum að vinna í. Stundum örvar rýmið okkur. SG: Meinarðu að rýmið örvi þig vegna arkitektúrsins í safn- inu eða hefur saga þess áhrif eða staðsetningin, landið eða þjóðin? IH: Jaaá, áður en ég kom hingað hafði ég hugsað mér að gera eitthvað í samræmi við ís- lenskt landslag, en þegar ég var komin inn í landslagið fannst mér það svo yfirþyrm- andi að ég ákvað að láta lands- lagið vera landslag og listina list. En list mín tekur gjarnan mið af árstíðum, sérstaklega hvað viðvíkur litum, náttúran á stóran þátt í mér, enda bý ég í hálfgerðri sveit fyrir utan Vínarborg. SG: Samkvæmt þessu má líta á þig sem einhverskonar im- pressionista. Þú talar um landslag, veðurfar og fólk sem aðal stímulans í verkum þín- um. IH: Já, ég er áreiðanlega ein- hverskonar impressionisti. SG: Þú ert að teikna á vegg- ina hér í safninu, geturðu sagt eitthvað um það? IH: Ég er leika mér með parta af stöfum í stafrófinu, kannski einskonar rannsókn — þið emð ekki með bókstaf- inn c eða q og w? SG: íslenskan notar hvorki w, c né q. IH: En þið eruð með þetta skrítna p (Þ). Ég er að skoða hlutföllin í stafanotkuninni í tungumálinu, íslenskan notar mikið af ennum og a-um. Ég er með svona dálka á veggnum og set inn í þá útklippta stafi, og svo er ég með 200 tréstafi sem em einskonar leikföng, þú getur búið til þitt eigið orð á gólfinu. Allir geta búið til orð eða skrifað sögu og svo breytist orðið eða sagan þegar einhver annar kemur, en það em engir íslenskir stafir í tréstafasafni mínu, svo sýningargestir verða að nota t.d. p í stað skrítna pés- ins og d í stað eðsins. Utlit texta er mjög mismunandi eft- ir tungumálum, t.d. er íslensk- ur texti rúnnaður og ekki ólík- ur þýfðu landslagi, en þýskan er oddhvöss og köntuð og kannski hættuleg fyrir börn. SG: Þið systurnar emð þekkt- ar fyrir það í listheiminum að blanda öðmm utanaðkom- andi, sem em ekki listamenn, inn í sköpun verkanna sem þið gerið. Þeir em hluthafar í sköp- uninni. IH: Okkar hlutur í verkunum er helmingurinn. Við vomm í Dublin í heilan mánuð að gera verk með mongólítum. Við vomm með röð af vefstólum meðfram veggjunum í safninu og mongólítafólkið vann síðan á vefstólana og við stjórnuð- um, en þau lögðu til sína eigin sköpunargleði í verkin. Sýn- ingarstjórinn sagði að við vær- um eins og hljómsveitarstjórar og þau hljóðfæraleikarar. Þau vom að vinna á meðan sýn- ingin var opin, þau blönduðu geði við gestina og vom stolt af því sem þau vom að gera. Við kynntumst þeim öllum mjög vel, þeim fannst svo gaman, vom svo jákvæð. Mér finnst líka gaman að fylgjast með þeim vinna. Það skiptir mig máli að vinna með fólki og kynnast því, það er örvandi. Það er auðveldara að vinna með þroskaheftum en öðmm, einu sinni settum við upp verk í samvinnu við fanga í Hol- landi og þeir vom fyrst mjög tortryggnir, tóku okkur ekki al- varlega, dmkku bara kaffi. Síð- an fóm þeir að gera myndir, mest eyjar og hesta til að byrja með, svo meira og meira frjálst. Þeim fannst ekki óþægi- legt að verða svona opinberir, virtust jafnvel sækjast eftir því. En margir gagnrýnendur hafa misskilið þetta, telja jafnvel að við séum að misnota þroska- heft fólk, sem er algjör mis- skilningur. Eitt foreldri benti á það að almenningur gæti upp- lifað að hann væri að skoða fólkið, því venjulega er þetta fólk falið fyrir umhverfinu, en þab er upplifun gestsins, ekki þess þroskahefta. SG: Er eitthvab annað, finnst þér, á bak vib þetta hjá ykkur? Þurfið þið þessa sam- vinnu í ykkar listsköpun, er hún kjarninn í ykkar verkum? IH: Já, verkin eru oft félags- legs eðlis. Við höfum heillast af þessari aðferð, einfaldleika hennar, einhverskonar frelsi. Svo finnst mér gaman að fylgj- ast með því hvernig þetta fólk vinnur, oft kerfisbundib, mikl- ar endurtekningar en með ýmsum tilbrigðum. Við gemm líka verk án íhlut- unar annarra, en verk okkar systranna er alltaf sama verkið; eitt verk semsagt. Listheimurinn er orðinn svo afmarkabur, þar er ekki pláss fyrir minnihlutahópa eins og fatlaða, ég man ekki eftir nein- um frægum listamanni sem er feitur, að minnsta kosti ekki konu, eba rangeygður! Á sama tíma eru andlegir sjúkdómar frekar viðurkenndir í listinni, geðklofi til dæmis er allt að því vinsæll. SG: Þetta er stórskrýtið. IH: Með verkum okkar vilj- um við systurnar vera brú fyrir utanlistaheimsfólk og ekki bara hengja upp verk þessa fólks heldur blandast þeim og vinna þau með þeim. Að undanförnu hef ég verið ab mála og gera það sem kalla má mín eigin verk, þótt hug- takið „eigin verk" sé rangnefni í mínu tilfelli. En þegar við gerum verk með öðrum er okkar framlag viðbrögð við því sem hinir gera. Við virkjum hina, stund- um er það erfitt. SG: Hefurðu verið að sýna mikið að undanförnu? IH: Við vorum að opna sýn- ingu í Louisiana í Danmörku og aðra í Kunstverein í Ham- borg, sem opnaði 23. maí. SG: Hvað eruð þið að sýna þar? IH: Christina er að sýna teikningar, ég er með tréstaf- ina. SG: Hvað er svo framundan hjá ykkur? IH: Alltaf einhver bob, mikið að gera. SG: Ertu ánægð með þessa miklu velgengni? IH: Ég er mjög hissa hvað hefur gengið vel, átti ekki von á því. Mikil ferðalög og þreyt- andi, en um leið mjög örvandi. SG: Áður bjugguö þið sam- an, systurnar? IH: Já, en núna hittumst við oft, þó ekki of oft, gott að hafa smá fjarlægð, svo við fömm ekki að stjórna hvor annarri! Christine er einni setningu eldri — „ahh, þarna kemur annað" sagði Ijósmóðirin, og svo kom ég, í október 1964. Móbir okkar hafði ekki hug- mynd um að hún gengi með tvíbura. SG: Hefur þú eitthvaö getað kynnt þér íslenska myndlist? IH: Nei, en ég sá mynd í sjónvarpinu í Austurríki um Roman Singer sem tekin var á íslandi? Hann notar mikið sprengingar og tók myndir af hvemm að gjósa, en þetta kemur að sjálfsögðu íslenskri myndlist ekkert við. SG: Nú emb þið systurnar 31 árs og menn eins og ég líta ekki á ykkur sem gamalmenni, en listheimurinn skiptir ört um kynslóðir. Getur þú talað um eitthvað sem frá þínum bæjar- dymm er kallað yngri kynslóð- in — semsagt þú sem eldri kynslób? IH: Já, það er til miklu yngri kynslóð í myndlistinni en við systurnar. Þetta em ungir lista- menn sem nota tæknina, tölvur og þab allt — dálítið innihalds- laus æskudýrkun, sem fer stundum í taugarnar á mér. En sumt er jákvætt, krafturinn ... L i h á t í &. í R e v k i a v í k

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.