Tíminn - 01.06.1996, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.06.1996, Blaðsíða 13
Laugardagur 1. júní 1996 Tímamynd BC tiltölulega þétt saman er nálægðin. Þá heilsast fólk til að minnka spennu og ópersónulegheit. Að vísu er það þannig að þeir sem hafa lítið sjálfstraust gera þetta ekki, þeir einangra sig, en þeir taka hins vegar yfirleitt undir kveðjuna." Sœmundur: Heföin dregur úr spennu „Það gerist alltaf í mannlegum . samskiptum að þegar þú hittir ókunnuga manneskju eða talar við hana í síma verður í líkamanum ákveðin og jafnvel talsverð spennuaukning. Ef þú værir t.d. með símatíma og þyrftir að tala við fjölda ókunnugs fólks og einbeita þér að því, værirðu komin með hálsríg eftir klukkutíma og farin að halda fast um símtólið. Nákvæmlega það sama gerist ef þú gengur eftir gangstíg og sérð ókunnuga manneskju í fjarska. Þá ferðu að velta því fyrir þér hvort þú þekkir hana, hvort þú eigir að heilsa henni, hvort það sé dónalegt . að heilsa ekki o.s.frv. Þetta myndar spennu sem vex allan tímann sem þið nálgist og nær hámarki um það leyti sem þú gengur framhjá henni. Þetta á einkum við um þá sem eru feimnir eða óöruggir með sig. Þeir þola mjög illa þá spennu sem fylgir því t.d. að tala við ókunnugt fólk og túlka hana gjam- an sem kvíða eða óþægindi. Þegar fólk mætist á göngustígnum þá getur það gerst að það heilsast og við það verður spennufall sem er auðvelt að mæla með tækjum. Eða að fólk heilsast ekki en þegar það fjarlægist aftur hvort annað verður smám saman spennufall. Sú hefð að fólk heilsast á svona stígum heh ur að einhverju leyti tekið af þessa spennu, hún verndar mann því maður veit að manni er óhætt að heilsa." -GBK Vaka-Helgafell: Kaupir bóka- klúbba AB Tvö verk á lokadegi Höfundasmibju: Dæmigeröur tukthúsmatur í dag, 1. júní, veröur loka- dagur Höfundasmiðju LR á þessu vori en hún var opn- uö í janúar. Aö lokadegin- um liðnum hafa alls veriö kynnt 13 verk og hefur þess- ari starfsemi verib mjög vel tekiö af áhorfendum, upp- selt á allar kynningar og stundum hefur fólk þurft frá ab hverfa. Á laugardaginn kl. 14 verð- ur sýnt barnaleikrit með söngvum, Ævintýrið, eftir Guðlaugu Erlu Gunnarsdótt- ur. Leikritið fjallar um mann sem er orðinn leibur á skrif- stofuvinnunni sinni og leggur af stað í leit að ævintýrum. Hann hittir ýmsar persónur og saman búa þau til sitt eigið ævintýri. Hinn dæmigerði tukthús- matur, uppbyggilegt sjónar- spil í einum þætþ, eftir Anton Helga Jónsson verður svo sýnt kl. 16. Leikurinn gerist á opin- berri stofnun og segir frá sam- viskusamri forstöðukonu sem er að setja afleysingamann inn í starfið svo hún komist í sumarfrí en óvæntar uppá- komur breyta öllum áætlun- um. Auk þessara verka munu all- ir höfundar sem tekið hafa þátt í starfinu í vetur kynna sig og verk sín í anddyri. Vaka-Helgafell hefur keypt alla bókaklúbba Almenna bókafé- lagsins af þrotabúi félagsins. Þar eru Bókaklúbbur AB, Tónlistar- klúbbur AB, Matreiðsluklúbbur AB og Söguklúbburinn. Hyggjast forráðamenn Vöku-Helgafells halda áfram rekstri klúbbanna, a.m.k. Bókaklúbbi AB sem er elsti bókaklúbbur landsins og hefur starfað í 22 ár. Auk þess festi Vaka-Helgafell kaup á firmanafni Almenna bóka- félagsins en engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um útgáfu bóka á nafni þess forlags. ■ Jara og Einar duttu í lukkupottinn! Jara og Einar keyptu sér 26" sjónvarp þann 2ó. maí á 26.000 kr. Sjónvarpið er þýskt, af gerðinni Profi, og 4-5 ára gamalt. Þau vantar enn þá allt milli himins og jarðar, s.s. sófaborð, borðstofuborð og stóla, hornskáp með gleri, fataskáp, náttborð, tölvuborð, vesk-, baðskáp, standlampa, sjónvarp, örbylgjuofn, blóm o.fl. DV œtlar að gefa þeim 300.000 kr. í brúðargjöf til að byggja upp framtíðarheimili sitt með hlutum sem þau finna í gegnum smáauglýsingar DV. Þau eiga 260.500 kr. eftir. Hvað kaupa þau nœst? Nú er tími til að selja! Smáauglýsingar 550 5000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.