Tíminn - 01.06.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.06.1996, Blaðsíða 7
Laugardagur 1. júní 1996 7 Verblaunaritgerbir í samkeppni Skólaskrifstofu Reykjavíkur og lögreglunnar Þorbjörg Kristinsdóttir; 72 ára í Fossvogsskóla, 7. verölaun: í umferöinni Nú á tímum eiga naestum allir bíla, þannig að slys geta orbib alls staðar og er því alltaf skyn- samlegt að fara varlega. Okkur finnst hjólið svo sjálf- sagður hlutur, að við eigum erfitt með að hugsa okkur að það hafi ekki alltaf verið til. Ef hjólið hefbi ekki veriö fundið upp, þyrftum við ekki ab læra umferðarreglur, því umferðin væri þá ekki til í þeirri mynd sem við þekkjum hana núna. Fyrsta ökutæki sem ég sat í var barnavagn og var ég þá orðin þátttakandi í umferð- inni. Ég bar ekki ábyrgð á far- artækinu, það gerðu þeir sem óku mér. Þótt barnavagn sé ekki flókið farartæki, þá gilda um þab sömu umferðarreglur og gangandi vegfarendur. Því má alltaf fara varlega. En svo kemur að því að mab- ur er orðinn „einkabílstjóri" og lærir að ganga og jafnvel að hjóla á þríhjóli, en fyrstu árin var þátttaka okkar í umferð- inni á annarra ábyrgð. Samt sem áður lærirðu smám saman einfaldar reglur til að fara eftir, t.d. að fara yfir á grænu ljósi þar sem gangbraut er og leika sér ekki nálægt götunni. Það má ekki hlaupa út á götuna og ekki hjóla á götunni þar sem bílarnir eru. Og ekki má hjóla á fólk. Fullorðiö fólk verður að reyna að koma börnum í skilning um að umferðin getur verið hættuleg. Hætturnar verða meiri eftir því sem farar- tæki verða hraðskreiðari. En ekki verða bara börnin að passa sig á umferðinni, full- orðið fólk verður að sýna gott fordæmi og kurteisi. Alltaf á að vera í belti, ef svo skyldi fara að maður lenti í slysi. Beltin hafa sýnt það að þau geta bjargað mannslífi. Allir eru líka miklu öruggari þegar þeir eru með belti. Slys geta orbið ef fólk er upptekið vib annað en að fylgjast með umferðinni. T.d. er mjög hættulegt þegar fólk er að tala í farsíma án þess ab stoppa bílinn, borða ís eða nammi og líka þegar fólk fer að kveikja sér. í sígarettu. Það er stundum vandamál þegar tvær bifreiðar koma samtímis að gatnamótum, því þá verður önnur að stansa og hleypa hinni framhjá. Vand- inn er ab vita hvor hefur for- gang. Ekki er hægt að ákveba það meb samkomulagi í hvert skipti. Þetta veldur stundum slysi. Gangandi vegfarandi á alltaf að ganga á gangbraut þar sem það er hægt. Við eigum ekki að ganga við gangstéttarbrúnina heldur sem lengst frá henni. Ef enga gangstétt er ab finna, göngum við vinstra megin á akbrautinni, á móti umferð, yst á vegarbrúninni, því að þá sér gangandi vegfarandi öku- tækið á móti sér. Ef engin gangbraut er nærri þar sem við ætlum yfir, ættum vib ab velja okkur öruggari stað til að fara yfir. Maður á aldrei ab hangsa þegar farib er yfir götu og alltaf að fara stystu leiðina. Við verbum að sjá til þess að ökumaður sjái okkur, svo við lendum ekki í slysi. í myrkri er nauðsynlegt að hafa einhvers konar endur- skinsmerki. Sumir segja að þau séu aðeins fyrir smábörn, en endurskinsmerki eru fyrir alla. Við getum aldrei gengið að því vísu hvernig veðrið er á vet- urna. Endurskinsmerki hafa bjargað mannslífum. í snjókomu versnar ástandið í umferbinni um allan helm- ing. Snjórinn sest á bílrúðurn- ar, svo að þurrkurnar hafa varla undan, glerhált verður bæði á akbrautum og gang- stéttum. Sumir gera sér að leik ab henda snjóboltum í bíla á ferð. Það getur verið mjög hættulegt. í umferðinni er eitt sem maður verður að læra og það eru umferðarmerkin. Lærum umferðarreglurnar til að vib getum varist hættum í umferðinni og til þess að við veröum ekki öðrum hættuleg í umferðinni. Lífið er meira virði en ein eba tvær mínútur. Því skulum við alltaf stoppa á rauðu ljósi. Sérhver ökumaður eða reið- maður verður að sýna varkárni og tillitssemi. ■ Þorkell Gubjónsson, 72 ára bekk í Fossvogsskóla, 2. verölaun: Hvernig má fækka umferðarslysum Umferð á íslandi er mikil og verða fjölmörg slys af völdum hennar. Þessi ritgerð fjallar um hvernig, að mínu mati, má fækka umferðarslysum. Umferðarslys veröa aðallega út af því að fólk virðir ekki um- ferðarreglurnar, t.d. fer yfir á rauðu, ekur of hratt eða of hægt o.s.frv. Aftanákeyrslur em al- gengar vegna þess að það er of lítið bil á milli bíla. Þessum slys- um fer fjölgandi. Árið 1992 slösuðust um 7,5 milljónir manna í umferðinni í heimin- um og 200-250 þúsund þeirra dóu. Vafalaust hefur sú tala hækkab til muna og heldur áfram að hækka ef svo heldur fram sem horfir. Margir sem slasast verða örkumla þó þeir haldi lífi. Það er mín skoðun að það megi hækka sektir fyrir umferð- arbrot töluvert og jafnvel svipta ökumenn ökuskírteininu t.d. fyrir ölvunarakstur, fyrir að aka um á ólöglegum ökutækjum og ef menn reyna ab flýja frá lög- reglunni. Þá færu menn örugg- lega að hugsa meira um að ein- beita sér að akstrinum og það gæti fækkað slysum mikið. Síð- an má hækka bílprófsaldurinn töluvert, t.d. í 19 ár því þab er staðreynd ab ungir ökumenn lenda frekar en aðrir í umferðar- slysum. Þeir gera sér ekki grein fyrir reynsluleysi sínu, em oft að sýnast meiri en þeir eru og em því með óþarfa glannaskap. Mér finnst að fólk eigi að hugsa út í það sem það er að gera áður en það fer að glanna. Kannski er það gaman meðan á því stendur en ef bíllinn veltur eða ekur á, gætu allir farþegarnir slasast, lent í hjólastól eða dáið. Ef öku- maðurinn lifir þá er hann með líf félaga sinna á samviskunni alla ævi. Fræðslu mætti auka til muna, einkum á efri skólastig- um. Auka mætti áhrif hennar með því að fá lækna eða hjúkr- unarfólk sem annast fólk eftir umferðarslys eða fórnarlömbin sjálf til að segja frá reynslu sinni. Ökumenn ættu að sýna aukna kurteisi í umferðinni. Gefa þarf stefnuljós þegar það á við, ekki keyra of hratt, reyna að vera ekki seinir fyrir því ef ökumenn eru að flýta sér um of þá er meiri hætta á að þeir verði pirraðir, auki hraðann og skapi þannig mikla hættu í umferð- inni. Fólk á að einbeita sér að akstrinum og ekki tala í síma, reykja, hlusta á háværa tónlist, skipta um geisladisk eða snældu, ekki rífast og ekki vera ölvað. Bíllinn verður líka ab vera í lagi til þess að þú leggir ekki aðra og þig sjálfan í hættu. Mestu skiptir ab öryggistæki séu í lagi svo sem hemlar, dekk, ljós, þurrkur og öryggisbelti. Einnig er mikilvægt að gera ráð fyrir snöggum veðrabreyting- um, einkum á veturna. Það ætti að fá fólk til að minnka notkun bíla með því að fara oftar í almenningsvagna. Leggja ætti fleiri göngustíga út um alla borg til að hvetja fólk til að hlaupa, ganga eða hjóla leið- ar sinnar. Þannig mætti draga úr umferð og mengun og hugs- anlega fækka bílum. íslending- ar eiga flesta bíla í heimi miðað við íbúafjölda, en hver fjöl- skylda á að meðaltali tvo bíla. Þá má ekki gleyma gangandi vegfarendum og hjólreiðar- mönnum. Reiðhjól þurfa að sjálfsögbu að vera með öllum öryggisbúnaöi, hjólreiðarmenn þurfa að hafa hjálm og sýna til- litssemi bæði á götum og gang- stéttum, vera með endurskins- merki í skammdeginu og ein- beita sér. Það er algengt að sjá fólk á gangi eða á hjóli með heyrnartæki í eyrunum að hlusta á háværa tónlist. Þetta beinir örugglega athyglinni frá umferðinni, en ég tel að heyrn- in sé ekki síður mikilvæg en augun til að fylgjast með um- ferðinni. Ég tel að íslendingar séu kærulausir í umferinni, jafnvel kæmlausari en aðrar þjóbir. Könnun sem Sjóvá og Öku- mannafélag íslands stóðu fyrir sýndi að umferðarslysum á ís- landi hefur fjölgað á meðan þeim hefur fækkað á hinum Norðurlöndunum (sbr. sjón- varpsfréttir 13.3.1996). Þetta og öll atriðin sem ég hef talið hér upp sýna að íslendingar þurfa að taka sig á og fækka slysum. Eva Dögg Jónsdóttir, 7 72 ára bekk Fossvogsskóla, 3. verölaun: Fólk í umferöinni! í þessari ritgerð segi ég frá því hvernig fækka má slysum og kurteisi í umferðinni. Umferðin er mikið umhugs- unaratriöi. Eins og við höfum margoft séð þá hugsar fólk ekki nógu mikið þegar þab er statt í umferöinni. Það eru örugglega til hundrað dæmi um það hvernig fækka megi slysum á fólki og tjóni á ökutækjum. Nú á tímum er of algengt að slys verði á morgnana, þegar fólk er á leið í vinnu eða skóla. Vandamálið er það að fólk legg- ur alltof seint af stað. Tjón á ökutækjum verða ýmist þegar fólk er ab tala í farsíma eða þeg- ar það er aö borða í bílnum. En það er mjög algengt að slys verði þegar skipt er um snældu eða þegar útvarpib er of hátt stillt þannig að fólk byrjar að hugsa um eitthvað allt annað en að stýra ökutækinu. Það er hægt að koma í veg fyrir mörg slys, með því að hugsa aðeins áður en sest er undir stýri. Oft hefur það komið fyrir að ölvaður ökumaður sest undir stýri, og ekki hefur það alltaf endað vel. En ef fólk sem er allsgáð er farþegar í bíl ölvaðs manns getur það komið í veg fyrir slys. Einnig finnst mér að hækka ætti bílprófsaldur, því að 17 ára fólk er ekki nógu ábyrgðarfullt. Þegar sest er á reiðhjól þarf alveg jafn mikið ab hugsa eins og ökumaður á bíl. Þegar lagt er af stað á reiðhjóli þarf að at- huga hvort allt sé í lagi, til dæmis endurskinsmerki á pedölum og lugt á stýri. Einnig þarf að huga ab bjöllu hvort hún er ekki í lagi og ekki má gleyma hjálminum. Maður á reiðhjóli þarf alveg eins að kunna umferðarregl- urnar og á umferðarskilti eins og ökumaðurinn. Síðan er líka margt í sambandi við kurteisi í umferðinni. Það er mjög mikil- vægt ab vera kurteis í umferð- inni, því oft verða slys þegar fólk er ekki kurteist. Slysin verða oft þegar svínað er fyrir. Kurteisin er eiginlega aðalatrið- ið í umferðinni. Að vera kurteis er til dæmis að leyfa þeim sem ekki á rétt- inn að komast. Margir árekstrar verða þegar verið er að reyna að finna bílastæði, en þá er um að gera að vera kurteis. Einnig þegar verið er að bakka út úr stæðum þá verður fólk að passa sig að hvorki bíll né manneskja sé fyrir aftan ökutækið. En einnig þarf fólk að vera kurteist þegar verið er að ganga eða hjóla. Og munum að kurteisi kost- ar ekki neitt. Fólk á reiðhjólum á alltaf að víkja fyrir gangandi vegfar- anda. Eftir að hafa skrifað þessa rit- gerb á ég örugglega eftir að passa mig mikið meira í um- ferðinni og ég vona að fólk fari að hugsa um að það er enginn leikur að vera í umferðinni. Og ég held að ef fólk færi að hugsa þá fækkaði slysum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.