Tíminn - 01.06.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.06.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 1. júní 1996 9 Barbaströnd 5 er metin á 11,5 milljónir á fasteigna- mati, lóöin á 1,8 milljónir og lóö og hús samtals á 13,4 milljónir. Brunabótamat hússins er reyndar lágt, ekki nema 13,5 milljónir króna. Slétt og fellt Ólafur Ragnar Grímsson býr í raöhúsi á norðanverðu Seltjarnarnesi, Barðaströnd 5 ásamt konu sinni Guðrúnu Katrínu og tveimur dætrum þeirra. Húsið er talið 221,2 fermetrar að stærð, byggt árið 1970, af Ólafi Ragnari og föður hans, Grími Kristgeirssyni hárskera frá ísafirði, sem lengi starfaði á Keflavíkurflugvelli við iðn sína. Hann lést ár- ið 1971. Hjá þeim hjónum, Ólafi og Guðrúnu Katr- ínu er allt slétt og fellt að hætti þeirra Nes- búa. Húsið virðist þurfa sprunguviðgerða við eins og títt er um íslenskar húsasmíðar, en greinilegt að húsið er í góðum höndum. Garðurinn sunnanvert við húsið er mjög venjulegur, slétt grasflöt, svolítill trjágróður og rósarunnar sem eflaust skarta sínu feg- ursta í ágústbyrjun. ■ Aö Baröaströnd 5 er hús frá því í upphafi 8. áratugar, sannkallaö barn síns tíma. Allt slétt og fellt hjá Ólafi Ragnari og Cuörúnu Katrínu. Ólafur Ragnar: Hús viö fínustu götu borgarinnar, Einimelinn. Hér búa Pétur Hafstein og Inga Ásta kona hans ásamt þrem börnum. Líklega sigra þau Pétur og Ásta í garöyrkjukeppni forsetaframbjóöend- anna. Tímamyndir BC Pétur Hafstein: Stórt hús viö fínustu götu borgarinnar að Pétur og Ásta rækta garðinn. Þar er snyrti- mennska í fyrirrúmi, það sést þegar rennt er í garð. Sunnan við húsið er fallegur garður, en því miður ekkert hugmyndaríkari en gerist og gengur í íslenskum skrúðgörðum. ■ Pétur Hafstein og kona hans, Inga Ásta Birgis- dóttir Hafstein, og synir þeirra þrír, búa vel. Hús þeirra er viö götu sem lengi hefur verið kennd við mikla hagsæld, Einimel, sem er suð- ur af sundlaug þeirra Vesturbæinga. Að Einimel 11 byggði Tryggvi heitinn í Ora á sínum tíma og þar bjó ekkja hans áður en Pétur og Inga Ásta festu kaup á húsinu af erfingj- unr. Húsið er í raun tvær íbúðir, 182 fermetra hæð og 54 fer- metra íbúð á neðri hæð, ásamt 30 fermetra bíl- skýli. Eignin er mjög aðlaðandi. Það er greinilegt Fasteignamat á Einimel 11 er 17,5 milljónir á íbúöun- um samanlagt, en 3,7 milljónir á lóö, samtals 21,2 milljónir króna. Brunabótamat á eigninni er upp á 29,5 milljónir króna. Verö á fermetra á Nesinu er aöé- ins 61 þúsund krónur í brunabótamatinu, meöan þaö er allt upp í 100 þúsund krónur í húsi Cuörúnar Agn- arsdóttur og Helga. Ástþór Magnússon: Meb lögheimili í Mayfair í London Ástþór Magnússon er hinn eini frambjóðendanna sem ekki á lög- heimili á Fróni. Hann er tiltölulega nýfluttur heim frá Englandi þar sem hann bjó um árabil. Hann býr mest hjá foreldrum sínum, þeim Magn- úsi K. Jónssyni húsasmíðameistara og konu hans Unni H. Lámsdóttur ab Ásholti 2 í Reykjavík. Ástþór seldi einbýlishús sitt að Sand Grove 4 í Cleadon Village við Sunderland í Norður-Englandi fyrir ári síban. Það hús byggði ríkur apó- tekari, rúmgott og vel innréttað hús með fallegum trjágarði í hverfi velefnaðs fólks. Ástþór flutti síðan til London og tók á leigu íbúð í Mayfair-hverfinu, sem þykir afar virðulegt, þar sem hann bjó þar til hann kom heim og stofnaði Frið 2000. Búslóð hans bíður nú heim- flutnings. Við einbýlishúsið við Sunder- land stendur góður trjágarður að breskum hætti. Ástþór þótti ekki góður meb hrífuna, trjáklippurnar og öll hin garðverkfærin. Hann var á ferð og flugi á einkaþotu á þess- um tíma, en lét garðyrkumann annast um snyrtinguna. Ekki vitum við fasteigna- eða brunabótamat á þessu fyrrverandi heimili Ástþórs. -JBP Hús Ástþórs Magnússonar á Noröur-Englandi, en þaö seldi hann fyrir nokkrum mánuöum síöan. Caröurinn (aö haustlagi) erfallegur eins og oft er í Bretlandi, en Ástþór þótti ekki góöur meö klippurnar. Móöir Ást- þórs, Unnur H. Lárusdóttir sést á myndunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.