Tíminn - 01.06.1996, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.06.1996, Blaðsíða 15
Laugardagur 1. júní 1996 15 étt fyrir hádegi mi&- vikudaginn 17. maí 1995, nam svartur Toy- ota pallbíll sta&ar viö Shelter Road í Lewiston, Idaho. Út steig mi&aldra, hvítur karl- ma&ur sem hélt á rétthyrnd- um kassa. Hann gekk inn í Tony's Specialized Autom- otive, bílaverkstæ&i á sta&n- um. „Er Ron Bingham hérna?" spur&i maðurinn. Robert Warnock vélvirki benti á Bing- ham, sem var aö störfum undir upplyftum pallbíl. Kona Bing- hams, Luella, stóö rétt hjá. „Hér er svolítið handa þér," heyrði Warnock aö maðurinn sagöi viö Bingham. „Hérna er nokkuð alveg sérstakt handa þér." Aö svo mæltu, segir lögregl- an, dró maðurinn Tec-9 hríð- skotabyssu upp úr kassanum og dældi 23 skotum í brjóst, handleggi og hendur Rons Bingham. „Skepnan þín!" öskraöi Lu- ella Bingham. Hún ætlaöi aö flýja, en þá skaut maðurinn hana niður líka og drap hana með sex kúlum í bakið. Virtir borgarar Þessi kaldrifjuðu morð hálf lömuðu hina 31.000 íbúa bæj- arins, sem er í Snake River Vall- ey héraðinu í Idaho. Bingham- hjónin höfðu búið þarna lengi og áttu 16 ára son. En engu minna blöskraði þeim hver maðurinn var, sem sakaður var um morð hjónanna. Hann var Ken Arrasmith, 44 ára, fyrrum aðstoðarfógeti í Asotin Co- unty. Enda þótt litið væri á morðin sem harmleik, er það þó hinn meinti morðingi sem margir bæjarbúar telja hið raunveru- lega fórnarlamb. „Ken Arra- smith er fjölskyldumaður, sem þoldi ekki að horfa upp á dótt- ur sinni nauðgað," segir Diane Paine, barþerna í Campbell's Corner, vinsælum samkomu- stað. „Það hljómar kannski hörkulega, en ég segi um Bing- hamhjónin að farið hefur fé betra." Arrasmith segir Bingham og konu hans hafa neytt vímuefn- um ofan í dóttur hans Cynt- hiu, sem þá var 15 ára, og mis- notað hana kynferðislega nokkrum sinnum. Einnig segir hann að embætti fógetans á svæðinu, þar sem starfa 10 manns, hafi vitað um að minnsta kosti eina þessara ásakana mánuði fyrir drápin, en samt ekki handtekið Bing- hamhjónin. Arrasmith heldur því fram að Binghamhjónin hafi árum saman „gert sér ab bráð unglinga sem lynti ekki við fjölskyldu sína" og lögregl- an „var annaðhvort of tómlát eba of duglaus til að stöðva þau." Lögmaður Arrasmiths segir hann hafa verið ráðþrota og uggandi um öryggi dóttur sinnar og því skotið í nauö- vörn. Nauðgunarkærur Ef saga Binghamhjónanna er könnuð, var gób ástæða fyrir lögregluna að taka ásakanir Arrasmiths alvarlega. Árið 1978 voru hjónin sökuð um að misnota tvær frænkur sínar, sem þá voru 13 og 11 ára, en saksóknarar létu málið niður falla eftir að faðir stúlknanna fór með þær út úr fylkinu og vildi ekki leyfa þeim að bera vitni. Og árið 1984 játaði Ron Bingham á sig að hafa nauðgað 16 ára barnapíu sonar síns, en hann sat aðeins 18 mánuði inni fyrir það. „Ekki myndum við taka villt- an skógarbjörn og sleppa hon- um lausum á börnin okkar, en það eru dómsvöld að gera með því að sleppa þessum rándýr- um," sagði Arrasmith þar sem hann sat í fangelsi í Nez Perce County. Hann kom fyrir rétt í nóvember á sl. ári, sakaður um morð af fyrstu gráðu og á yfir höfði sér dauðarefsingu. Arra- smith lýsti sig saklausan; lög- menn hans héldu því fram að drápin væru réttlætanleg mannvíg. „Hvað mynduð þið gera, ef þetta væri dóttir ykk- ar?" spyr Arrasmith. Spurning Arra- smiths hefur komið við kviku sumstaðar. Síðan morðin voru framin hafa 15 konur komið fram og sagt að Binghamhjónin hafi misnotað þær þegar þær voru á aldrinum 12-16 ára. Arrasmith fékk hundruð bréfa með stuðn- ingsyfirlýsingum og 30.000 dollarar söfnuðust í sjóð til styrktar málsvörn hans. „Asotin County hefði átt að aðhafast eitthvað út af Ron Bingham fyrir löngu," segir Tammy Evans (32 ára), ein kvennanna 15 sem gefið hafa sig fram. Evans kærði Bingham fyrir nauðgun árið 1980, þegar hún var 17 ára, en segist hafa fallið frá kærunni þegar sak- sóknarar voru seinir að bregð- ast við: „Þeir geröu alls ekki neitt." Fjörugt kynlíf Fjölskyldur Arrasmiths og Binghams eru líka vel kunnug- ar hvor annarri. Foreldrar Arrasmiths búa að- eins í nokkur hundruð metra fjarlægð frá Binghamhjónun- um við friðsælan veg í Clark- ston, Washingtonfylki, sem er andspænis Lewiston hinum megin við ána. Þegar þau voru táningar óku Arrasmith og Lu- ella Bingham saman í skóla- strætó. Ken Arrasmith hafði lengi virst traustur borgari í augum flestra þeirra sem þekktu hann í Lewiston. Hann réðst til starfa við fógetaembættið í Asotin SAKAMAL County árib 1975, en hætti þremur árum seinna eftir að hafa stutt frambjóðandann sem tapaði í kjöri til fógeta. Þegar hann framdi morðin starfaði hann sem vöruflutn- ingabílstjóri. Hann var þrí- kvæntur og tvískilinn og hafði ekki komið við sögu réttvísinn- ar nema fyrir að standa ekki skil á barnsmeðlagi og fyrir ölvun við akstur. Ron Bingham, sem varð 47 ára, vann eitt og annab: vann við húsasmíðar, ræktaði kanín- ur og seldi, gerði vib bíla; oft tók hann unglinga, sem áttu í erfiöleikum, inn á heimili sitt þar sem hann bjó með konu sinni, syni og tengdamóður. 14 ára fór hann ab heiman og vann í kolanámu, gekk 17 ára í herinn og vann til þriggja heið- ursviðurkenninga í Víetnam. Hann kynntist Luellu árið 1969, þegar hún var 16 ára, og nokkrum mánuðum seinna hætti hún í menntaskóla og giftist honum. „Hann var eini kærastinn sem Lu átti nokkru sinni," segir móðir hennar, Rilla Smith (69 ára). Binghamhjónin stundubu oft kynlíf með öðrum hjónum á móteli í grenndinni. „Þetta var ekki sá heimur sem ég ólst upp í," segir tengdamóðirin, „menn sem skiptast á konum og allt hvaðeina." En Smith heldur því fast fram að hjónin hafi ekki stundað þetta líferni heima hjá sér þar sem sonur þeirra, Joshua, gat séð til. „Ég kom þar hvergi nærri," segir Josh, sem hafði vitneskju um leynilegt líf foreldra sinna. „Þau héldu mér frá því." Þó þau stunduðu villt líf á síðkvöldum, virtust Bingham- hjónin þó næsta hversdagslegt fólk; Luella afgreiddi í kjörbúð. Smith þvertekur fyrir að þau hafi verið nauðgarar. Fangi hjónanna í marsmánuöi 1995 fluttist Cynthia Arrasmith inn til Binghamhjónanna. Hún hafði áður búið í húsvagni á lóð Binghamhjónanna ásamt kær- asta sínum. Þegar þau hættu að vera saman, varb hún um kyrrt. Hún hafði neytt vímu- efna og oft strokið að heiman úr húsi móður sinn- ar. „Ætli henni hafi ekki fundist hún yf- irgefin," segir Ken Arrasmith, sem var fluttur til Sunny- side í Washington- fylki, nokkur hundruð km í burtu. Honum leist ekkert á að Cynthia byggi hjá Binghamhjónunum, en kveðst ekkert hafa munaö eftir fyrri ákærum á hendur hjónunum. Cynthia segir að það hafi verið síðla um kvöld seint í mars '95 sem Binghamhjónin réðust fyrst á hana. „Það var um kl. 1 eftir miðnætti. Ég var að máta nokkur af fötum Lu- ellu í svefnherberginu hennar. Allt í einu hrinti hún mér ofan í rúmið og fór að hamast á mér. Þegar hún var búin, kom Ron inn." Cynthia segir að Ron Bing- ham hafi oft neytt hana til að taka inn lyf. Hún segir að hann hafi staðið yfir henni „með öskrum og óhljóðum" þar til hún hafði gleypt töflurnar — stundum Valíum, stundum metamfetamín. (Við krufningu á líkum Rons og Luellu fundust leifar af metamfetamíni í blóði þeirra). Cynthia var skelfingu lostin, en flýði samt ekki burtu, enda sagðist Ron alltaf myndu geta haft upp á henni. Orðum sínum til frekari áherslu, segir hún, otaði hann að henni byssu. Um miðjan apríl taldi Cynt- hia loks ab björgunar væri að vænta. Lögreglan hafði fengið ábendingu um að Bingham- hjónin seldu fíkniefni og gerbi húsleit á heimili þeirra. í skýrslu lögregluþjónanna segir að þeir hafi fundið nokkur grömm af maríjúana og um gramm af metamfetamíni á tveimur unglingspiltum, sem í húsinu voru. Lögreglan setti piltana í varðhald, en Bing- hamhjónin voru ekki ákærð. Cynthia var aðeins spurð um nafn móbur hennar og síma- númer, en Ron var fljótur til að segja að stúlkan hefði leyfi til ab vera þarna. Hún byggi þarna. Faöirinn fer á stúfana Arrasmith-fjölskyldunni og kunningjafólki hennar er það hulin ráðgáta hvers vegna lög- reglan aðhafðist ekkert frekar í málinu. „Þeir nenntu ekki að hringja í mömmu hennar. Þeir nenntu ekki að hringja í pabba hennar eða barnaverndar- nefnd. Fyrir hvern fjandann fá þessir menn kaup?" kvartar einn vinur fjölskyldunnar. Yf- irvöldin vilja ekkert segja, hvorki lögreglumaðurinn sem stjórnaði húsleitinni, fógetinn né sækjandinn í máli Arra- smiths. Eftir að Cynthia sagði loksins móður sinni og eldri systur frá því hvernig hún sætti kynferð- islegu ofbeldi af hálfu Bing- hamhjónanna, fór eitthvað að gerast í málum hennar. Haft var samband við föður hennar og hann lét setja dóttur sína í varðhald, af ótta við að hjónin reyndu að ná til hennar. Til þess að hún fengist úrskurðuð í varðhald, varð Cynthia að koma fyrir dómara. Arrasmith sagði seinna: „Hún var leidd inn í réttarsalinn í hand- og fótjárnum. Hvað skyldi hún hafa verið að hugsa: ,Fullorðin manneskja nauðgaði mér, en það er ég sem er lokuð inni.'" Cynthia var vistuð á betrunar- heimili í hálfan mánub, en Arrasmith fór ab hitta fóget- ann. „Ég trúði því ekki að ekk- ert hefði verið gert í málinu. Þeir höfðu vitað um þessar naubganir hálfum mánuði fyrr. Ég hefði allt viljað til vinna að koma Ron Bingham í tugthúsið." En ekkert var aðhafst, hvern- ig sem Arrasmith suðaði í lög- reglunni og þótt hann benti á fólk sem hann taldi geta að- stoðað við rannsóknina. Loks ákvað hann að mæta Bing- hamhjónunum augliti til aug- litis. Hann sagði við Ron Bing- ham: „Ef þessar ásakanir reyn- ast sannar, þá fei ég og sæki fógetann." Þá brást Bingham illur við og sagði: „Þá verður það þitt síðasta verk." Um hádegisbilið þann 17. maí var Rilla Smith að hlusta á lögreglurásina í eldhúsinu hjá sér, þegar hún heyröi frétt um skotárás á bílaverkstæðinu þar sem Ron starfaði. „Ég vissi það hálft í hvoru að Ron hefði ver- ið skotinn," segir hún. Hún vonaði að Luella, sem hafði lagt af stað til verkstæðisins skömmu ábur, hefði ekki verið komin þangað. Nokkrum mínútum seinna lagði Arrasmith bíl sínum fyrir framan lögreglustöbina í Clarkston og gaf sig fram þegj- andi og hljóöalaust. Ekki veit blaðið, eftir heimildum sínum, hvernig dómur féll í máli hans, en víst er að konurnar sem saka Binghamhjónin um kynferðis- lega misnotkun, voru kallaðar fyrir. í Bandaríkjunum er hefð fyrir því ab mega taka lögin í sínar hendur, þegar lögverðir bregðast, og sú hefð, auk þeirr- ar samúðar sem Ken Arrasmith nýtur vegna misnotkunar á dóttur hans, hlýtur að hafa unnib honum í vil. Hjón í smábœ nokkrum voru grun- uö um nauöganir og kynferöislega misnotkun á ungum stúlkum. Loks kom aö því aö aöstandandi eins þolandans lét til skarar skríöa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.