Tíminn - 22.06.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.06.1996, Blaðsíða 4
4 _______pmntwni Oddur Ólafsson: Laugardagur 22. júní 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 56B1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. íslenskan og Björk Yfirlýstur tilgangur Listahátíbar í Reykjavík er ab kynna ís- lendingum þab besta og þab áhugaverbasta sem er ab gerast í list og menningu annarra þjóba og veita hingab ferskum menningarstraumum, sem örvab geta og eflt innlenda list- og menningarstarfsemi. Lengst af hefur þetta tekist bærilega, þó sveiflur hafi vissulega verib milli hátíba. Hornsteinn íslenskrar menningar sem sjálfstæbrar, ab- greindrar heildar í hafsjó alþjóblegs umróts er málib, íslensk tunga. Af því leiöir aö ef íslensk menning á aö lifa, þroskast og þróast meö eölilegum hætti, veröur tungan og málib líka aö vera lifandi, þroskast og þróast. í ávarpi Guörúnar Pétursdóttur, fyrrverandi forsetafram- bjóöanda, hér í Tímanum um síbustu helgi og raunar líka á framboösfundi í Perlunni um sama leyti, gerbi hún aö umtals- efni spurningu útlends blabamanns um þab hvort íslendingar gætu haldib menningarlegri sérstöbu sinni meðal þjóðanna í ljósi fámennis þjóbar vorrar. Sama spurning, en í öbru formi, kom upp í hátíðarræðu forsætisráðherra á 17. júní. Hjá báðum þessum aðilum kom fram að í raun ætti þessi ótti við smæöina og fámennið ekki að þurfa aö vera ógnun við íslenska menn- ingararfleifð. Forsætisráðherra minnti á að minnimáttar- kennd vegna smæðarinnar væri nokkuð sem vantaöi meb öllu í íslendinga og rifjaöi upp orö stórhuga þjóðskálda frá því er þjóbin var ekki nema brot af því sem hún er núna. Guörún Pétursdóttir talaði hins vegar um ab vib straumamót dafnaði fjölskrúðugast líf og því myndi þab styrkja íslenska menn- ingu, ef hún blandaðist áhrifum og straumum sem víöast að úr heiminum og ynni úr þeim áhrifum á eigin forsendum. í báðum þessum tilfellum er grunntónninn þó sá sami: íslensk menning og íslensk tunga og íslensk sérstaöa eflast viö notk- un og átök vib umhverfið, og aðalatriðið er því ab málið sé lif- andi. I ræöu Guðrúnar í Perlunni nefndi hún áhrif dægurmenn- ingarinnar og ekki síst dægurlagasöngvaranna, sem eru mikil fyrirmynd æskunnar á hverjum tíma. Sérstaklega mikilvægt er ab þeir tónlistarmenn noti íslenskuna til ab tjá sig og syngja á, því þannig er tryggt ab máliö helst lifandi og er þáttur í eöli- legri framþróun listarinnar jafnt sem hinu daglega lífi. Þess vegna er það vitaskuld sérstakt fagnaðarefni og mikil hvatning fyrir aðra tónlistarmenn, aö langsamlega þekktasti og áhrifa- mesti íslendingurinn í dag kýs aö flytja íslendingum efni sitt á íslensku og telur annab í raun ekki koma til greina. Björk Gub- mundsdóttir gerbi það raunar líka síðast þegar hún söng hér, að snara efnisskránni og á hún heiður skilinn fyrir þab. En í viðtölum hefur einnig komið fram aö Björk hefur til að bera mikið sjálfstæöi og sjálfstraust, sem er nokkuð sem íslending- ar sem þjóð geta lært af. í stað þess ab samlagast og glata sér- kennum kemur fram hjá þessum frægasta íslendingi að það er í sérkennunum sem styrkurinn felst. Þannig segir hún í blaða- viðtali í gær: „Englendingar eru orðnir hundleiöir á sjálfum sér og leita núorðiö mjög til annarra landa... Þab vitlausasta sem íslensk hljómsveit gæti gert til að ná athygli erlendis væri að hjóma eins og ensk hljómsveit. Það er það síðasta sem þeir eru að leita að." Á sama hátt má segja að til að forðast vanda Bretanna, að verða leiðir á sjálfum sér, þurfa íslendingar að vera vakandi fyrir utanaðkomandi áhrifum. En þeir þurfa hins vegar að vinna úr þessum áhrifum á eigin forsendum. Það er þannig sem við varöveitum sérstöðu íslenskrar menningar og íslensk- unnar, og höfum eitthvab fram að færa á hinum endalausa menningarlega málfundi þjóbanna. Hversdagslegt ævintýri íslenska heilbrigöisþjónustan er Rolls-Royceinn meðal heilbrigb- iskerfa heimsins. Á þessa leiö lýsti Sigurbur Guðmundsson, læknir, þeirri eftirsóknarverðu velferð sem felst í lækningum og vibhaldi heilbrigðis, í sjónvarps- þætti um efniö s.l. vetur. Það kann að hljóma undarlega að svo umdeild þjónusta sem felst í heilbrigðis- og trygginga- kerfinu sé líkt viö þann eðalvagn sem bestur þykir og glæsilegast- ur í heimi hér. En framkvæmd heilbrigðisþjónustunnar liggur undir stööugri og vaxandi gagnrýni og er fundiö flest til foráttu að lærðum sem leikum. Af þeim umræðum öllum væri hægt að draga þá ályktun að allur þessi þáttur velferðarkerfisins væri ein rjúkandi rúst en ekki hið besta í veröldinni. En hér skal boriö vitni um að samlíking Sigurð- ar læknis er ekki út í hött. Með því að kynnast veigamiklum þáttum heilbrigðisþjónustunnar af eigin raun og njóta þeirrar aðhlynningar sem vel- ferbin býður upp á þegar á reynir færir manni heim sanninn um aö allt sparnabartalið er hjóm eitt miðað við þann árangur sem næst með virku og vel starfhæfu heilbrigðiskerfi. Skugginn Lækningasaga Lækningasagan hófst hjá heim- * ilislækni sem þegar í stað þekkti | vitjunartíma sjúklings síns og var ✓ leiðin greið inn á hjartadeild LlllldHS Landsspítalans og eftir vandaða ^ _ rannsókn þar tók skurödeild við rðS og brátt hófst endurhæfing á spít- alanum og síðan á Reykjalundi, sem á sér einstaka veraldarsögu, -™ því stofnunin var reist frá grunni og rekin af berklasjúklingum lengi vel. Ekki er langt síðan svona ferill hefði hefbi þótt ótrúlegur og ævintýri líkastur. En núna fara hundruö sjúklinga sömu eða svipaöa leið árlega og lifa síðan eðlilegu og at- hafnasömu lífi í stað þess að veslast upp í lengri eða skemmri tíma og vera sjálfum sér og þjóðfé- laginu byrði þar til yfir lýkur. Ótaldir eru þeir einstaklingar sem koma vib sögu lækningaferils eins og hér er stuttlega lýst. Sumum kynnist maður lítilsháttar persónulega, aðrir eru sjúklingi ósýnilegir eba sjást ekki nema í svefndrukkinni þoku skurðstofu og gjörgæslu. En allir sinna þeir störfum sem ómissandi eru í nú- tímalækningum, sem byggist á sérfræði og sam- starfi margra greina. Það er ekki að ósekju að sjald- an er fjallað um heilbrigðisstéttir nema í fleirtölu. Alúð og metnaöur Að njóta aðhlynningar alls þess mannkostafólks sem kemur við svona lækningasögu hlýtur að auka trú manns á þjóð sína og gerir það líf, sem það á svo ríkan þátt í að endurnýja, ánægjulegra og framtíðina bjartari. Sú alúb og metnaður sem fólkið leggur í störf sín fer ekki fram hjá þeim sem veriö er aö koma til heilsu. Umhyggjan fyrir sjúklingum er engin upp- gerð heldur mótast afstaban af einlægum vilja til áð neyta menntunar sinnar og starfsorku til að verða öðrum að liöi og koma sjúklingum til bestu mögulegrar heilsu. ; Læknar sem notið hafa menntunnar í mörgum að bestu sjúkrastofnunum heims starfa hér að vandasömum og sérhæfðum verkum og abrir sem koma aö flóknu lækningaferli fylgja þeim eftir hvað varðar kunnáttu og færni. Hátæknivædd sjúkrahús með hámenntuðu og afburaðfæru starfsfólki eru ekki á færi nema þeirra þjóba sem lengst eru komn'ar í menntun og tæknivæðingu. Því er ástæða til ab vera stoltur af því heilbrigðis- kerfi sem hér er við lýði, þótt lengi megi sitthvað að því finna. Og kerfið gerir þaö ekki endasleppt við þá sem snjallir læknar og hjúkrunarfólk hjálpa yfir örðug- asta hjallann til að ná heilsu á ný eftir bágindin. Endurhæfing á Reykjalundi er veigamikill hluti að undirbúningi ab nýju og betra lífi og þar er einnig valinn maður við hvert eitt starf, en þau eru fjölbreyttari en talin verða í stuttri blaðagrein. En þar er samankomið valið lið fiestra eða allra heilbrigbisstétta og eru þar sérmenntaðir sjúkra- þjálfarar og íþróttakennarar meðtaldir. En skuggi hvílir þó yfir meöferð og vistunum hjá því hjá því góða fólki sem hér er minnst á að verðleikum. Samtímis því að njóta alls hins besta sem íslenskt heilbrigðiskerfi býður upp á og fara fyrirhafnarlítið, nánast sem á færibandi, í gegnum háþróaðan lækningaferil sem skilar undraverðum árangri, berast nánast í síbylju fréttir af skerðingu á heilbrigðisþjónustu. Sjúkradeildum er lokað og það sker í eyru þegar þuldar eru upplýsingar um að biðlistar eftir aö- gerðum lengjast og jafnvel að loku sé fyrir það skotið að margir þeirra sem þurfa á lækningamætti nútímans aö halda séu dæmdir úr leik af einhverj- _______________ um ástæðum. Sjúklingum er skipað í for- gangsrabir eftir ástandi og eðli veikindanna og þannig fara margir á mis við að nauðsynlegar abgerðir séu gerðar í tæka tíö. Eða hitt að fólk þarf að búa við vonda heilsu og jafnvel þjáningar svo og svo lengi áður en röðin kemur að því að okkar góbu spítalar og frá- bæru læknar og hjúkrunarlið geti sinnt því. Eilífðarfátækt? Allt stafar þetta ráðslag af peningaleysi. Það er eins og að íslendingar ætli aldrei að rísa upp úr fá- tæktinni. Síbyljan um vanda heilbrigðiskerfisins er öll sprottin af einni og sömu rót, það þarf að spara hér og spara þar og svo er hagrætt út og suð- ur og þuldar upp tölur um að svo og svo mikið sé hægt að hagræða meö því að skjóta sjúklingum út fyrir dyrastaf stofnana. Og aðar abstrakttölur eru þuldar um ab þetta eða hitt í spítalarekstrinum sé orðið dýrara en naumar fjárhagsáætlanir gerðu ráb fyrir. Minna ber á samantekt og nákvæmum upplýs- ingum um allan þann gífurlega ávinning sem ein- staklingar og þjóðin öll hefur af fullkomnu og vel virku heilbrigöiskerfi. Og ekki má gleyma þeirri ör- yggiskennd sem góð sjúkraþjónusta hlýtur að vekja í brjósti hvers manns, hvort sem hann kenn- ir sér meins eða þykist alheilbrigður. Heilsuleysið er dýrast Vel er hægt aö færa haldgóð rök fyrir því að ís- lendingar búi viö fullkomnari heilbrigbisþjónustu en allar aðrar þjóbir, eins og læknirinn sem vitnað er til Iþér í upphafi hélt fram. Sá er hér pikkar á tölvu getur lagt fram eigin skrokk því til sönnunar og það sem ekki er minna um vert, hlýjar hugsan- ir og góðar endurminningar um alla þá sem þar komu ajð verki á einn hátt eba annan. En ekkert er fullkomið í heimi hér og lengi má gott bæjta. Að vita af sjúkum og hrjáðum sem hægt er að la^kna eða lina þjáningar ef ekki lægi svona mikið við aö spara eyrinn, er heldur dapurt til um- hugsunár samtímis því að maður hrósar happi yf- ir eigih gæfu, ab fá að sannprófa tæknivædda snilld láeknavísindanna og umhyggju þeirra sem henni kunna ab beita. Að viðhalda heilbrigði og að lækna sjúka er meira virði en svo að viövarandi nudd um sparn- að og hagræöingu sé sæmandi þjóð sem hefur all- ar aðstæður til að sanna fyrir sjálfri sér og öðrum að íslenskir læknadómar og heilbrigöiskerfi beri af öðrum í hörðum heimi. Og svo eiga menn aö venja sig af ab kvarta yfir dýrum spítölum og þjónustunni sem heilbrigöis- stéttirnar veita. Hún á að vera dýr, jafn dýrmæt sem hún er. Heilsuleysið er margfalt dýrara. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.