Tíminn - 22.06.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.06.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 22. júní 1996 9 ekki af því að vera sífellt að breyta verðum. Neytendur vilja vita að hverju þeir ganga og stöðugt verðlag er mikilvægur hluti af eftirspurninni á þessum mörkuðum." Arnar segir að fram til loka áttunda áratugsins hafi verð og ráðstöfunartekjur verið mikil- vægustu þættir eftirspurnar. Nú hafi vægi þeirra minnkað og muni halda áfram að minnka. Með vaxandi velmegun neyt- enda skipti aðrir þættir meira máli. „Ný viðhorf hafa rutt sér til rúms og margt yngra fólk lít- ur allt öðrum augum á að kaupa í matinn en eldri kyn- slóðir. Þetta unga fólk spyr meira um gæði og eftirspurn þess miöast oft fyrst og fremst við handhæg matvæli, sem lít- ið þarf að hafa fyrir að matbúa úr. Fólk borðar minna innan veggja heimilanna en áður. Vaxandi hluti neyslunnar flyst til veitingahúsa og þar með eykst vægi þeirra á meðal kaup- enda. Markaðsstarfið hlýtur því að taka mið af breyttum for- sendum á komandi tímum. Mér finnst eins og íslendingar hafi ekki áttað sig á þessu og langtímaviðhorf skorti í útgerð og framleiðslu, sem síðan end- urspeglast í sölumálum okkar." Veiðimannahugsunin veldur okkur vanda Arnar bendir á að sjávarút- vegurinn byggist á fjórum þátt- um: veiðum, vinnslu, markaðs- starfi og neytandanum. Með fullri virðingu fyrir öllum þess- um þáttum þá hafi samkeppnin um neytandann mest vægi. „Menn geta auðvitað spurt hvað eigi að selja ef ekkert væri veitt, en þá má spyrja á móti til hvers eigi að veiða ef enginn neytandi sé fyrir hendi. Þetta falli því allt saman í eina sam- stæða heild þar sem enginn hlekkur megi bresta. Hins vegar sé langt frá því að aðilar í sjáv- arútvegi skilji þetta. „Margir horfa fyrst og fremst á fyrsta þáttinn, það er að segja á veiðarnar. Þetta veiðimanna- hugarfar er helsti Akillesarhæll íslensks sjávarútvegs; veiði- mannahugarfarið veldur okkur ákveðnum vanda, sem erfitt virðist vera að breyta." Arnar segir að veiðimanna- hugarfarið sé einnig nauðsyn- legt svo langt sem það nái, og við megum ekki gleyma fyrsta stigi sjávarútvegsins fremur en því síðasta. „Þetta hugarfar hefur einnig hjálpað okkur mikið. Til dæmis þegar draga varð úr veiðum þorsksins vegna verndunarað- gerða. Þá var það þetta veiði- mannahugarfar sem rak okkur til þess að auka úthafsveiðar og halda þannig í horfinu um hrá- efnisöflunina. Það sendi okkur í Smuguna. En menn mega ekki treysta á að veiðimennska bjargi öllu, eins og stundum virðist vera. Hún er aðeins hluti af lengra ferli og þegar ég tala um hana sem Akillesarhæl þá á ég viö að hún ein nægi ekki til þess ab framfleyta íslensku þjóðarbúi. Ef menn freistast hins vegar til ab horfa ein- göngu á hana og það hamlar því að ráðist verði í önnur bráðnauðsynleg verkefni á svibi sjávarútvegs, þá er hún ekkert annað en Akillesarhæll." Abeins á færri stórra aðila ab koma sér upp þekktum vöru- merkjum „Við erum fyrst og fremst matvælaframleiðsluþjóð og komum til með að verba að Dr. Arnar Bjarnason. byggja lífsmöguleika okkar á því í framtíðinni," segir Arnar og leggur áherslu á orðin. „Á hinn bóginn þá finnst mér stundum eins og ýmsir aðilar í þjóðfélaginu hafi ekki áttað sig á þessu. Stjórnmálamennirnir tala um það á hátíðlegum stundum og sama á við um for- ystumenn verkalýðshreyfingar- innar. Þeir tala um gæði ís- lenska fisksins, en virðast ekki hafa hugmynd um að erlendur neytandi, sem fer inn í stór- markað að loknum vinnudegi til þess að kaupa í matinn, tengir ekki góðan fisk við Ís- land. Líkast til veit hann lítið um ísland. Ef til vill veit hann að það er til, en ekkert meira. ísland er ekki daglega til um- ræðu í öðrum löndum og margt fólk veit ekkert um land- ið, hvað þá hvaða atvinnuvegi við stundum og hvaða matvæli við framleiðum. Arnar segir erfitt fyrir íslend- inga að koma sér upp þekktum vörumerkjum erlendis og það sé aðeins á færi stórra matvæla- fyrirtækja. Árið 1992 hafi stærsti sérmerkjavöruframleið- andi sjávarafurba í Bretlandi áætlað að verja sem svarar 500 milljónum íslenskra króna í auglýsinga- og kynningarkostn- að yfir tveggja ára tímabil, vegna einnar nýrrar vöru sem það var að setja á markað. Þetta samsvari um það bil 0,5% af ár- legu heildarútflutningsverb- mæti sjávarafurða frá Islandi. Þetta verði einnig að skoða í ljósi þess að líftími vara sé sí- fellt að styttast og líftími 90% nýrra vara sé skemmri en eitt ár. Verkalý&shreyfingin ekki me& á nótunum „Þegar kemur að framkvæmd- um er oft eins og okkur skorti skilning á því hvernig vib ætlum og verðum að bera okkur að til að viðhalda og auka framleiðslu- starfsemina," segir Arnar og bendir sérstaklega á forystu verkalýbshreyfingarinnar í því efni. „Verkalýðshreyfingin hefur raunverulega reynt að leggja steina í götu þeirrar þróunar sem þarf að verða. Hún rígheldur í úr- elt fyrirkomulag kjarasamninga vib sjómenn. Kjarasamninga sem tryggja fyrsta þætti sjávarútvegs- ins, fiskveiðunum, hæstan hlut burtséð frá markaðnum. Burtséð frá því hvab endanlega fæst fyrir framleiösluvöruna. Hin síðari stig, það er að segja framleiðsla og sala, eiga að taka á sig lægri framlegð, ef ekki fæst hæsta verð fyrir afurðirnar. Verkalýðshreyf- ingin hefur einnig staðið í vegi fyrir því að taka upp eðlileg vaktavinnukerfi í frystihúsum o§ öðrum fiskvinnslustöðvum. I ljósi þeirrar fjárfestingar, sem efna þarf til þegar fiskvinnslu- stöðvar eru byggðar upp, er nauðsynlegt að ná sem bestri nýtingu út úr fjármununum. Sú nýting næst ekki, ef miðað er við að vinnsla fari aðeins fram í átta eða tíu klukkustundir á sólar- hring, en hinn tímann standi tækin ónotuð vegna þess að fólk- ið fær ekki að vinna. Þarna er ég ekki að tala um óeðlilega yfir- vinnu, heldur vaktafyrirkomulag sem tryggja á að fólk vinni eðli- legan vinnudag en framleiðslu- tækin skili meiri aröi." Arnar segir að vissulega eigi þetta ekki við um alla og víða hafi tekist að koma á nokkurri vaktaskiptingu. En meginhluti sjávarútvegsframleiðslunnar byggist engu ab síður enn á ein- faldri dagvinnu, auk yfirvinnu eftir þörfum, og það takmarki þann arð sem hafa megi af fjár- mununum. Þetta virðist forystu- menn verkalýðsfélaga ekki vilja skilja, því færa megi rök fyrir því að meiri framleiðsla, betri afurðir og öflugra markaðsstarf skili sér í vasa almennings í landinu. Þetta sé dæmi um að heildarhugsun skorti þegar málefni sjávarútvegs- ins eru annars vegar. Lítil fyrirtæki hafa ekki bolmagn tii að komast inn á öfluga markaði Eitt af því, sem Arnar fjallar um í ritgerð sinni, er uppbygging framleiðslunnar auk útflutnings og söiustarfs. Hann segir að það umhverfi, sem skapast hafi á er- lendum neysluvörumörkuðum, gefi litlum útflutningsaðilum ekki nægjanleg tækifæri til þess ab komast inn á markaði. Því sé ljóst að íslensk fyrirtæki verði að vinna meira saman en nú tíðkast til þess að ná nauðsynlegum ár- angri. Meb auknu frelsi í útflutn- ingsmálum hafi útflutningsfyrir- tækjum fjölgað verulega og oft sé þar um mjög lítil fyrirtæki að ræða — stundum einyrkja sem stundi sveiflukennda og árstíða- bundna framleiðslu. „Á tímabilinu frá 1980 til 1990 tvöfaldaðist fjöldi fiskvinnslufyr- irtækja hér á landi. Mörg þeirra eru mjög lítil og stunda einnig árstíðabundna framleibslu. A þessu sama tímabili minnkaði hlutur 25 stærstu landvinnslufyr- irtækjanna sem hlutfall af heild- arhráefniskaupum fiskvinnslufyr- irtækja úr rúmlega 44% árib 1980 í tæplega 38% árið 1990. Hluti af þessari þróun var vegna tilkomu fiskmarkaðanna ásamt auknu frelsi í útflutningi. Eftir 1990 snérist þessi þróun við og hefur fiskvinnslufyrirtækjum fækkað ört síðan. Koma þar mebal ann- ars til strangari heilbrigðiskröfur, sem lítil og óburðug fyrirtæki geta ekki uppfyllt, en einnig staf- ar þetta að mínu mati af vaxandi samþjöppun í smásöluverslun í helstu markaðslöndum okkar er- lendis. Þarna komum vib aftur að sama punkti. Litlu fyrirtækin hafa ekki nægilegan fjárhagsstyrk eða geta boðið það framleiðslu- magn sem stórir kaupendur eru ab sækjast eftir. Virkt þróunar- starf og strangt gæðaeftirlit eru einnig mikilvægir þættir í fari þeirra fyrirtækja sem stóru versl- anakeðjurnar sækjast eftir." Samvinnu er þörf Arnar segir að af þessum ástæð- um sé meiri samvinnu þörf. Hann sat á tímabili í stjórn út- vegsfyrirtækis austur á landi og segir það hafa verið sér dýrmæt reynsla. „Þarna fór ég að velta möguleikum þessara staða fyrir mér. Nauðsyn þess að halda uppi atvinnu- og mannlífi þar er aug- ljós. Þarna býr fólk, og allar eigur þess em bundnar á þessum stöð- um. Ef atvinnulífið legðist niður, þá yrði fólkið eignalaust með það sama. Mörg þessara fámennu byggðarlaga víða um landið byggja á veiðum eins togara og vinnslu í einu frystihúsi. Um annað atvinnulíf er ekki að ræða, utan nokkra þjónustu sem frem- ur fer minnkandi en að færast í vöxt. Mörg þessara litlu fyrir- tækja eiga enga möguleika til þess að standa sjálfstætt að veið- um og vinnslu og eru því háð samvinnu við önnur fyrirtæki og viðskiptum við stór sölusamtök. Mín skoðun er að aukin sam- vinna á landsbyggðinni sé það eina sem komið geti til bjargar. Og þá á ég ekki eingöngu við samvinnu útvegsfyrirtækja, held- ur samvinnu þessara litlu bú- svæða á sem flestum sviðum. Menn geta kallað þetta sam- vinnustefnuna síðari, ef þeir vilja. Samvinnustefnan fyrri grundvallaðist á að ná verslun- inni inn í landið. Þótt segja megi að hún hafi verið bam síns tíma, þá gagnaðist hún vel til þeirra hluta er hún var stofnuð til. Sam- vinna fyrirtækja í sjávarútvegi hefur ekkert meb hugsjónir að gera, heldur er hún hagfræbileg nauðsyn." Hugarfarsbreytingar er þörf Arnar segir að raði menn hin- um fjómm þáttum sjávarútvegs- ins í rétta forgangsröð — þar sem markaðurinn verði settur í fyrsta sæti og stefnt að því að vinna sem mest af framleiðslunni í neytendapakkningar fyrir vérsl- anir og veitingahús — þá eigi at- vinnugreinin bjarta framtíð. Þetta muni eflaust kosta nokkur átök, en fyrst og fremst þurfi ákveðin hugarfarsbreyting ab koma til. Og þessi hugarfars- breyting verði að ná til allra þeirra er að atvinnugreininni koma, frá því fiskurinn er dreg- inn úr sjónum þar til hann er kominn á borð neytenda úti í heimi. Ef ekki takist að breyta hugarfari þjóðarinnar í þessu efni, þá sé ljóst að hún hafi kosið sér sveiflukenndan efnahag og takmarkaðri lífskjör til frambúðar en hún þurfi ab búa við. -Þ/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.