Tíminn - 22.06.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.06.1996, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 22. júní 1996 LANDSPÍTALINN / þágu mannúðar og vísinda BARNASPÍTALI HRINGSINS Sérfræbingur Laus er til umsóknar staba sérfræ&ings í barnalækning- um meb hjartasjúkdóma barna sem undirgrein. í starf- inu felst, auk lækninga, þátttaka í kennslu og rannsókn- um í samráði við forstöðulækni Barnaspítala Hringsins. Einnig felst í starfinu greining og meðferð á hjartasjúk- dómum barna, tengdum hjartaaðgerðum. Umsóknir með upplýsingum um nám, fyrri störf og reynslu af kennslu og vísindastörfum sendist á eybu- blöðum stöðunefndar lækna til forstöðulæknis Barna- spítala Hringsins, Ásgeirs Haraldssonar prófessors sem veitir og nánari upplýsingar, sími 560-1050. Mat stöðunefndar byggist á innsendum umsóknar- gögnum. Eyðublöö fást hjá Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu og skrifstofu Ríkisspítala. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. Sérfræöingur Laus er til umsóknar staða sérfræbings í barnalækning- um. Sérfræðingurinn skal hafa víðtæka reynslu í gjör- gæslu barna. I starfinu felst auk lækninga þátttaka í rannsóknum og kennslu í samráði við forstöbulækni Barnaspítala Hrings- ins. Umsóknir meb upplýsingum um nám, fyrri störf og reynslu af kennsiu og vísindastörfum sendist á eybu- blöbum stööunefndar lækna til forstöðulæknis Barna- spítala Hringsins, Ásgeirs Haraldssonar prófessors, sem veitir og nánari upplýsingar, sími 560-1050. Mat stöðunefndar byggist á innsendum umsóknar- gögnum. Eybublöb fást hjá Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu og skrifstofu Ríkisspítala. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. KVENNADEILD LANDSPÍTALANS Absto&arlæknar Abstobarlæknar óskast til lengri og skemmri tíma á kvennadeild Landspítalans. Ráðning felur í sér störf á hinum ýmsu skorum kvennadeildar samkvæmt vinnu- skipulagi deildarinnar og þátttöku í vöktum. Möguleikar eru á vísindastörfum í samráði vib prófessor og for- stöðulækni. Upplýsingar veita Reynir T. Geirsson, prófessor/for- stöbulæknir eba Jón Þ. Hallgrímsson yfirlæknir, kvenna- deild Landspítalans. Ritari í móttöku glasafrjóvgunardeildar Ritari í móttöku glasafrjóvgunardeildar kvennadeildar Landspítalans (100% starf) óskast frá 1. ágúst 1996. Rábning er til eins árs með möguleika á framlengingu. Starfið felst í daglegum rekstri móttöku glasafrjóvgunar- deildar, símavörslu, ritun læknabréfa og þátttöku í tölvuvæðingu deildarinnar. Reynsla af tölvuvinnu og störfum læknaritara æskileg. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 1996. Upplýsingar veitir > Þórður Óskarsson sérfræðingur í síma 560-1175. Um- sóknum ásamt meömælum skal skila á skrifstofu Reynis T. Geirssonar, forstöðulæknis kvennadeildar Landspítal- F. h. Vatnsveitu Reykjavíkur er óskab eftir tilboöum í byggingu loka- og tengihúss Vatnsveitu Reykjavíkur vib Gullinbrú. Lokahúsib er um 27 m2. Útbobsgögn verba afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 5000. skilatr. Opnun tilboöa: þribjud. 9. júlí kl. 11.00 á sama stab. Nr. wr 101 /6 F. h. Gatnamálastjóra í Reykjavík, er óskab eftir tilbobum í verkib „Fossaleynismýri, 1. áfangi —■ gatnagerö og lagnir". Helstu magntölur eru: Gröftur 10.500 mJ Holræsalagnir 970 m Fylling 9.500 m3 Malarslitlag 2.160 m2 Verkinu skal ab fullu lokib 1. október 1996 Útbobsgögnin fást á skrifstofu vorri frá þriöjud. 25. júní nk. gegn kr. 10.000 skilatr. Opnun tilboba: fimmtud. 4. júlí 1996 kl. 11.00 á sama staö. Nr. gat 102/6. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 5525800 Dr. Arnar Bjarnason, markaös- og hagfrœöingur: Hugarfarsbreyt- ingar er þörf í út- flutningsmálum sjávarútvegsins r. Arnar Bjarnason, markaðs- og hagfræð- ingur, hefur sent frá sér bók á ensku, sem er að meginefni doktorsritgerð er hann varði við Edinborgarhá- skóla í Skotlandi árið 1994 og fjallar um útflutningsmál sjávarútvegsins. í bókinni segir hann að framundan séu miklar breytingar á sviði út- flutnings sjávarafurða og ís- 'lendingar verði í framtíðinni að huga mun meira að full- vinnslu afurða og markaðs- málum, auk þess sem sjávar- útvegsfyrirtæki þurfi að vinna meira saman. Markaðurinn sé fyrir hendi, en það útheimti ákveöna hugsun og stöðuga vinnu að fylgja framleiðslu- vörunum eftir á borð neyt- enda annarra þjóða. Hann segir að ef íslendingar ætli sér að vera í fremstu röð útflytjenda matvæla, verði þeir að breyta um hugsunarhátt og þróa atvinnuveginn með hlið- sjón af því hvaða vörur neyt- endur vilji fá. Komast verði út úr útflutningi á hráefni og hálf- unnum vörum, ef halda eigi stöðugleika í atvinnugreininni og þjóðarbúskapnum í heild og tryggja viðunandi lífskjör til frambúðar hér á landi. Arnar segir aðdraganda þess að hann hóf að kynna sér mál- efni sjávarútvegsins sérstakleg'a þann, að eftir að hafa lokið M.B.A.-prófi í rekstrarhagfræði árið 1987 hafi hugur sinn stað- ið til þess að halda áfram námi. Hann hafi því sótt um fram- haldsnám í Edinborg og fengið styrk til þess árið 1989. „Þá varö ekki aftur snúið og ég dreif mig út til að sinna þessu verk- efni, þótt ýmsum fyndist ein- kennilegt aö maður á mínum aldri með íbúðarkaup á bakinu skyldi velja sér slíkt viðfangs- efni." Arnar kveðst alinn upp í sveit og því þekkja nokkuð til land- búnaðar, en þekking sín á sjáv- arútvegi hafi verið takmörkuð. „Af þeim sökum ákvað ég að vinna þetta doktorsverkefni á sviöi sjávarútvegs. Með því móti myndi mér gefast tækifæri til að afla mér mikilvægra upp- lýsinga um atvinnugreinina og viða að mér fróðleik og þekk- ingu sem ég bjó ekki yfir. Á meðan undirbúningsvinnu minni stóö ferðaðist ég um ís- land og átti viðtöl við fjölda fólks í sjávarútvegi. Þannig afl- aöi ég mér upplýsinga beint úr atvinnugreininni sjálfri og þess- ar ferðir og viðtöl gáfu mér mjög mikilvægt veganesti til að byggja verkefni mitt á." Árnar kveðst hafa komist að því að þótt sjávarútvegurinn hafi eflst mikið á undanförnum árum, þá hafi menn ekki leitt hugann nægilega vel að rann- sóknum á markaðsmálum. Rannsóknir hafi fyrst og fremst beinst að sviði veiða og veiði- tækni og einnig á frumvinnslu úti á hafi. Grundvallarspurn- ingum, sem brenni á útflutn- ingnum, hafi hins vegar ekki verið svarað. Menn treysti enn á að markaðurinn vilji íslenskar vörur af því þær séu svo góöar, en ekki hafi veriö hugað nægi- lega vel að þeim breytingum, sem orðið hafi á neytenda- mörkuðum á Vesturlöndum, eða hugsað um á hvern hátt tryggja megi eftirspurn eftir ís- lenskum matvælum úr sjávar- fangi. Frosnir tilbúnir rétt- ir í stað ferskra flaka Arnar Bjarnason segir aö ís- lensk fiskvinnsla hafi einkum snúist um frumvinnslu í ára- tugi, en síðari framleiðslustig vörunnar hafi farið fram er- lendis. Þetta hafi gerst hvort sem í hlut hafi átt erlend fram- leiðslufyrirtæki eöa fyrirtæki í eigu íslenskra aðila. Útflutning- ur sjávarafurða hafi því að stærstum hluta farið fram í formi hráefnis eða hálfunninn- ar vöru, þótt nokkur breyting hafi orðið á allra síðustu tím- um. Arnar segir margar spurning- ar vakna, þegar rætt sé um fisk- vinnslu og framleiðslu sjávaraf- urða. Þar á meðal spurningar um hvenær fiskur sé hálfunn- inn og hvenær hann sé full- unninn. Spyrja megi hvort frystur fiskur í neytendapakkn- ingum sé að einhverju leyti nær því að vera tilbúinn til neyslu sem neytendavara en fersk flök í kæliborði, eins og við þekkjum þau. Við spurning- um sem þessum séu engin ein- hlít svör frekar en við spurn- ingum um hvað séu tilbúnir réttir og hvað skyndiréttir. Sé hins vegar tekiö mið af rann- sóknum, sem fram hafa farið á neysluviðhorfum og þjóðfélags- breytingum er átt hafi sér stað á undanförnum árum á helstu neytendamörkuðum í Evrópu, megi fullyrða að frosnir tilbúnir réttir til hitunar í örbylgjuofn- um falli nær þörfum neytenda en fersk fiskflök. Arnar segir meginmarkmiðið með vinnslu sjávarafurða vera að uppfylla þarfir neytenda. Önnur mikilvæg markmið mið- ist við að auka geymsluþol mat- vælanna, auðvelda dreifingu þeirra meðal annars með lækk- uðum flutnings- og dreifingar- kostnaði og skapa þannig aukn- ar tekjur þeirra fyrirtækja er annist framleiðsluna. Þeir þætt- ir, sem einkum hafi áhrif á verkunar- og vinnsluafurðir, séu hins vegar veiðiaðferðir og vinnsluferli um borð í fiskiskip- um, framleiðslugeta, eftirspurn á mörkuðum og kostnaður við öflun hráefnisins, auk annarra þátta á borð við pökkunar- og birgðakostnað, vinnslutíma og síðan söluverð meginafurða og aukaafurða. Hann segir íslend- inga einkum hafa horft á síðari markmiðin vegna þess að þeir horfi fyrst og fremst á vöruna sem framhaldshráefni og kaup- andann sem heildsala eða iðn- rekanda á sviði matvæla, en ekki venjulegan neytanda er komi heim að loknum vinnu- degi og vilji eiga þess kost að hafa eitthvað hollt en hand- hægt við höndina — helst eitt- hvað sem setja megi í örbylgju- ofninn og komi þaðan sem ljúf- feng matvæli á diski. Af þessum sökum hafi hlutfall hráefnis af útfluttum sjávarafurðum verið svo hátt sem raun ber vitni. Hlutfall fullunninna neysluvara hafi aukist úr um 10% heildar- framleiöslunnar í um 25% á síðustu fimm til sex árum. Arnar segir að mikilvægt sé fyrir íslendinga að komast í auknum mæli beint inn á er- lenda neytendamarkaði með fullunnar sjávarafurðir. Eftir miklu sé að slægjast, þótt vissu- lega séu neytendamarkaðirnir kröfuharðari en hráefnismark- aðirnir. Markabsstarf í Ijósi nýrra viðhorfa Arnar Bjarnason segir neyt- endamarkaðinn vera að breyt- ast. Sú breyting tengist breyt- ingum sem séu að verða á lífs- stíl almennings á Vesturlönd- um og einnig ákveðinni þróun í matvöruverslun í sama heims- hluta. „Matvöruverslunin er að færast á færri og færri hendur. Þetta á ekki sérstaklega við um ísland, heldur gjörvalla Evrópu. Stórar verslanakeðjur taka meira og meira af viðskiptum með daglegar neysluvörur til sín og við það verða þær ráð- andi á markaðnum. Þessar verslanakeðjur leggja mikið upp úr stöðugleika. Þær leitast við að gera samninga til lengri tíma og halda föstum verðum til ákveðins tíma. Þær festa verðin til dæmis í allt að eitt ár eða jafnvel lengri tíma. Þær eru að kaupa fullunnar vörur til þess að bjóða viðskiptavinum sínum og þeirra hagur skapast

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.