Tíminn - 22.06.1996, Blaðsíða 18

Tíminn - 22.06.1996, Blaðsíða 18
18 ^Bfjwéjjpc Laugardagur 22. júní 1996 Gublaugur Torfason Guölaugur Torfason varfœddur 12. apr- íl 1930. Hann lést á heimili sínu í Hvammi, Hvítársíöulueppi, 13. júní 1996. Foreldrar hans voru hjónin Torfi Erlingur Magnússon, b. á Dýrastöðum í Norðurárdal, Erlingssonar, og Jóhanna Egilsdóttir b. á Galtalcek í Biskupstung- um, Egilssonar, bœndur í Hvammi. Systkini Guölaugs eru Magnús Ágúst Torfason, kvæntur Steinwmi Thorsteins- son, búa í Reykjavík, og Svanlaug Torfa- dóttir, gift Ásgeiri Þ. Óskarssyni, búa í Kðpavogi. Guölaugur ólst upp í Hvammi og tók landspróf utanskóla frá MR 1948 og kennarapróf 1953. Lauk námskeiöi viö Kennaraskólann í Ollerup, Danmörku, 1953, lauk stúdentsprófi við MR 1958 og handavinnukennaraprófi 1961. Stund- aði nám i íslensku við H.í. i hjáverkum og námsorlofi, hafði lokið öllum prófum og xtlaði sér að skrifa lokaritgerð til BA- prófs þegar um hœgðist. Guðlaugur var kennari í Norðurárdal og Þverárhlíð 1950-52, við Laugarnes- skóla 1953-55, Breiðagerðisskóla 1955- 58, Varmalandsskóla 1958-65 og 1971- 1993, og var skólastjóri veturinn 1964- 65. Guðlaugur tók við búi foreldra sinna í Hvammi 1959 og bjó þar til dauða- dags. Hann var formaður UMF Brúarinnar 1959-1962 og 1963-65. Gjaldkeri UM5B 1961-1963. í stjóm búnaöarfél. Hvítár- síðu 1965-1980, Veiðifélags Hvítár og Norðlingafljóts 1970-80, fonn. 1975- 80. í skólanefnd Reykholtsskóla 1970- 1989. Sýslunefndannaður 1978-88. Hreppstjóri Hvítársíðuhrepps frá 1979. Hreppsnefndarmaður frá 1982. Guðlaugur kvxntist 8. nóv. 1953 Steinunni Önnu Guðmundsdóttur, f. 5. sept. 1931, en hún er dóttir hjónanna Guðmundar Guðmundssonar, bónda á Efri-Brú í Grímsnesi, og Amheiðar Böðv- arsdóttur frá Laugarvatni. Böm Guðlaugs og Steinunnar Öniiu eru: Amheiður f. 16. júní 1953, fjöl- miðlafraeðingur, í sambúð með Bergþóri Úlfarssyni; Jóhanna Ema, f. 20. ágúst 1955, hjúkmnarfrceðingur, gift Giulio Molinari, þau eiga einn son, Lorenzo Vil- helm, og em búsett á Ítalíu; Bryndís, f. 24. okt. 1957, hjúkrunarfrxðinemi við Háskólann á Akureyri, gift Guðmundi Birki Þorkelssyni, þau eiga dxturnar Elfu og Brynju Elínu; Guðmundur, f. 11. júní 1962, stúdent og húsasmiður, kvxntur Kristínu Eyjólfsdóttur, þeirra börn em Sindri og Steinunn; Torfi, f. 12. mars 1965, stúdent, vél- og rennismiður. Útfór Guðlaugs fór fram 21. júní í kyrrþey, að ósk hins látna. Kveöja frá börnum Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lœrzt að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló. Og hvemig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín Ijóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin Ijúfoggóð. Samt vissirðu að Dauðinn við dymar beið. Þig dreymdi að hann kxmi hljótt og legði þér brosandi hönd á hjarta. Svo hvarfhann, en Ijúft og rótt heyrðirðu berast að eymm þér óm afundursamlegum nið. Það var eins og fxm þar fjallasvanir úr fjarlxgð með söngvaklið. OgDauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis iir húmi hnígandi nxtur með hxkkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bxn þín var orðin að blómum við fótskör hans. Hann tók þig í fang sér og himnarnir hófii í hjarta þér fagnandi söng. Og sólkerfi daganna svifu þar um sál þína í tónanna þröng. En þú varst sem bamið, er beygir kné til bxnar í fyrsta sinn. Það á engin orð nógu auðmjúk til, en andvarpar: Faðir minn! t MINNING (Tómas Guömundsson) Fráfall Guölaugs Torfasonar, bónda og kennara að Hvammi í Hvítársíðu, bar brátt að, þó hann hefði kennt þess meins, er dró hann til dauða, fyrir nokkrum árum. Hann var snemma uppi við bústörf- in eins og vani hans var, þegar kall- iö kom fyrirvaralaust og mér býður í grun að þannig hafi hann gjarnan viljað enda jarðvist sína. Guðlaugur tók ungur við búi foreldra sinna, en hafði áður aflað sér meiri menntun- ar en gerðist meðal bænda á þeim tíma, hafði þá bæði lokið stúdents- prófi frá MR og kennaraprófi. Og meðfram bústörfunum stundaði hann kennslu við Varmalandsskóla flest sín búskaparár og var skóla- stjóri um hríð. Mörgum reynist erf- itt aö skipta sér svo á milli tveggja ólíkra starfa að vel takist til á báð- um vígstöðvum, en Guðlaugi tókst það svo vel að með ólíkindum var. Þar hjálpaðist að dugnaður hans, útsjónarsemi og harðfylgi og svo samvinna hans og eiginkonunnar, Steinunnar Önnu Guðmundsdótt- ur, sem var jafnoki hans við bú- störfin. Guðlaugur var ákafamaður við öll verk og unni sér ekki hvíldar fyrr en við verklok. Jafnframt var hann óvenju laginn og útsjónarsamur og ráðdeild hans er óhætt að róma. Hann fann ótal ráð til að létta sér og sínum störfin í búskapnum og nýtti hvert tæki og hverja vél svo ekki verður betur gert. Enn eru 50 ára gamlar dráttarvélar nýttar við snúning og rakstur í Hvammi við hlið nýtísku véla, og til að fækka hringjunum í kringum flekkinn við rakstur tengdi hann þrjár frekar en tvær rakstrarvélar saman og allt virkaði eins og ætlast var til. í smiðju lék allt í höndum hans, mér er nær að halda að hey hafi aldrei hrakist í Hvammi vegna vélarbil- ana, eins og víða er reyndin. Guðlaugur var ræktunarmaður af lífi og sál og Hvammsjörðin ber honum þar fagurt vitni. Jöröina girti hann alla af og græddi sanda og mela með ánni, aukinheldur fjallið upp af bænum, þannig að nú má segja að hún sé öll fullgróin og skógarreitur í hlíðinni eykur áhrifa- mátt þessara verka á gesti og gang- andi. Snyrtimennska var honum í blóð borin og allur bæjarbragur í Hvammi ber þess merki. Fyrir u.þ.b. tuttugu árum vakti það til dæmis athygli blaðamanns, sem átti leið um sveitina, að allir girðingarstaur- ar meðfram heimreiðinni voru ný- málaðir. En Guðlaugur átti fleiri hliðar. Hann var kennari af hugsjón og lagöi sig i líma við að þjóna nem- endum sínum þannig að þau nytu skólavistarinnar sem best og hefðu af henni sem mest gagn. Hann gerði til þeirra miklar kröfur en um leið sanngjarnar og nemendur hans náðu árangri. Uppkomnir nemend- ur hans bám honum gott orð og þótti vænt um hann, sumir héldu bréfasambandi við hann ævilangt. Heima í Hvammi var lagni hans við börn og ungmenni augljós. Guðlaugur hafði sérstakt lag á að halda þeim til léttra gagnlegra verka, sem þau sóttust eftir aö vinna fyrir hann, og verkefnin vom fjölbreytt og óþrjótandi. Heima í bæ glímdu þau við orðaleiki, gátur og þrautir af ýmsu tagi. Systkina- börn þeirra hjóna og síðar barna- börnin sóttust eftir sveitastörfun- um á sumrin, þannig að það þurfti töluvert skipulag hin síðari ár til að sem flestir kæmust að. Þau sakna nú öll sárt vinar í stað. Oft vom erlend ungmenni í vinnu í Hvammi í lengri og skemmri tíma. Guðlaugur naut þess að kenna þeim íslenska tungu og fræða um land og lýð. Um leið nam hann margt af þeim um mál þeirra og menningu. Flest þessara ung- menna urðu ævivinir þeirra hjóna og hafa þau skipst á gagnkvæmum heimsóknum, einkum hin síðari ár. íslensk menning og tunga voru Guðlaugi hugleikin og hann gaf sér tíma til aö safna bókum og tímarit- um. í hjáverkum lærði hann bók- band og batt mikið inn hin síðari ár og handbragðið leynir ekki góðum vinnubrögðum hans á þessu sviði. Þótt Guðlaugur sæktist ekki eftir mannvirðingum, því hann var í eðli sínu hlédrægur, þá hlóðust á hann trúnaðarstörf. Samferðafólk hans vildi njóta krafta hans vegna þess að hann var vel menntaður, víðsýnn, fylginn sér, rökfastur og með sterka réttlætiskennd. Öll verk sín á sviði félagsmála vann hann af samviskusemi og trúnaði. Hann var áhugasamur um þjóðmál og ræddi þau gjarnan af miklum þunga og al- vöru í bland við hressilega kímni, sem honum var líka gefin. Guðlaugur í Hvammi var óvenju- legur maður um margt og vel gerð- ur. Hann hefur, með verkum sínum og framgöngu allri, reist sér óbrot- gjarnan bautastein, sem mun halda minningu hans hátt á lofti og sefa sáran söknuð sem nú sækir að fjöl- skyldunni í Hvammi. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Birkir Þorkelsson Fregn af andláti ættingja, vensla- manns og vinar valda sársauka, trega og tómleika. Þó að þeim, sem eftir lifa, hafi verið ljóst að hverju stefndi eða við hverju mætti búast, hefur fregnin í fyrstu lamandi áhrif, kemur svo róti á hugann, hugsað er til baka og líka um það allt, sem eftir var að ræða og gera. Þannig varð mér við þegar ég frétti skyndilegt andlát svila míns og vinar, Guðlaugs Torfasonar, kennara og bónda að Hvammi í Hvít- ársíðu. Það örlaði jafnvel á reiði. Af hverju þurfti hann að hverfa á braut svo fljótt? Ævin er stutt athafnasöm- um manni, og hvert ár hennar ber að þakka, njóta og nýta til hins besta. Guðlaugur hafði kennt sér meins frá því að hann slapp naumlega und- an sláttumanninum mikla fyrir fáum árum. Þrátt fyrir áfall þá, unni hann sér engrar hvíldar, hann hélt áfram störfum sínum með þeirri stefnufestu og ósérhlífni, sem honum var eðlis- læg, þó að hann hafi eflaust gert sér grein fyrir því, sem af gæti hlotist. Tengdamóðir okkar Guðlaugs sagði við hann fyrir fjölmörgum árum, að sér fyndist hann byggja stórt (fjós). Hann svaraöi því til, að hann væri ekki að byggja fyrir sig, heldur fram- tíðina. Svarið lýsir vel viðhorfi Guð- laugs og framtíðarsýn til alls, sem hann tók sér fyrir hendur. Við Guðlaugur kynntumst eftir að hann var orðinn kennari við Breiða- geröisskóla. Mér varð strax ljóst, hversu námfús og fróðleiksfús þessi maður var. Hann var síspyrjandi og leitaði fróðleiks um hvaðeina, hve- nær og hvar sem hann gat, og þar sem hann taldi von um að fá svar. Þó að hann stundaði fulla kennslu, las hann jafnframt til stúdentsprófs ut- anskóla. Því lauk hann vorið 1958 og fluttist um sumarið með konu sinni og þremur ungum dætrum aö Hvammi, þar sem foreldrar hans bjuggu. Hér hófst nýr kafli í lífi Guðlaugs og fjölskyldu hans. Þau hjónin keyptu jörðina af Torfa og Jóhönnu, foreldrum Guðlaugs, sem bjuggu þó áfram á jörðinni. Ári síðar hóf Guð- laugur búrekstur, og þeir feðgar skiptu með sér verkum. Torfi starfaði að fjárbúskap, en Guölaugur kom sér upp myndarlegu kúabúi. Samhliöa búrekstri stundaði Guðlaugur kennslu við grunnskólann að Varma- landi. Þá reyndi á Steinunni, sem auk heimilisstarfa og umönnunar barna þurfti að ganga til gegninga til jafns við Guðlaug. Þá kom sér vel, að hún var vön sveitastörfum á æskuheimili sínu. Guðlaugur réðst strax í aö reisa vélageymsluhús og vel búið verk- stæöi, þegar hann var fluttur í sveit- ina. Honum var ljóst að vélar þyrftu viðhald og góða geymslu, ekki aðeins til þess að þær væru alltaf til reiðu þegar á þyrfti að halda, heldur líka til að lækka viögerðarkostnað og koma í veg fyrir sóun verömæta. Þar gat hann sjálfur annast viðhald og við- gerðir véla sinna meö dyggri aðstoð Ágústs bróður síns og siðar sona sinna. Þarna voru alls kyns vélar og tæki gerö gangfær, sem aðrir höfðu dæmt úr leik. Heyvinnsluvélar voru geymdar þar yfir veturinn, yfirfarnar að vori og búnar undir átök sumars- ins. íbúðarhúsið að Hvammi var ekki stórt og of þröngt fyrir tvær fjölskyld- ur. Guðlaugur stækkaöi húsið á hag- anlegan hátt, svo að þar urðu tvær sjálfstæðar íbúðir, sín fyrir hvora fjöl- skyldu, en þó ekki fyrr en hann hafði komið upp vélageymslunni. Þegar hann hafði lokið við aukningu á íbúðarrými fór hann að huga aö nýju fjósi — og byggði þá til framtíðar, eins og hann sagði við tengdamóður okkar. Lausagöngufjós voru þá ekki mörg í sveitum, en þeim fylgja mjaltabásar með gryfjum til að létta störf mjaltafólksins. Þetta var nýjung sem vakti athygli. Rafmagn var ekki á bænum, þegar Guðlaugur og Stein- unn fluttust inn. Hann fékk sér því rafstöð, sem hann setti upp í véla- geymsluhúsinu. Síðar notaði hann stöðina sem vararafstöö, ef almenn- ingsveitan brygðist. Sími var lagöur milli útihúsa og íbúðarhúss. Guð- laugur velti mikið fyrir sér súgþurrk- un með hituðum blæstri í fjóshlöð- unni til að auðvelda þurrkun töðunn- ar, þegar kalsavindur stæöi ofan af Arnarvatnsheiði eða rakt loft bærist að sunnan, sem hindraði eða tefði heyannir. Það voru einkenni Guð- laugs að notfæra sér tækni og hugvit til að gera störfin auðveldari og ný- tískulegri. Guðlaugur var áhugasamur rækt- unarmaður. Hann átti elstu gangfæru jarðýtu landsins og aöra sömu gerðar, sem hann notaði í varahluti. Með þessari jarðýtu braut hann land, stækkaði tún, lagfærði og ræktaði meira en nokkrum manni datt í hug að unnt væri á landareigninni. Hann sneri viö holtum og grýttri jörð, ýtti mold yfir, ræsti fram deigjur í túninu eöa lagfærði áður ræktað land á hverju ári. Ekki voru framkvæmdir hans minni á melum meðfram bökk- um Hvítár. Hann hafði kynnt sér störf Landgræðslunnar í Gunnars- holti, fylgst með uppræktun Skógas- ands af áhuga, og breytti nú melun- um við Hvítá í iðgræn tún. Þaö var fá- títt í sveitum þá, þar sem bændur hugsuðu mest um aö þurrka mýrar eða plægja upp valllendi við ræktun til túna. Guölaugur lauk við aö rækta og gera að túni mestan hluta láglend- is á landareign sinni, þó aö enn geymdi hann til síðari ára og ætti eft- ir skika á ystu mörkum, þegar hann féll frá. Gaman er að geta þeirrar snyrti- mennsku, sem þau Steinunn og Guð- laugur voru þekkt fyrir á búi sínu. Sama var hvort það var innanhúss eða utan, og í umgengni um land, vélar eða hús. Þau hlutu verðlaun fyr- ir snyrtilegasta býliö í umbun. Sá vani Guðlaugs um áratuga skeið að ráða til sín útlenda námsmenn frá ýmsum löndum Evrópu til að að- stoða við heyannir, var merkilegur þáttur menningarskipta, sem vakti athygli þeirra sem með þeim fylgd- ust. Tilgangurinn og árangurinn var margþættur: Guðlaugur gat með þessu móti eflt málakunnáttu og auk- ið við víðsýni sína og annarra heimil- ismanna, m.a. barnanna, hvort sem þau voru heimilisföst eða í sumar- dvöl. Útlendingarnir báru inn á heimiliö ferskan anda og ný viðhorf frá heimalöndum sínum. Þeir kynnt- ust á hinn bóginn íslensku sveitalífi og kjarngóðu íslensku tungutaki á menningarheimili, þar sem þeir gátu tekið þátt í uppbyggjandi umræðum um nánast hvaðeina. Innantómt hjal tíðkaðist ekki þar sem Guðlaugur var. Ungmennin á bænum voru sett í verkefni við að lesa og læra, milli þess sem þau unnu líkamlega vinnu, til að nýta hverja stund. Mörg hver lærðu í fyrsta sinn í Hvammi að vinna og taka til höndunr, jafnvel við erfiðis- vinnu á stundum. Þetta styrkti þau og þroskaði og var þeirn gott nesti til framtíðar. Þau tóku ástfóstri við land og þjóö, og milli margra þeirra og fjölskyldnanna í Hvammi mynduð- ust vináttutengsl sem ekki rofnuðu, þrátt fyrir tíma og rúm. Það reyndu Guðlaugur og Steinunn á ferðum sín- um erlendis sem gestir „fósturbarn- anna". Yfirleitt var dvöl þessara ung- menna í Hvammi þó aðeins stuttur tími að sumri. Guðlaugur var fjölmenntaður maður á ýmsan hátt, eins og fram hefur komið hér að framan. Auk kennara- og menntaskólanáms sótti hann einnig nám í Háskóla íslands nokkra vetur í landafræði og bók- menntafræði og hafði mikla ánægju af, þó að hann lyki ekki prófi. Hann hafði gaman af að hlusta á ferðasögur annarra og gladdist með viðmælend- um sínum við feröalýsingarnar. Kennsla Guðlaugs stóð í áratugi, ekki aðeins í skólum, heldur líka í daglegri önn og samskiptum við menn. Hann naut þess að rækta land og huga, fræðast og fræða. Friður Guðs fylgi þér, vinur. Kæra Steinunn, við Inga vottum þér, börn- unum og öðru venslafólki innileg- ustu samúö. Bergur Jónsson Guðlaugur Torfason lést við störf á heimili sínu, Hvammi í Hvítársíðu, 13. júní. Hann var mikill starfsmaður og féll sjaldan verk úr hendi og lifði eftir þessari grein úr Biblíunni: „Oss ber að vinna verk þess er sendi oss meðan dagur er, því nótt kemur og enginn getur unnið." Guðlaugur var kennari að mennt, tók landspróf 1948, kennarapróf 1953 og stundaði einnig nám erlend- is. Hann fékkst við kennslu í áratugi, jafnframt því að vera bóndi í Hvammi. Jarðabótamaður var hann frábær og hýsti jörð sína vel og af smekkvísi, sem allir sjá sem aka hjá Hvammi. Foreldrar Guðlaugs voru hjónin Torfi Magnússon, bóndi í Hvammi, og Jóhanna Egilsdóttir, ættuð úr Bisk- upstungum. Guðlaugur vann mikið að ýmsum félagsmálum fyrir ung- mennafélagshreyfinguna, sat í skóla- nefnd Reykholtsskóla og var hrepp- stjóri Hvítársíðuhrepps, svo fátt eitt sé talið. Kona Guðlaugs var Steinunn Anna Guðmundsdóttir frá Efri-Brú í Gríms- nesi og áttu þau fimm börn. Guðlaugur var mjög góöur kennari og hafði ánægju af að uppfræða bæöi aldna og unga. Aldrei kom ég svo að Hvammi að ég lærði ekki eitthvað af honum. Fyrir þetta allt vil ég þakka nú að leiðarlokum, einnig samstarf viö hann í stjórn Ungmennasam- bands Borgarfjaröar. Konu hans og börnum votta ég samúð mína.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.