Tíminn - 22.06.1996, Blaðsíða 22

Tíminn - 22.06.1996, Blaðsíða 22
22 wmmm Laugardagur 22. júní 1996 HVAÐ E R Á SEYÐI Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Brids, tvímenningur, í Risinu kl. 13 á morgun, sunnudag, og félags- vist kl. 14. Dansað í Goðheimum kl. 20 sunnudagskvöld. Margrét H. Sigurðardóttir er til viðtals um réttindi fólks til eftir- launa, föstudaginn 28. júní. Panta þarf viðtal í s. 5528812. Árbaejarsafn Árbæjarsafn verður opið nú um helgina frá kl. 10 til 18. í dag, laugardaginn 22. júní, verð- ur teymt undir börnum frá kl. 14- 15. Börnum sýnd leikfangasýningin og farið í gamla leiki. Vorvertíðarlok verða á morgun, 23. júní, en þá mun Jón Einarsson kynna íslenskar jurtir og boðið verð- ur upp á grasate í Kornhúsi. Hægt verður að fræðast um jurtalitun og litunarjurtir í Árbænum og gestum verður skenkt grasamjólk. Auk framangreindra viðburða verður tóvinna, roðskógerð, harm- óníkuleikur, hannyrðir og gullsmíði í safnhúsunum. Að kveldi sunnudags mun svo verða farið í hina vinsælu Jóns- messunæturgöngu um Elliðaárdal. Þar getur göngufólk fræðst um sögu og minjar í dalnum eða velt sér í BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELG ARPAKK AN A OKKAR REYKJAVÍK 568-6915 AKUREYRI 461-3000 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar döggvotu grasinu á Jónsmessunótt. Lagt verður af stað frá Árbæjarsafni kl. 22 og gengið niður eftir dalnum. Þátttaka í göngunni er ókeypis. Regnboginn sýnir: Víetnamska verb- launamyndin „Cyclo" Vegna fjölda áskorana mun kvik- myndahúsið Regnboginn nú taka aftur til sýninga, í nokkra daga, víet- nömsku myndina „Cyclo", sigur- vegara kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum. Myndin er í leikstjórn Tran Anh Hung, sem sló í gegn með verðlaunamyndinni „Scent of a Green Papaya". Myndin fjallar um ungan munað- arlausan leigukerruekil, sem býr ásamt systrum sínum tveimur og afa sínum í einu af úthverfum Ho Chi Minh-borgar. Hann vinnur myrkr- anna á milli við leigukerruakstur- inn, sem er honum í blóð borinn, til að framfleyta sér og sínum. Líf hans breytist skyndilega þegar mafía borgarinnar stelur af honum kerr- unni og heimtar fyrir hana lausnar- gjald. Pilturinn hefur ekki efni á því aö greiða fyrir kerruna og neyðir mafían hann þá til að feta glæþa- brautina og vinna fyrir kerrunni. Verkefnin hlaðast upp og áður en varir uppgötvar pilturinn að það getur orðið erfitt fyrir hann að snúa við og aðeins kraftaverk getur bjarg- að honum. Myndin, sem lýst hefur verið sem óhefðbundnum spennutrylli, hefur vakið gríðarlega athygli víða um heim og unnið til fjölda verðlauna. Myndin var áður sýnd á kvik- myndahátíð Regnbogans og Hvíta tjaldsins í nóvember síðastliðnum. Aðalhlutverk: Leung Chi Wai og Tran Nu Yen Khe. Akureyri: Gítartónleikar á Listasumri Annað kvöld, sunnudag, kl. 20.30 heldur Þórólfur Stefánsson gítarleik- ari tónleika í Deiglunni. Á efnis- skránni eru m.a. verk eftir Alfonso Mundarrr, Johann Merz, Piazzola og Jón Ásgeirsson. Þórólfur er Skagfirðingur, fæddur á Sauðárkróki, en stundaði nám við gítardeild Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, lengst af hjá Jósef Fung, en einnig hjá Páli Eyjólfssyni. Að loknu námi hér á landi hélt hann til Stokkhólms, þar sem meðal kennara hans var Rolf La Fleur. Síð- an þá hefur hann starfað sem tón- listarmaður og tónlistarkennari í Stokkhólmi og hlotið tónleikastyrki frá Norræna menningarsjóðnum. Verkleg sjóvinna kynnt í Sjóminjasafninu Sjóminjasafnið í Hafnarfirði er nú opið alla daga frá kl. 13-17 fram til 30. september. í safninu eru varð- veittir munir og myndir er tengjast sjómennsku og siglingum fyrri tíma, þ.ám. þrír árabátar. Þekktastur þeirra er að líkindum landhelgisbáturinn Ingjaldur sem Hannes Hafstein, þá- verandi sýslumaður ísfirðinga, fékk lánaðan 10. október 1899 til að fara á að breskum landhelgisbrjót á Dýrafirði. Sökktu Bretar bátnum og fórust með honum þrír menn, en tveir björguðust auk sýslumanns. Einnig er til sýnis loftskeyta- og kortaklefi af nýsköpunartogaranum Röðli GK 518, ýmis veiðarfæri, áhöld og tæki, m.a. klippurnar frægu úr þorskastríðunum 1972- 1976, skipslíkön og fleira. Á morgun, sunnudag, sýnir gam- all sjómaður netabætingu í safninu frá kl. 13-17, en stefnt er að því að kynna verklega sjóvinnu alla sunnu- daga í sumar. Sunnudaginn 30. júní verður sýnd vinna við lóðir. í forsal Sjóminjasafns stendur nú yfir sýning á 15 olíumálverkum eftir Bjarna Jónsson listmálara. Allt eru þetta myndir um sjómennsku og sjávarhætti fyrir daga vélvæðingar og má því segja að um hreinar heimildarmyndir sé að ræða. Allar myndirnar eru til sölu. Akureyri: Erótík og íslandsmyndir ■ Deiglunni í dag, laugardag, verður opnuð í Deiglunni sýning undir yfirskrift- inni „Erótík". Hér kemur saman ein- valalið, þeir Bragi Ásgeirsson, Gunn- ar Örn Gunnarsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Magnús Kjartansson, Samúel Jóhannsson (sajóh) og Þórb- ur Valdimarsson (Kikó Korriró). Þeir eru allir þekktir fyrir að fara eigin leiðir í myndlistinni og taka við- fangsefnin sínum tökum. Verk þeirra á sýningunni eru öll erótísk og er spennandi að sjá á hve ólíkan hátt þeir skynja þá undarlegu skepnu sem tíkin sú er. Sýningin stendur til 3. júlí og er opin frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Á mánudagskvöldum verður hins- vegar á dagskrá Listasumars í Deigl- unni litskyggnusýning Danans Jorgens Max. Jorgen hefur hrifist af íslandi og ferðast mikið um landið. Hann hefur tekið ógrynni af mynd- um víðsvegar og unnið upp úr þeim litskyggnusýningu um land og þjóð, LEIKHÚS • LEIKHÚS • LEIKHÚS • LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR M SÍMI 568-8000 f Samstarfsverkefni vi& Leikfélag Reykjavíkur: Leikfélag íslands sýnir á Stóra svib kl. 20.00 Stone free eftir Jim Cartwright. Handrit: Cunnar Cunnarsson Leikstjóri: Ása Hlín Svavarsdóttir Leikmynd, búningar og grímur: Helga Arnalds Tónlist: Eyþór Arnalds. Leikarar: Ásta Arnardóttir, Ellert A. Ingimund- arson og Helga Braga jónsdóttir. Frumsýning föst. 12/7, 2. sýn. sunnud. 14/7, 3. sýn. fimmtud. 18/7. Forsala a&göngumiða hafin Litla svi&ib kl. 14.00 Culltáraþöll eftir Asu Hlín Svavarsdóttur, Cunnar Cunnarsson og Helgu Arnalds. Forsýningar á Listahátíð í dag 22/6 og á morgun 23/6 4Þ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 Stóra svi&ib kl. 20.00 Taktu lagiö Lóa eftir Jim Cartwright í kvöld 22/6. Uppselt Á morgun 23/6. Örfá sæti laus Ath. a&eins þessar 2 sýningar í Reykjavík Leikferb hefst me& 100. sýningu leikársins á Akureyri fimmtud. 27/6. Cjafakort í leikhús — sígild og skemmtileg gjöf Mi&asalan er opin laugard. 22/6 og sunnud. 23/6 frá kl. 13:00 til 20:00 Sími mi&asölu 551 1200 Sími skrifstofu 551 1204 Mi&asalan er opin frá kl. 15-20 alla daga. Lokab á mánudögum Tekib er á móti mi&apöntunum í sima 568 8000. Skrifstofusími er 568 5500. Faxnúmer er 568 0383. Grei&slukortaþjónusta. Aðsendar greinar sem birtast eiga í blaöinu þurfa aö vera tölvusettar og vistaöar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eöa Macintosh umhverfi. Vélrit- aöar eöa skrifaöar greinar geta þurft aö bíöa birtingar vegna anna viö innslátt. sem hann hefur hljóðsett og kallar „ísland er landib". Sýningin verður á mánudagskvöldum kl. 20.30 í allt sumar. Háskólafyrirlestur Hermann Pálsson, prófessor eme- ritus við Edinborgarháskóla, flytur opinberan fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla íslands mánu- daginn 24. júní kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Viðhorf til Sama í íslenskum fornritum". Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Sólstöbuferó HÍN Sólstöðuferb Hins íslenska nátt- úrufræðifélags verður að þessu sinni farin um uppsveitir Árnessýslu og nærliggjandi heiðalönd laugardag- inn 29. júní og sunnudaginn 30. júní. Áhersla verður lögð á gróðurfar svæðisins, baráttuna vib jarðvegs- eyðingu, landgræðslu og skógrækt. Einnig verba skoðaðar jökulminjar frá lokum ísaldar ásamt ýmsum öðr- um jarðfræöilegum fyrirbærum. Lagt verður af stað frá Umferðar- miðstöðinni laugardaginn 29. júní kl. 13 (ath. breyttan brottfarartíma vegna forsetakosninga). Leiðbeinendur í ferðinni verba Sigurður H. Magnússon gróðurvist- fræðingur og Þorfinnur Gubnason kvikmyndatökumaður, auk farar- stjóranna Freysteins Sigurðssonar jarbfræðings og Guttorms Sigbjarn- arsonar jaröfræðings. Þátttökugjald í ferðinni er kr. 4000 fyrir fullorðna og hálft fargjald fyrir böm auk gisti- gjalds að Geysi. Öllum er heimil þátttaka og em menn beðnir um að skrá sig í feröina sem fyrst á skrif- stofu HÍN. Lesendum Tímans er bent á að framvegis verða til- kynningar, sem birtast eiga í Dagbók blaðsins, að berast fyrir kl. 14 daginn áður. Pagskrá útvarps og sjónvarps Laugardagur 22. júní 6.45 Ve&urfregnir 6.50 Bæn 7.31 Fréttir á ensku 8.00 Fréttir 8.07 Snemma á laugardagsmorgni 8.50 Ljó& dagsins 9.00 Fréttir 9.03 Út um græna grundu 10.00 Fréttir 10.03 Ve&urfregnir 10.15 Me& sól í hjarta 11.00 í vikulokin 12.00 Útvarpsdagbókin og dagskrá laugardagsins 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Ve&urfregnir og auglýsingar 13.00 Forsetaauki á laugardegi 13.30 Helgi íhéra&i: Útvarpsmenn á ferð um landiö 15.00 Tónlist náttúrunnar, 16.00 Fréttir 16.08 ísMús '96 17.00 „íslands einasti skóli" 18.00 Standarðar og stél 18.45 Ljóð dagsins 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar og ve&urfregnir 19.40 Sumarvaka - þáttur me& léttu sniði á vegum Ríkisútvarpsins á Akureyri. 21.00 Heimur harmóníkunnar 21.40 Úrval úr kvöldvöku: Spá& í spil 22.00 Fréttir 22.10 Ve&urfregnir 22.20 Út og suður 23.00 Dustað af dansskónum 24.00 Fréttir 00.10 Um lágnættiö 01.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Ve&urspá Laugardagur 22. júní 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.50 Hlé 13.15 Mótorsport 13.45 EM i knattspyrnu 17.15 EM í knattspyrnu 19.20 Táknmálsfréttir 19.30 Myndasafnið 20.00 Fréttir og ve&ur 20.35 Lottó 20.40 Simpson-fjölskyldan (22:24) (The Simpsons) Bandarískur teikni- myndaflokkur um Hómer, Marge, Bart, Lísu og Möggu Simpson og vini þeirra í Springfield. Þý&andi: Ólafur B. Guðnason. 21.10 Vistaskipti (The Great Mom Swap) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1995 um tvær unglingsstúlkur sem eiga sér ólíkan bakgrunn. Þeim er refsað fyrir prakk- arastrik me& því a& þær eru látnar skipta um heimili og þroskast bá&ar á vistaskiptunum. Leikstjóri: Jonathan Prince. A&alhlutverk: Shelley Fabares og Valerie Harper. Þýðandi: Helga Tómasdóttir. 22.45 Grunsemdir (Suspicion) Bandarísk spennumynd frá 1941 eftir Alfred Hitchcock. Joan Fontaine hlaut óskarinn fyrir myndina en hún er í hlutverki konu sem grunar mann sinn um a& reyna að koma sér fyrir kattarnef. Önnur a&alhlutverk leika Cary Grant og Cedric Hardwicke. Þý&andi: Kristrún Þór&ardóttir. 00.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Laugardagur 22. júní y* 09.00 Kata og Orgill gÆnríí/I ö 09.25 Smásögur r“0/l/O£ 09.30 Bangsi litli “ 09.40 Eðlukrílin 09.55 Náttúran sér um sína 10.20 Baldur búálfur 10.45 Villti Villi 11.10 Heljarslób 11.30 Ævintýrabækur Enid Blyton 12.00 NBA-molar 12.30 Sjónvarpsmarka&urinn 13.00 Nýli&arnir 15.00 Fleiri pottormar 16.30 Andrés önd og Mikki mús 16.50 Rétt ákvörðun 18.20 NBA-tilþrif 19.00 19 >20 20.00 Fyndnar fjölskyldumyndir (11:25) (America's Funniest Home Videos) 20.30 Gó&a nótt, elskan (11:26) (Goodnight Sweetheart) 21.05 Denni dæmalausi (Dennis the Menace) Ný gaman- mynd fyrir alla fjölskylduna um þennan erkiprakkara sem er frægur úr teiknimyndasögum Hanks Ketcham. Myndin fjallar um ævintýri Denna dæmalausa en auk hans koma vi& sögu foreldrar hans Harry og Alice, hundurinn Ruff og vinurinn Joey, að ógleymdum nágrannahjón- unum George og Mörthu Wilson. Framleiðandi myndarinnar er grín- kóngurinn John Hughes en í helstu hlutverkum eru Christopher Lloyd, Joan Plowright, Lea Thompson og Walter Matthau. Leikstjóri er Nick Castle. 1993. 22.45 Dagur fri&þægingar (Day of Atonement) Hörkuspenn- andi mynd um mafíósann Raymond Bettoun sem losnar úr fangelsi í Frakklandi og heldur raklei&is til Mi- ami þar sem sonur hans, Maurice, hefur hreiðraö um sig. Maurice virð- ist hafa atvinnu af kynningarmálum og fjármögnun en fljótlega kemur á daginn a& hann lifir á peningaþvætti og dópsölu. Slík starfsemi flokkast sem glæpur innan frönsku mafíufjöl- skyldunnar en Raymond fær ekki rönd vi& reist. Abalhlutverk: Roger Hanin, Jill Clayburg, Jennífer Beals og Christopher Walken. Leikstjóri: Alexandre Arcady. 1992. 00.50 Nýliðarnir (Blue Chips) Lokasýning 02.35 Dagskrárlok Laugardagur 22. júní Qsvn 17.00 Taumlaus tónlist 19.30 Þjálfarinn 20.00 Hunter 21.00 Surtur 22.30 Órá&nar gátur 23.45 Heiftaræ&i 01.15 Dagskrárlok Laugardagur 22. júní ' 09.00 Barnatími Stö&var 11.05 Bjalian hringir 11.30 Suður-ameríska knattspyrnan 12.20 Á brimbrettum I 13.10 Hlé 17.30 Brimrót 18.15 Lífshættir ríka og fræga fólksins 19.00 Benny Hill 19.30 Vísitölufjölskyldan 19.55 Moesha 20.20 Pabbastelpur 21.55 Hermdarverk 23.30 Endimörk 00.10 Mor& í New Hampshire (E) 01.40 Dagskrárlok Stö&var 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.