Tíminn - 22.06.1996, Blaðsíða 17

Tíminn - 22.06.1996, Blaðsíða 17
Laugardagur 22. júní 1996 17 Umsjón: Blrgir Cubmundsson JVIeð sínu nefi Lag þáttarins í dag er eitt af þessum gömlu góöu sem gengiö hafa í endurnýjun lífdaga. Þetta er lagið „Ég sendi henni blikk", sem Dumbó og Steini geröu vinsælt á sínum tíma og sem bítlahljómsveitin Sixties hefur tekið upp á nýjustu plöt- unni sinni „Ástfangnir". Góöa söngskemmtun! EG SENDI HENNI BLIKK G Em Sjalla la la la la la la G Em Sjalla la la la la la la J I 0 0 0 3 G Em Seint um kvöld ég sendi henni blikk C D og sá að hjarta hennar tók þá rykk. G Em Annað sendi alveg eins og skot, C D eftir sáralítið heilabrot. Til mín þegar beint hún brosti, B F blómleg var að minnsta kosti. F Ung og fögur átján vetra, B F allt mér virtist til hins betra. A B Ef ég núna næöi henni, F í nótt hún væri mín, B F í nótt hún væri mín. A G Hún sagði ég væri sætasti drengur, A G síðan ég beðið gat ekki lengur, A G vissi að hún vildi hér, B F að ég héld'enni fast upp að mér. Sjalla la la la la la la Sjalla la la la la la la Fús ég vildi fylgja henni af stað og fátt hún taldi eðlilegra en það. Hún sagði að vel saman ættum við og svona lagað þyldi enga bið. Til mín þegar beint hún brosti, blómleg var að minnsta kosti. Ung ofc fögur átján vetra, allt már virtist til hins betra. Ef ég njúna næði henni, í nótt hún væri mín, í nótt hún væri mín. Em m m ! rT’ 0 2 2 0 0 0 c < :xj * i L 1 < > < o L '» * 2 < • o < » < i < » X 3 v \ > B(Aís) X X 2 3 4 • < i < i < ► X 0 I 2 3 0 Venjum unga hestamenn strax á að NOTA HJÁLM! U UMFERÐAR RÁÐ iað/m^/K? Ca. 20 stk. 150 gr smjör 125 gr sykur 2egg 2 1/2 dl hveiti 2 msk. kakó 1 tsk. lyftiduft 1 dl rúsínur Smjör og sykur hrært saman létt og ljóst. Eggjunum bætt út í, einu í senn. Blandið saman hveiti, kakói og lyftidufti og sigtið því út í hræmna. Bætið rúsínunum út í og hrærið vel saman. Látið deigið í pappírs- form (ca. 1/2) og bakið við 200° í ca. 12 mín. Það má líka bæta í deigið smátt söxuðum hnetum/möndlum og rösp- uðu appelsínuhýði. Eftirréttur úr ávöxtum. (fóður ýamfl/aý'f efit/rríttut0 150 gr þurrkaðar apríkósur 150 gr þurrkaðar sveskjur 150 gr epli Rasp eða tvíbökumylsna 2 1/2 dl þeyttur rjómi Smjör, sykur, kanill Apríkósurnar og sveskjurnar lagðar í bleyti yfir nótt. Soðnar mjúkar og bragðað til með sykri. Eplin skræld og soðin meyr, öllu blandað saman og jafnað með smávegis kartöflu- mjöli hrærðu út í köldu vatni. Kælt og sett í glerskál. Tví- bökumylsnan sett á pönnu ásamt sykri og smjöri, smáveg- is kanil. Hitað saman og hrært í á meðan. Sett yfir ávextina í skálinni. Þeyttur rjóminn sett- ur ofan á eða borinn sér með. Brauðosta/br/Kýut0 Góður með súpu 50 gr smjör 2 1/2 dl mjólk 25 gr ger 1 tsk. salt 1 tsk. sykur Súkkulabimuffins. Braubostahringur. 1 egg Ca. 8 dl hveiti Fylling: 250 gr rifinn ostur 2 egg 1 tsk. paprikuduft Egg til að pensla með Bræðið smjörið, mjólkin sett út í, haft ylvolgt (ca. 37°). Ger- ið leyst upp í vökvanum. Salti, sykri, eggi og mestu af hveit- inu bætt út í og hnoðað sam- an. Deigið látið lyfta sér í ca. 30 mín. Eggin hrærð saman, smávegis tekið frá til að pensla hringinn með. Ostinum og eggjunum blandað saman. Deigið flatt út í lengju. Osta- blandan og paprikan smurð á og vafið saman eins og rúllu- terta. Sett í form með sam- skeytin niður og myndaður hringur. Látið hefast í 15 mín. Penslað með eggi. Bakað við 200° í 35 mín. NÝTT OG SPENNANDI: /Caýctö//ufiÖKKu£ðÍr- ur m/?Í/kÍu 10-12 stk. 5 stórar kartöflur 1 stór laukur 3egg 2 msk. hveiti Viö brosum Tvær vinkonur stóðu og töluðu saman. Önnur sagði: „Maðurinn minn er orðinn svo gleyminn." „Já, það er alveg rétt," svaraði vinkonan. „í gærkvöldi þurfti ég þrisvar sinnum að minna hann á að það ert þú sem hann er giftur." Gesturinn á veitingastaðnum: „Þessi súpa bragðast ekki nærri eins vel og sú sem ég fékk hér í síðustu viku." Þjónninn: „Ég skil það nú ekki. Þetta er nákvæmlega sama súpan." A: Hvers vegna skyldi tannlæknirinn vilja búa til „brú" upp í mig? B: Þaö hlýtur að vera til að tannpínan geti gengið yfir. 1/2 dl mjólk 150 gr skinka ; smábitum Salt, pipar or aregano Smávegis rifinn ostur Olía til steikingar Kartöflurnar skrældar og rifnar niður. Skinkan söxuð og laukurinn rifinn niður. Öllu hráefninu hrært saman og lát- ið bíða í ca. 20 mín. Olían hit- uð á pönnu, kartöfluhræran sett á pönnuna í smáklatta á stærð við hakkabuffsneiö. Steikið klattana við meðalhita í ca. 10 mín. á hvorri hlið. Bor- ið fram með blönduðu salati, nýbakað. /Ihd/uepíaiaia 750 gr skræld epli 100 gr smjör 75 gr sykur 2 egg Raspað hýði af 1 sítrónu 200 gr muldar möndlur Eplin skorin í smábita, skol- uð. Soðin í mauk með vatninu sem tollir utan á þeim. Bragð- ið til með sykri og hrærið í. Smjörið er hrært með sykrin- um létt og ljóst. Eggin hrærð út í, eitt í senn. Sítrónuraspið og möndlurnar hrært saman vib ásamt eplamaukinu. Deig- ið sett í eldfast mót. Bakað við 175° í ca. 35 mín. Kakan er borin fram volg með þeyttum rjóma. Ef púðursykurinn verður harbur, er gott ab láta rúg- braubsneið í pokann. Þá lin- ast hann aftur. ® Þab má láta hálfan bolla af köldu kaffi út í jröpnukökudeigib. Ef illa gengur að taka bréfið af rúllutertunni, er ráð ab láta rakt stykki á pappírinn smástund. Þá losnar pappfrinn án þess ab skemma kökuna. ^ Þab er gott ráb ab nota gamlan grillhanska þegar vib þurrkum ryk af stóru pottaplöntunum okkar. Höfum hanskann abeins rakan. Ef fluga stingur þig, má strjúka sundurskomum lauk yfir stunguna. Þá svíður ekki eins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.