Tíminn - 22.06.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.06.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. júní 1996 5 Frá hátíbahöldum á Hólmavík 17. júní. Tímamynd Stefán Císlason Jón Kristjánsson: Máttur skoðanakannana — forsetakjör — sameiningarmál í þessari viku bar það til tíöinda í forseta- slagnum að Guðrún Pétursdóttir dró framboð sitt til baka. Þetta er ný staða sem ekki hefur komið upp áður. Akvörð- un Guðrúnar skil ég mjög vel. Staða hennar í skoðanakönnunum var slík að ekkert nema kraftaverk hefði getað snúið hjólinu henni í hag á einni viku. Það er annað en gamanmál að slást við slíkar aðstæður og kosta miklu til, bæði vinnu og fjármunum. Ákvörðun sem þessi hlýt- ur að vera erfið, en hún sýnir raunsætt mat. Máttur skoðanakannana Þetta atvik sýnir mjög ljóslega hver mátt- ur skobanakannana er orðinn. Þær em orðnar fræöigrein og afar áhrifamiklar og stýra miklu fleiru í stjórnmálum og við- sldptum en opinberað er. Fyrirtæki láta gera skoðanakannanir eða kaupa spurning- ar um allt milli himins og jarðar. Ég hef lent í því ab vera yfirheyrður drykklanga stund símleiöis um tilteknar tegundir af megrunarmat, musli, kornflexi og fleiru þess háttar. Af niðurstöðunum eru dregnar ályktanir um áherslur í sölu og þjónustu. Þab dettur ekki nokkmm manni í hug nú- orðið annað en að skoðanakannanir séu marktækar. Ábur var þessu ekki svo farið. Ég man eftir því að stjórnmálamenn reyndu að leiða þær hjá sér sem óþægilega vitleysu. Fyrstu árin mín á þingi sáu enn dagsins ljós tillögur um að setja þessum könnunum þröngar skorður. Ég held að skobanakannanir séu löngu komnar til ab vera og þessi umræða er ab mestu hljóbn- ub. Frambjóðendur verða að læra ab lifa með þeim. Skoðanakannanir og for- setakosningar Það er ljóst að kannanir gefa mjög skýra mynd í forsetakosningunum. Þar stendur frambjóðandinn einn gagnvart þjóðinni. Þar eru engin kjördæmi, engir stjórnmálaflokkar eða ------------ staðbundnar abstæður sem hafa áhrif. Spurn- ingin er: Viltu þessa per- sónu eða hina? Það er ekkert smámál ab bæta vib sig 20-30% fylgi hjá þjóbinni í slíkum slag. Þetta hefur Guðrún Pét- ursdóttir séð og tekið þessa staðreynd alvar- lega. Menn Ný álitamál Þetta dæmi vekur upp nýjar spurning- ar varðandi kosningalögin og kallar á umræðu um álitamál lögfræðilegs eðlis, sem ekki er tekiö á í núgildandi lögum. Getur frambjóbandi dregið sig til baka án þess að nokkrar reglur gildi um þá ákvörðun? Er hægt að gera slíkt allar göt- ur fram að kjördegi? Hvað ef aðeins tveir eru í framboði? Hvab um hinar breyttu forsendur sem skapast við slíkar ákvarb- anir? Allt þetta þarfnast umræðu. Tilkoma nýrra aðferba vib mælingar fylgis, sem þróast ár frá ári — í raun ný upplýsinga- tækni — kallar á athugun á þeim kafla kosningalaganna sem tekur á þessum spurningum og fleirum sem vakna. Þab er lífsreynsla fyrir þá, sem hafa lif- að og hrærst í kosningum í tvo áratugi, að horfa á einar kosningar án þess að taka þátt í baráttu einstakra frambjóð- enda. Ég verð ab viðurkenna að þrátt fyr- ir áhuga á málefninu hafa kynningar frambjóðenda farið í miklum mæli fram- hjá mér. Hins vegar hef ég heyrt sumt, -------------- ásamt umfjöllun fjöl- miðla, og ég hef rennt augum yfir blaðagrein- ar um þetta mál. am Stundum virkar þessi umfjöllun á mann eins IHðlpfní og absúrdleikrit. Þras maicim um trúarskoðanir Ólafs Ragnars, ásamt því ---------------- hvort hurð á flugvél Péturs Hafstein hafi opnast um fimm eða sjö sentímetra. Ég er með þessu ekki að halda því fram að allar umræbur hafi verið með þessum hætti. Hlutverk forsetans hér heima og er- lendis hefurverið til umræðu í kosninga- baráttunni. Ég hef áður lýst því yfir að ég tel embætti forseta íslands vera í farsæl- um farvegi nú og næsta forseta hafa gott veganesti og fyrirmynd í starfi fyrirrenn- ara sinna. Ekki fleiri orð um þab að sinni. Sameining eða sumarást Nú í sumarblíðunni heyrast fréttir af því ab Margrét Frímannsdóttir sé búin að skrifa bréf til stjórnarandstööuflokkanna og bjóða upp á viðræður um sameigin- lega afstöðu í ýmsum málum. Morgunút- varpið er byrjað að leiða foringja stjórn- arandstöðunnar saman í viðræður um sameiningarmál. Þetta virbist ætla ab verða sumarsinfónía enn á ný, því að fyr- ir ári var þessi umræða í hámarki í þing- hléinu. Þab kom auðvitað ekkert út úr henni og samstaða stjórnarandstöðunn- ar var ekkert meiri á síbasta þingi en áður hefur verið. Þess er tæpast að vænta að nokkur breyting verbi þar á í sumar, þótt viðræð- ur verði í gangi. Það er nú þannig í stjórnarandstöðunni að þar vegur hver annan í góðsemi, eins og segir í kvæði Gríms Thomsen. Alþýðublaðið, málgagn Alþýbuflokksins, hefur lagt sig í fram- króka um að hrekkja formann Alþýðu- bandalagsins á allar lundir í skrifum sín- um. Tæpast er það góður grunnur fyrir samstarfi og samruna flokkanna. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, hefur ásakað stjórnarandstöðuna fyrir stefnuleysi. Al- þýðublaðiö hefur sýnt mikla velþóknun á málflutningi Kristins og hefur dregið hann mjög fram. Þótt Alþýðublaðið sé ekki með stærstu fjölmiðlum landsins, leggur það orð inn í stjórnmálabaráttuna og er trútt málgagn Alþýðuflokksins. Ég hef einhvern veginn á tilfinningunni að það hafi ekkert breyst í samskiptum þess- ara flokka. Tortryggnin er sú sama og áð- ur, þannig að samruni verður tæpast meira en sumarást. Hvab Þjóðvaka varðar, þá hefur Hjör- leifur Guttormsson lýst því yfir í viðtali vib Tímann að sá flokkur sé vegna eigin vandræða ákafur í að sameinast öbrum stjórnarandstööuflokkum. Þetta er hár- rétt skilgreining hjá Hjörleifi, og reikna má með ab Jóhanna og hennar lið taki þátt í ástafari sumarsins með öbrum for- ingjum stjórnarandstöðunnar. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.