Tíminn - 28.06.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.06.1996, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 28. júní 1996 Ekkert sérstakt ab gerast í stjörnukortum forsetaframbjóöenda. Gunnlaugur Guömundsson stjörnuspekingur: Líklegt ab Olafur Ragnar hafi betur Cunnlaugur Gubmundsson stjörnuspekingur. Tíminn spyr... Er mikib framfaraskref stigib í dag meb gildistöku laga um giftingu samkynhneigbra? Margrét Pála Ólafsdóttir, formabur Samtakanna '78: Já. Ekki aðeins skref, heldur bylting. Hér er um að ræða fyrstu viðurkenninguna á lífi lesbía og homma og fyrsta skrefið til að veita okkur þau borgaralegu réttindi sem hvert og eitt okkar afsalaði sér með þeirri ákvörðun að lifa sam- kvæmt eigin tilfinningum. Þess vegna eru hjúskaparlögin nýju ekki bara hjúskaparlög, heldur tákn um viðhorfsbyltingu og stórkostlegan mannréttindasig- ur. Það sést best á því að í dag er ísland í fararbroddi í mannrétt- indamálum samkynhneigðra. Hafliði Kristinsson, forstöbu- mabur Fíladelfíukirkjunnar: Nei. Fyrst og fremst trúi ég aö þarna sé verið að brjóta grund- vallaratriði varðandi hinn bibl- íulega og siðferðilega skilning á gildi hjónabandsins, að því leyti að í allri biblíunni og hennar hugtakanotkun er hjónaband milli tveggja ein- staklinga af gagnstæðu kyni. Auðvitað er verið að koma til móts við samkynhneigða, en ég tel þetta ekki vera framfara- skref. Gunnar Þorsteinsson, for- stöbumabur Krossins: Nei. Þetta er stórt skref aftur- ábak og mikill sorgardagur fyrir íslenska þjóð. Þarna er verið að veita hópi manna, sem hefur óeðlilegar kynþarfir, ákveðin sérréttindi. Með því að veita þessi sérréttindi er gengið á rétt annarra og sérstaklega setur þetta börn okkar og ungviði allt í hættu. Hjónaband, sem hefur eingöngu verið ætlað karli og konu og hreiður heimilis og barnauppeldis, er orðinn vett- vangur þeirra sem em öfugugg- ar í kynferðismálum. Þeir, sem kynvilltir voru, höfðu fullan rétt til að stunda sína kynvillu, það var enginn sem amaðist við því. En að krefjast þess að fá op- inberan stimpil á þetta ástand og fá hann, þaö vekur hryggð. Þannig að ég tel þetta myrkan dag í íslenskri sögu. „Það er nokkuð jákvæb orka í stjörnukorti Ólafs Ragnars en ekkert ofsalega afgerandi. Eg kíkti á þetta fyrir einum eba tveimur mánuðum og fannst líklegt ab Ólafur vinni þetta meb nokkurra prósenta mun," segir Gunnlaugur Gub- mundsson hjá Stjörnuspeki- stöbinni. Hann telur persónu- lega ab þab muni ekkert óvænt gerast á endaspretti kosningabaráttunnar sem muni breyta því. Hann leggur þó áherslu á að það sé ekki hægt að lesa út úr stjörnukortum frambjóðenda að einhver þeirra sé öðmm fremri, enda sé ekkert sérstakt að gerast í stjörnukortum þeirra um þessar mundir. Hann segir að það sé nánast í samræmi við þá almennu skoðun sem virðist vera meöal kjósenda að þeir séu ekkert sérstaklega spenntir fyrir einum eða neinum frambjób- enda öðmm fremur, heldur muni fólk kjósa þann sem það telur vera skástan. „Maður sér það t.d. mjög greinilega í stjörnukorti Péturs að hann er enginn svona opin- Einkunn íslands hjá Moody's Investors Service í New York er toppeinkunn. Fyrirtækib hefur ákvebib að hækka mat sitt á lánshæfi íslands úr A2 í A1 sem kallab er á fjárfestamáli. Skammtímalánum ríkissjóbs er gefin hæsta einkunn sem veitt er slíkum skuldbindingum. Moody's segir að skipulags- breytingar íslenskra stjórnvalda í ber fígura heldur er þetta eitt- hvað tímabundið ástand hjá manni sem lendir í þessu og þá efnahagslífinu á tíunda áratugn- um hafi leitt af sér eftirtektarverð- an árangur vib að skapa jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Moody's leggur áherslu á að vænta megi mikils hagvaxtar á ís- landi á næstu ámm. Afstýra þurfi verðbólguþenslu og þurfi því að hafa hemil á hækkun raunlauna og aukningu útlána. -JBP sennilega vegna þess hvað Dav- íð var lengi að ákveða sig," segir Gunnlaugur. Hann telur jafn- framt að Pétur Kr. Hafstein sé ekkert of vel við það að standa í sviðsljósinu og geri það kannski meira af skyldurækni en af eigin vilja. „Það er dálítið sérstök staða hjá henni," segir Gunnlaugur um stjörnukort Gubrúnar Agn- arsdóttur. Hann segir að þótt þar sé að finna jákvæða orku, þá telur hann að það muni ekki duga til að fleyta henni á Bessa- staði. Þótt ýmislegt sé að gerast í stjörnukorti Astþórs Magnús- sonar þá telur Gunnlaugur að þar sé ekkert sem er „Bessastaða- legt". Sem ljón hefur Ástþór gaman af því að vera í sviðsljós- inu og er einlægur hugsjóna- maður. Þeir sem koma til að með að kjósa hann eru aðallega þeir sem eru á móti kerfinu.-^r/j Sagt var... Fri&söm átök „Þa& ver&a átök. Það hafa yfirleitt orðið átök í sambandi við biskups- kosningar frá því þær urðu frjálsar og það verða örugglegan átök núna." Segir biskup sem ætlar ab láta fyrr af störfum en aldur hans leyfir til ab koma á fri&i innan kirkjunnar. Tíminn í gær. Maður með lífsreynslu „Ég held það geti vel verið að ég hafi tekið í nefið með þeim." Þab má finna óhreinindi í pokahorni ólíklegustu manna, ef vel og eitur- grannt er skobab. Þetta hélt Pétur Kr. Hafstein í Tímanum í gær. Músíkalskur lagleysingí „Það er nú frægt að ég er vita lag- laus ... En ég hef hægt um mig í þeim efnum, ég veit að ég er ekki lagviss maður. Annars segir Inga Ásta að ég sé músíkalskur, þótt ég sé ekki lagviss, hvernig svo sem það fer sam- an." Pétur íTímanum. Haltu KJ KC „Er komin upp einhver haltu-kjafti lína í flokknum?" Spyr Kristinn H. Cunnarsson, þingmab- ur Alþýbubandalags, blabamann Al- þýbublabsins í gærblabinu léttpirrabur yfir pillum Marshall- unglibans. Skoðanakannanir á vinnustöðum eru tals- vert vinsælar á lokasprettinum að Bessa- stöðum. Við fengum eina frá Vátrygg- ingafélagi íslands, VÍS, í Ármúla í Reykja- vík. Þar starfa 94, en 80 kusu. Atkvæðin féllu svo að Guðrún Agnarsdóttir hlaut 27 atkvæði, eða 33,75%, Ólafur Ragnar 26 atkvæði eða 32,5%, Pétur Hafstein var líka meö 26 atkvæði og sömu hundr- aðstölu. Ástþór fékk abeins eitt atkvæði og 1,25% atkvæða. Mjórra gat varla orð- ið á mununum. Er þetta kannski VÍS- bending um þab sem gerist annað kvöld? • Damon Alburn og Friðrik Sophusson sáust spila fótbolta saman á þriðjudags- kvöldið og léku við „kvurn sinn fíngur". Sagan segir að þeir eigi í viðskiptum, Al- burn ætli að kaupa 12 milljón króna hús í eigu ríkisins á Álftanesi, þó ekki á Bessa- stöðum. Ráðherrann sé tilbúinn að gefa 50% afslátt. Líklega reiknar hann með ab Blur-kappinn greiði sín opinberu gjöld þareftir á íslandi! • Fótboltakappi í heita pottinum sagbi að Friörik hefði á þessari knattspyrnuæfingu einnig komið með innlegg í forsetakjörið. Semsé aö núverandi fjármálaráðherra, Friðrik, hafi barið í kássu fyrrverandi fjár- málaráðherra, Ólaf, þegar bábir voru strákar! • Mikið er karpab í heitu pottunum um for- setakjörib. Sumir tala sig hása um ágæti „síns manns". Einn þeirra hélt því fram að stuðningsmenn Ölafs Ragnars væru ekki síður duglegir í skítkastinu en abrir. Sagbist hann hafa séb Ijósrit af faxi frá skrifstofu Ólafs þar sem því var haldib fram ab Pétur Hafstein bybi fyrirtækjum kvittun fyrir veittan styrk. Þetta þýddi í raun ab Pétur og stubningsmenn hans væru ab gera fyrirtækjum kleift að draga þessi framlög frá skatti. Þessu mun Pétur Hafstein hafa svarað og sagt vera skæt- ing... • Forsetakosningarnar hér á landi vekja ekki mikla athygli í heimspressunni, og (dó. í Newsweek sem var ab koma var smá- klausa. Þeim þótti ástæba til þess að fjalla lítillega um tengsl kynferðis og stjórn- mála á íslandi. Þar er spurt hvort kynja- mismunun hafi skotið upp kollinum á ís- landi. Sagt er að Vigdís Finnbogadóttir svari því játandi í nýlegu tímaritsviðtali (í Veru). Þar saki hún íslenska kjósendur um ab hunsa kvenkyns forsetaefni. Einnig bæta þeir því við að Gubrún Pétursdótt- ir hafi sagt að lélegan árangur sinn megi rekja til „sexisma" og hafi hún orðib ab hætta vib frambob af þeim sökum ... Einkunn íslands á lánshœfí hœkkar. Moody's um hagstjórnina: Eftirtektar- verður árangur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.