Tíminn - 28.06.1996, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.06.1996, Blaðsíða 15
15 Föstudagur 28. júní 1996 / kosningabaráttunni í Rússlandi og í fjöl- miölum hafa þeir Jeltsín og Zjúganov veriö kynntir sem andstœöur, en báöir hófust þeir til áhrifa og mótuöust í sov- éska kommúnista- flokknum og vera kann aö ekki sé mikill munur á þeim sem „ lýörœöissinnum " Þegar þetta er ritað er lík- legast ab Jeltsín vinni síðari umferð forseta- kosninganna í Rússlandi, þótt ekki sé það öruggt. Eðlilegt er því að athyglin beinist þessa dagana að aðalandstæöingun- um tveimur í þeim kosning- um, þeim Borísi Jeltsín og Gennadíj Zjúganov. í fjölmiðlum hafa þeir gjarn- an verið kynntir sem andstæð- ur, Jeltsín sem fulltrúi lýðræðis- ins en Zjúganov kommúnism- ans. En hætt er viö að þar sé um að ræða einföldun nokkra. Óljósar „hugmynda- fræbilegar" markalínur í þeim órólega og illútreikn- anlega veruleika, sem rússnesk stjórnmál eru um þessar mund- ir, em markalínurnar næsta óljósar. Mest ber þar á þremur tilhneigingum: ein er kennd við lýðræði, önnur viö kommún- isma og þriöja við þjóðernis- hyggju. En mörkin eru næsta þokukennd á milli þessa þrenns og í þeim leik oft erfitt að átta sig á því hver sé hvað. Varla er út í hött að gera ráð fyrir að bein valdabarátta ráði mestu um það í hverja af þremur nefndum „hugmyndafræðilegum" fylk- ingum hinir og þessir skipa sér. Því fer fjarri að þeir Jeltsín og Zjúganov séu aö öllu leyti and- stæður, þvert á móti eiga þeir margt sameiginlegt, bæði hvað snertir pólitíska fortíð og per- sónuleika. Jeltsín, sem nú er hálfsjötugur, og Zjúganov, sem er rúmlega fimmtugur, unnu sig af þolinmæði upp í gegnum Flokkinn, báðir fyrst og fremst með því að auðsýna honum lotningu og hollustu. En hvor- ugur var talinn hafa teljandi möguleika á að komast þar í innsta valdahringinn. Ringul- reiðin, sem tók við er Gorbat- sjov fór að missa tökin á öllu saman, gaf þeim hins vegar tækifæri sem annars hefðu varla boðist þeim. Gorbatsjov, sem vildi fá nýja menn í innsta hringinn, sendi eftir Jeltsín til Sverdlovsk (áður og nú aftur Jekaterínbúrg), þar sem hann var flokksstjóri og setti hann yfir flokksdeildina í Moskvu. En þar geröist Jeltsín fljótlega of fyrirferðarmikill að mati nómenklatúru höfuðborg- arinnar, þ.ám. með atlögum að spillingu hennar. Það varð til þess aö Gorbatsjov rak hann, en Jeltsín haslaði sér þá völl á nýj- um valdavettvangi, það er að segja æösta ráði Rússlands, og tókst síðan að láta kjósa sig for- seta þess. Valdaránstilraun íhaldsmanna í ágúst 1991 reyndist Sovétríkjunum bana- biti og þá stóö Jeltsín eftir sem aöalvaldhafi Rússlands, hvað hann hefur verið síðan. Jeltsín flytur rœöu á Rauöatorgi og varar viö ógnum kommúnismans. því að hafa sig á brott úr Hvíta húsinu í Moskvu 1993, þegar þingið gerði uppreisn gegn Jelt- sín, rétt áður en Jeltsín lét gera árás á húsið. Zjúganov slapp því við ákærur í báðum tilvik- um. Pólitísk kameljón Einn fréttaskýrandinn segir að báðir séu þeir Jeltsín og Zjúganov pólitísk kameljón og því erfitt að átta sig á því hvað þeir eiginlega séu sem stjórn- málamenn. í kosningabarátt- unni nú kynnir Jeltsín sig sem lýðræðissinna, en mannrétt- indanefnd á vegum hans sagði af sér s.l. ár í mótmælaskyni við stefnu hans, hann fyrirskipaði innrás í Tjetjeníu í árslok 1994, stjórnarskrárdómstóll lýðveld- isins er orðinn lítið annað en nafnið tómt undir stjórn hans og samkvæmt stjórnarskránni frá 1993 hefur hann svo mikil völd að nánast ómögulegt er að fá samþykkt lög sem hann hef- ur ekki lagt blessun sína yfir. Heimafyrir lætur Zjúganov meinlegar athugasemdir falla um meint samsæri vestrænna gyðinga, lofar að venja fjöl- miðla á „hlutlægni" á ný, gerir lítið úr „hreinsunum" Stalíns og segir að lýðræði sé alltof þokukennt fyrirbæri til að það sé meðfæri Rússa. En á ráð- stefnu um efnahagsmál í Davos var hann hófsemin sjálf og í viðtali í Newsweek sagði hann að Rússland þyrfti öflugan einkageira í efnahagsmálum. Hann sakar Jeltsín um lýð- skrum og aö magna verðbólgu, hælir velferðarþjóðfélögum Norðurlanda á hvert reipi og heitir því að knýja embættis- menn til að hætta samstarfi við mafíurnar. Það segir sína sögu um þá Jeltsín og Zjúganov báða, að báðir reyndu þeir allt hvað þeir gátu að ná hylli Lébeds hers- höfðingja, sem nú virðist hafa ýtt Zhírínovskíj til hliðar og orðið í hans stað helsti forkólf- ur þeirra aðila þar eystra sem venjan er að skilgreina sem þjóðernissinna. Lébed er miðl- ungi hugþekkur á svip, miðað við myncíir af honum í sjón- varpi og blöðum. Hann er ekki eins orðhvatur og Zhírínovskíj, en hversu mikill munur er á viðhorfum þeirra er að miklu leyti óljóst. og kommúnisti Pólitísk þefvísi Zjúganov, sem er stærðfræði- kennari að mennt, varð hrun risaveldisins einnig til mikils og skyndilegs framdráttar. 1989 varð hann aðstoðarforstöðu- maður áróðursdeildar mið- stjórnar Flokksins og þótti lík- legur til þess að verða til elliára meðalkall í kerfinu. En ólgan sem perestrojkunni fylgdi bauð honum upp á nýja möguleika. í þeim hræringum komst hann fljótlega framarlega í andstæð- ingahóp Gorbatsjovs meðal íhaldsmanna og var út á það kosinn í miðstjórn Kommún- BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON istaflokks Rússlands, er hann var stofnaður 1990. Þeir Jeltsín og Zjúganov lyftu sér sem sé báðir á andstöðu við Gorbatsjov, sá fyrrnefndi á þeim forsendum aö hann gengi alltof skammt í perestrojkunni, en hinn meb þeim formála að Gorbatsjov gengi alltof langt í henni. Báðir stigu þeir jafn- framt í vænginn við rússneska þjóðernishyggju. Áður en Zjúg- anov var kosinn formaður rúss- neska kommúnistaflokksins 1993 hafði hann t.d. tekið virk- an þátt í að koma á legg hreyf- ingum eins og Föðurlandinu og Þjóðlegu björgunarfylking- unni, sem ýmsir telja hafa fas- ískan svip. Báðir eru þessir fyrrverandi flokksfélagar gæddir næmri pólitískri þefvísi. Zjúganov þótti sýna það í valdaránstil- rauninni í ágúst 1991, en á meðan hún stóð yfir var hann nógu gætinn til þess að haldá sig á hressingarhæli skammt frá Moskvu. Og hann hafði rænu á Zjúganov í kosningabaráttu í Suöur- Rússlandi, þar sem hann fékk mikiö fylgi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.