Tíminn - 28.06.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.06.1996, Blaðsíða 10
10 Wmámm bílar Föstudagur 28. júní 1996 FUELMAX- Eldsneytissparinn SPARAR PENINGA! V Sparar eldsneyti fyrir allar vélar V Eykur kraft V Lengir líftíma vélarinnar V Auðveld ísetning V Dregur úr mengun Mazdan veröur samkeppnishœfari eftir tollabreytingu. Guömundur Baldvinsson sölustjóri: Geri ráb fyrir aukningu „Þaö sem háöi okkur alltaf var aö menn voru aö skoöa sjálfskipta bíla, t.d. sjálfskiptar Toyotur, sem voru þá bara meö 1300 vél en voru íviö ódýrari en þessi bíll sem lækkaöi núna um 100.000. Hann kostaöi áöur 1.555.000 krónur en fór niöur í 1.455.000. Þannig aö nú er hann kominn í samkeppnishæft verö, en samt Spordegur og spennandi -ogumleið rúmgóður og þægilegur 5 manna bOI! sem áöur bíll meö stærri mótor, en aöalsöluvaran hérna eru sjálf- skiptir bílar í þessum flokki," segir Guömundur Baldvinsson sölustjóri hjá Ræsi. Um tollabreytingu á bíla segir hann: „Þetta hefur breytingar í för meö sér þannig að bílar sem voru áður í 40% gjaldi, bílar með 1500 vél, sjálfskiptir, hafa lækkað niður í 30% og þar af leiðandi orðnir sam- keppnishæfari við þessa bíla sem hafa verið í boði með 1300 vél og sjálfskiptingu. Guðmundur segir að minni bensíneyðsla sé einn af stærstu ávinningunum við tollabreyting- una. „Bensíneyðslan er minni af því að mótorinn er stærri, til þess að gera. Hann ber sjálfskiptinguna betur. Að vísu eru margir þessir mótorar með sömu hestaflatölu þó þeir séu 1300 en það byggir á meiri snúningi en mótor með stærra rúmtak." Guðmundur gerir ráð fyrir sölu- aukningu í kjölfar breytinganna, en segir að hún virðist ekki vera neitt rosaleg þessa stundina. Hann bætir því þó við að ekki sé mikið úrval af bílum á lager núna, en hann gerir ráð fyrir að hreyfing komist á bílasölumál upp úr miðju sumri. -TÞ Breytingar hjá Jöfri í kjölfar tollabreytinga á bílum: Nytt lœgra verð: 1,3 LX: 1.298.000, 1.5 LX sjálfsk: 1.399.000 SKULAGÖTU 59 - SIMI 561 9550 Skódinn með stærri vél og vökvastýri Skódinn er væntanlegur meb nýrri og öflugri vél meö haust- inu. Bíllinn verbur meb 1600 vél og auk þess meb vökvastýri. „Vélin er eitthvað þyngri en þetta verður alveg sami bíllinn. Þeir eru byrjaðir að framleiöa 1600 bílinn en ekki með vökva- stýri ennþá og við tókum þá ákvörðun að taka hann um leið og hann kæmi með vökvastýri. Þetta verður aðeins þyngri bíll að framan og Skódinn hefur orð á sér fyrir að vera mjög léttur í stýri þrátt fyrir að vera ekki með vökvastýri og við vildum ekkert skemma þá ímynd. Okkur finnst ekki rétt að setja 1600 bílinn vökvastýrislausan á markaðinn hér á íslandi þar sem við erum orðin það háð vökvastýrinu," segir Eiríkur Óli Árnason sölu- stjóri Jöfurs. -TÞ Mikill bensínsparnaöur í kjölfar lagabreytinganna: „Sem atvinnuljósmyndari þá vil ég vera tiltœkur fyrir ný verkefni hvenœr sem er og hvar sem er. Ég Ijósmynda mikið í óbyggðum og því fœri þetta tvennt teeplega saman nema með hjálp NMT farsímans. Með NMT getur konan mín verið í sambandi við mig og ekki síður mínir viðskiptavinir. NMT síminn er því ekki bara öryggistœki í mínum augum heldur nauðsynlegt atvinnutceki.“ „Ég nota NMT síma því hann tryggir mér öryggi og atvinnu NMT farsímarnir hafa fyrir löngu sannað notagildi sitt á íslandi. Dreifikerfið fyrir NMT farsímana er víðtækt og símarnir eru langdrægir. Þessir kostir gera NMT að ákjósanlegum valkosti fyrir þá sem eru á ferð um sveitir landsins, í óbyggðum og ekki síður á hafi umhverfis landið. íslenska NMT síma má einnig nota á Norðurlöndum. NMT símar - þegar langdrægni og öryggi skipta máli. PÓSTUR OG SÍMI 40-50% minni ben- síneyðsla „Fyrst og fremst mikill bens- ínsparnabur fyrir þjóbfélag- ib," segir Eiríkur Óli Ámason sölustjóri Jöfurs um hvaba breytingar ný lagabreyting komi til meb ab hafa á bíla- markabinn. Hann segir íslendinga alltaf hafa verið að rembast við að vera með sem minnstar vélar í sem stærstum bílum. „Þú sérð að 1300 vél í sjálfskiptan bíl er eitthvað sem flestir bílamenn hlægja að. Þannig hafa þessir japönsku bílar og jafnvel evr- ópsku verið að koma hingaö. Þetta selst hvergi annarsstaðar í heiminum. Hjá Ameríkananum er 1300 vél bara eitthvaö í sláttuvélar, minnstu vélarnar hjá þeim eru 2000 og þeim finnast þær hálfgerðir kettling- ar, en mér finnst við nú kannski ekkert verða að miða við þá." Eiríkur segir lágmark að vera með 1600 vél í sjálfskiptum bíl þó það sé í alminnstu bílunum. „Sjáðu t.d. 1300 Corollu með sjálfskiptingu, án þess að ég sé að níða Toyotuna, þetta er bara þaö sem ég man eftir síðast, þegar þú stígur á bensíngjöfina þá kemur bara „hah". Þetta verður til þess að bíllinn eyðir alltof, alltof miklu þar sem hann er alltaf að erfiða. Ég er alveg viss um að þessir litlu bíl- ar með sjálfskiptingunum eyða mun minna við að fara úr 1300 vélunum í 15-1600 vélarnar. Maður er jafnvel ab tala um 40- 50% í minni bensíneyðslu. Til- finningin segir mér þetta, en aubvitað er ég ekki með neinar mælingar." -TÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.