Tíminn - 28.06.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.06.1996, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 28. júní 1996 TIIVIINN KYNNIR FORSETAFRAMRJOÐENDUR 1996 Gubrún Agnarsdóttir forsetaframbjóöandi vakti snemma athygli sem valkyrja í Verslunarskólanum. Hún segir í vibtali vib Tímann um „sjómannsár" sín á Gullfossi: Guörún Agnarsdóttir forsetaframbjóöandi er sannkallaö miöbæjarbam. Hún fæddist 2. júní 1941 í Skólastræti 3 í Reykjavík, uppi á lofti hjá ömmu sinni, aöeins steinsnar frá iöandi mannlífi Bankastrætis og Kvosarinnar. Guörún ólst upp á þessum slóöum og í Skerja- fi'röi í húsi því sem Félag einstæöra foreldra á í dag. Sterkir stofnar Aö baki Guðrúnu eru sterkir stofnar. Móöir hennar, Birna Petersen, var dóttir Hans Petersen kaupmanns, sem verslaði á horni Bankastætis og Skólastrætis, og þar eru höfuðstöðvar þessa þjóð- kunna fyrirtækis enn. Faðir Guðrúnar er Agnar Guðmundsson hvalveiðiskipstjóri. Birna lést aðeins 52 ára að aldri 1969, en Agnar er 81 árs gamall, og leggur sitt lóð á vogarskálar fyrir dóttur sína í kosn- ingabaráttunni. Guðrún segir að á heimilinu hefði verið fyllsta aðhalds gætt í búrekstrinum. Faðir hennar var tog- arasjómaður á stríðsámnum og færði Englending- um matbjörgina, sem var mikiö hættuspil. Síðar var hann bormeistari ríkisins og vann við að bora eftir heitu vatni víða um landiö ásamt Gunnar Böðvarssyni verkfræðingi. Loks var hann skytta og skipstjóri á hvalveiðiskipi. „Ég varð aldrei vör við neitt ríkidæmi í mínum uppvexti. Foreldrar mínir fóru sparlega með, og þótt amma mín ræki fyrirtæki eftir lát mannsins síns, þá var hún af gamla skólanum og fór afar sparlega með, var nýtin og barst ekki á. Hjá henni fór allt í rekstur fyrirtækisins. Ég er alin upp við hófsemi og nýtni. Sumum finnst ég kannski um of umhverfissinnuð, hófsöm og nýtin," segir Guðrún og hlær við. Ung dama í fyrsta skipti í ræðustól Guðrún Agnarsdóttir sótti barnafræðslu sína í Grænuborg hjá ísaki Jónsson, fór síðan í Miðbæjarbarnaskólann. Þegar varð ljóst að Guðrún var vel fall- in til mennta. Einhverra hluta vegna fór Guð- rún ekki til náms í Menntaskól- anum í Reykjavík, sem er í næsta nágrenni við heimili hennar. Hún fór aöeiriX lengra, í Verslun- arskóla íslands við Grundarstíg. Fljótlega tóku nemendur þar eftir að Guðrún var valkyrja hin mesta og lét mikið til sín taka á hinum ýmsu sviðum. „Réttlætiskennd minni var of- boðið einhverju sinni á málfundi í Versló. Mér fannst að einhver yrði að standa upp og svara ræðumönnum. Það var verið að tala niðrandi um kvenfólk, og mér ofbauð það. Þær skoruðu á mig stúlkurnar sem stóðu bak við mig. Ég hrökklaðist upp í pont- una, en ég var svo flaumósa og óstyrk aö ég man ekki hvað ég sagði. En ég reyndi að rétta hlut kvenna. Og það var mikið klapp- að," sagði Guðrún þegar hún rifj- aði upp þetta upphaf ræðu- mennsku sinnar. A þessum tíma þótti það varla við hæfi ab stúlk- ur stæðu í pontu. Þar áttu leikinn Kristján Ragnarsson, Gunnar Tómasson og Ragnar bróðir hans, og aðrir málgefnir einstak- lingar á framabraut. Can-can og leiklist Eftir þetta var fullt tillit tekið til Guðrúnar Agnarsdóttur. Á hana hlóðust félagsmálastörf, auk þess sem hún var vinsæll skemmtikraftur á nemendamót- um skólans. Hún tók virkan þátt í málfundum, varð ritstjóri Versl- unarskólablaðsins, starfaði í nemendafélaginu — og hún dansaði jafnvel can-can, og lék í Cubrún Agnarsdóttir forsetaframbjóbandi. Hún segist ekki hafa heyrt nema tvær raddir sem hafi á móti annarri konu á Bessastabi. Svo keypti Laxness bara karamellur! vita hvernig þeim mundi líka vib landið. Þá var Gubrún læknanemi en Helgi vann í afleysingum á spítala. Þetta var lærdómsrík dvöl og varð til þess að þau ákváðu að halda til náms í Englandi. Guð- rún segir að einmitt þar í landi hafi skapast gób hefð sjúkdómsgreininga og meðferðar sjúldinga. Þá hafi rannsóknir í ónæmisfræði verið í miklum blóma um þetta leyti og mikiö brautryðjendastarf unnið af læknum og vísindamönnum þar í landi. Utan héldu þau 1969, Helgi hóf að læra ónæmis- fræbi, en Guðrún í veirufræði, og unnu saman enda fögin lík. „Við ætluðum að verða aö vera úti í fjögur ár. Svo bættust árin við og áður en við vissum voru þau orðin þrettán, tíminn líður hratt," sagði Guð- rún. Nám Guðrúnar gekk út á að greina veirusjúk- dóma í mönnum, og síðan vann hún við rann- sóknir á hæggengum veirusjúkdómum í börnum, heilabólgu sem kom upp við mislinga, sjaldgæfan sjúkdóm en banvænan, til að reyna að skilja hegð- un sjúkdómsins og lækna hann. Þá vann hún enn- fremur við rannsóknir á mjög slæmum veirusýk- ingum sem koma í þá sem hafa bilaðan beinmerg og þurfa að þiggja beinmerg úr öbrum. Helgi vann brautryðjendastarf í rannsóknum sín- um á sveppasýkingum, candida alba, sem er al- gengur sveppur sem býr í mönnum. Hjá sumu fólki sem skortir þætti í varnarkerfi sitt getur sveppurinn allsráðandi og yfirgnæfandi og valdið erfiðum sýk- ingum og getur leitt til dauba sjúklingsins. íslendingahótel í London í London bjuggu þau Guðrún og Helgi rausnar- búi. Heimili þeirra var oft kallað „íslendingahótelið" og það með réttu. Það voru ekki bara vinir og ættingjar sem gistu hjá þeim, heldur einnig margir vandalaus- ir, bláókunnugt fólk sem fékk hinar bestu móttökur. Jafnvel sendirábið átti það til að vísa vegalausum til Guðrúnar og Helga. Eiga margir fátækir náms- menn þessara ára þeim gjöf að gjalda, sumir þeirra orðnir áber- andi menn í íslensku þjóðlífi. Þeim hjónum þótti þessi greiði ekki nema eðlilegur hlutur. „Þegar íslendingar búa erlendis skólaleikritum. Þrátt fyrir mikla þátttöku í félagslífinu kom þaö ekki í veg fyrir að Gubrún „dúx- aði" á prófum og safnaði til sín verölaunum fyrir námsframmi- stöðu sína. „Það var nú svolítið spaugilegt þetta can-can atriði. Við vomm í búningum frá Þjóðleikhúsinu. Nema hvað, búningurinn minn var frá Þuríði Pálsdóttur söng- konu, sem var miklu hærri og meiri um sig en ég. Ég hef nú aldrei skilið hvernig ég gat borið þann búning. Ég var með gamalt segulbandtæki, sem pabbi hafði gefið mér, kostagrip mikinn. Á þessu bandi var þetta can-can lag. Við héldum að nóg væri ab stilla tónlistina hátt, svo dönsuð- um við móðar og másandi og spörkuðum fótunum sitt og hvað, — en tónlistin heyrbist ekkert út í salinn. Aðeins vib heyröum hana. En þetta mæltist þó vel fyrir held ég," sagði Guð- rún, sem átti eftir ab skemmta á revíum, og eitt sinn söng hún á gamlárskvöldi með sendiherrum stórveldanna í Reykjavík í beinni útsendingu sjónvarpsins Kvöld í Moskvu. Laxness keypti bara Maclntosh Á skólaárunum réðst Guðrún til sjós, sigldi með farþegaskipinu Gullfossi, flaggskipi landsmanna, og afgreiddi í versluninni um borb. Guðrún segir að hún hafi afgreitt Nóbelsskáldið Halldór Laxness og selt honum Maclnt- osh karamellubox. „Ég var og er mikill abdáandi Halldórs Kiljans Laxness og verka hans. Ég byrjaði að lesa bækur hans sem ungling- ur og var að byrja að uppgötva bækur hans um það leyti sem ég vann á Gullfossi tvö sumur í lít- illi búð sem seldi sælgæti og ilm- vötn, eina súkkulaðipían í flotan- um. Ég var svo hugfangin og full aðdáunar á verkum hans að mér fannst hann eins og þjóðsagna- persóna, ég dáði hann. Svo fannst mér það þegar ég sat og las um Ljósvíkinginn svo fjar- stæðukennt og út úr stíl ab hann skyldi koma og bibja mig ekki um annað en Maclntosh kara- mellur," sagði Guðrún. En það átti ekki fyrir Gubrúnu að liggja að verða ballettdansari eins og hana dreymdi um á tíma- bili. Ekki heldur leikkona, en margir hvöttu hana til leiklistar- náms. Hún varb læknir. Úr verslunarfræbum í læknanám „Mig langaði aö gera margt eft- ir stúdentspróf í Verslunarskólan- um. Mig langaði ab læra ís- lensku, ýmsar greinar náttúru- fræði komu til álita, en þetta varð ofan á og ég sé ekki eftir því. Þetta var gagnlegt nám sem gefur mér ríkulega innsýn í mannlegt líf," sagði Guðrún. Leið Guðrún- ar úr verslunarskóla í læknadeild var ekki beina, breiða leiðin. All- margir „verslingar" höfðu farið í læknisfræði áður og spjarab sig vel. En talsvert aukaátak þarf til ef vel á að takast til. Guðrúnu Agnarsdóttur sóttist læknisnámið vel. Á þessum árum kynntist hún mannsefni sínu, Helga Valdimarssyni, einnig lækni. Þau eiga þrjú börn, Birnu Huld, sem er blaðamaður í Lond- on, Agnar Sturlu sem er í dokt- orsnámi í mannfræði í Cam- bridge og Kristján Orra, lækna- nema. Helgi á tvo syni frá fyrra hjónabandi, þá Ásgeir Rúnar, sem er í doktorsnámi í sálfræði í Stokkhólmi og Valdimar kenn- ara. Barnabörn þeirra Gubrúnar og Helga eru þrjú og barnabörn Helga fjögur, og fjölskyldan því stór. Nám í skyldum vís- indagreinum Þau hjónin héldu utan til Eng- lands, bæbi í framhaldsnám. Áb- ur hafði Guðrún starfað sem að- stoðarlæknir á Hvammstanga í þrjá mánuði árið 1966 og kand- ídat á sjúkrahúsum í Reykjavík, og síðar í London. Guðrún segir að báðum hafi þeim Helga hugnast menningar- heimur Evrópu betur en Amer- íku. Fóru þau 1966 til London og unnu þar í rúman mánuð til að er það oft þannig á stöbum sem landarnir heimsækja mikið, eins og í London, að gestagangurinn er mikill. Mér þótti þetta nú ekki nema sjálfsagt og hafði gaman af þessum heimsóknum og sjálfságt að taka á móti þeim sem til okkar komu, jafnvel þótt maður þekkti það ekkert. Maður vill reynast gestum sínum vel," sagöi Guð- rún. Eftir árin þrettán í London lá leiðin heim. Það var árið 1981, og Guðrún og Helgi komin með börnin þrjú, á aldrinum frá 10 til 17 ára. Bæði áttu góðan feril í sínum vísindum og gengu þegar til starfa hér á landi, Guðrún sem sérfræðingur í veirufræbi við Til- raunastöð Háskóla íslands í meinafræði á Keldum og Helgi prófessor og yfirlæknir í ónæmis- fræði við Háskóla íslands. Helgi er mjög virtur í sinni sérgrein og má geta þess hér að hann var val- inn sem annar tveggja formanna alþjóðaþings ónæmisfræðinga sem haldið verður í Stokkhólmi árib 2001. Það þing er áætlað að muni sitja um 7.000 ónæmis- fræðingar frá öllum heimshorn- um. Heim — og fljótlega inn á þing Komin heim til íslands að nýju fór fljótlega að kveða að Guð- rúnu, ekki aðeins í starfi sínu á Keldum, heldur einnig í stjórn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.