Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 1
80. árgangur Laugardagur 6. júlí 126. tölublað 1996 einn • m ■virkan daq aö konta póstinum PÓSTUR þínum til skila OG S(MI Guömundur Hauksson forstjóri Kaupþings: Fær ríkib aðeins 10 af 17 millj- örbum til baka? Svínabændur lækkuöu verö á framleiöslu sinni á fimmtudag og föstudag. í kjölfariö aug- lýstu Nóatún og Hagkaup hríölækkaö verö á svínakjöti. Þegar Tíminn haföi samband viö Hagkaup haföi sendingin á fimmtudeginum nær klárast og önnur var væntanleg í gær. Aö sögn Ragnars Snorrasonar, Hvaö fær ríkiö mikiö aftur í sinn hlut af þeim 17 milljörö- um sem þaö er aö borga út þessa dagana til eigenda spari- skírteina sem eru í innlausn 1. og 10. júlí? Og hvaö af þeim kemur í hlut hlut veröbréfa- sjóöa, innlánsstofnana og ann- arra sem að undanförnu hafa auglýst hver í kapp viö annan í því skyni aö laða til sín hluta af þessum gífurlegu fjárfúlg- um? Til marks um hvaö þetta er gríðarleg upphæö má geta þess aö hún er heldur hærri en áætlaöar tekjur ríkissjóös af tekjuskatti einstaklinga á þessu ári, enda vantar lítið á aö 17 milljaröar séu fjórðungur allra útistandandi spariskír- teina ríkissjóös. Spumingar sem þessar ber víöa á góma þessa dagana svo Tíminn leit- aöi álits Guömundar Hauks- sonar forstjóra Kaupþings um þetta efni. Að sögn Guðmundar hefur annað eins ekki gerst áður, að 17 milljarðar í ríkispappírum komi til innlausnar á einu bretti, og þess vart heldur að vænta að það gerist aftur. Erfitt sé að segja til um það hér og nú hvert þessir peningar fara. En það sé þó ljóst að undirtektir þeirra sem áttu þessi bréf við að fara beint inn í ríkisverðbréf aftur hafi verið minni nú heldur en við sam- bærilegar aðstæður áður. Þannig að ætla megi að meira fjármagn fari nú út á markaðinn og dreif- ist þar á milli, banka, sparisjóða og verðbréfafyrirtækja eða í ým- iss önnur form ríkisverðbréfa. „Mér þætti ekkert ótrúlegt að ríkissjóður fengi kannski í kring- um 10 milljarða núna í fyrstu lotu, þ.e. í gegnum útboðið um daginn og skiptikjaratilboðið í kjölfarið — en þetta er þó ein- ungis ágiskun". Guðmundur segir ríkissjóð hafa fengið strax 7 milljarða til baka í útboðinu sem hófst 26. júní. Og síöan kunni eitthvað af fólki að nýta sér þau skiptikjör sem boðið hafi verib sérstaklega upp á í kjölfarið, þannig að ríkis- sjóður fái eitthvað til viðbótar þar. Síban sé þab spurning hvað Seðlabankinn geri sem og aðrir aðilar sem trúlega hafi átt eitt- hvað af þessum bréfum. Bankar, sparisjóðir og ýmis fjármálafyrir- tæki hafi einnig átt ríkispappíra áður, en erfitt ab segja um hvort þeir muni koma inn aftur í þessi bréf eða snúi sér kannski frekar að einhverjum öbrum formum ríkisbréfa, t.d. víxla eða annarra. Þetta muni ráðast af áliti þeirra á því hver vaxtaþróunin verður. En ætla megi að nokkurt magn bréfa fari til þeirra, annað hvort núna eba á seinni stigum. Þá megi t.d. nefna, að ef að mikiö magn pen- inga færi inn í tiltekna verbbréfa- sjóði, munu þeir fjárfesta í ríkis- verðbréfum í kjölfarið. Hvort ríkissjóöur verður að taka önnur lán í staðinn fyrir þá milljaröa sem hann fær ekki til baka að þessu sinni segir Guð- mundur erfitt að meta. Verði rík- issjóður rekinn með halla, sam- kvæmt áætlun í fjárlögum, þá þyrfti hann að leita ab lánsfé annars staðar, sem eins gæti orð- ið erlendis sem og hér innan- lands. Á hinn bóginn gæti það líka komib inn í myndina að hagur ríkissjóbs batni svo mjög, að þörf fyrir lántökur af þessum sökum verði ekki fyrir hendi. Þá flokka spariskírteina sem nú eru til innlausnar segir Gub- mundur hafa verið gefna út þeg- ar vaxtastigið í landinu var hvað hæst (8-9%), á árunum 1986 og 1987. Og fáir flokkar með svo há- um vöxtum séu til lengur. ■ deildarstjóra í kjötinu, var mjög áberandi hve fólk keypti mikiö magn í einu eöa allt upp í 15 kíló. Hann sagöi af- sláttinn vera á bilinu 22-35% og hann muni haldast meöan birgöir endast. Ragnar bjóst ekki við að verð- ið yrði lækkað þrátt fyrir sam- keppni frá Nóatúni. „Það er erf- itt að fara niður fyrir þetta. Það eru allir að tapa á þessu, nema viðskiptavinurinn að sjálf- sögðu." Samkvæmt Grétari Erlends- syni, starfsmanni í kjötborði Nóatúns, er lægra verð á svína- kjötinu þar en hjá Hagkaupi. „Það komu hátt í 3 tonn og nán- ast helmingurinn er farinn. Það er búið að vera vægast sagt brjál- að að gera," sagbi Grétar seinni- part fyrsta dags tilboðsins. Hann átti von á annarri sendingu í gær frá framleiöandanum sem gera má ráð fyrir að endist fram á helgi. „Það er í raun verib að gefa þetta, það er enginn hagn- aður af sölunni." -LÓA Þjóöverji ber víurnar í einn efnilegasta stóöhest landsins: Nökkvi á leið til útlanda? Togast á um síbasta lcerib. Starfsmenn í Nóatúni voru meb nánast tómar geymslur þar sem ábur var gnótt af svínakjöti. Hér togast þau á um síbasta lœrib jakob Örn Haraldsson, kjötibnabarmabur, og Addý Gubjóns jónas- dottir. Tímamynd Pjetur Gífurleg sala á svínakjöti á lœkkuöu veröi: Svíniö hamstrað Þýskur aöili hefur sýnt áhuga á aö kaupa Nökkva frá Vestra- Geldingaholti, samkvæmt áreiöanlegum heimildum Tím- ans. Nökkvi er einn af efnileg- ustu stóðhestum landsins og er fimmti efsti stóöhesturinn í sex vetra flokki og eldri á fjórö- ungsmótinu sem stendur yfir á Gaddastaðaflötum. Eigandi Nökkva er Sigfús Guömunds- son. Nökkvi er undan Anga frá Laugarvatni sem nú verður sýnd- ur til heiðursverðlauna á Gadda- staðaflötum og er eini hesturinn sem verður sýndur til heiðurs- verðlauna á þessu móti. Fjögurra vetra var Nökkvi efsti fjögurra vetra folinn á Gadda- staðaflötum og hlaut 8,14 í aöal- einkunn. Fimm vetra var Nökkvi meb hæst dæmdu hestum lands- ins í sínum flokki og hefur haldið sínum einkunnum nokkurn veg- inn eftir það. Sjá nánar ítarlega umfjöllun um fjórbungsmót Sunnlenskra hestamanna á Gatddastaðaflöt- um á síðum 8 og 9 í blaðinu í dag. Stóbhesturinn Nökkvi frá Vestra- Geldingaholti, eigandinn, Sigfús Gubmundsson situr hestinn, en Tíminn hefur heimildir fyrir því ab þýskur abili hafi sýnt hestinum áhuga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.