Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 24

Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 24
Vebrib (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Suöurland og Faxaflói: Fremur hæq norðlæg eöa breytileg átt og léttskýjað víöast hvar. Hiti 12 til 17 stig, hlýjast inn til landsins. • Breiöafjöröur og Vestfiröir: Hæg norðaustlæg átt og léttskýjað víbast hvar. Hiti 9 til 12 stig. • Strandir og Noröurland vestra og Noröurland eystra: Hæg breytileg átt og vTðast léttskýjaö. Hiti 8 til 14 stig. • Austurland að Glettingi og Austfiröir: Hæg breytileg átt, skýjað meb köflum og hiti 8 til 12 stig. • Suðausturland: Fremur hæg breytileg átt og léttskýjaö. Hiti 1 3 til 18 stig. • Miöhálendið: Hæg breytileg átt og víbast léttskýjab. Hiti 5 til 10 stig. Sighvatur Björgvinsson alþingismaöur telur enga pólitíska brellu liggja aö baki ákvörbun stjórnvalda í máli Vigdísar Finnbogadóttur fráfarandi forseta: Vigdís átti frumkvæðiö „Ég túlka þetta þannig ab hún hafi rætt vib forsætis- rábherra og látib í ljós ósk um ab ríkisstjórnin gerbi henni kleift ab sinna verk- efnum af þessum toga sem persónu. Þannig ab ég lít alls ekki svo á ab þarna sé um ab ræba einhverja pólitíska brellu. Enda held ég ab þetta eigi ekki upptök sín hjá for- sætisrábherra eba í forsætis- rábuneytinu," segir Sighvat- ur Björgvinsson alþingis- mabur um þá samþykkt rík- isstjórnarinnar ab greiba Vigdísi Finnbogadóttur frá- farandi forseta allt ab einni milljón króna á ári vegna fyrirsjáanlegs kostnabar af væntanlegum ferbalögum hennar erlendis eftir ab hún lætur af embætti. Sighvatur, sem einn fárra þingmanna hefur ekki farib leynt meb þab ab hann greiddi Ólafi Ragnari atkvæbi sitt í ný- afstöbnum forsetakosningun- um, hafnar alfarib þeirri sögu- skýringu að með þessari ákvörbun ríkisstjórnar sé for- sætisráðherra að setja „frakka" á Ólaf Ragnar Grímsson verð- andi forseta og því sé þetta í reynd einhversskonar mótleik- ur af hálfu Davíðs gegn hon- um. Þaðan af síður telur Sig- hvatur að þetta muni hafa þær afleiðingar að landsmenn verði í reynd með tvo virka forseta að störfum eftir 1. ágúst nk. þegar Ólafur Ragnar tekur formlega við forsetaembætt- inu. En auk þessara fjármuna, sem greiddir verða samkvæmt framlögðum reikningum, mun Vigdís geta leitað liðsinnis starfsmanna forsætisráðuneyt- isins. Hinsvegar er óvíst hvort henni verður séð fyrir skrif- stofuaðstöbu. Eftir því sem best er vitað mun ekkert for- dæmi vera fyrir þessum fjár- stuðningi ríkisstjórnar við frá- farandi forseta. „Hún hefur engu hlutverki að gegna í stjórnkerfinu eftir að hún lætur af störfum sem forseti. Hinsvegar er hún orðin Hátíbar- höld á Langanesi Fjölbreytt hátíðarhöld verba á Þórshöfn á Langanesi helgina 19.-21. júlí í tilefni þess ab 150 ár eru libinn frá því ab Þórs- höfn varð löggiltur verslunar- stabur. Þar voru mikil umsvif voru í verslun og áttu Lang- nesingar vibskipti vib duggu- sjómenn af ýmsu þjóberni sem sigldu fyrir nesib. Dagskráin er að mestu í hönd- um heimamanna en þeir njóta fulltingis listamanna sem ætt- aðir eru frá Þórshöfn og náð hafa langt á sínu sviði. ■ þekkt víða sem persóna og því líklegt að hún verði beðin um að sinna ýmsum viðfangsefn- um erlendis sem ekki varða embætti forseta íslands á einn eba neinn hátt," segir Sighvat- ur. Abspurður hvort ekki hefði verið eðlilegra að Vigdís greiddi þennan kostnað úr eig- in vasa en ekki skattgreiðend- ur, segir Sighvatur að þetta hafi verið eitt af þeim atriðum sem forsætisráðherra hefur orðið að taka afstöðu til. En Vigdís hefur ekki þurft að greiða skatta af launum sínum í 16 ár, eða frá 1980. Hann leggur jafn- framt þann skilning í sam- þykkt ríkisstjórnar að þarna sé ekki um að ræða fjármuni sem Vigdís muni hafa til ráðstöfun- ar heldur muni ríkið greiða henni útlagðan kostnað sam- kvæmt reikningi. „Hún þarf sjálfsagt að hafa um það sam- ráð við forsætisráðherra hvaða boðum hún tekur og svo fram- vegis. Þab er ekki svo að skilja að það sé gert ráð fyrir því að þetta séu bara peningar í skemmtiferðir fyrir hana," seg- ir Sighvatur. Hann bendir einnig á að Vigdís hafi að baki 16 ára farsælan feril í forseta- embættinu og sé enn á góðum vinnualdri. Þar fyrir utan hefur hún margvísleg sambönd sem gætu komið íslandi til góða og því sé það út af fyrir sig ekkert óeðlilegt að fyrrverandi forseti fái einhverja aðstoð frá hinu opinbera, sem þó verður að vera í hófi. Auk þess sé þab al- kunna erlendis frá að fyrrver- andi forsetar eru mjög vinsælir til fyrirlestraferða og o.fl. í þeim dúr. -grh Camlar rússneskar listflugvélar, YAK 52 og 55, sýndu ígœr listflug og „dog fight" eöa eltingaleik yfir Reykjavíkurflugvelli fyrir hátíbagesti Flugmála- stjórnar. Vib stýrin voru flugkapparnir Björn Thoroddsen og jóhannes Helgason. Hér má sjá Björn fyrir flugib ígœr, meb rússneska flugmannshúfu á kollinum. Á flugvél Björns er rússneskt letur. Þab er reyndar nafnib hans. Þab var verkamabur sem hann hitti vib ab mála girbingu sendirábsins vib Tún- götu sem skrifabi fyrir hann rússnesku útgáfuna af nafninu. Tímamynd: Pjetur Reykjavíkurfiugvöiiur „ísienskur" í hálfa öld. Áfanganum fagnaö í gcer: Rússneskur eltingaleikur yfir borginni Flugvöllur sem átti ab standa skamma hríb í styrjöldinni stendur enn 55 árum síbar, breskt mannvirki, sem er orbib íslenskt. Flugmálastjórn fagnaði þeim atburöi að í gær var hálf öld liðin frá því Bretar afhentu íslendingum flugvöllinn, sem hefur reynst þjóðinni mikil lyftistöng, en er nú niðurnídd- ur á köflum. Reiknað var með að sam- gönguráðherra flytti sam- komu sem haldin var í flug- skýli Flugmálastjórnar síðdeg- is í gær, fréttir af endurupp- byggingu þessa gamla flugvall- ar. Fimmtugsafmœli Jóns Stefánssonar organista i Langholtskirkju: Sr. Flóki velkominn eins og allir aðrir Jón Stefánsson organisti í Langholtskirkju segir ab sr. Flóki Kristinsson sé jafn vel- kominn eins og allir abrir í af- mælisfagnab sinn sem hefst klukkan 8 í dag og varir fram undir hádegib. En Jón varb fimmtugur í gær. Aðspurður hvort hann hann hefði fengið einhverjar heilla- óskir frá sr. Flóka í tilefni þessa merka áfanga í lífi hans í gær, svaraði Jón því til að hann hefði ekki hitt sr. Flóka þar sem hann væri í fríi á föstudögum. í afmælisveislu Jóns í dag sem haldin verður að heimili hans, verður gestum boðið uppá morgunverð að hætti afmælis- barnsins sem m.a. samanstend- ur af skyrhræringi og súrmeti, og „kannski eitthvab fleira". Jón segir að það fylgi aldrinum að byrja daginn snemma og hann geti ekki hugsað sér að bjóba gestum uppá annað en það sem honum sjálfum finnst best. „Einhvern tíma sagðist ég hafa gefið áramótaheit. Ég ætl- abi að lifa til næstu áramóta eða liggja dauöur ella. Ætli það væri ekki eitthvað í þá áttina sem ég mundi hafa það," segir Jón að- spurður hvort hann muni strengja einhver heit á þessum tímamótum. -grh l i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.