Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. júlí 1996 amz.---1.--- 7 Gunnar Árnason, hálftírœöur kappi, þótti: 12 manna maki til vinnu „Ég ætla ekki aö fara lifandi frá Grundarstígnum. Ég ætla aö fara dauöur. Ég er viss um aö ef ég heföi fariö í þjónustu- íbúö fyrir aldraöa fyrir 25 ár- um, þá væri ég löngu dauöur núna," sagöi Gunnar Ámason búfræöikandídat í samtali viö Tímann og hláturinn hrikti í honum. Gunnar varö 95 ára á dögunum, en hann býr nú einn á heimili sínu í Þingholt- unum. „Þetta er svo slitið úr sam- bandi við þjóðlífið, þegar það er komið á elliheimili. Það er lokað þarna af," sagöi Gunnar og leist ekki par vel á þá tilhugsun að vera settur afsíðis í þjóðfélag- inu, þrátt fyrir árin 95. Gunnar er fæddur 15. júní 1901 á Gunnarsstöðum í Þistil- firði. Hann eignaðist fjögur börn og em synirnir búsettir á íslandi, en önnur dóttirin gift í Svíþjóö og hin í Ameríku. Þá hafa komið í heiminn 11 barna- börn og 24 barnabarnabörn. „Ég hélt þau væm 23, en það kom eitt í viðbót í ljós við síð- ustu talningu." Eins og gefur að skilja hefur Gunnar ekki jafn mikið sam- band við dæturnar, sem búa er- lendis, en hann sagði að svo skemmtilega hefði viljað til að þær komu báðar að heimsækja hann í fyrra á afmælisdaginn. „Þær hugsuðu til mín, blessaðar dúfurnar." Á 95 ára afmælisdaginn fór Gunnar vestur á Snæfellsnes og ætlaði kringum jökulinn, en sökum dimmu og skýja yfir jöklinum var ákveðið að snúa við hjá Lóndröngum og gista í Staðarfelli, þar sem honum var haldin óvænt afmælisveisla. „Mig langaði ekkert upp á jökul- inn, ég er líka orðinn dálítið stirður við að ganga upp brekk- ur." Gunnar er þó bráðern enn og segist verja dögunum við að lesa ferðasögur, horfa á sjónvarp og svo reynir hann að fara út að labba á hverjum degi. Helst segist hann hafa gaman af ferðasögum frá Austurlönd- um, m.a. Kína og Japan, en sjálfur ferðaðist hann ekki mik- ið út í heim á sínum yngri ár- um. „En ég ferðaðist náttúrlega mjög mikið á hestum um Is- land, því fyrstu árin eftir að ég kom úr námi var ég í sendistörf- um hjá Búnaðarfélaginu. Ég þekki allt ísland. Ég treysti mér ennþá til að þylja upp alla hreppa, sýslur og næstum öll bæjanöfn líka," sagði Gunnar, en fékk svo bakþanka og efaöist um að hann myndi þær breyt- ingar sem orðið hefðu við sam- einingu sveitarfélaga. Gunnar hittir talsvert af fólki, en segir samstarfsmenn sína svo að segja vera búna að týna töl- unni. Nú sé meira að segja búið að eyðileggja stofnunina, sem V 'i&t Cunnar Árnason. hann vann við, og hún heiti allt öðru nafni, Bændasamtökin. Síðar tók Gunnar við stöðu skrifstofustjóra og gjaldkera hjá Búnaðarfélaginu og gegndi þeim báðum samtímis. „Þá sagði Halldór Pálsson: Þegar Gunnar hættir þá þarf tvo starfsmenn í embættið og tölvu." En tölva á að vinna á við tíu manns. Þetta er náttúrlega skáldskapur og gamanmál." Aðspurður hvort hann stefndi á að ná tíræðisaldrinum, svaraði Gunnar neitandi. „Nei, ég vona að ég þurfi ekki að ná honum. Ég á ekki eftir að detta nema einu sinni — þá rís ég ekki upp aftur." LOA Nýráöinn hagfrœöingur Vinnumálasambandsins: Fyrirtæki í samkeppni geta ekki öll treyst sömu mönnunum Jón Sigurðsson, sem hefur ver- ið ráðinn hagfræðingur Vinnumálasambandsins, segir sambandiö hafa stóru hlut- verki að gegna í sífellt harðari samkeppni fyrirtækjanna í landinu. Jón starfaði í 16 ár vib Samvinnuskólann á Bif- röst og átti þátt í ab breyta honum í Samvinnuháskóla. Hann segir eðlilegt að hverfa á annan vettvang þegar því verkefni er lokib. Jón Sigurðsson tekur að sér ab stýra hagdeild Vinnumálasam- bandsins. Starf hans felst helst í margs konar útreikningum m.a. í tengslum við kjaTasamninga, útgáfu fréttabréfs og önnur innri samskipti. Einnig er hon- um falið að fylgjast með fram- vindu í efnahagsmálum. Fyrirtæki sem eiga aðild að Vinnumálasambandinu em um 60 talsins, sem em um 15% markaðarins, víðs vegar um landið. Mörg þeirra vom ábur fyrirtæki eða deildir innan SÍS, en það er þó engan veginn ein- hlítt. Innan VSI eru hins vegar um helmingur íslenskra fyrir- tækja á frjálsum markabi. Önn- ur fyrirtæki eru ýmist í öðrum sérsamböndum, sbr. stórkaup- menn, eða ganga einfaldlega frá sínum málum sjálf. Jón segir eblilegt að vinnuveitendur skiptist í fleiri en ein samtök og hann telur hlutverk Vinnu- málasambandsins vera stórt í nútíma þjóöfélagi. „Fyrir utan söguleg rök em það fyrst og fremst samkeppnis- aðstæður og viðskiptalegar að- stæbur í nútíma atvinnulífi sem valda því, hér eins og í ná- grannalöndunum, að það er ekki raunhæft að gera ráð fyrir því ab öll fyrirtæki gangi frá sín- um samningum með einni samninganefnd. Ef þú lítur á ís- lenskt viðskiptalíf, þá sérðu að það er ekki vemlega mikil sam- keppni innbyrðis á milli fyrir- tækja innan Vinnuveitenda- sambandsins. Hins vegar er hörð samkeppni á íslandi á ýmsum sviðum og því er það einfaldlega þannig ab fyrirtækin geta ekki öll falið einni og sömu nefndinni alls konar trúnaðar- upplýsingar." Sögulegu ástæðurnar fyrir til- vist VMSÍ eru á hinn bóginn þær, að sögn Jóns, að aðild að því áttu fyrirtæki innan Sam- bandsins. „Það á við um mörg fyrirtæki innan VMSÍ, en alls ekki öll. Fyrirtækjunum hefur heldur verið að fjölga, en fyrst og fremst hefur átt sér stað mikil endurskipulagning á undan- förnum árum. Fyrirtæki, sem ábur voru deildir innan Sam- bandsins, em nú orðin sjálfstæð fyrirtæki og þau em flest ennþá innan VMSI. Kaupfélögin em þar líka, mörg fyrirtæki í fisk- veiöum og vinnslu, afurða- stöðvar í landbúnaði og mörg Jón Sigurösson. önnur fyrirtæki." Jón hefur starfað við Sam- vinnuskólann og Samvinnuhá- skólann á Bifröst síbastliðin 16 ár og eiginkona hans Sigrún Jó- hannesdóttir einnig, en hún verður abstoðarrektor við skól- ann næsta vetur. Jón segir að fjölskylduaðstæður hafi valdið því að þau hjónin ákváðu að flytja í bæinn, en einnig hafi hann talið eðlilegt að skipta um starfsvettvang nú þegar þeim verkefnum, sem hann vann að þar, er lokið. „Ég vann að því ab búa til Samvinnuháskóla úr Sam- vinnuskólanum og síðan að því ab skipuleggja þar og koma á BS-gráðu. Því er nú lokið. Eins er búib ab ganga frá ýmsum breyt- ingum á reglugerðum skólans, sem ég vann að sem formaður í skólanefnd í fyrra og hitteð- fyrra. Það má því segja að breyt- ingu skólans í háskóla sé form- lega lokib. Þá fannst okkur eðli- legt að fara á annan vettvang. Það má líka bæta því við, ab við ætluðum okkur upphaflega ab vera fimm ár á Bifröst, en þau urðu sextán!" -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.