Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 5
Utanríkismál Islendinga Utanríklsmál hafa oft valdiö ágreiningi hér innanlands sem erlendis. Nærtækt dæmi er aðild okkar að NATO sem skipti þjóðinni um tíma í tvær andstæðar fylkingar. Einnig hefur aðildarumsókn Norðmanna að ESB og þjóðar- atkvæðagreiðsla um hana skipt hinni norsku þjóð. Um árabil hafa menn velt því fyrir sér hvort við íslendingar ættum að ganga í Evr- ópusambandið eða ekki. Á sínum tíma gerð- umst við aðilar að EES samningnum, sem í dag er milli íslands, Noregs og Lichtenstein annarsvegar og Evrópusambandsins hinsveg- ar. Með aðild að honum erum við hluti af hinum svokallaða innri markaði Evrópusam- bandsins. Frelsin fjögur, þ.e. frjálst streymi vöru, þjónustu, fjármagns og vinnuafls, eru lykilatriði gagnvart einsleitum markaði innan Evrópusambandsins og EES svæðisins. Til að einsleiti markaðurinn eða innri markaðurinn geti þróast verða ríki í EES að taka við tilskip- unum frá ESB um fjölmörg mál. Reglur verða að vera sambærilegar eða eins milli landa. í EES samstarfinu geta EES ríkin haft áhrif á þær tilskipanir ESB sem gilda eiga fyrir Evrópska efnahagssvæðið. Áhrifin eru þó mjög takmörkuð. EES ríki getur neitað að taka við tilskipun frá ESB. Slíkt hefur ekki komið fyrir enn sem komið er. Ef eitthvert EES ríkja tæki upp á því að hafna alfarið tilskipun ESB , myndi viðkomandi tilskipun ekki ganga í gildi í hinum EES löndunum. Enginn veit ná- kvæmlega hvaða afleiðingar það myndi hafa í för með sér að neita að taka við tilskipun ESB. EES samningurinn væri þá í uppnámi. Framkvæmd EES samn- ingsins gengur vel Framkvæmd EES samningsins hefur al- mennt gengið vel fyrir sig. Sárafáir eru þess í dag fylgjandi að ísland segi honum upp og slíti sig frá samstarfi við ESB. Á sínum tíma voru miklar deilur hér innanlands um hvort ísland ætti að gerast aðili að EES samningun- um eða ekki. Andstæðingar EES samningsins töldu að með aðild að samningnum yrði stór- felld hætta á að útlendingar þyrptust hingað og tækju vinnu af íslendingum. Einnig að fjölmargar hlunnindajarðir myndu seljast á stuttum tíma, veiðiár o.s.fr. vegna ásælni er- lendra aðila. Þrátt fyrir að við gerðumst aðilar að samningnum hefur þróunin alls ekki verið með framangreindum hætti. Sjávarútvegsmál hindra ESB aöild Kostirnir við að vera aðili að EES eru aðal- lega þeir að þannig emm við hluti af innri markaði ESB og þróun hér verður í takt við þróun í nágrannaríkjum okkar. Það er einnig kostur að þurfa ekki í flýti að gera upp við okkur hvort eða hvenær við gemmst aðilar að ESB. Vegna EES samningsins getum við setið hjá og fylgst með þróun ESB, meðan EES samningurinn tryggir að samfélagið hér þró- ast á sambærilegan hátt og í nágrannaríkjum okkar. Það að sjávarútvegsmál em ekki hluti af EES samningnum er lykilatriði fyrir íslend- inga. Það er almennt viðurkennt að það sé að- allega hin sameiginlega sjávarútvegsstefna ESB sem hindri aðild íslands að sambandinu. Við núverandi aðstæður em yfirgnæfandi lík- ur á því að ísland yrði að gangast undir sam- eiginlega sjávarútvegs- stefnu sambandsins við inngöngu. Það er samdóma álit flestra bæði innan og utan ESB að hin sameigin- lega sjávarútvegsstefna sambandsins sé ekki aðlaö- andi fyrir íslenskt þjóðfé- lag. Stefna sambandsins út- heimtir að við yrðum að deila fiskimiðum okkar með öðrum ESB þjóðunum. Þó er líklegt að við fengjum svo til allan kvótann í lögsögu okkar vegna sögulegrar veiðireynslu. ESB myndi ákveða aflakvótana hér við land ef við væmm í sambandinu. Við slíka ákvörðun myndi sambandið trúleg taka mið af vísinda- legri ráðgjöf eins og við höfum reynt að gera hér hin seinni ár. Breytingin yrði í raun því ekki svo ýkja mikil í reynd, nema að því leyti að við réðum ekki framangreindum atriðum sjálf heldur ESB. Slíkt fyrirkomulag er ekki æskilegt fyrir þjóð sem er jafn háð fiskveiðum og við íslendingar erum. Það er okkur sem þjóð nauðsynlegt að hafa eigin yfirráð yfir grundvallarafkomunni. Vegna þess hve við erum háð fiskveiðum þarf að vera eftir ein- hverju meiriháttar að slægjast fyrir þjóðina til að réttlæta inngöngu í ESB og með því taka áhættuna af að missa yfirráð lögsögunnar. Ekki verður séð að við núverandi aðstæður sé neitt svo mikilvægt innan sambandsins fyrir okkur að slíkt sé réttlætanlegt. Rétt er þó að benda á að einhver áhætta getur einnig verið fólgin í því að vera utan sambandsins. Að- stæður gætu breyst þannig að ESB segði upp tollasamningum við okkur og hækkaði tolla á fiski eða ákvæði að minnka það fiskmagn sem þeir kaupa. Þá væmm við í vondum málum. Slík þróun er þó ósennileg. Torsótt undanþága Það að fá undanþágu frá hinni sameigin- legu sjávarútvegsstefnu er torsótt. Sameig- inleg sjávarútvegs- og landbúnaðarstefna er eitt af grundvallaratriðunum í ESB. Ekki er líklegt að sambandið vilji fórna þeirri hug- myndafræði því eining innan sambandsins og sameiginleg þróun er mikilvæg. Þó em ýmsar blikur á lofti varðandi sameiginlega þróun sambandsins. Nefna má mynt- bandalagið sem trúlega mun aðeins ná til sumra ríkja innan ESB sem og Schengen samkomulagið, en ljóst er að Bretar munu ekki taka þátt í því. Athyglisvert sjónarmið kom fram í vikunni hjá John Maddison, nýskipuðum sendiherra ESB í Noregi og á íslandi. Hann telur að íslendingar ættu að athuga hvort hægt væri að komast hjá sameigin- legri sjávarútvegsstefnu ESB með því að ESB myndi endurskilgreina fiskveiðar. Spurningin væri hvort hægt væri að búa til skilgreiningu um „Mið-Noröur-Atlants- hafs-fiskveiðar" eða eitt- hvað því um líkt sem augljóslega ætti aðeins við um ísland. Endurskoöun sjávarút- vegsstefnu ESB Ljúka á endurskoðun á sjávarútvegsstefnu ESB árið 2003. Fyrir stuttu kom fram sú rödd að við íslendingar ættum að drífa okkur í að gerast aðilar að ESB sem fyrst til að geta haft áhrif á endurskoðun sjávarútvegsstefnunn- ar. Við myndum geta haft áhrif á hana til góðs þannig að hún hentaði okkur betur. Án okkar aðstoðar myndu fiskveiðiþjóðir eins og Spánverjar einar sjá um endurskoðunina. Um þetta er að segja að þrátt fyrir að við gengjum á þessum forsendum inn í ESB er ólíklegt að við myndum hafa veruleg áhrif á endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar. Það tæki okkur þó nokkurn tíma að komast vel inn í stofnana- og stjórnmálakerfi ESB að því viðbættu aö við erum lítil, eða öllu heldur fámenn þjóö, en þær hafa minna vægi en stærri þjóðir. Á þessum forsendum er því varla vænlegt að taka upp samningaviðræð- ur um aðild að ESB. Gallinn við EES samn- inginn er að flestra mati sá að við tökum við tilskipunum ESB án þess að geta haft áhrif að nokkru ráði á aödraganda þeirra. í þessu sambandi skal minnt á aö fram að þessu höfum viö ekki neitað neinni tilskipun ESB. Ef við gengjum í sambandið yrðu áhrif okk- ar innan þess að sjálfsögðu mun meiri en þau eru í dag. Hversu mikil er erfitt að segja. Flestir telja að þau yrðu ekki stórvægileg, allavega ekki það mikil að það væri við nú- verandi aðstæður forsvaranlegt að ganga í sambandið. Norræn samvinna Með náinni samvinnu við þau norrænu ríki sem eru í ESB getum við komið okkar sjónar- miðum varðandi þróun ESB á framfæri. Nor- ræn samvinna er því mjög mikilvæg, ekki bara ef horft er til Norðurlanda heldur einnig þegar ESB er haft í huga. Sumir álíta að væn- legt sé að loka sendiráðum okkar á Noröur- löndum. Þannig mætti spara einhverjar fjár- hæðir. Slíkt væri mjög misráðið. Norðmenn ákváðu, eftir að hafa hafnað aðild að ESB, að styrkja sín sendiráð í þeim norrænu löndum sem eru aðilar að ESB. Þannig gætu þeir fylgst betur með þróun mála í ESB, og haft einhver áhrif. í stað þess að draga saman í utanríkis- þjónustu okkar á Norðurlöndunum væri okk- ur nær að skoða hvort ekki væri rétt að opna sendiráð í Finnlandi. Finnar eru í ESB sem og á jaðri EES svæðisins eins og við íslendingar. Þeir eru ekki í beinni samkeppni við okkur í sjávarútvegsmálum eins og fjölmargar aðrar Evrópuþjóðir og gætu því verið vænlegur samstarfsaðili fyrir okkur. Finnar eru einnig mjög tengdir Eystrasaltsríkjunum, en þar eru miklir og mikilvægir markaðir að opnast sem við verðum að keppa á eins og aðrir. Það er því margt sem mælir frekar með því að styrkja sambönd okkar á Norðurlöndunum í stað þess að draga úr þeim. Einnig er að sjálfsögðu rétt að hlúa tímabundið að utanríkisþjónustu okkar í því landi sem á hverjum tíma fer með formennsku í ESB. Ríkjaráöastefnan Núverandi utanríkisstefna ríkisstjórnarinn- ar gagnvart ESB er skynsamleg. Rétt er að hafa sem nánust samskipti við ESB, án þess þó að ganga í það. Einnig verðum við að fylgjast ná- ið með hvernig endurskoðun sjávarútvegs- stefnu sambandsins gengur. Nú stendur yfir ríkjaráðstefna ESB. Ríkjaráðstefnan á m. a. að gera sambandinu mögulegt að taka inn ný Austur- og Mið- Evrópuríki. Mjög jákvætt væri ef niðurstaða hennar leiddi til þess að ESB yrði lýðræðislegra og ákvarðanatakan innan sambandsins skiljanlegri íbúum þess en í dag. Vænlegast er að bíða og sjá hvernig ríkjaráðstefnu sambandsins lyktar og hvernig ESB þróast í kjölfar hennar. Á þessari stundu er sú þróun mjög óljós. Það er því rétt að bíða og sjá. Höfundur er alþingismabur í utanríkisnefnd Alþingis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.