Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 6. júlí 1996 OTfBJfWW® Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Stjórnkerfiö og atvinnulífið Þaö er kunnara en frá þurfi að segja að störfum í hinum gömlu atvinnuvegum, landbúnaði og sjávarútvegi, hef- ur fækkað hér á landi. Ástæðurnar eru framleiðslu- og veiðitakmarkanir og tæknivæðing sem nær einnnig til úrvinnslu afurðanna. Hraður vöxtur þjónustugreina á undanförnum árum hefur komið að nokkru í stað þeirr- ar fækkunar sem orðið hefur, ekki síst hefur vöxtur op- inberrar þjónustu verið mikill. Þessi staðreynd hefur haft afar mikil áhrif á byggðaþró- un í landinu. Opnber stjórnsýsla af öllu tagi hefur dreg- ið til sín fólk sem leitar sér menntunar og þessi starfsemi er að mjög miklum hluta í höfuðborginni. Afleiöingarnar eru einhæft atvinnulíf á þeim stöðum sem byggja nær eingöngu á tengslum við landbúnað og sjávarútveg. Höfuðborgarsvæðið hefur hins vegar boðið upp á miklu meiri breidd í atvinnulífinu sem gerir það að verkum að framsækið fólk af landsbyggðinni sem leitar sér menntunar er í raun að mennta sig til starfa á höfuðborgarsvæðinu og í mörgum tilfellum fylgja fleiri fjölskyldumeðlimir svo sem foreldrarnir í kjölfarið. Þetta er ekki síst ástæðan fyrir hinum miklu flutningum fólks utan af landi til höfuðborgarsvæðisins á undna- förnum árum en nú er svo komið að Reykjavík ein telur yfir 100 þúsund íbúa af 260 þúsund íbúum landsins alls. Þetta er grunnurinn fyrir umræðunni sem lengi hefur verið uppi um flutning ríkisstofnana út á landsbyggð- ina. Það hefur verið skrafað mikið og skeggrætt um þetta og nefndir starfað og tillögur gerðar, en raunhæft skref var stigið með flutningi aðalstöðva Skógræktar rík- isins til Egilsstaða fyrir nokkrum árum. Ekki er annað vitað en að sú aðgerð hafi gefið góða raun. Nú hefur umhverfisráðherra ákveðið að stíga stærsta skref til þess varðandi þetta mál með því að taka ákvörð- un um flutning Landmælinga íslands til Akraness með tveggja og hálfs árs aðlögunartíma. Þessi ákvörðun hef- ur fengið athygli og umtal og hafa starfsmenn stofnun- arinnar tekið tíðindunum illa. Þau mannlegu sjónarmið sem liggja þar að baki eru skiljanleg því að vissulega raskar flutningurinn starfsumhverfi þess. Það er þó áreiðanlega fuliur vilji til þess hjá umhverfisráðherra og bæjaryfirvöldum á Akranesi að létta fólki þessi umskipti eftir föngum og er aðlögunartími um tvö og hálft ár þáttur í því. Hins vegar er þetta mál prófsteinn á hvort talið um flutning stofnana út á landsbyggðina er mark- leysa ein og hvojrt það er algjör nauðsyn að öll sérhæfð starfsemi eigi ao vera á höfuðborgarsvæðinu. Ef sú er niðurstaðan er styttra í borgríkið en menn grunar. Nú standa yfir framkvæmdir upp á nokkra milljarða við Hvalfjarðargong. Rökstuðningurinn var meðal ann- ars að stækka atvinnusvæði. Mikil umræða hefur verið um þetta mál um allt land og hefur þetta verið talið til lausna í atvinnumálum. Ekki síst hefur þessu verið hald- ið fram í stjórnkerfinu. Flutningur Landmælinga Ríkis- ins á Akranes er einnig prófsteinn á hvort þetta er ein- göngu talið eiga við úti á landsbyggðinni en gildir ekki um höfuðborgarsvæðið og nágrenni þess. Oddur Olafsson: • / Bjanalegar fjarfestingar halda lífskjörum niðri Þab er undarlega misrík þjób sem byggir þab stóra ís- land. Stundum er brublab í yfirgengilegan flottræfils- hátt, sem flestir sýnast ánægbir meb, og í annan stab er ekki til peningur til brábnaubsynlegra framkvæmda eba reksturs stofnana sem varba heill og hamingju fjöldans. Af opinberri hálfu, ríkis og sveitarfélaga, eru lítil tak- mörk fyrir hvab hægt er ab leggja í smíbi alls kyns bákna utan um stofnanir, en svo er ekki hægt ab leggja til fjármagn til ab reka sömu stofnanir og fara þá byggingafram- kvæmdirnar oft fyrir lítib. Lokanir sjúkradeilda og illa nýtt skólahús eru dæmi um þennan tví- skinnung í opinberum rekstri. Einkaframtakið er ekki hótinu skárra þegar ab því kemur ab þekkja hver er mælikvaröi hins mátu- lega. Offjárfestingabruðl og vondur rekstur helst þar alltof oft í hendur og er útkoman léleg afkoma fyrirtæka og þeirra sem hjá þeim starfa. Allsherjar dellumakerí Hér í Tímanum hefur talsvert hefur veriö fjallab um samhengið milli illa grundaðra fjárfestinga og þeirra kjara sem launa- fólk býr við og meðal annars verið bent á þau ókjör af verslunarhús- næði sem eru til reiðu og sífellt bætist við með ótrúlegum krafti. Forystumenn verslunarfólks telja hiklaust ab alltof mikib og dýrt verslunarhúsnæði nýtist illa og komi niður á kjörum launafólksins sem starfar veið verslun. Framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna svarar þessum ásökunum og segir ab ísland sé ein allsherjar offjárfesting. Munu það orð að sönnu. Sú umræða er ný af nálinni að náið samband sé á milli offjárfestingabruðlsins og lífskjara almennings. Stofnair sem reknar em af opinberri hálfu og einkafyr- irtæki og hlutafélög hafa ekki bolmagn til ab greiða sambærileg laun og þykja sjálfsögð í okkar samanburðarlöndum vegna ....... þess að aldrei er til nægilegt rekstrar- fé. Afborganir og vextir gleypa stór- an hluta af umsetningunni. Svo þarf auðvitað ab borga yfirmönnum ríf- lega fyrir verksvit og stjórnvisku. timans Ekki má gleyma að í upprennandi hlutabréfaveldi þurfa hluthafar að fá arðgreiðslur og hljóta þær ab ganga fyrir launakjörum starfsfólks. I ras Heimkkar lána- stofn|nir Óhóflegar fjárfestingar í steinsteypu má ab hluta rekja til heimskra lánastofnana. Þegar tryggingar fyrir lánafyrirgireibslu vom eingöngu fermetrar innan steyptra yeggja var von að byggt væri langt framyfir þarfir. Og'svo er enn. Nýting atvinnutækja er mjög léleg á alltof mörgum sviðum. Jafnvægi milli fiskiskipastóls og veiðikvóta er allt úr skqröum fært og svipað er uppi á tengingum í fiskvinnslunni. Framleiþslugeta landbúnaðar er margföld á við lög- bundinn 'framleiðslurétt bænda. Sláturhúsum og mjólkurbúum er ofaukið og ber þetta allt að sama bmnni. Afkoma þeirra sem starfa við búskap og vinnslu afurða er léleg, enda kunna allar þær atvinnu- stéttir að berja sér. Gjaldþrotahrina Offjárfestingin blasir vib nær hvert sem litið er. Stór- virkar vinnuvélar og barborð og innréttingar í krám standa ónotaðar nema endrum og eins og tölvuvæð- ing fyrirtækja og heimila er víða langt framyfir nokkr- ar skynsamlegar þarfir. Óþarfi er að telja upp allar þær atvinnugreinar og fyrirtæki stór og smá sem aldrei hafa skilab örbu en tapi á tap ofan og er gjaldþrotahrinan hér á landi margföld á við það sem gerist og gengur mebal þjóða sem ab nafninu til eiga ab kunna fótum sínum forráð. Allir þeir fjármunir sem fara í súginn vegna ófor- sjálni og bjálfalegra fjárfestinga skerða lífskjörin með margvíslegum hætti. Svigrúm til launahækkana minnkar og skattbyrði lendir með enn meiri þunga á launafólki, bæði vegna opinberrar óráðsíu og vegna þess hve mörg fyrirtæki standa ekki undir ab greiba op- inber gjöld. Hættuástand Erlendar fjárfestingar hafa verið sáralitlar hér á landi og mun minni er nemur fjárfestingum ís- lendinga erlendis. Þessi öfugþróun er eitt af því sem heldur lífskjörum sjöundu ríkustu þjóðar í veröldinni niðri. Nú allt í einu er farið að panta pláss og orku fyrir erlend stórfyrirtæki hér á landi og þá bregður svo vib að orkan er ekki til nema óbeisluð og ráðamenn eru felmtri slegnir yfir því að nú verði mikil atvinna í landinu. Peningar munu streyma inn og þá mun verba þensla í efnahags- lífinu ef ekki verbur pass- ab upp á að halda kaup- inu niðri og varast að láta auðinn ab utan flæba um þjóðfélagið allt. Sömu aðilar og standa fyrir vægast sagt óarð- bærum framkvæmdum og hafa verið uppteknir af gæluverkefnum og margþættu bruðli með almannafé mega ekki til þess hugsa ab hingaö streymi áhættufé í ríkum mæli til arð- bærra framkvæmda. Að minnsta kosti mun skellurinn lenda á erlendum fjármagnseigendum ef illa fer, en ekki íslenskum skattborgumm, eins og alsiöa er þegar tapreksturinn og gjaldþrotin verða lánastofnunum og öðrum óviðráðanleg. Baslið Skuldabasl heimilanna stafar ab miklu leyti af offjár- festingum. íbúðarhúsnæði er stórt og dýrt og eiga kaupendur ekki marga valkosti þegar festa skal kaup á íbúð. Flestir kaupa stærra og dýr- ara en þeir ráða vib og offjárfesta svo í tækjum og tólum til heimilis- reksturs ab ógleymdum bílunum, en ökutækjaeign láglaunaþjóðar- innar er ekki í neinu samræmi vib greiöslugetu hennar. Mestu skuldar- ar lýðveldisins eru heimilin og er satt best að segja bágt að sjá hvqrnig þau sem verst qru stödd eiga ab krafla sig fram úr peim vandamálum öllum. Þab er næstum sama hvert litið er, offjárfesti gar blasa hvarvetna við og er bersýnilegt ab landsm :nn kunna illa fótum sínum forráð þegar um er ab r|eða meðferð fjármuna og sér í lagi hvernig skipuleggja.ber notkun þeirra tijf að peningar komi að því gagni sem þeir vissulega gera þegar skynsamlega er meb þá farið. Hættan mlkla Eftir áratuga vierðbólgufyllirí og síðan offrambob á verðtryggðum lánum og enn síðar nokkurra ára stöð- ugleika í efnahagslífinu stendur stórskuldug þjóð með offjárfestingarbagga á bakinu frammi fyrir því að veru- legt erlent fjármagn streymi inn í landib. Þá óttast menn ekkert meira en að hagurinn vænkist svo að enn meiri brjáluð fjárfesting leibi til þenslu sem enginn sér fyrir endann á hvernig endar. Hér má eyða fjármunum í hvaba delluframkvæmdir og offjárfestingu sem vera skal og slá lán á lán ofan til að standa straum af vöxtum og afborgunum og hækka skatta í sama skyni. En að fá erlent fjármagn inn í land- ið er stórhættulegt vegna þess að það gæti lent í hönd- um vinnandi fólks og þá er sjálfur voðinn vís. En á meöan fjármagnseigendur fá sinn arð og verk- takasægurinn eitthvað ab gera fyrir allar vélarnar sín- ar er víst allt í lagi, eða hvað? ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.