Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 6. júlí 1996 9 Þrír stóðhestar efstir í A-flokki gæðinga Mikil og hörö barátta var um ab ná inn í undanúrslit meö gæbingana á Gaddstabaflöt- um. Tuttugu hestar komast í undanúrslit en átta keppa síb- an til verblauna. í B-flokki voru það þrjú hross sem börðust um 1. sæti í for- keppninni en Þyrill frá Vatns- leysu sigraði þar með nokkrum yfirburðum. Knapi var Vignir Sigurgeirsson. Þyrill hlaut í einkunn 8,75. Næla frá Bakka- koti og Hafliði Halldórsson urðu í öðru sæti með 8,65 og Hektor frá Akureyri og Gunnar Arnarson í þriðja sæti með 8,62. í forkeppni í A-flokki varð efstur stóðhesturinn Óður frá Brún, setinn af Hinriki Braga- syni, með hvorki meira né minna en 9,05 í aaleinkunn, enda hesturinn feikna góður. Hann er hátt dæmdur stóðhest- ur. Næstu tvö sætin voru líka skipuð stóðhestum en í öðru sæti var Seimur frá Víðivöllum fremri, setinn af Þórði Þorgeirs- syni, með 8,90 og í þriðja sæti Hjörvar frá Ketilsstöðum, set- inn af Atla Guðmundssyni, með 8,77. Forkeppni fór líka fram í barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki. Eftir for- HEJTA- MOT KARI ARNORS- SON keppnina var röðin þannig í þremur efstu sætunum: í bamaflokki: 1. Sandra Dóra Einarsdóttir, Gusti 8,53. 2. Sylvía Sigurbjörnsdóttir, Fáki 8,51 3. Þórdís Erla Gunnarsdóttir, Fáki 8,50. Óöur frá Brún. í unglingaflokki: 1. Davíð Matthíasson, Fáki 8,64 2. Daníel Ingi Smárason, Sörla 8,57 3. Þórdís Þórisdóttir, Geysi 8,51, í ungmennaflokki: 1. Ragnar E. Ágútsson, Sörla 8,86 2. Sigríður Pjetursdóttir, Sörla 8,62 3. Kristín M. Sveinbjörnsdóttir, Fáki 8,56. Forkeppnin fóru fram sam- tímis á Brekkuvelli og Ung- lingavelli. Það fer ekki á milli mála að þetta nýja fyrirkomulag í gæð- ingakeppni, að hafa fjóra til fimm hesta inn á í einu, er til mikilla bóta. Bæði flýtir það keppninni svo er það miklu skemmtilegra fyrir áhorfendur. ■ Kórína tók toppinn í fyrradag fór fram hæfi- leikadómur á hryssum 6 v. og eldri. Þar var hestakostur góbur enda búib ab velja inn á mótib. Alls komu 64 hryssur til dóms og dómar tóícu því langan tíma. í forskoðun börðust þær Randalín frá Torfastöðum og Eydís frá Meðalfelli um topp- inn. Eftir einstaklingsdóminn þá var Randalín hærri, en eftir yfirlitssýningu fór Eydís hærra. Þessar hryssur eru báð- ar frábærar þó með sitt hvoru móti sé. Eydís er alhliða reið- hryssa og var með 8,93 fyrir hæfileika, sem er þriðja hæst hæfileikaeinkunn, sem hryssa hefur fengiö, en er hins vegar með lakari einkunn fyrir byggingu, 7,91. Randalín er hins vegar skeiðlaus en fær þó 8,39 fyrir hæfileika sem er frábær ein- kunn hjá klárhrossi og fyrir byggingu fékk hún 8,40 sem er hæsta byggingareinkunnin í vor. En það fór nú svo að hvor- ug þessara hryssna var í efsa sæti eftir dóminn heldur var það Kórína frá Tjarnarlandi Kjarvalsdóttir sem fékk í aðal- einkunn 8,43, þar af 8,61 skeiðlaus og er ekki dæmi um svo háa einkunn hjá klár- hrossi áður. Kórína er líka með góða ein- kunn fyrir sköpulag, 8,25. Randalín frá Torfastöðum varð í öðru sæti með 8,38 og Eydís í því þriðja með 8,33. Þessar einkunnir kunna að breytast eitthvað í yfirlitssýn- ingu. Kórína hlaut hœsta dóm til þessa hjá klárhrossi. Knapi Þóröur Þorgeirsson. með 8,12 í aðaleinkunn. í flokki 6 v. og eldri var Logi frá Skarði, sonur Hrafns frá Holtsmúla, efstur með 8,39 sem er nánast sú sama og hann hafði eftir forskoðun. Annar var Jór frá Kjartans- stöðum, sem er undan Trostan frá Kjartansstöðum, með 8,32 og Víkingur frá Voðmúlastöðum fylgir fast eftir með 8,31. Síðan kom Sjóli frá Þverá með 8,29, Nökkvi frá Vestra-Geldinga- holti með 8,27 og Þorri frá Þúfu með 8,25. Það er eins með þessar ein- kunnir og hjá hryssunum að þær geta breyst eftir yfirlits- sýningu. Prestbakka undan Anga frá Laugarvatni með 8,17. Val- berg frá Arnarstöðum varð í þriðja sæti með 8,13 en Skin- faxi frá Þóreyjarnúpi, sem hafði hæsta einkunn eftir for- skoðun, lenti í fjórða sæti Þrír 4ra vetra folar fóru yfir 8 Þá hófst dómur á stóðhest- um og var byrjað á 4ra v. flokknum. Þar varð efstur Eið- ur frá Oddhóli með 8,08 í að- aleinkunn. Hann er undan Gáska frá Hofstöðum. í öðru sæti varð Orrasonurinn Roði frá Múla með 8,04 og annar Orrasonur, Skorri frá Gunn- Hafliöi Halldórsson á Nœiu. arsholti, varð þriðji með 8,02. í flokki fimm vetra stóð- hesta varð efstur Frami frá Ragnheiðarstöðum en hann er alger Laugavatnshestur. Hann fékk í aðaleinkunn 8,22 . í ööru sæti varð Goði frá Hafliði og Næla efst í töltinu Þessum dómum lauk á slaginu kl. 20:00 og þá hófst keppni í úr- valstölti. Þar voru skráðir 24 keppendur en þátttaka í tölt- keppninni er opin öllum hest- um sem náð höföu 80 punktum. Þarna var keppni geysihörð enda einn af veigameiri sigrun- um að vinna töltið, eftirsóttustu gagntegundina, á stærsta móti ársins. Eftir þessa undankeppni var Hafliði Halldórsson á Nælu frá Bakkakoti efstur með 102,8 stig en þetta par hefur verið nær ó- sigrandi unanfarin ár. Númer tvö var Vignir Sigurgeirsson og Þyrill frá Vatnsleysu með 92,8 stig. Númer þrjú Sigurbjörn Bárðarson og Oddur frá Blöndu- ósi með 92,8 stig, númer fjögur Þytur frá Krossum og Höskuldur Jónsson með 90,8 stig og númer fimm Adolf Snæbjörnssson og Mökkur frá Raufarfelli með 90,5 stig. ■ Venjum unga hestamenn strax á að N0TA HJÁLM! UMFERÐAR RÁÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.