Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 6. júlí 1996 Enn einu sinni fær valinn hópur norrænna ungmenna tækifæri til ab koma saman og spreyta sig á verkum þekktra tónskálda. Enn einu sinni fá Noröurlandabúar tækifæri til ab njóta symfónískra verka í flutningi æskufólks, sem valib hefur verib meb kostgæfni til ab leika meb Orkester Norden. í dag eru fyrstu hljómleikar hljómsveitarinnar á þessu ári, en þab eru Norbmenn og gestir þeirra sem eiga því láni ab fagna ab hlýba á flutning ungmenn- anna á symfóníu nr. 2 eftir Carl Nielsen og hljómsveitarverk eftir Béla Bartók í tónlistarhöllinni í Sandnes vib Óslófjörb. Hljóm- sveitin hefur verib í æfingabúb- um tónlistarskólans í Arvika í Sví- þjób frá 25. júní, en þar er abstaba til æfingahalds betri en þekkist annars stabar. Þetta er fjóröa áriö sem hljóm- sveitin starfar. Þegar valið var í hljómsveitina í fyrsta sinn, árið 1993, komusc sjö íslendingar í hóp- inn, sem í voru 67 ungmenni. Þetta þótti mörgum frábær árangur, í ljósi þess að ekkert kvótakerfi er á valinu. Hljóðfæraleikararnir eru valdir eftir að dómnefnd hefur hlustað á þá af segulbandsupptök- um, sem ekki er vitað hvaðan koma fyrr en úr heíur verið skorið hvort viðkomandi hefur staðist gæðakröf- Menningarlandsliö unga fólksins: Orkester Norden á faraldsfæti Orkester Norden er dcemi um vei heppnab samstarf fólks á Noröurlöndunum og sýnir svo ekki verbur um villst ab landamceri og tungumál eru lágir þröskuldar, ef vilji er til ab stíga yfir þá. Æft fyrir afhendingu bókmennta- og tónlistarverblauna Norburlandarábs í Bláa salnum í Stadshuset í Stokkhólmi vorib 7 994. Stjórnandi: Ulf Sö- derblom. Diljá Sigursveinsdóttir athugar hvort bogastrokur séu réttar! Kariis 1995. ur eftir nákvæma hlustun sérfræð- inga. Fyrsta árið var, eins og í ár, æft í Ingesundtónlistarskólanum í Ar- vika þar sem er frábær aðstaða fyrir svona námskeið, stór æfingasalur og stór herbergi fyrir raddæfingar. Þar eru yfir 60 æfingaherbergi fyrir einstaka hljóöfæraleikara. Fyrstu hljómleikar hljómsveitarinnar voru að sjálfsögðu í Arvika, sem er eins og gefur að skilja mikill tónlistar- bær. Síöan var haldið í tónleikaferð um Svíþjóð og m.a. spilað í Stokk- hólmi við frábærar undirtektir. Árið 1994 var hljómsveitinni boðið til Stokkhólms á þing Norðurlanda- ráðs, þar sem hún spilaði við af- hendingu tónlistar- og bókmennta- verðlauna ráösins. Við sama tæki- færi spilaði hljómsveitin í ráðhúsi borgarinnar undir stjóm Ulfs Sö- derblom. Sumarið 1994 var aftur haldið í æfingabúöirnar í Arvika, en nú voru íslendingar orðnir 17 og hljómsveitin hafði stækkað og taldi orðið 104 hljóðfæraleikara. Stjórn- andi var Leif Segerstam. Um sumar- ib lá leiöin m.a. til Óslóar, Kaup- mannahafnar, Óbinsvéa og Gauta- borgar. Sumarið 1995 var bmgðið út af venju, en þá var námskeiðið haldið í Kariis á suðvesturhorni Finnlands. íslendingunum hafbi fjölgað um einn frá árinu áður, þó að fækkað hafi í hljómsveitinni um tuttugu á milli ára. Rétt er aö geta þess að þab er verkefnavaliö sem ræbur heildar- fjölda hljóðfæraleikara. Tónleika- ferðin hófst að sjálfsögðu í Finn- landi, þar sem spilað var í Tampere og Nystad, en síðan var flogið til Kaupmannahafnar og spilab fyrir fullu húsi í Tívolí. Ferðinni lauk svo í Stokkhólmi, þar sem hljómsveitin lék á opnunartónleikum Vatnahá- tibarinnar (Vattenfestivalið er hald- ib á hverju ári í Stokkhólmi meb mikilli viðhöfn). Stjórnandi var Gu- ido Ajmone-Marsan í forföllum Esa- Pekka Salonen. { ár eru 10 íslendingar í Orkester Norden, sem hefur stækkað í 96 manna hljómsveit til að geta flutt stór hljómsveitarverk. Katrín Árna- dóttir fiðluleikari, sem frá upphafi hefur stýrt þátttöku íslendinga í Paavo jarvi er núverandi stjórn- andi Orkester Norden. Hann er fœddur árib 7 962 í Tallinn, Eist- landi, og er aöalstjórnandi Sinfón- íuhljómsveitarinnar í Malmö. hljómsveitinni, segir aðalástæöuna fyrir því að íslendingunum hefur fækkað vera þá hversu snemma sumars námskeiðið byrjabi. Margir íslensku hljóðfæraleikaranna, sem áður hafa veriö valdir til að leika með hljómsveitinni, em við nám erlendis og skólaárinu hjá þeim var í fæstum tilfellum lokið, þegar námskeiðið í Arvika hófst. Af þeim tíu íslendingum, sém nú em með í hljómsveitinni, hafa átta þeirra verib með ábur, þar af em þrír úr Kópavogi. Tveir af þremur trompetleikumm hljómsveitarinn- ar em Kópavogsbúar. Til ab gæla aðeins við þjóðarstoltið er ekki úr vegi aö geta þess að íslendingar eiga fyrstu klarinettu, fyrsta fagott og fýrsta trompet í ár, en hafa öll und- anfarin ár átt einhverja af leiðandi hljóðfæraleikurum sveitarinnar. Hlutur Lionshreyf- ingarinnar Eins og nærri má geta, þarf mikla og góða skipulagningu til að fá svona mikiö fyrirtæki til að ganga. Velja þarf úr fjölda tilboða um að halda tónleika, finna þarf þekktan hljómsveitarstjóra og fá inni á gób- um æfingastöðum og tímasetning- ar þurfa að henta öllum sem að koma. Til ab dæmið gangi upp þarf ekki bara skipulagsgáfur, heldur líka fórnfúst framlag fjölda sjálf- boðaliða og mikla peninga. Þó að hljómsveitin sé orðin þekkt um Noröurlönd og njóti mikilla og vaxandi vinsælda, er ekki útséð meb hvort hún fær að starfa áfram. Hingað til hefur hljómsveitin verið styrkt með framlagi Norðurlanda- rábs, Norrænu félaganna og Lions- hreyfingarinnar, sem á heiðurinn af því að hafa komið þessu verkefni af stab. Þab var sænski Lionsmaöurinn Lennart Fridén sem átti hugmynd- ina ab því að stofna sinfóníuhljóm- sveit ungs fólks á Norðurlöndum. Árib 1987 leitaði hann til Thor- björns Falldin, fyrrverandi forsætis- ráðherra Svía og formanns Norræna félagsins þar í landi, um stuðning við að hrinda hugmyndinni í fram- kvæmd. Norrænu félögin sam- þykktu hljómsveitarstofnunina árið 1991 og menntamálaráðherrar Norðurlandanna gáfu grænt ljós á fjármögnunina í desember sama ár. Á síðasta ári rann út samstarfs- samningur Lionshreyfingarinnar og Norrænu félaganna um stuðn- ing við hljómsveitina. Vonir eru bundnar við ab Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin sjái ástæðu til að tryggja að áframhald verði á þessu uppbyggilega sam- starfi Norðurlandanna. Ráðherra- nefndin hefur látið gera mat á starf- semi hljómsveitarinnar og mikil- vægi hennar fyrir ungt norrænt tónlistarfólk og norræna menn- ingu. Niðurstöður matsins ættu að liggja fyrir innan tíðar. Kerrmr hún til íslands? Þegar þessi grein birtist, situr undirbúningsnefnd (stjórn) Orkest- er Norden á fundi í Ósló og ræðir framtíö hljómsveitarinnar. Ef allt gengur að óskum, liggja fyrir áætlanir um hljómleikaferð ár- ið 1997 til norðursvæða Skandinav- íu (Nordkalotten) og 1998 hefur stefnan verið sett á alþjóðaþing Lionshreyfingarinnar í Birming- ham í Englandi, en það verður þá haldið í fyrsta skipti í mörg ár í Evr- ópu. í Birmingham er eitt besta tón- leikahús álfunnar og mikið til- hlökkunarefni að fá að spila þar. Þeir hljómleikar eiga ab vera eins- konar upphitun fyrir tónleika hér heima, en hingað til íslands hefur hljómsveitin aldrei komið. Þá gæf- ist íslendingum í fyrsta skipti tæki- færi til að hlýða á hina efnilegu ungu hljóðfæraleikara. Á ferb um Noreg Eins og áður sagði, er Orkester Norden að hefja árlega tónleikaferð sína í dag með tónleikum í tón- leikahöllinni í Sandefjord við Ósló- fjörð. Tónleikarnir eru þáttur í lista- hátíb bæjarins. Á sunnudag verður svo ekið sem leið liggur til Lille- hammer, þar sem hljómsveitin spil- ar í Maihaugen-tónleikahúsinu. Á mánudag lýkur svo ferðinni meb tónleikum í tónleikahöllinni í Ósló. Vonandi verður það ekki svana- söngur þessarar frábæm hljóm- sveitar. Ágúst Þór Ámason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.