Tíminn - 30.03.1989, Page 3

Tíminn - 30.03.1989, Page 3
Fimmtudagur 30. mars 1989 Tíminn 3 Hermann Stefánsson á Laugabakka í Miðfirði veiddi 20 tófur og tvo minka á þrem nóttum: Fékk níu tófur á einni nóttu Tuttugu tófur og tveir minkar lágu í valnum eftir þriggja nátta útilegu í skothúsi við Aðalból í Miðfirði. Eina nóttina náði hann níu tófum og fyrir nokkrum árum náði hann ellefu tófum á einni nóttu, en eftir því sem Tíminn kemst næst er það mesta veiði, sem einn maður hefur veitt af tófu á einni nóttu hér á landi. Veiðimaðurinn sem hér var á ferð heitir Hermann Stefánsson rútubílstjóri að aðalstarfi og býr hann á Laugabakka í Miðfirði. Hermann sagði í samtali við Tím- ann að tófurnar hefði hann allar skotið í þessum mánuði. „Ég hafði níu tófur eina nóttina," sagði Hermann. Tófurnar veiddi hann all- ar úr skothúsi, sem hann kom upp á jörðinni Aðalbóli. sem nú er komin í eyði og fyrir utan kofann er síðan sett æti í hæfilegri fjarlægð til að ginna tófuna að. Ætinu er komið fyrir strax á haustin, og síðan endur- nýjað eftirþörfum. Aðspurðursagði Hermann að eyðibýlið væri í um sjö kílómetra frá næsta bæ. „Ég veit ekki hvort ég hafi nokk- urn töframátt,“ sagði Hermann að- spurður, „tíðarfarið hjálpar til. Það er búið að vera mikili snjór og harður vetur. þannig að þeim er ekki mikið um bjargir, það hjálpar mikið til. Ég hef annars haft 11 tófur á einni nóttu fyrir nokkrum árum. en ég hef aldrei veitt svona margar á svo stuttum tíma,“ sagði Hermann. Hermann sagði að líklega hafi hann náð þessum tuttugu tófum á rúmlega þriggja vikna tímabili á þrem nóttum. „Það verður að líða smá tími á milli þess scm maður fer í skothúsið. Það þýðir ekkert annað, þegar maður tekur svona mikinn slurk í einu, en að láta liggja á milli. Þær verða varar um sig og því verður maður að láta þetta jafna sig. Þá er betra að eiga við þær. Þær eru þá ekki eins styggar sem cftir eru. því það vita alltaf nokkrar af manni." sagði Hermann. Hann sagði að best væri að láta þær sem lengst óáreittar í ætinu, því þá yrðu þær ekki eins varar um sig. Aðspurður hvað hann legði fyrir þær sem æti til að ginna þær í nágrenni skothússins, sagðist Her- mann vanalega leggja út hrosshausa á haustin, en einnig oft kindahræ. „Síðast var það meri sem drapst sem ég flutti á staðinn. Það er nú lang best að leggja það fyrir tófurnar," sagði Hermann. Hermann sagði að vel gæti verið að tófurnar kæmu illa haldnar úr óbyggðum. en þær hefðu allar verið frekar vel í holdum sem hann veiddi, enda tljótar að ná sér þegar þær komast í æti. Aðspurður hvort hann hefði náð fleiri en einni í skoti, sagði hann svo ekki vera. „Það er rnjög hæpið að geta það. Ef maður tekur þetta jafn óðum og það kemur þá er það sjaldan að þær koma tvær í einu. Þó kom það einu sinni fyrir, en önnur þeirra slapp,“ sagði Hermann. Hann sagðist telja að óvenju mikið væri af tófu og frekar farið fjölgandi að undanförnu. Hann sagði að ein- göngu væri um villtar tófur að ræða, en ekki aldar. Hermann hefur stundað tófuveið- ar í um fjórtán ár og notar hann Winchester hálfsjálfvirka hagla- byssu við veiðarnar. Hann fer í skothúsið þegar fer að rökkva og er þar til um ellefu um morguninn. Páll Hersteinsson vciðistjóri sagði í samtali við Tímann að það væri mjög sjaldgæft að ná svo mörgum tófum á svo stuttum tíma. Aðspurð- ur sagði Páll að þessi mánuður væri upphafið að fengitímanum og lík- lega væri niegnið af því sem Hcr- mann hefði veitt karldýr. „Það má segja að það veiðist tveir steggir fyrir hverja læðu að meðaltali á þessum árstíma. Megnið af þcssu er einnig ungt, líklega um 70% á fyrsta vetri. Þetta eru ung dýr sem Merktur refur fylgist með mannaferðuni. eru að leita fyrir sér að svæði og ekki eins hæf og eldri dýrin til að afla sér fæðu. Þau fara yfir stærra svæði í fæðuleit og hafa ekki afmarkað sér fast svæði ennþá. Karldýrin eiga erfiðara líf, þeir þurfa að afmarka sér óðal til þess að geta laðað til sín læðurnar,“ sagði Páll. Hann sagði að einnig ætti hið gífurlega fannfergi í vetur þátt í þessu. „Rjúpan hcfur fyrir bragðið ckki verið eins dreifð um hálendið og undanfarna vctur og þar af lcið- andi leiti refirnir kannski frekar í ætíð fyrir bragöið," sagði Páll. Hann sagði einnig að ekki mætti gleyma því að vart hefur orðið við fjölgun refa á vestanverðu landinu. Skýring- arnar væru því nokkrar sem allar kæmu til greina. Páll sagði að veiðin hefði yfirleitt verið lcleg í vetur, einkum vegna veðurs, en ekki vegna skorts á refum. Á Norðausturlandi hafa ver- ið einkar slæm skilyrði til vetrarveiði og því lítiðaf þeint veiðum aðsegja. -ABÓ ATHUGASEMD FFÍ f tilefni af frétt Tímans í gær varðandi ávöxtunarkröfu í kredit- kortaviðskiptum skal eftirfarandi tekið fram: 1. ÞegarFjárfestingarfélag íslands hf. annast milligöngu á sölu úttektar- seðla krítarkorta er þar fyrst og fremst um að ræða langtímasamn- inga um sölu þeirra við stærri aðila. í þeim tilvikum er ávöxtunarkrafan all verulega lægri en fram kom í frétt Tímans í gær, eða 49%. 2. Þegar um minni og óregluleg viðskipti er að ræða, sem þó eru hverfandi, er kostnaður hærri eins og kom fram í fréttinni. 3. Hjá Fjárfestingarfélaginu er sú regla viðhöfð, að þjónustugjald til kreditkortafyrirtækis er samkvæmt samningum fyrirtækjanna sjálfra við kreditkortafyrirtækin. Þannig er til dæmis tekið 1% þjónustugjald ef þannig hefur verið um samið, en ekki 3% eins og haldið er fram í greininni. 4. Með hliðsjón af framangreindu er hagur umbjóðenda félagsins fyrir vikið mun minni en fram kom í Tímanum í gær. 5. Það er von félagsins að verð- bólga og verðbólguvæntingar geti hjaðnað þegar kemur fram á vorið og lækkuð ávöxtunarkrafa fylgi í kjölfarið. Er ríkisstjórninni óskað allra heilla í að ná verðbólgunni niður. Gunnar Óskarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Fjárfestingarfélags íslands hf. Þau Ieiðu mistök urðu í blaðinu í gær að mynd sem birta átti af Sigurvin Einarssyni, með frétt af fráfalli þingmannsins, vantaði. Tíminn biður aðstandendur af- sökunar á þessum leiðu mistök- um og vottar þeim um leið samúð sína. Hólmfríður fyrsta konan Hólmfríður Garðarsdóttir fram- kvæmdastjóri hefur, fyrst kvenna, verið skipuð formaður Æskulýðs- ráðs ríkisins. Hún er skipuð til næstu tveggja ára. Þá hefur Pálmar Hall- dórsson verið skipaður varaformað- ur og framkvæmdastjóri Æskulýðs- ráðsins. Æskulýðsráð ríkisins var stofnað árið 1970 og hefur aðal verkefni þess verið að skipuleggja og samræma opinberan stuðning við æskulýðs- starf í landinu og örva starfsemi þeirra samtaka sem að æskulýðsmál- um vinna. Ráðið hefur einnig beitt sér fyrir þjálfun leiðbeinenda fyrir félög og félagasamtök og stendur nú yfir endurskoðun og endurútgáfa á félagsmálanámsefninu í samstarfi við fjölda samtaka og einstaklinga. - ÁG IMIS5AIM SUBARU l/mntirurg Við flytjum varahlutina í Sævarhöfða 2 (við EIMðaárnar) Varahlutaverslun okkar verður lokuð fimmtudag og föstudag vegna flutninganna. Við vonum að lokunin valdi viðskiptavin- um okkar ekki of miklum óþægindum. Opnum varahlutadeiidina mánudaginn 3. apríl að Sævarhöfða 2 í nýju, glæsilegu húsi. Enn um sinn verður söludeildin í Rauðagerði. Nýtt símanúmer á nýjum stað er 67-4000 Ingvar s Helgason

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.