Morgunblaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Útikerti eru oft staðsett þannig að hætta er á að yngri kynslóðin rekist í þau og að yfirhafnir sláist í loga þeirra á morgun Umræðan  Daglegt málþing þjóðarinnar 94 SJÚKLINGAR, sem lokið hafa meðferð á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi, eru enn inniliggjandi eða rúmlega 11% allra legusjúklinga sem liggja að jafnaði inni á sjúkrahúsinu. Kynjaskiptingin er jöfn, 47 karlar og 47 konur. Samtals hefur þessi hópur legið inni í um 12.000 daga að lokinni meðferð. Flestir eru aldraðir og bíða eftir hjúkrunarheimili eða 75 manns en yngri einstaklingar eru á annan tug og bíða eftir búsetuúrræði á veg- um svæðisskrifstofa. Af þeim sem eru aldraðir er um þriðjungur á lyflækn- inga- og handlækningasviðum, en tveir þriðju á öldrunarsviði LSH. Stærstur hluti aldraðra hafa heilabil- unarsjúkdóm. Í janúar 2003 biðu 174 sjúklingar á LSH eftir úrræðum utan spítala. Í byrjun árs 2004 var opnað nýtt hjúkr- unarheimili fyrir aldraða á Vífilsstöð- um með 50 rýmum og létti það nokk- uð á biðlistum LSH. Í janúar 2005 biðu engu að síður 102 eftir úrræðum og í september voru þeir 99 talsins. Vegna þessa vanda hefur heilbrigð- isráðuneytið á síðastliðnum árum beitt sér fyrir 90% forgangi LSH að tveimur hjúkrunarheimilum. Það hef- ur létt stöðuna, en dugar ekki til og slík stjórnunarúrræði af hálfu ráðu- neytisins þarf að þróa áfram að mati stjórnenda sjúkrahússins. Rúm á bráðasjúkrahúsi eru dýrari en á hjúkrunarheimili Lega sjúklinga í bið á sjúkrahúsinu hefur víðtæk áhrif að sögn Önnu Lilju Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra fjárreiðna og upplýsinga á LSH. Hún þýðir í fyrsta lagi kostnaðarauka fyrir samfélagið því kostnaður á legudag á bráðasjúkrahúsi er meiri en á hjúkr- unarheimili eða sambýli. Kostnaður meðallegudags á LSH er a.m.k. 2–3 sinnum meiri en t.d. meðaldaggjald á hjúkrunarheimili. Áætlaður kostnað- ur hvers meðallegudags á LSH er 30– 50 þúsund kr. en meðaldaggjald á hjúkrunarheimili er u.þ.b. 14 þúsund kr. Anna Lilja vekur þó athygli á því að sjúklingar sem lokið hafa meðferð á LSH og bíða framhaldsúrræða leiði til minni kostnaðar, þ.e. þeir þurfa ekki á hátæknimeðferð sjúkrahússins að halda. Má því ganga út frá því að kostnaður vegna hvers sjúklings í bið eftir varanlegri vistun utan LSH sé um 16–20 þúsund á sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá LSH þarf rúmlega helmingur þessara sjúklinga að bíða í meira en 90 daga á stofnuninni að lokinni meðferð. Rík- isendurskoðun segir í nýrri skýrslu sinni um starfsemi LSH á árunum 1999–2004, að sé gengið út frá að með- albiðtími biðsjúklinganna sé 90 dagar, sem sé varlega áætlað miðað við raun- tölur, sé kostnaður á hvern sjúkling á bilinu 2,7–4,5 m.kr. Fyrir 94 sjúklinga þýðir þetta því 254–423 m.kr. Eiga rétt á annars konar aðbúnaði Þessi kostnaðarauki er þó ekki það eina sem skiptir máli. Þetta veldur einnig því að aðrir sjúklingar sem þurfa á meðferð að halda komast ekki inn á viðeigandi deild til meðferðar og auk þess skapast vandamál við að sjúklingar fái ekki rúm á stofu og þurfa því að dvelja á göngum sjúkra- hússins. En sjúklingar sem bíða útskriftar eiga auk þess rétt á annars konar að- búnaði en þeir fá á sjúkrahúsinu. „Sjúklingur sem hefur lokið meðferð á náttúrlega ekki að vera mánuðum saman á bráðasjúkrahúsi, það er ekki góð þjónusta,“ segir Anna Lilja. „Þessir einstaklingar eiga rétt á að vera í heimilislegu umhverfi í ró og næði.“ Ríkisendurskoðun telur lausn út- skriftarvandans hljóta að felast í í heildarstefnumótun fyrir heilbrigðis- kerfið. Bendir hún í skýrslu sinni á að eitt skref hafi verið stigið þegar 1 milljarði króna af söluandvirði Sím- ans var ánafnað til að leysa búsetumál geðfatlaðra haustið 2005. Yngri sjúklingar bíða að meðaltali í tæpt ár Í nýlegri skýrslu LSH um útskrift- arvanda sjúkrahússins kemur fram að langflestir dagar í bið eru hjá yngsta aldurshópnum. Í september voru 17 biðsjúklingar yngri en 64 ára og höfðu þeir samtals beðið í 5.285 daga eða að meðaltali 311 daga hver. Þeir sem hafa næstflesta daga í bið er aldurshópurinn 80–84 ára eða alls 2.686 sem gerir að meðaltali um 112 daga í bið. Aðrir hópar höfðu beðið skemur. „Það er athyglisvert að þeir sem bíða eru aðallega ungir karlmenn og eldri konur,“ segir Anna Lilja. Ungu karlarnir bíða flestir á geð- sviðinu en eldri konurnar á öldrunar- sviðinu. Að sögn Önnu Lilju hefur staðan lítið sem ekkert breyst frá því skýrsla LSH um útskriftarvandann var gerð í september. „Og ég held að hún muni ekki breytast mikið á næstunni, ekki fyrr en nýtt hjúkrunarheimili verður opnað í Mörkinni árið 2007.“ Í apríl sl. var opnuð hjúkrunardeild á Landa- koti fyrir tíu einstaklinga sem bíða hjúkrunarheimilis og hefur hún lík- lega orðið til þess að sjúklingum sem bíða framhaldsúrræða á skrá hefur fækkað úr 102 í 94 á þessu ári. Hjúkrunarheimilin taki við fleirum Anna Lilja segist vilja sjá hjúkr- unarheimilin taka fleiri sjúklinga af spítalanum en nú er. Aðeins um þriðj- ungur innlagna á hjúkrunarheimili séu sjúklingar af LSH. „Ef fleiri sjúklingar af spítalanum myndu hafa forgang á hjúkrunar- heimilin myndi útskriftarvandinn minnka.“ Ef ekki verður gripið til al- mennra stjórnunaraðgerða af hálfu heilbrigðisráðuneytis til þess að flýta tilfærslu þeirra sem þurfa á varan- legri vistun að halda, þá þarf nauð- synlega að skilgreina 90% forgang að því hjúkrunarheimili sem nú er á teikniborðinu, en grípa til bráða- birgðalausna í millitíðinni, að mati Önnu Lilju. Rúmanýting verði 90% En horfa má á útskriftarvandann frá enn öðrum sjónarhóli. „Ef við myndum ná að útskrifa alla sjúklinga sem lokið hafa meðferð á LSH þá gætum við stórbætt þjónustu við sjúklinga sem sækja þangað þjón- ustu,“ segir Anna Lilja. „Nú er rúma- nýting um það bil 100%. Það þýðir að undir álagi þarf að leggja sjúklinga á ganga til að taka við öllum þeim sem á hverjum tíma þurfa á innlögn að halda. Allir eru sammála því að slíkt sé í raun óásættanlegt. Með því að rúmanýting yrði að jafnaði um 90% væri hægt að mæta álagstoppum án þess að til gangainnlagna kæmi. Þessi ráðstöfun myndi auk þess hámarka líkur á því að hver sjúklingur geti lagst á sína kjördeild, það er þá deild sem best mætir þörfum hans eða hennar, en við núverandi aðstæður kemur alloft fyrir að sjúklingar þurfi að leggjast á aðrar deildir en best þykir henta. Núverandi stærð LSH ber ekki biðtíma þeirra sem lokið hafa meðferð, þar sem það leiðir til veru- legra þrenginga. Það væri því eitt af stærstu hagsmunamálum sjúklinga og starfsfólks LSH að þessi vandi yrði leystur til frambúðar.“ Um 11% legusjúklinga LSH hafa lokið meðferð 94 sjúklingar bíða eftir hjúkr- unarrými eða öðrum úrræðum Morgunblaðið/ÞÖK „Sjúklingur sem hefur lokið meðferð á náttúrlega ekki að vera mánuðum saman á bráðasjúkrahúsi, það er ekki góð þjónusta,“ segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri á LSH. „Þessir einstaklingar eiga rétt á að vera í heimilislegu umhverfi í ró og næði.“ Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.