Morgunblaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Starfsfólk Eignamiðlunar. STARFSMENN á slysa- og bráða- deild Landspítalans í Fossvogi verða oftar en áður fyrir ógnunum og árásum af hálfu þeirra sem þangað leita. Í vaxandi mæli er um að ræða menn sem koma á slysa- deildina um helgar undir áhrifum örvandi fíkniefna og þessum mönn- um fjölgar eftir því sem lengra líð- ur á nóttina. Kristín Sigurðardótt- ir, læknir og fræðslustjóri á slysadeild, telur að framlengdur af- greiðslutími veitingastaða hafi meðal annars ýtt undir aukna fíkniefnaneyslu og vill að hann verði styttur á nýjan leik. „Ég held því ekki fram að fíkni- efnavandinn sé til kominn vegna þess að afgreiðslutími veitingahúsa var lengdur. En með því að fram- lengja afgreiðslutímann sendu borgaryfirvöld út þau skilaboð að það væri bara allt í lagi að drekka lengur og þar af leiðandi meira,“ segir Kristín. Með lengingu tímans hafi eitt vandamál verið leyst en önnur sköpuð í staðinn. Kristín lætur sér ekki nægja að gagnrýna núverandi ástand heldur leggur hún til lausn- ir. Meira um þær síðar. Þreyttari og skapfúlli Kristín segir að það sé í sjálfu sér nógu slæmt að lenging af- greiðslutímans hafi leitt til þess að fólk á skemmtistöðum sé líklegra til að drekka meira og lengur. Lengingin hafi þó enn alvarlegri afleiðingar því fólk undir miklum áhrifum áfengis sé líklegra en ella til þess að prófa örvandi fíkniefni. Þar sem áfengi sé í eðli sínu slæv- andi og flestir þreytist af lang- vinnri drykkju, freistist fólk því frekar til að taka örvandi lyf til að geta haldið sér gangandi lengur. Að sögn Kristínar hefur starfs- fólk á slysadeildinni orðið illyrm- islega vart við aukna fíkniefna- neyslu og undir það tekur Hlynur Þorsteinsson, sérfræðilæknir á slysadeild, en hann hefur starfað þar með hléum í um 20 ár. Hlynur segir að miklar breyt- ingar hafi orðið þegar afgreiðslu- tíminn var framlengdur. Þegar skemmtistöðum var lokað klukkan þrjú um helgar hafi komið „hol- skefla“ af fólki fljótlega eftir að lokað var og erillinn hafi staðið til um klukkan fimm. Nú streymi sjúklingarnir að alla nóttina og langt fram á morgun. Eftir því sem menn koma seinna, því viðskota- verri eru þeir. „Menn vaka lengur, þeir verða þreyttari og skapfúlli. Þar af leið- andi verða þeir uppstökkari og verður laus höndin af litlu eða engu tilefni. Hluti af skýringunni er sá að menn hafa keyrt sig áfram á öðrum vímuefnum en áfengi,“ segir hann. Þeir sem eru undir áhrifum fíkniefna séu mun líklegri til að ráðast á starfsfólkið eða ógna af því af litlu eða engu tilefni. Þeir eru æstari, hafa minni dómgreind og stundum þarf ekki nema eina augnagotu til þess að þeir „fírist upp“. Hlynur segir að fyrir um fimm árum hafi farið að bera meira á að menn sem leiti til slysadeildarinnar séu undir áhrifum fíkniefna. Spurð- ur um hugsanlegar skýringar segir hann að erfitt sé að gera sér grein fyrir því, hluti skýringarinnar sé breyttur tíðarandi og hluti tengist breyttum afgreiðslutíma. Núorðið þyki fíkniefni eðlilegur hluti af skemmtanalífinu og aukinni notkun fylgi meira af tilefnislausum uppá- komum og árásum. Fleiri með hnífa Lögregla er með vakt á slysa- deildinni öll kvöld og nætur en að sögn Ófeigs Þorgeirssonar, yfir- læknis slysadeildarinnar, er unnið að því að efla öryggismál enn frek- ar. Ástæðan er sú að ógnandi framkoma í garð starfsfólks fer vaxandi, hnífaburður er algengari og fleiri koma á slysadeild undir áhrifum fíkniefna, að sögn Ófeigs. Starfsfólkið hafi einkum orðið fyrir ógnunum en í einstaka til- fellum verið slegið eða gripið háls- taki. Enginn hafi slasast alvarlega en starfsmenn hafi orðið fyrir tölu- verðum andlegum áföllum. Telur meiri hættu á tilefnislausri árás Ástæðan fyrir því að afgreiðslu- tími skemmtistaða var framlengd- ur var fyrst var fremst sú að með því átti að koma í veg fyrir að mannþröng myndaðist í miðborg- inni klukkan þrjú, með tilheyrandi hópamyndun og slagsmálum. Vegna fjöldans átti lögregla einnig erfitt með að hafa stjórn á ástand- inu en það breyttist til batnaðar með lengri afgreiðslutíma. Sé litið á tölur lögreglunnar í Reykjavík um skráð ofbeldisbrot kemur í ljós að þeim hefur fækkað í miðborg Reykjavíkur úr 409 árið 1999 í 265 árið 2004. Ofbeldisbrot- um í Reykjavík allri fækkaði einn- ig, úr 821 árið 1999 í um 740 á ný- liðnu ári. Kristín Sigurðardóttir segir að starfsfólk á slysadeild hafi því miður ekki orðið vart við að of- beldið hafi minnkað, nema síður sé. Hún telur að lenging afgreiðslu- tímans hafi orðið til þess að gestir skemmtistaða og fólk sem er á ferli í miðbænum um nætur sé nú í meiri hættu en áður á því að verða fyrir tilefnislausri árás. Ástæðan sé sú að fleiri neyti örvandi fíkniefna og séu því líklegri til að ráðast á aðra án nokkurs tilefnis. Þá bendir hún á að nýleg skosk rannsókn hafi sýnt fram á að aðeins lítið hlutfall þeirra sem verða fyrir ofbeldi til- kynni það til lögreglu eða um 12%. Enn færri eða um 11% segi starfs- fólki slysadeilda að þeir hafi orðið fyrir árás. Það verði því að taka tölum lögreglunnar með ákveðnum fyrirvara, þær þurfi ekki endilega að gefa rétta mynd af ástandinu. „Ég skil vel að lögreglan sé ánægð með að minni mannfjöldi kemur út af skemmtistöðunum í einu. Hún getur verið með færri menn á vakt og af því að það er minna kraðak í bænum getur hún nýtt myndavélarnar betur. Nú hef- ur verið rætt um að ofbeldið sé að færast upp Laugaveginn og þá segir borgarstjórinn að það þurfi að bæta við myndavélum þar. En væri ekki nær að leita að orsök- unum frekar en að setja bara plástur á sárið,“ segir Kristín. Djamm, sukk og svínarí Jafnvel þó litið sé fram hjá merkjum um vaxandi fíkniefna- neyslu og auknu ofbeldi af hennar völdum telur Kristín að lengri af- greiðslutími hafi verið til óþurftar. Vitað sé að svefnleysi auki líkurnar á þunglyndi og það hljóti að taka fólk töluverðan tíma að jafna sig á því að missa úr svefn heilu næturn- ar, kannski margar helgar í röð. Þegar svefnleysinu fylgi aukin drykkja eða fíkniefnaneysla sé hættan enn meiri en ella. Ef fólk er lengi vansvefta getur það eitt og sér valdið sturlunareinkennum. Þá setji það ljótan svip á miðborgina að um helgar séu eftirlegukindur enn að tínast heim af djamminu langt fram á morgun. „Fólk sem er að fara með börnin sín til að gefa öndunum á Tjörninni rekst kannski á útúrdrukkið og vansvefta fólk sem er á leiðinni heim eftir nóttina,“ segir hún. „Er þetta það sem við Íslendingar vilj- um vera þekktir fyrir, djamm, sukk og svínarí?“ Lengri tími jafngildir ekki auknu frelsi Þó að enginn sé neyddur til að fara seint á skemmtistaði og vera lengi að, telur Kristín að það sé varla hægt að tala um frelsi í þessu samhengi. „Það er komin ákveðin skemmtanamenning og það er nán- ast enginn kominn niður í bæ fyrr en seint og síðar meir,“ segir hún. Marga langi til að hitta aðra þegar þeir fara út að skemmta sér en þurfa þess vegna að bíða með að fara út þar til „stemningin“ sé komin í bæinn, upp úr klukkan eitt. Lenging afgreiðslutímans hafi haft ýmis neikvæð áhrif og því sé eðlilegt að menn hugi að því að stytta hann á nýjan leik. Samfélag- ið leggi ýmis boð og bönn við því sem talið er hættulegt eða nei- kvætt, hámarkshraði sé t.d. tak- markaður en fáir telji að um frels- isskerðingu sé að ræða. Hún er þá spurð hvernig megi breyta ástandinu, hvort hún vilji að veitingastaðir verði látnir loka klukkan þrjú, líkt og áður. Kristín bendir þá á að fleiri lausnir séu til. „Af hverju er fólk ekki hvatt til þess að fara fyrr út að skemmta sér? Áður fyrr voru vandræði með að ná í leigubíla en mátti þá ekki bara fjölga leigubílaleyfum um helgar? Það hafði sína galla að fá alla út á sama tíma en í staðinn fyrir að framlengja afgreiðslutím- ann, mátti ekki frekar skipta veit- ingastöðum í flokka þannig að sumir loki klukkan eitt, aðrir klukkan tvö og svo framvegis? Og má ekki kanna möguleika á því að lækka verð á áfengi fyrir mið- nætti? Þetta þyrfti ekki endilega að vera dýrara fyrir veitingahúsa- eigendur því í staðinn gætu þeir lokað stöðunum fyrr,“ segir Krist- ín. „Hér fyllast skemmtistaðir ekki fyrr en löngu eftir miðnætti. Ef fólk í útlöndum getur farið út að skemmta um klukkan 9 á kvöldin og verið komið heim upp úr mið- nætti en samt skemmt sér rosalega vel, hlýtur það líka að vera hægt á Íslandi,“ segir Kristín. Kallar eftir umræðu Kjarni málsins sé sá að þegar ákveðið var að lengja afgreiðslu- tímann hafi ekki legið fyrir nægi- legar rannsóknir um hugsanleg áhrif þess, þó að reyndar hafi verið varað við að breytingin gæti leitt til aukinnar fíkniefnaneyslu á skemmtistöðum. Nú þegar áhrifin séu komin í ljós þurfi að taka málið til gagngerrar endurskoðunar og hún kallar eftir umræðu um þetta mál. „Mér einfaldlega ofbýður allt það ljóta og slæma sem við verðum vitni að í okkar starfi og finnst að við þurfum að leita leiða til að koma í veg fyrir það,“ segir Kristín Sigurðardóttir, læknir á slysadeild. „Mér finnst að tilgangurinn með því að fara út að skemmta sér sé að hitta aðra og eiga góðar stundir, en ekki enda uppi á slysadeild vegna fíkniefnanotkunar eða of- beldisins sem notkun á efnunum getur fylgt,“ segir hún. 39 staðir mega hafa opið lengur Afgreiðslutími veitingastaða var í tilraunaskyni gefinn frjáls vorið 1999. Tveimur árum seinna var hann takmarkaður og nú mega staðir, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, veita áfengi til klukkan 5.30 um helgar. Þá verður síðasti gesturinn að hafa yfirgefið staðina klukkustund síðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík hafa 39 veitingastaðir í borginni leyfi til að hafa opið til klukkan 5.30 um helg- ar. Starfsfólk slysadeildar verður í auknum mæli fyrir ógnunum og árásum fólks undir áhrifum fíkniefna Telur lengri afgreiðslutíma ýta undir fíkniefnaneyslu Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÁSGEIR Karlsson, yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykja- vík, segist sannfærður um að fíkni- efnaneysla hafi aukist á síðustu árum og hún sé orðin hluti af skemmtanamynstri í borginni. Hann segir að það gæti verið vert að kanna möguleika á því leyfa sérstaka næturklúbba utan mið- borgarinnar en takmarka af- greiðslutíma veitingastaða að öðru leyti. Ásgeir segir að þegar lögregla hafi kannað fíkniefnaneyslu á veit- ingastöðum hafi henni fundist ótrúlega margir vera undir áhrif- um fíkniefna eða með fíkniefni í fórum sínum. „Í dag finnst fólki ekkert tiltökumál að fá sér örvandi efni af og til. Það lítur ekki á þetta sem fíkn heldur sem hluta af skemmtanamynstrinu,“ segir hann. „Ég hef rætt þetta við menn sem eru í þessum heimi og þekkja þetta af eigin raun. Þeir fullyrða að neyslan sé mjög almenn og það sé fólk úr öllum stéttum sem noti fíkniefni, þetta sé ólíklegasta fólk og úr öllum stéttum þjóðfélagsins, jafnvel þjóðþekktir einstaklingar. Þessir sem ég hef rætt við hafa enga hagsmuni af því að spinna þessar sögur upp og ég tel enga ástæðu til að rengja þá.“ Blandast ekki annarri umferð Þá telur hann að harkan í of- beldinu hafi aukist, ekki væri hætt þó að menn hefðu fallið í götuna eða á gólfið. Jafnvel væri ráðist fyrirvaralaust á fólk og af engu til- efni. Aðrir lögreglumenn sem rætt var við tóku í sama streng, meiri harka hefði færst í slagsmál og af- leiðingar þeirra verði sífellt verri. Ásgeir segist ekki geta fullyrt hvort það yrði til bóta að stytta af- greiðslutíma veitingastaða. „Hins vegar þekki ég það af reynslu minni í lögreglunni að vandræðin og slagsmálin byrja yfirleitt fyrir alvöru þegar líða tekur á nóttina.“ Það er hans persónulega skoð- un, sem margir séu eflaust ósam- mála, að það komi til álita að breyta reglum þannig að um klukkan tvö eða þrjú að nóttu fái sérstakir næturklúbbar leyfi til að hafa opið lengur en afgreiðslutími annarra staða yrði styttur. Slíkir næturklúbbar yrðu að vera fjarri miðborginni en með því mætti koma í veg fyrir að fólk sem er á leið heim af skemmtistöðum snemma að morgni sé á sama tíma í borginni og fólk sem eigi þangað erindi í öðrum tilgangi, s.s. í versl- unarerindum eða sé á ferð með börn sín. Næturklúbbar fjarri miðborginni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.